Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 28.07.1985, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1985 1979 Muddy Waters (fyrir miðju) kemur upp á svið- spilar med Eric Clapton og Albert Lee í ('hicago Stadium. með „Hideaway" eftir Freddie King og á hinni hliðinni var „I Love the Woman" sem enn þann dag í dag er með beztu lögum..Það var í fyrsta skipti sem ég heyrði tónlist af þessu tagi. Eric Clapton segir síðan frá til- drögum þess að hann fór að spila með Yardbirds. The Roosters áttu samleið frá því í janúar þar til í ágúst 1963 en þá gengu Eric Clapt- on og Tom McGuinness til liðs við Casey Jones and the Engineers. Brátt leið það samstarf einnig undir lok en þá frétti Eric Clapton af Yardbirds: E.('.: „The Rolling Stones höfðu verið að spila í Crawdaddy Club og þegar þeir fóru annað tóku Yard- birds við. Ég hafði kynnzt tveimur strákum úr Yardbirds í einhverj- um bóhema-partíum og á þeim tíma höfðu þeir verið að spila tónlist eftir Django Reinhardt. Með okkur tókst vinátta. Ég fór til að hlusta á þá spila í Crawdaddy Club og gagnrýndi þá óspart, sér- staklega gítarleikarann. Ég man nú ekki lengur hvernig það atvik- aðist, en eina vikuna sat ég og hlustaði og þá næstu var ég farinn að spila. R.P.: f fyrsta skipti sem ég hitti þig var þegar þú varst að vinna í Criteria-upptökuverinu í Miami. Þar var allt vaðandi í eiturlyfjum, sérstaklega heróíni, og þegar mig b.ir að lágu allir eins og hráviði um allt gólf, gjörsamlega „búnir á því“. Svo birtist þú í gættinni í gömlum brúnum leðurjakka með hárið greitt aftur, löðrandi í feiti, og leizt út eins og þú hefðir ekki sofið dögum saman. Þú leizt yfir vígvöllinn og sagðir, eins og við sjálfan þig: „The boy stood on the burning deck / Whence all but he had fled.“ Og þar með varstu far- inn. E.C.: Já, við vorum þarna á þessu hóteli á ströndinni og það var sama hvaða dóp maður vildi, það var hægt að fá það í sjopp- unni. Stelpan sem afgreiddi þar tók bara við pöntunum. Annað hvort var maður á uppleið eða niðurleið, stelpur jafnt sem strák- ar, og ef maður fékk sér drykk var það yfirleitt Ripple eða Gallo. Rótsterkt. Ég man að einhvern tíma birtist Ahmed (Ertegun, stjórnarformaður Atlantic Rec- ords) á svæðinu. Hann tók mig af- síðis og grét. Hann sagðist vera búinn að standa í þessum viðbjóði með Ray (Charles) og að hann vissi hvernig þetta endaði, — hvort ég vildi ekki hætta þessu á stundinni. Ég sagði: „Hvað ertu eiginlega að tala um maður — þetta er ekkert mál.“ En auðvitað hafði hann algjörlega rétt fyrir sér. R.P.: Þú hefur sjálfsagt orðið að komast að þeirri niðurstöðu sjálf- ur. E.C.: Ég veit það eiginlega ekki. Þegar ég byrjaði að taka það (heróín) spurðu George (Harrison) og Leon (Russel): „Hvað ertu að gera? Hvað ætlastu fyrir?" Og ég svaraði: „Ég ætla mér að ferðast í gegnum myrkrið, aleinn, og kom- ast að því hvað þar er að finna. Og svo ætla ég að koma út úr því hin- um megin." En það var vandalítið fyrir mig að segja þetta því að ég hafði mitt fag, tónlistina, til að halla mér að. Fyrir fólk sem hefur ekkert slíkt er þetta stórhættulegt — sá sem hefur ekkert að halda sér í hverfur. Það stoðar ekkert að segja bara: „Ja, þessi ætlar sér að lenda í þessu, hvað sem hver seg- ir.“ Það verður einfaldlega að fá fólk til að staldra við og hugsa málið. R.P.: Tónlistin sem þið Duane áhugasamur nemandi. yfirspenntir og komnir með al- gjört ofsóknaræði. Og hljómsveit- in — hún bara leystist upp. Ég man eins og það hefði gerzt í gær að ég var kominn heim til min og heyrði Bobby Whitlock aka upp tröðina og öskra á mig að koma út. Hann sat fyrir utan í bílnum allan daginn en ég var í felum. Og þar með hófst ferðin í gegnum myrkr- ið. Mestallan tímann — þetta voru næstum því tvö og hálft ár — var ég þarna í húsinu ásamt vinkonu minni, og þó að við værum ekki með neinar nálar fórum við fram á yztu nöf. Allan tímann var ég samt með kassettutækið í gangi og ég spilaði. Það var það sem ég hafði til að halda mér i. 1 lok þessa tímabils sá ég að ég var með heilu kassana af tónlist. Það var eins og það væri eitthvað sem neitaði að gefast upp. komuð með í „Layla“ var í sér- flokki — nokkuð sem sennilega gerist ekki nema einu sinni á ævinni. Fóruð þið í tónleikaferð eftir að upptökunni var lokið? E.C.: Ég fór ekki með Duane heldur Dominos sem fóru i mikið tónleikaferðalag um Bandaríkin. Við sönkuðum að okkur glás af dópi í Miami — heilli glás — og tókum það með okkur. Svo kynnt- ist ég prédikaranum frá New York. Hann var giftur einni stelp- unni í The Ronnettes. Hann spurði hvort hann mætti fylgjast með okkur dálítinn tíma. Ég fann til andlegs skyldleika með þessum manni en brátt fór hann að djöfl- ast í mér út af dópinu. Ég varð gjörsamlega miður mín og eftir viku ferðalag tók ég ailt sem ég var með og sturtaði því niður í klósettið. Én þá fór ég auðvitað bara til hinna strákanna og fékk hjá þeim. Þegar ferðinni var um það bil að ljúka var hljómsveitin orðin of- boðslega illa farin, alveg á kafi í þessu. Svo fórum við til Englands og ætluðum að taka upp aðra plötu, en hún fór í vaskinn áður en við vorum hálfnaðir, — við vorum R.P.: Það hefur sennilega verið þetta sem hélt í þér lífinu. E.C.: Mér stóð nákvæmlega á sama um afleiðingarnar. Tilhugs- unin um að deyja fór ekkert fyrir brjóstið á mér. Þegar þetta var ofbauð mér ekki sú tilhugsun að deyja af völdum eiturlyfja. Þegar Jimi (Hendrix) dó grét ég heilan dag af því að hann hafði skilið mig eftir. En eftir því sem ég eldist, eftir því sem ég upplifi meira, verður dauðinn raunverulegri, eitthvað sem ég kæri mig ekki um að nálgast of snemma. R.P.: Svo er það árið 1973 að Peter Townshend skipuleggur tónleika í Rainbow í London með þér, Ron Wood, Steve Winwood og fleirum. E.(’.: Ég tók þátt í þessu þvert gegn vilja mínum. í rauninni var ég þar eiginlega ekki. Townshend stóð algjörlega fyrir þessu og mér var ekki Ijóst hvað ég hafði gert til að verðskulda það að vera með. Ástæðan var einfaldlega sú að hann er mannvinur sem þolir ekki að horfa upp á fólk eyðileggja líf sitt. Það virtist ekki skipta hann neinu máli hvort ég vildi þetta eða ekki. Hann stóð í þessu til að fá B 15 mig til að skilja það einhvern tíma að einhver kærði sig um mig. Ég mun alltaf standa í þakkarskuld við hann vegna þessa. R.P.: Hafi þetta ekki orðið til þess að reisa þig við, hvað var það þá? E.C.: Carl Radle sendi mér band þar sem hann spilaði ásamt Dick Sims og Jamie Oldaker í Tulsa. Ég hlustaði á það og spilaði með og það var stórkostlegt. Ég sendi honum skeyti þar sem stóð: „Er enn í lausu lofti — höldum sam- bandi.“ Einhvern tíma upp úr því fór ég að rétta við. R.P.: Og síðan kom 461 Ocean Boulevard, endurfæðingarplatan. Ertu ánægður með hana? E.C.: Já, mjög svo. Mig hafði langað til að spila „Willie and the Hand Jive“ frá því ég var krakki og lagið hans Robert Johnson („Steady Rollin’ Man“) og „Moth- erless Children" álíka lengi. George Terry var þarna (í Miami) og á meðan við vorum að bíða eftir því að hljómsveitin kæmi frá Tulsa spilaði hann fyrir mig Bob Marley-plötuna, Burnin’ og „I Shot the Sherrif" var á þeirri plötu. Ég var hrifinn af laginu og við spiluðum það en mér fannst það ekki eiga heima á þessari plötu. Það var þá frekar að það ætti að vera á sérstakri plötu. Mér fannst þetta ósanngjarnt gagn- vart Bob Marley og taldi að það væri of mikill hvítingjabragur á þessu hjá okkur eða eitthvað í þá áttina. Sýnir hvaða vit maður hef- ur á þessu. Þegar ég kom síðan til Jamaica var fullt af fólki sem lét í Ijós hrifningu sina af því að þarna fengi það tækifæri til að skoða Bob Marley í nýju ljósi, og sjálfur var Bob Marley mjög vinsamlegur. R.P.: Hljómsveitin þín í Tulsa gat spiiað hvað sem var — hvort sem það var „reggae", „blues“ eða popp. Hvað varð af þeirri hljóm- sveit? E.C.: Um það leyti sem hún hætti var okkur farið að ganga illa ög ég var í forsvari. Ég reyndi að halda mér á mottunni en ég drakk svona tvær flöskur á dag, bara það sterkasta sem ég náði í. Innan hljómsveitarinnar var ríkjandi mikil spenna og henni var beint gegn mér. Þá réð ég Albert Lee. Við urðum vinir og þá myndaðist klofningur milli þessara tveggja Englendinga og strákanna frá Tulsa. í lok þessarar tónleikaferð- ar — ég held þetta hafi verið 1978 — rak ég allt liðið. Og ekki nóg með það — ég sagði þeim ekki einu sinni frá því. Ég rak þá með því að senda þeim símskeyti. Carl sá ég aldrei framar. Hannn hafði á ein- um tíma bjargað mér, þegar hann sendi mér bandið, og ég sneri baki við honum. Og Carl dó. Ég held að það hafi verið af völdum eitur- lyfja. Ég kenni mér um það að nokkru leyti og ég verð að lifa með því. R.P.: Bobby Whitlock er söngva- höfundur í Nashville, er það ekki? Og nýlega las ég um það að Jim Gordon hefði verið dæmdur fyrir að myrða móður sína. Ég frétti að þú værir einn örfárra sem hefðu sett sig í samband við hann og reynt að veita honum stuðning. E.C.: Ég reyndi það. Þegar ég var síðast í Los Angeles gerði ég ítrekaðar tilraunir til að afla mér upplýsinga um hvernig hægt væri að komast inn og hitta hann að máli. En þegar ég talaði um það við Jim Keltner (trommuleikara) sagði hann að það þýddi víst ekk- ert, þeir gæfu honum svo mikið Thorazine að hann vissi lítið um það sem væri að gerast. R.P.: Næsta hljómsveit var ein- göngu skipuð Englendingum. Varstu búinn að fá nóg af þessum óðu Ameríkönum? E.C.: Tilhugsunin um enska heiðursmenn var léttir. Þeir voru ekki metnaðargjarnir. Þá langaði bara til að spila góða tónlist og það gekk ágætlega í ákveðinn tíma. Því miður var ýmislegt sem þeir gátu ekki gert. T.d. það að spila „blues“. Ég býst við að ég hafi setið á mér og látið lönd og leið vissa tónlist sem ég hélt að hljómsveitin réði ekki við. En þeir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.