Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 Kc Lortasöfnun er ekki ný af nálinni. Einstaklingar hafa í aldir safnað frumútgáfum af landakortum, enda þar margan dýrmætan grip að finna. Stóðu ekki deilurnar og sjóorustan, sem íslendingar fengu nýlega að kynnast í sögulegu sjónvarpsþáttunum japönsku, Shogun, einmitt um eignarhald á korti með mikilvægri siglingaleið? Og enn eru slík frum- kort dýrmæt og um þau slegist, þótt ekki sé með vopnum. Um miðjan júní komu saman í National Maritime Museum í London nokkur hundruð korta- safnarar víðs vegar að úr heiminum á vegum sam- taka sinna, International Map Collectors Society. Þar var Kjartan Gunnarsson lyfsali útnefndur full- trúi samtakanna á íslandi. En Kjartan hefur um árabil safnað frumútgáfum af gömlum landakortum og á yfir 100 slík eintök, sem gestir á Frímerkjasýn- ingunni í Laugardalshöll í fyrra fengu að sjá svolítið sýnishorn af. Kjartan á raunar ýmsar aðrar gamlar myndir og gripi, en við höldum okkur við landakort- in í þessu viðtali. yfir ISIAMUIA, Islandia, kort úr safni Frakkans Nicolas Sansom frá því um 1650. Takið eftir sjónum, bylgjurnar eru til skrauts og einhver ókind er í efra horninu h«gra megin. 100 dýrmæt landakort Kjartan kvaðst vera búinn að safna kortum af einhverju viti, eins og hann orðar það, í 15—18 ár: „í upphafi keypti ég eitt og eitt kort til að hengja upp á vegg, en áhuginn fór vaxandi og eftir að ég fór að sækja mót kortasafnara varð ég alveg forfallinn. „Þá upp- götvaði ég að um allan heim er fólk með sama áhugamál. Hér á landi erum við örfáir og ég sá eini sem hefi sótt þessa fundi IMCS. Merkasti íslendingur á þessu sviði er Haraldur Sigurðsson, sem skrifaði Kortasögu íslands. Dr. Helen Wallis, forstöðumaður kortadeildarinnar í British Muse- um, sem ferðast um allan heim með fyrirlestra um landakort, bið- ur alltaf fyrir kveðju til hans þeg- ar ég kem þar, en Haraldur var í British Museum þegar hann var að safna efni í ritverk sitt. Hann vann afar merkilegt starf með út- gáfu bókarinnar." Að sjálfsögðu verða kortasafn- arar að sérhæfa sig. Kjartan safn- ar gömlum kortum af íslandi og Norður-Atlantshafssvæðinu, en fellir þó þar inn í Grænlandskort, sem annars eru flokkuð með heimskautasvæðunum: „Ef ég kem einhvers staðar þar sem engin kort eru til með Islandi kaupi ég stundum norðurpólssvæðið til að hafa eitthvað upp úr krafsinu," segir Kjartan. „Þegar ég var að byrja fyrir 15 árum var hægt að kaupa svona kort ódýrt í London, ef enginn sérstakur hafði sýnt því áhuga, en nú er þetta gerbreytt. Eyjasafnararnir, þeir sem sér- hæfa sig í kortum af eyjum, eru komnir í spilið þar sem Island er eyja, einkum Bandarikjamennirn- ir,“ segir Kjartan. Og í grein um fund kortasafnara í London í Tim- es er þess einmitt getið að landa- kort af eyjum séu ákaflega eftir- sótt vegna þess að sjórinn í kring sé oft skreyttur skemmtilegum furðuskepnum úr hafinu. Kort Kjartans, sem hann sýnir okkur, eru líka mörg ákaflega fal- lega litskreytt og þar má sjá marga furðuskepnuna. Hann á til dæmis kort Guðbrands Þorláks- sonar frá 1595 og er það eitt elsta kortið í safni hans. Fyrir utan nokkur kort þar sem ísland er bara hringlaga einhvers staðar í hafinu. „Guðbrands kortið er merkilegt kort með miklu af sjó- skrímslum og mitt uppáhaldskort. Það er fyrsta kortið þar sem ís- land hefur nokkurn veginn rétta lögun. Þegar maður hefur lesið um Guðbrand biskup, þennan merki- lega mann sem hafði svo mikinn áhuga á stærðfræði og stjörnu- fræði og skrifaðist á við Tygo Brahe, þá kann maður enn betur að meta það. Það er dálítið gaman að því að kortið hans er mjög vel merkt á þeim stöðum þar sem kirkjan á Hólum átti ítök, svo sem hlunnindajarðirnar á Ströndum, en minna er um merkingar hér á Suðurlandi, þar sem eignir Skál- holtskirkju voru. Til dæmis vant- ar alveg Vatnajökul á kortið. Hann hefur verið sannur íslend- ingur,“ segir Kjartan. Þetta kort er mjög fágætt, vitað er að Seðla- bankinn á það í sínu safni og e.t.v. einhverjir einstakiingar, að því er Kjartan segir: „Seðlabankinn á stórmerkilegt, safn, ekki síst bóka- safnið, og svo vel frá því gengið, svo unun er að skoða það.“ Samkeppnin mikil Samkeppnin er orðin mikil að ná í svona kort. „Stöku sinnum koma þau úr dánarbúum á mark- aðinn hér og þá þarf að vera nógu snöggur að ná í það áður en aðrir hremma það. Sjálfur fer ég mest til London, þar sem eru 10—20 kortasalar, oft menntaðir karto- grafar, sem sérhæfa sig í sölu á landakortum. Maður skráir óskir sínar í bækur hjá þeim. Er þá kominn á biðlista. Síðar skrifa þeir kannski að þeir hafi nú þetta eða hitt kortið, ef maður vilji kaupa það. Þá verður að rjúka í símann strax, því annars getur einhver úr öðrum heimshluta ver- VIÐTAL VIÐ KJARTAN GUNNARSSON LYFSALA Kjartan Gunnarsson stendur við vegg þar sem hanga m.a. merkileg kort úr safni hans. Efst til vinstri er kort af Norður-Atlantshafi eftir kortagerðameistar- ann A.M. Mallet (franskur) frá því um 1685. Þar fyrir neðan er lítið kort sem sýnir Gunnbjarnareyjar út af Vestfjörðum (John Saller, 18. öld). Efst fyrir miðju: Kort Jorusar Carolus, prentað í Flandern um 1630, og þar undir eru 2 kort eftir franska meistarann Mallet frá því um 1650.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.