Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 24

Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 24
24 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 Til vinstri er sokkur tri Christian Dior. Til hægri er sokkur fri Gucci. Bolur fri tískuhúsi Fendi i Róm. Sólgleraugu, púóurdós og armband fri Gucci. Bolur fri tískuhúsi Ralp Lauren. Hilskeója fri Chanel, eyrnalokkur og vióhengi fri Gucci. TEXTI/Bergljót Ingólfsdóttir Það er kunnara en 1 frá þurfi að segja, ■ að framleiðsla 1 þekktustu tísku- 1 frömuða heims er hátt verðlögð á markaðnum, menn greiða offjár fyrir model-fatnað þeirra. Fjöldaframleiðsla hönnuða, þ.e. fatnaður sem framleiddur er eftir þeirra forskrift og oft í eigin fyrir- tæki, er að sjálfsögðu ódýrari en fokdýr samt. Fatahönnuðir hafa margir hverjir hafið framleiðslu á allskyns hlutum af allt öðrum toga, undir sínu vöru- merki. Má þar nefna skó, töskur, ilmvötn og snyrtivörur, kvenskraut og skartgripi, sokka og slæður. Ef til vill hefur tískuhönnuðurinn Coco Chanel orðið til að ríða á vaðið með ilmvatn sitt Chanel nr. 5, þegar hún var orðin fræg fyrir föt sín. Það er í sjálfu sér ekki undarlegt þó fólk velji sér fatnað frá ákveðnum hönnuði eða framleiðenda, snið fatn- aðar hæfir misjafnlega vexti. Það sama má reyndar segja um skólag svo og snyrtivörur allskonar, ekki síst ef húð er viðkvæm. Það er þó ekki alveg grunlaust um að til séu þeir sem fjárfesta í vöru- merkjum, eingöngu merkjanna sjálfra vegna, telja það nokkurskonar stöðutákn að sjást í fatnaði, og með hluti, kyrfilega merkta með tákni þekktra hönnuða og tískuhúsa. Einn ungur maður kallaði köflóttu ullartreflana frá Burburys, sem hér hafa orðið vinsælir hin síðustu ár, velmegunartrefla. Sú nafngift þarf ekki skýringa við. En það er svo aftur á móti af Burburys að segja, að karlmenn höfðu gengið hér um í Burburys-frökkum sfnum í áratugi, án þess að nokkur maður hefði orð á, keyptu þá aðeins af því að þetta voru góðar flíkur, en þetta var að sjálf- sögðu áður en þeir komust í móð. Mannskepnan er ávallt söm við sig og hefur löngum haft lag á að finna sér hjáguð til að setja á stall. Er það svo fjarri lagi að segja, að tískuhönnuðir séu í raun skurðgoð okkar nútímamanna? Kjóll, húfa, hils- % festi, eyrnalokkar, armband, hnappar og veski, allt merkt meó merki Chanel. Iþróttagalli, skór, regnhlíf, keója í beltisstaó allt fri og merkt Gucci.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.