Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JULl 1985 D &t> ið búinn að ná sambandi og festa sér það. Það er mikil og skemmti- leg spenna í þessu, annars væri maður ekki að því. Dýrt sport? Jú, verðið er alltaf að hækka. Kortin eru yfirleitt boð- in á föstu verði, sem maður geng- ur að eða ekki. Þá bíða þeir og kemur fyrir að söluverð er lækkað ef það reynist vera komið yfir markið. Annars er líka hægt að finna kort úti á landi í Englandi. En í sambandi við þessi mót fé- lagskaparins koma kortasalar lengra að og sýna það sem þeir hafa í sölubásum á staðnum. Voru eitthvað um 35 slíkar sýningar nú í sumar. En ég lít að sjálfsögðu á söfn og kortasölur í öðrum löndum ef ég er þar á ferð. Það er mjög skemmtilegt. Til dæmis sá ég fyrir nokkrum árum í Bibilioteque Nat- ional í París kortin þar sem Nap- oleon lét raða upp herjum sínum fyrir orustur sínar. Annars er ekkert orðið að hafa af kortum hjá körlunum á Signubökkum, eins og mun hafa verið áður. En mér þótti mjög gaman að líta inn hjá forn- ritasölunum í Rue de Seine, fá þar m.a. dálítið af prenti frá þeim tíma sem Frakkar voru hér mest á miðunum. Annars geta leynst dýr- gripir á ólíklegustu stöðum. Eg hefi núna frá félagskap kortasafnara skírteini, sem auð- veldar mér aðgang að stöðum, þar sem menn eru hræddir um að eitthvað geti komið fyrir svona gamla, dýrmæta muni. Þar er víða gaman að koma. Til dæmis lagði ég leið mína í kortadeildina í Libr- ary of Congress í Washington og spurði um kort með íslandi. Þeir tóku mér ákaflega vel og tíndu fram það sem til var. Kváðust ekki muna eftir að hafa fengið íslensk- an gest fyrr og vildu helst nýta sér það og fá mig til að líta á ýmsa hluti hjá þeim. Til gamans má geta þess að þeir báru undir mig mynt, einhverja „five island mynt“, sem þeir höfðu ekkert vit- að hvað var. „Fimm eyjarnar" gátu þeir ekki fundið. En stúlka, 0, sem vann í veitingastofunni hjá þeim og komið hafði til íslands, hafði sagt þeim að þetta mundi vera peningur frá íslandi. Og mik- ið rétt. Þarna var kominn gamli fimmeyringurinn íslenski. Ég fékk að skoða þau kort sem ég vildi og ljósrita þau. Til dæmis tók ég ljósrit af gömlum uppdrætti af Reykjavík, sem ég veit ekki hvort er til hérna. Á eftir að spyrjast fyrir um það hjá borginni. Ánnars eru nær öll gömlu kortin sem maður finnur rifin úr Atlasbók- um. Söluaðilar hafa talið sig hafa meira upp úr því að selja þau þannig hlutuð í sundur, en þeir hafa bara ekki áttað sig á því að þessar kortabækur eru orðnar svo fágætar að þær fara á gífurlegu verði þá sjaldan þær koma á upp- boð. Flestar eru þær orðnar fastar á söfnum. Frisland SV við ísland Það er mikið af merkum og skemmtilegum kortum í safni Kjartans Gunnarssonar. Þarna má sjá kort Orteliusar frá 1590, sama kortið í útgáfu Mercators ca. 1595, en þeir voru báðir þekktir kortagerðarmenn Hollendinga á þeim tíma, kort eftir Antonio Zappa prentað í Feneyjum 1781, kort eftir Hollendinginn Mathias Quad ( ca. 1600) með innfelldri mynd af Kristjáni IV., Knopf- kortið prentað í Nurnberg 1761, íslandskort prentað í Prag 1808. Þá er þar einnig kort Zeno-bræðra (fyrst útgefið um 1560), frægt kort sem sýnir Frisland sem stóra eyju í Norður-Atlantshafi. Einnig sér- kort af Frislandi eftir Coronelli. Þarna er Norður-Evrópukort eftir Ortelius frá 1570 og fallegt kort þýska meistarans Sebastians Munster (16. öldin). Heimskort Ptolomeusar frá 1508, sem sýnir austurströnd Ameríku er þarna, skrautlegt kort af norðurheim- skautasvæðinu eftir meistara Mercator og annað svipað eftir Emanuel Bowen og þannig mætti áfram telja. Þótt ekki væri það frumútgáfa þótti blaðamanni for- vitnilegt að skoða endurprentað kort frá 1300 eða frá þeim tima Kort úr ferðabók Zeno-bræðra, fyrst prentað í Feneyjum 1561. Neðst til vinstri er Frisland, þessi eyja sem aldrei var til en var lengi á kortum. innsiglingunni að höfninni á ísa- firði, þar sem dýptarmælingar hafa verið gerðar með lóðningum og hafa reynst vera ákaflega nákvæmar. Það voru helst Frakk- ar eða franski flotinn, sem gerði slíkar mælingar, sendu til þess skip á eigin vegum og jafnvel í trássi við Dani. Ég á tvö kort frá 18. öld, sem gefin eru út af franska flotanum með það í huga að franskir fiskimenn hafi sjókort af svæðinu kring um Island. Hefi sérlegar taugar til þeirra þar sem ég er að vestan, afi minn var hreppstjóri og alþingismaður á Þingeyri við Dýrafjörð og sjálfur er ég alinn upp á ísafirði. íslands kortlægning á ég. Dönsku kortin eru miklu yngri og lítið spænnandi fyrir kortasafnara." Það er gaman að fá að skoða þessi skemmtilegu landakort frá fyrri tíma hjá Kjartani Gunnars- syni jafnvel þótt alla þekkingu skorti á slíkum gripum. Fróðlegt er að sjá hvernig löndin breytast með meiri þekkingu eftir því sem tímar líða, taka smám saman á sig þá lögun sem þau hafa nú. Og gaman er að skoða skreytingarnar á hafinu á þessum litfögru kort- um, þar sem sjá má marga skrýtna skepnu. Það er eins og að gægjast inn í hugarheim fyrri alda. þegar Jerúsalem var miðja heims- ins og veröldin öll svo í geisla út frá henni. „Það er erfitt að gera upp á milli, þau eru öll skemmtileg, hvert á sína vísu,“ segir Kjartan þegar þegar hann er spurður hvert af þessum kortum honum þyki vænst um. Hann kveðst ekki kaupa yngri kortin, geyma sér það enda verði þau eflaust fáanleg áfram. Á hans elstu kortum er ts- land bara hringur og aðrar eyjar þar í kring. Þau eru gerð í Mið- jarðarhafslöndunum, sennilega ít- ölsk, enda voru ítalir mjög fram- arlega sem siglingaþjóð á þeim tíma. „Á einu af frægustu kortun- um frá 16. öld, sem gerð voru af norðurhveli, er eyjan Frisland, sem aldrei var til. Þetta kort á ég og finnst gaman að því. Ég á líka sérkort af Frislandi, sem átti að vera suðvestur af tslandi. Þar er það teiknað sem nokkuð stór eyja. Þetta ímyndaða land, sem skráð er með mörgum staðarnöfnum held- ur svo áfram að vera til á kortum í langan tíma, hver teiknari hefur tekið það upp eftir öðrum án þess að hafa komið á staðinn. Það hef- ur verið allur gangur á þessu. Á móti á ég líka kort gert var af franska flotanum miklu seinna, af Eitt af fyrstu kortum af íslandi, gert af ítalanum Girolamo Porro úr bék T. Poracchi í Feneyjum 1572. Þama er tsland næstum hringlaga eyja og menn hafa ekkert vitað hvernig það var í laginu. Þetta kort af Reykjavik rakst Kjartan á f Library of Congress í Washington og tók afrit af þvf. Ártalið á því er 1801. Fyrir aftan Kjartan Gunnarsson, þar sem hann situr í sófanum heima hji sér, hanga merkileg kort (því miður glampar á glerin). Efst t.v. er kort úr safni Abrahams Orteliusar, Ant- werpen um 1590 (kort Guðbrands biskups Þorlákssonar). Efst Lh. kort úr safni Mercators, 1595 og síðar. Neðst t.v. kort af Norður-Evrópu eft- ir ftalann Giovanni Magini frá því um 1600. Nr. 2 frá vinstri kort eftir Pietrus Betius, þýska útgáfan frá 1612. Nr. 3 frá vinstri er þýzkt kort, prentað í Weimar 1815. Nr. 4 frá vinstri er kort úr safni Zeuedetto Bordone frá því um 1540. MYNDIR: ÓLAFUR K. MAGN- ÚSSON VIÐTAL: E. PÁ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.