Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 38

Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 38
38 t B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1985 ■n uc i i ihi rvirnyNDANN Ivan Reitman: Hinn ágæti leikatjóri Lawrence Kasdan hefur duataó rykió af kúrekanum. Á þessari Ijósmynd sjást hetjurn- ar fjórar sem leika stærstu hlutverkin í nýjustu mynd Kasdan, Silverado: Kevin Costner, Scott Glenn, Kevin Kline og Danny Glover. Ný mynd frá Lawrence Kasdan — kúrekamyndin SILVERADO í síöasta þætti sögöum vió frá nýjustu mynd Clint Eastwood, kúrekamyndinni Pale Rider. En um þessar mundir er verió aö sýna í Bandaríkjunum aöra rnynd sem fjallar um kúreka og þykir hún um margt betri en Clints. Þaö er myndin Silverado, en leik- stjóri hennar og handritshöfund- ur er enginn annar en Lawrence Kasdan. Þaö þykir ansi djarft af Kasdan aö ráöast í gerö kúrekamyndar á þessum velmektarárum geimvís- indanna og tölvufaraldursins, enda hafa kúrekamyndir ekki veriö vin- sælar síöan snemma á áttunda áratugnum, og þarf aö fara aftur til 1969 tíl aö finna merka mynd af þessu sauöahúsi, The Wild Bunch. En Kasdan er frumlegur maöur og lætur ekki segja sér fyrir verkum. Þaö var hann sem skrifaði hand- ritiö aö vinsælustu ævintýramynd allra tíma, Raiders of the Lost Ark, sem Spielberg geröi, en Silverado ku vera blanda af Spielberg-glensi og Kasdan-alvöru eins og sjá má í tveim fyrri myndum hans Body Heat og The Big Chili. Silverado var dýr mynd í fram- leiöslu, kostaöi rúmlega tuttugu milljónir dali, en forráöamenn Col- umbia, sem fjármagnaöi myndina, segja aö hún veröi aö taka inn 100 milljónir dali áöur en hún fari aö sýna hagnaö. Þetta heitir aö tefla á tæpasta vaö, en ef Silverado er jafn skemmtileg og vinsæl og Raiders, þá þurfa peningamenn- irnir ekki aö hafa áhyggjur. Hvaö er þaö svo sem Kasdan er aö bralla í villta vestrinu? Myndin hefur komiö gagnrýnendum á óvart fyrir hve ófrumleg hún er, í heildina litiö, hún sé hin dæmi- geröa hetjur/fantar-mynd. En þeir hæla Kasdan fyrir vel samiö hand- Sovétríkin: Óvissa um Ghostbusters II Scott Glenn stendur ( ströngu í Silverado. rit, snjöll samtöl, og passlega mik- inn húmor í miöjum hasarnum. En sterkasti þátturinn mun vera leikaraskipanin. Hlutverkunum er skipt jafnt niöur á þekkt nöfn sem óþekkt. Hinir þekktustu eru Kevin Kline og Scott Glenn ásamt Brian Dennehy (löggan í First Blood), en hinir óþekktu (enn sem komiö er) eru Danny Glover, en hann leikur einmitt í Vitninu, sem Háskólabíó sýnir þessa dagana, og Kevin Costner. HJÓ Ghostbusters verður endur- sýnd i Bandaríkjunum í ágúst og Ghostbusters II veröur aö öllum líkindum geró, segir Ivan Reitman, maöurinn sem geröi „Draugabanana", eina geggjuö- ustu og vinsælustu grínmynd sögunnar. Myndin tók inn 220 milljón dali í Bandaríkjunum og er oröin ein af tíu vinsælustu myndum allra tíma. Myndir, sem hafa notiö minni vinsælda, hafa fætt af sér súpu af framhaldsmyndum, en Reitman segir aö Ghostbusters II veröi ekki gerö nema hann hafi pottþétt plott til aö vinna eftir. Dan Aykroyd og Harold Ramis eru nú aö vinna aö handriti, en ákvöröun um þaö, hvort önnur mynd veröi gerö, veröur ekki tekin fyrr en allir möguleikar hafa veriö kannaöir. Gróöahvötin er freistandi, viöurkennir Reitman og segist þjást af henni eins og allir, en hann segist hafa hrein- lega þaö margar aörar hugmynd- ir í kollinum aö hann geti ekki látiö þær bíöa nema Draugarnir siái þær út. Reitman hefur upplýst aö frumhugmyndin aö Draugabön- unum hafi komiö frá Aykroyd og hafi þá verið saga aö raunveru- legri draugamynd, en hann hafi fengiö Aykroyd til aö krydda þaö gríni og færa inn í New York nú- tímans. Aykroyd haföi ætlaö Bandaríkin: Af Mike Nichols Um Sergei Eisenstein Snemma í febrúar áriö 1946 fór Sergei Eisenstein rakleiöis úr klipparaherberginu í samkvæmi til aó halda upp á lokin á mynd sinni ívani grimma II. í samkvæminu féll leikstjórinn á dansgólfiö meó alvarlegt hjartaáfall. Hann var í flýti fluttur á Kremlarspítalann og þar og seinna á hvíldarheimili í sveitinni, hóf hann aó skrifa endurminningar sínar til aö sanna fyrir sjálfum sór aó hann ætti líf, eins og hann oröaói þaó, en ekki aöeins ferðaleyfi. Mike Nichols, sem frægur er fyrir aó leíkstýra myndum eins og „The Graduate", „Who’s Afraid of Virginia Woolf“ og „Silkwood", hélt nýlega fyrirlestur vió Yale- háskólann og kom inn á mörg svið svo sem við var aó búast. Þegar hann svaraði fyrirspurn- um eftir erindi sitt sagöi hann m.a.: „Eitt þaö hryllilegasta og um leið þaö athyglisveröasta viö aö leik- stýra kvikmynd er aö maöur veit ekki hvaö þaö er fyrr en myndin er sýnd áhorfendum.“ Hann minntist í þessu sambandi forsýningar á „The Graduate" í RKO-bíóinu við 86. götu hér í New York. Þegar fimm mínútur voru eftir af sýning- unni risu áhorfendur úr sætum og hrópuöu af ánægju. „Eftir þaö læddist sá grunur aö mér,“ sagöi Nichols, „aö ég ætti aldrei eftir aö gera aöra eins mvnd." Svo sagöi hann aö skömmu eftir þetta hafi umboðmaðurinn hans tekið hann meö sér í partý þar sem allir vildu heilsa honum og þakka fyrir góöa mynd. Eftir fyrstu 20 handaböndin eöa svo, snéri sér maður aö umboösmanni Nichols og sagöi: „Láttu hann halda aö þetta vari til eilíföar.“ „Þetta var leikstjórinn og kvik- myndaframleiöandinn, Joseph Mankiewcz (Sleuth, The Ghost and Mrs. Muir),“ sagði Nichols, „og mér fannst þetta frábært." Síöan sagöi Nichols: „Ég skal gefa ykkur ráö, sem þiö fáiö ekki á mörgum stööum," og talaði þá til leikara i salnum. „Ef þiö getiö séð um brandarana, þá getiö þiö ieik- iö. Afgangurinn kemur af sjálfu sér. Flest fólk eyöir heilmiklum tíma í aö einbeita sér aö þunglynd- um eöa tilfinningaríkum karakt- Leikstjórinn bandaríski, Mike Nichols, í pontu. erhlutverkum. Ekkert af því er sér- staklega erfitt eöa áhugavert. Ein- beitið ykkur aö bröndurunum og húmornum.“ Hann getur trútt um talað því „The Graduate” er sennilega ein- hver fyndnasta kvikmynd, sem gerö hefur veriö undanfarin 20 ár eöa svo. —ai. Hann vildi setja á blað allt þaö sem var honum dýrmætt í lífinu, minningar frá barnæsku, dag- drauma, myndir sem komið höföu upp í huga hans, kynni af fólki og hugleiðingar aðrar. Út- koman varö ævisaga hans, sem nýlega kom út í enskri þýðingu. Eisenstein kemur víöa viö eins og sagt er en þó er undarlega fátt um kvikmyndir hans í endur- minningunum. Undarlegar þykja lýsingar á sambandi hans og móður hans sem hann tengir viö sado-masokisma (píningar- og sjálfspíningarhvöt). Kaflann um fööur sinn nefnir Eisenstein „Haröstjóri krufinn" en kaflann um móöur sína „Grimmd", sem var nokkuð er heillaöi bæöi móö- ur og son. Móöir hans átti marg- ar bækur um píningar- og sjálfs- píningarhvötina og Eisenstein las þær meö athygli. Sumar faldi hann á bak viö sófa af því hann skammaðist sín fyrir þær og af því aö hann var hræddur viö innihaldið. Líka vegna þess að „ég vildi vera viss um aö ég gæti gengiö aö þeim þegar ég vildi.“ Eisenstein skrifar aftur og aftur um grimmd í minn- ingum sínum. Þaö er kannski ekki nema von aö grimmdin hafi veriö ofarlega í huga Eisensteins. Hann liföi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.