Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 8

Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 8
8——-------------------------------------------MORGUNBLAPID, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 EFTIR LAURENCE OG RONA CHERRY N ý tölvutækni hefur haft það í för með sér að læknar hafa fengið til umráða tæki sem gera þeim kleift að greina sjúkdóma og framkvæma vandasamar skurðaðgerðir með nákvæmni sem til skamms tíma var eins og fjarlægur draumur. Ungur maður ók eftir vegi einum í Nýja Eng- landi þegar bíllinn á undan stöðvaðist skyndilega með þeim afleiðingum að harkalegur árekstur varð. Höfuð þessa unga manns skall í framrúðuna, en í fyrstu virtist svo sem meiðsl hans væru smávægileg. Hann fékk nauðsynlega aðhlynningu á slysadeild nærliggjandi sjúkrahúss og var að því búnu tjáð að hann mætti fara heim enda yrði hann að líkindum búinn að jafna sig fljótlega. Nokkrir dagar liðu. Þá fór hann að heyra raddir. Nokkrir mánuðir liðu. Þá var þessi ungi maður búinn að missa vinnuna, fá þann úrskurð að hann væri haldinn geðklofasýki (schizofreniu) og var settur í geðsjúkrahús. Engin venjuleg geðlyf virtust hrífa. Næsta skrefið var að flytja hann í geðsjúkrahús í Boston þar sem hann fékk tilvísun á Dr. Frank H. Duffy, taugasérfræðing við læknaskólann og barnaspítalann við Harvard. Málmtæki meö 20 rafskautum var tengt við höfuðleður mannsins og fest við lítið stjórnborð. Skyndilega birtust mynstur í skærum bláum, rauðum og græn- um litum á skjá sem tengdur var við myndband. í ljós kom eins- konar kort, svæðislýsing eða þver- skurður af heila mannsins. Mynd- in gaf til kynna að hann væri haldinn sjaldgæfri tegund floga- veiki sem stundum kemur fram eftir að menn fá höfuðáverka. Dr. Frank Duffy lét þann geðlækni sem annaðist sjúklinginn vita. Hann var látinn taka lyf sem slær á krampa og dregur úr honum, Tegretol. í fyrsta sinn í fjögur ár hljóðnuðu „raddirnar" og maður- inn varð vinnufær á ný. Tækið sem varð manninum til bjargar og leiðrétti hina röngu sjúkdómsgreiningu kallast BEAM (Brain Electrical Activity Mapp- ing, þ.e. tæki sem kortleggur rafb- oðin í heilanum.) Þetta er einungis eitt af mörgum tölvustýrðum tækjum sem eru í þann veginn að gjörbylta sjúkdómsgreiningu og lækningaaðferðum þegar tauga- sjúkdómar eru annars vegar. Sér- fræðingar sem hafa á að skipa rafskautum er visa til hinna ýmsu sviða og festa þau við höfuðleður sjúklinga geta ráðið i rafboð heil- ans og túlkað þannig starfsemi hans. Þannig má skera úr því hvort sjúklingurinn er haldinn lesblindu, oflæti og þunglyndi, eða bara uppgerð. önnur tæki, svo sem PET (Positron Emission Tomography, þ.e. sneiðmyndatæki sem kortleggur heilastarfsemina með því að útiloka andeindir), geta fundið þann stað í heilanum Sjúklingur drekkur vökva sem í eru snefílefni ádur en MRI- skyggnirinn tekur tii starfa. þar sem æxli er farið að myndast með mikilli nákvæmni. Einnig eru tæki sem gegna mikilvægu hlut- verki við flóknar taugaskurðað- gerðir og hafa þau bæði bjargað mannslifum er svo stendur á og orðið til þess að kveða niður ýms- ar hégiljur varðandi greind og ellihrörnun. Með nákvæmni sem til skamms tíma var einungis fjarlægur draumur geta læknar nú greint smávægilegustu breytingar af völdum krabbameinsæxla í heil- anum eða vegna MS (heila- og mænusiggs) og einnig eru þeir færir um að greina örlitlar skemmdir af völdum smitsjúk- dóma sem eru svo langt inni i heil- anum að mannsaugað hefur aldrei getað greint þær fyrr. Þessi nýja tækni hefur líka gert vísinda- mönnum kleift I fyrsta sinn að greina afdrifaríkar breytingar á heilastarfseminni, þ.e. breytingar sem gefa til kynna að i uppsigl- ingu sé geðklofi, Alzheimer- sjúkdómur eða heilaæxli. Þetta hefur vakið nýjar vonir um að unnt sé aö öðlast skilning á eðli þessara sjúkdóma en sá skilningur er forsenda þess að hægt sé að lækna þá sem haldnir eru þeim og öðrum viðlíka sjúkdómum sem menn hafa hingað til staðið ráö- þrota andspænis. Auk þess að koma að notum við sjúkdómsgreiningu eru hin nýju myndatæki notuð við aðgerðir og lækningar. Við nokkrar meirihátt- ar sjúkrastofnanir, s.s. John Hopkins-sjúkrahúsið, Mayo, Col- umbia-Presbyterian og Háskóla- sjúkrahúsið í Pittsburgh, hafa þau gert læknum fært að framkvæma heila- og höfuðaðgerðir sem áður voru of hættulegar til þess að mönnum dytti í hug að reyna þær. Tækin koma líka að gagni þegar um það cr að ræða að hjálpa heil- brigðu fólki til að halda heilsu sinni, en i slíkum tilvikum upp- götvast vandamálin áður en þau verða alvarleg. Þannig má t.d. koma auga á þrengingu í æðum áður en hún fer að hafa áhrif á líkamlega starfsemi og enn er unnt að halda aftur af henni með lyfjagjöf. Skiljanlega ríkir mikil eftir- vænting meðal lækna varðandi þá möguleika sem koma til sögunnar með þessum nýju tækjum er fyrir- sjáanlega munu valda byltingu, en ástæða er til að benda á að vafi leikur á því hvort notkun þeirra verður útbreidd. Þau eru óheyri- lega dýr í innkaupi. Sum tækjanna kosta sem svarar 160 milljónum ísl. króna og nú þegar hafa heil- brigðisyfirvöld { Bandarfkjunum sett strangar reglur um kaup á slíkum tækjum. Af hálfu opin- berra aðila þar er litið á ýmis þessara tækja — svo sem segul- mögnunarvélar — sem rann- sóknatæki einvörðungu og til kaupa á slíkum áhöldum þarf sér- stakt leyfi Matvæla- og lyfjastofn- unarinnar þar i landi. Alrfkis- stjórnin er líkleg til að beita þrýstingi með því að beita fyrir sig Medicare-kerfinu og neita að endurgreiða sjúkrahúsum kostnað vegna sneiðmyndunar sem fram fer á vegum þeirra, en það yrði til þess að nær ómögulegt yrði að standa straum af kostnaði við rekstur greiningartækjanna. „Senn kemur að því að þjóðfélag okkar verður að taka afstöðu til hinna flóknustu mála er varðar kostnað við heilbrigðisþjónustu," segir Dr. Bernhard M. Stein, for- stöðumaður taugaskurðlækninga- deildarinnar við Columbia- Presbyterian. En sé þjóðfélagið fært um að gera upp hug sinn í þessu efni eru margir sérfræð- ingar á einu máli um að hin nýju myndtæki geti orðið til þess að frelsa okkur frá ýmsum skelfi- legustu og óræðustu sjúkdómum sem um þessar mundir hrjá millj- ónir manna. óviðjafnanleg nákvæmni þess- ara nýju glugga sem veita innsýn f heilann vekja lika spurningar varðandi það hvernig sú vitneskja verður notuð sem aðgangur veitist hér með að. Sem dæmi má nefna að ekki er loku fyrir það skotið að skólar eða vinnuveitendur muni mismuna fólki, gefi heilamyndir þess til kynna að þvi sé félagslega eða vitsmunalega áfátt, ellegar þá að það sé farið að sýna fyrstu merki hrörnunar. „Þessi tæki má nota f dásamleg- um tilgangi en um leið er líka hægt að nota þau f mjög vafasöm- um og jafnvel illum tilgangi," seg- ir Dr. E. Roy John, Forstöðumað- ur Heilarannsóknastofnunarinnar við læknastofnun háskólans i New York. „Við ættum að byrja á því að gera okkur grein fyrir því nákvæmlega hvernig við ætlum að nota þau.“ Það tæki sem einna bezt er þekkt enn sem komið er nefnist í daglegu tali CAT-skyggnir (Comp- uterized Axial Tomograph, þ.e. tölvustýrt öxul-sneiðmyndatæki). Það var fyrst notað í tilrauna- skyni í sjúkrahúsi í Lundúnum ár- ið 1972 til þess að finna sár f heila konu. CAT-skyggnirinn er svo skýr að hann er fær um að fram- kvæma nánast allar mikilvægar rannsóknir nema myndun sumra líffæra eftir að holrúm í þeim

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.