Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 14

Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1985 EFTIR ROBERT PALMER nýjustu plöturnar sem borizt höfðu frá Ameríku. Einhver kom með Chess-plötuna The Best of Muddy Waters og eitthvað eftir Howlin’ Wolf. Og þar með var ég viss í minni sök. Næst dró ég mig aðeins í hlé, uppgötvaði Robert Johnson og komst í kynni við Muddy. Ég tók þetta mjög alvar- lega — þetta sem ég heyrði. Og ég gerði mér grein fyrir því að ég gat einungis hlustað á tónlist með fólki sem tók hana jafnalvarlega og ég. R.P.: Þegar þú kynntist þessari tónlist, fórstu þá aftur að eiga við gítarinn? E.C.: Já. Baldry og hinir sátu bara úti í horni og spiluðu þjóðlög og „blues" á meðan allir hinir drukku og komust í vímu. Ég gerði mér ljóst að þetta væri alveg hægt — ef maður kærði sig um — að sitja bara úti í horni og spila án þess að allir væru að horfa á mann. Ég sá að það var engin ástæða að óttast eða vera feiminn. Svo ég gerði það bara líka. R.P.: Og hvað spilaðirðu? „Þjóð- lagablues"? E.C.: Já, lög eftir Big Bill Broonzy og Ramblin’ Jack Élliott, „Railroad Bill“, „Cocaine", en síð- an varð ég hrifnari af „electric- blues" og vildi þá bara vera innan um örfáa útvalda vini. Auðvitað vorum við einstrengingslegir og þoldum ekkert annað. Þegar ég var sautján ára var ég rekinn úr myndlistarskóla og næstu tvö árin vann ég mér inn vasapeninga með líkamlegri vinnu. Á því tímabili Strax er Eric Clapton tók að leika með hljómsveitinni Yardbirds árið 1963, komst hann í fremstu röð gítarleik- ara er flytja létta tónlist sem á almennum vinsældum að fagna. Á sama hátt og Charlie Parker og fáeinir aðrir afburða tónlistarmenn er leika af fingrum fram, var hann hafinn til skýjanna og í Lundúnum blasti hvar- vetna við veggjakrot aðdáenda hans — svo sem „Clapton er guð“. Á sama hátt og Parker gerði hann tilraun til að kljást við smjaður og andlegt álag sem fylgir sköpunarþörfinni með því að deyfa taugaendana með eiturlyfjum og áfengi. Á þeirri hálu braut endar margur ævi sína, en Clapton slapp lifandi og getur því sagt frá reynslu sinni. Tónlist Claptons hefur ávallt staðist strangar gæðakröfur. Að- dáendur hans hafa gert til hans allt að því ofurmannlegar kröfur og komið hefur fyrir að þeim hefur þótt vanta neistann, en aldrei hafa brigður verið bornar á það að fagmennskan sé fullkomin. En neistinn er ekki slokknaður. Það er ljóst síðan tvær nýjustu plöturnar, Money Sun, komu út. ERIC Clapton er afar dulur maður og tregur til að segja frá sjálfum sér. Það hefur hann verið frá fyrstu tíð. Undirritaður taldi þó að það kynni að koma honum ánægjulega á óvart að ræða við blaðamann sem hefði meiri áhuga á tónlist en hneykslismálum enda kom á daginn að það var rétt at- hugað. Lengi vel fór hann þó und- an í flæmingi en loks tókst að fá hann til að setjast niður og spjalla. Hann er enn giftur Patti Boyd sem hann lokkaði frá fyrri manni hennar, George Harrison, fyrir rúmum tíu árum. Um það leyti er þetta viðtal fór fram var samband þeirra þó erfiðleikum bundið. „Það eina sem ég ræði ekki er einkalíf mitt,“ sagði hann áður en samtalið fór fram. Eftir að við höfðum rætt ítarlega um heróínfíkn hans og misnotkun áfengis áræddi ég að spyrja um Patti. „Hún er eina konan sem ég hef raunverulega elskað," svaraði hann hiklaust. Þar með var það útrætt mál. Þegar samtalinu var lokið virt- ist honum hafa létt. Ekki var laust við að hann virtist ánægður. „Ég held að hann sé loksins að sann- færast um að þrátt fyrir allt hafi hann ekki sóað lífi sínu,“ sagði einn samstarfsmanna hans. R.P.: Segðu mér eitthvað um Ripley þar sem þú ólst upp. E.C.: Þaðan eru um fimmtíu km til London. Þetta er ekki einu sinni bær — þetta er smáþorp, umkringt bændabýlum. Þaðan flytjast mjög fáir. Fólk heldur áfram að búa þarna, fær sér vinnu og giftist. R.P.: Hvernig tónlist hlustað- and Cigarettes og Behind the irðu á þegar þú varst að alast upp? E.C.: í byrjun voru það dægur- lög, yfirleitt lög sem höfðu haldið vinsældum sínum frá því í stríð- inu. „We’ll Meet Again" og þess háttar, — „melódísk" dægurlög. Á laugardagsmorgnum var skemmtiþáttur fyrir börn í út- varpinu með skrýtna kallinum Mac frænda. Hann var eldgamall, einfættur og börn löðuðust að honum á furðulegan hátt. Hann spilaði lög eins og „Mule Train" og í hverri viku setti hann plötur með Buddy Holly, Chuck Berry eða ein- hverjum álíka á fóninn. í þessum þætti heyrði ég fyrst leikinn „blues". Lagið var eftir Sonny Terry og Brownie McGhee. Sonny Terry veinaði og lék á munnhörpu. Ég varð yfir mig hrifinn. Ég hef verið svona tíu eða ellefu ára þeg- ar þetta var. R.P.: Hvenær sástu gítar í fyrsta sinn? E.C.: Fyrsti „rock & roll“-þátt- urinn sem ég sá í sjónvarpi var þegar Jerry Lee Lewis var með „Great Balls of Fire“. Ég gekk af göflunum. Þetta var eins og að hitta einhvern utan úr geimnum. Mér varð ljóst á þessari stundu að þarna sat ég í þessu þorpi þar sem ekkert átti eftir að breytast en í sjónvarpinu var eitthvað sem var hluti af framtíðinni. Og þangað vildi ég komast! Reyndar var hann ekki með gítarleikara en hann var með bassaleikara, sem lék á Fend- er Precision-bassa, og ég sagði: „Þetta er gítar.“ Mér var ekki ljóst að þetta var bassagítar, ég vissi bara að það var gítar, og ég hugs- aði með mér: „Þetta er framtíðin. Þetta er það sem ég vil.“ Síðan fór ég að reyna að smíða gítar. Ég reyndi að skera út kassa í tré en vissi svo ekki hvernig ég átti að fara að með það sem eftir var. Ég bjó hjá afa mfnum og ömmu. Þau ólu mig upp og þar sem ég var eini krakkinn í fjölskyldunni var ég hræðilega dekraður. Ég suðaði í þeim þangað til þau keyptu handa mér Presley-gítar úr plasti. Auð- vitað hélt hann aldrei stillingu en þá setti ég bara á plötu með Gene Vincent, stóð fyrir framan spegil og hermdi eftir honum. Þegar ég var fjórtán eða fimm- tán ára gáfu þau mér alvörugítar, rafmagnsgítar. Það var svo erfitt að spila á hann að fyrst í stað þýddi ekki fyrir mig að reyna það. Brátt fór hálsinn líka að vinda sig. En mér tókst að framleiða hljóma. Ég fann E og ég fann A og hélt að ég hefði uppgötvað eitthvað óvið- jafnanlegt. Svo hélt ég áfram að reyna og eftir því sem ég nálgaðist tvítugsaldur langaði mig meira og meira að verða listamaður. Bó- hem-lífið freistaði mín — það voru reyndar vellystingarnar sem freistuðu mín fremur en starfið. Og þegar ég var sextán ára fór ég að fara til London um helgar. Ég sótti kaffihús og þar kynntist ég ýmsu fólki. Sumt spilaði á gítar, þar á meðal Long John Baldry sem þá spilaði þjóðlög og blues á tólf strengja gítar. Á hverju laugar- dagskvöldi var safnast saman heima hjá einhverjum til að spila kynntist ég strák, Tom McGuinn- ess, sem ætlaði sér að komast í hljómsveit og ég kunni nægilega mikið til þess að standast saman- burð við hann þannig að ég komst líka í hljómsveitina, The Roosters, og það átti nú við mann. R.P.: Hvernig tónlist léku The Roosters? E.C.: Við spiluðum „Boom Boom“ og fleiri lög eftir John Lee Hooker, „Hoochie Coochie Man“ og eitthvað fleira eftir Muddy, minnir mig. Við spiluðum yfirleitt allt sem við komumst yfir á plöt- um, allt upp í „rock & roll“ eins og „Slow Down“ eftir Larry Willi- ams. Svo kom Tom McGuinness 11 ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.