Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 39

Morgunblaðið - 28.07.1985, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985 B 39 Ivan Reítman viö gerð Ghost- busters. Spielberg um það leyti sem hann fékk áhuga fyrir kvikmynduml Spielberg gerir sjónvarps- myndaflokk Steven Spielberg heldur áfram aö koma mönnum á óvart. Það er hreint út sagt dæmalaust hverju hann kemur í verk, hann leikstýr- ir myndum, hann skrifar handrit aö myndum sem hann fær aöra til aö gera (Poltergeist, Gremlins, Goonies), hann framleiðir þessar myndir, hann eltir uppi efnilegt fólk og ræöur það í vinnu hjá sór eða öðrum og upptalningin er að- eins rétt 9byrjuð. Er þaö allra nýjasta hjá Spiel- berg var aö gera myndaflokk fyrir sjónvarp. Hann fékk nefnilega þá hugmynd einn daginn sem hann var aö leika sér aö tölvuspili sínu, aö gera 44 klukkustunda langa þætti, sérstaklega fyrir sjónvarp. Þættirnir hafa fengiö nafniö Amaz- ing Stories. Spielberg samdi viö NBC-sjón- varpsstööina, sem samþykkti að kaupa alla þættina 44, í staö 6—22 eins og venjan er um nýja myndaflokka. En ekki nóg meö þaö; NBC greiöir 800 þúsund til 1 milljón dali fyrir hvern einasta þátt, og er þaö hæsta gjald sem sjón- varpsstöö hefur greitt. Steven Spíelberg sést hér fyrir miðri mynd stjórna tökum á fyrsta þættinum í sjónvarpsmyndaflokknum Amazing Stories, sem Spielberg gerir fyrir NBC. Það er annars af Spielberg að frétta aö hann er nýbyrjaður að gera mynd eftír bók Alice Walkers, The Color Purple, og þykir hann þar með stíga mikilvægt skref í efnisvali. Bandaríkin: sjálfum sér og John Belushi aöal- hlutverkin, en þegar Belushi lést snemma árs 1982, var Bill Murray fengin í staöinn. Reitman segist sjálfur hafa trúaö á tilveru drauga, hann hafi reyndar aldrei séö draug, en eigi þá ósk heitasta að þeir séu hérna einhvers staöar. Segir ennfremur að hann hafi enga trú á aö draugar séu grænir og slepju- legir eins og í kvikmyndinni, en hann undrast þaö stórum aö ekkert trúarfélag hafi enn mót- mælt þeirri matreiöslu sem draugar fá í Ghostbusters. Fyrsti þátturinn verður sýndur í september næstkomandi, en Spielberg leikstýrir sjálfur fjórum fyrstu, hann hefur skrifaö handrit aö fyrstu fimmtán. Hann mun hafa yfirumsjón meö restinni, velja sög- urnar en fá aöra tii aö skrifa þær. En þaö sem vekur ekki minnsta eftirtekt er aö Spielberg hefur tek- ist aö fá nokkra topp-leikstjóra úr kvikmyndaheiminum tii að gera einn þátt hver. Meöal þeirra sem hafa samþykkt eru Clint Eastwood (Spielberg er svo góöur vinur minn aö ég gat ekki sagt nei, segir kappinn), Peter Hyams (2010), Paul Bartel, Bob Clar (Porky’s), Irvin Kershner (Stjörnustríö II), og Martin Scorsese (Raging Bull). Forvitnilegt veröur að vita hvort þessir þættir komist hingaö til lands fyrir aldamót. HJÓ. Sovéski kvikmyndaleikstjórinn Sergei Eisenstein. mikla breytingatíma, kúgun keis- arans, blóöbaö fyrri heimsstyrj- aldarinnar, martröö Stalínismans og stríö Rússlands og Þýska- lands nasismans. Og þaö kemur í Ijós aö hann var alla tíö mjög undrandi á frægö sinni eins og hann heföi veriö settur inní kvikmynd sem hann skildi ekki, fulla af viökynningum viö frægt fólk. Svo viröist sem hann hafi haft mun meira gaman af því aö teikna en af kvikmyndagerö. Teikningin var öll svo smá í sniö- um, þurfti ekki öll þau flóknu tæki sem framleiösla á kvikmynd getur ekki veriö án. Þaö var hægt aö teikna á fundi eöa í hótelher- bergi, teikning gat orðiö til í stundarhrifningu á þann hátt, sem kvikmynd gat aldrei oröiö. Annað sem hann haföi unun af voru bækur. Hann gat dundaö sér tímunum saman í fornbóka- verslunum eða draslbúöum eöa flóamörkuðum í leit aö bókum. Hann mundi bækur, sem hann haföi lesiö í lestarferöum eöa þær sem honum höföu veriö gefnar á jólunum og bækurnar sem hann fann í rykugum horn- um. Hann dreymdi jafnvel um bækur og bókabúöir og Ijúfustu minningarnar eru úr bókabúö Sylviu Beach í París eöa Shake- speare og Co. í sömu borg. — ai Tímaferðalög — ný stefna Hvað eiga þessar myndir sam- eiginlegt? Back to the Future (Aftur til framtíðarinnar), The Philadelphia Experiment (Fíla- delfíutilraunin), The Terminator (Tortímandinn) og Highlander (Maðurinn frá hálöndunum). Þaö er sjálfsagt fjöldamargt en það er einkum tvennt sem einkennir þær allar: þær eru nýlegar eða glænýjar og þær fjalla allar um ferðalög fram eða tilbaka í tíma. Þaö er einsog ný tíska sé aö myndast í Hollywood-kvikmynd- um. Myndir, sem segja frá feröa- lögum í gegnum tímann, fram og aftur, hafa auövitaö veriö geröar í gegnum árin, en nú bregöur svo viö aö fjórar slíkar koma á mark- aöinn á stuttum tíma og þá tekur mann aö undra. Aöeins ein þessara mynda, Tor- tímandinn, hefur veriö og er sýnd hér á landi. Hún segir frá vélmenni, er austurríska vöövafjalliö Arnold Schwarzenegger leikur, sem sent er úr framtíðinni og inní nútímann til þess aö drepa ákveöna konu svo hún eignist ekki barn sem í framtíöinni veröur uppreisnar- seggur og ógnar veldi þeirra sem þá stjórna heiminum. Þetta er auö- vitaö ákaflega flókiö svo ekki sé sagt fáránlegt því þeir sem sendu Arnold aftur í nútímann vita auðvit- aö aö uppreisnarseggurinn er til og þessvegna hljóti vélmenninu aö mistakast aö ganga frá mömm- unni. Það hefur þó ekki aftraö áhorfendum og aödáendum Arn- olds frá því aö fara og sjá Tortím- andann, þvi myndin var ákaflega vinsæl vestra ef marka má aösókn. Fíladelfíutilraunin fæst hér á a.m.k. einni myndbandaleigu, en hefur ekki verið sýnd í bíó. Meö aöalhlutverk í þeirri mynd fer efni- legasti hjartaknúsarinn vestanhafs þessa dagana, Michael Paré (Streets of Fire). Myndin gerist í flotastöö bandaríkjamanna í Kali- forníu áriö 1943. Einhverjir vísindamenn eru aö gera tilraunir meö tæki sem á aö sjá um aö skip Bandaríkjamanna sjáist ekki á ratsjám Þjóðverjanna, en svo illa vill til í fyrstu tilraun aö skipiö sem prófaði tækið hverfur eins og dögg fyrir sólu. Skipverjar um borö líöa óskaplegar kvalir og tveir þeirra (annar er Paré) henda sér fyrir borö og þaö skiptir engum togum, þeir lenda einhverstaðar í Ameríku áriö 1984 eöa fimm. Þeir lenda í hinum mestu samskiptaerfiöleik- um viö annaö fólk og þaö er eink- um sjónvarpið sem veldur þeim taumlausri undrun. Svo gerist söguþráðurinn flókn- ari því um svipað leyti og þessir SCHWARZENEGGER TERMINWOR „The Terminator". tveir lenda í framtíöinni endurtekur sami vísindamaöurinn tilraunina, en meö þeim afleiöingum aö nú hverfur heil rannsóknarstöö inn um timagat sem hefur opnast og svo viröist sem öll jöröin eigi eftir aö hendast uppí þaö. Þannig er nefnilega mál meö vexti aö tækiö um borö í skipinu frá '43 veldur þessu tímagati og neitar að stoppa. Og tímagatiö stækkar óðum. Besta ráðiö er því að senda Paré inní gatið og aftur um borö í skipiö til aö stoppa tækiö og öll þessi ósköp og myndina sjálfa. Nú, Aftur til framtíöarinnar, er mynd, sem meistari Spielberg hef- ur veriö meö puttana í, en hún var frumsýnd í Bandaríkjunum fyrir stuttu. Hún segir frá ungum dreng, sem þekkir sérkennilegan visinda- mann, sem gert hefur tímavél og drengurinn fær sér far aftur til árs- ins 1955. Þar hittir hann móöur sína, sem veröur skotin í honum, en til þess aö tryggja þaö aö hann fæðist einhverntíma í nánustu framtíö reynir drengurinn aö fá mömmu sína til að veröa skotin í veröandi pabba sinum! Maöurinn frá hálöndunum er ekki frá Hollywood heldur Bret- landi og skartar þeim Christopher Lambert og Sean Connery. Þeir feröast frá 16. eöa 17. öld yfir í nútímann í New York til aö enda bardaga, sem þeir háöu á sínum tima. Eins og sjá má eru möguleikarn- ir í gerö söguþráöar næstum óendanlegir í þessum timafærslu- myndum og þaö er hægt aö gera skondna hluti meö þeim. Kannski myndir af þessari tegund eigi eftir aö blómstra í framtíðinni eins og „stórslysamyndirnar“ og „stjörnu- stríðsmyndirnar” gerðu hér í eina tíö. Hver veit? — ai.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.