Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLf 1985 B 21 legir menn eru þó að auðvitað svipi þeim hverjum til annars. En ekkert er eitt — allt hefur það bergmál annars staðar. Það er meðal annars okkar að skilja þetta og koma því til skila og reyna á allan hátt að efla skilning og tengsl þjóða okkar. Fjarri er að sendimenn stundi aðeins veizlur og séu fjarrænir og formlegir. Al- tént er það ekki í samræmi við mína afstöðu. Mér er í mun, að meiri skipti og heimsóknir verði milli íslenzkra og franskra lista- manna og vil beita mér í því efni. Að unnið verði að þýðingum sam- tímaverka þjóðanna í meira mæli. Mér er ljóst, að til þess að geta til dæmis þýtt íslenskt nútímaverk á frönsku, verður þýðandinn að þekkja til hinnar íslensku hefðar í sagnaritun, sem í reynd hefur haldist fram á þennan dag. Og hið sama gildir um okkar tungu. Ég hef undrast það síðan ég kom hingað, hversu mikinn áhuga fólk hefur á Frakklandi og frönsk- um málefnum, svo að ég fæ ekki betur séð en góður jarðvegur sé fyrir hendi. Ég hef einnig orðið snortinn af því, hversu greipt er í hugi manna Pourquois-pas?-slys- ið, en á næsta ári eru fimmtíu ár liðin frá því. Mér finnst svo margt forvitni- legt við fsland," heldur Yves Mas áfram. „Þessar breytingar og lit- brigði til dæmis sem hefðu orðið mikil gleðiuppspretta impression- ista eins og Monet. Eina stundina er sjórinn svartur, tær sem berg- vatn skömmu síðar, blár eins og Miðjarðarhafið hina næstu stund. Eða skýjamyndanirnar á himnum í stöðugri hreyfingu og breytingu. Litbrigðin í náttúrunni alls stað- ar. Frakkar hafa látið mjög vel af íslandsferðum og skil ég það mætavel nú. Um framtíðarmikilvægi Evrópu næstu áratugi sagði Mas aðspurð- ur meðal annars, að hann teldi að hvað sem öllum breytingum liði, væri Evrópa og ætti að vera einn þýðingarmesti staður heims. „Við búum yfir gríðarlegri þekkingu, verðmætum og við höfum mikla efnahagslega og tæknilega mögu- leika. En Evrópulönd verða að standa saman og einbeita sér markvisst að því að takast á við 21. öldina. Meðal annars með þetta í huga settu Frakkar fram Eureka-áætlunina. Og við verðum að gera okkur grein fyrir að hver þjóð getur ekki staðið ein og sér — við verðum að sameina kraftana og allt þetta hugvit, sem við höf- um safnað til okkar. Ég get ekki ímyndað mér að slíkur kraftur geti farið forgörðum. Menningu og tækniþekkingu Evrópu verður að varðveita til að hún fái staðið. Og við megum ekki vera hrædd eða kvíðin, þótt við gerum okkur grein fyrir veldi annarra þjóða og ríkja- sambanda. Við verðum að gera okkur grein fyrir að á sama hátt og síðasta öld var um flest gerólík 20. öldinni, hlýtur sú næsta að verða jafnfrábrugðin okkar tím- um. Og það verðum við að takast á við, Evrópubúar," sagði Yves Mas. SamUl: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR FRÉTTAPUNKTAR Það er bláköld staðreynd að núorðið bjóða stórborgir Evrópu, að London undanskildri, okkur ekki uppá neitt nýrri myndir en hér eru á boðstólum. Þessi ánægjulega staðreynd blasti við augum mínum á ferðalagi um Amsterdam og Kaupmannahöfn fyrir nokkrum dögum. London er heldur fyrr á ferðinni, enda er hún dreifingarmiðstöð banda- rískra mynda í álfunni. Þetta er stórkostleg þróun. Fyrir aðeins örfáum árum vor- um við Islendingar hornrekur í þessum málum. En það var reyndar fyrir tíma myndbanda- byltingar og hinnar miklu fjölg- unar sýningarsala. Ef maður vill sjá þær mynd'r sem nýjastar og umtalaðastar eru, þá verður að taka kúrsinn á New York. Bandarískar myndir eru mislengi á leiðinni yfir hafið til London, sem yfirleitt er fyrsti viðkomustaðurinn. Allt frá mán- uði uppundir ár. En sem betur fer er fleira á markaðnum en bandarískar myndir. Góður kostur ferða- langsins er að nasa uppi þær myndir sem hæst ber af inn- lendri framleiðslu, en þessar myndir eru undantekningarlítið sýndar ótextaðar á frummálinu, svo flestir velja sér aðra skemmtun. í Amsterdam er t.d. ætíð mikið úrval af verkum eftir hina snjöllu kvikmyndagerðarm- enn Hollendinga, en ég og flestir IWyndbönd Sæbjörn Valdimarsson landa minna bjóðum ekki í hina ábúðarmiklu tungu landsmanna. Þá eru hvarvetna á boðstólum festivalar, hnýttir í kringum ákveðna listamenn, lönd, við- fangsefni, eða þá hverskyns for- vitnilegan samtíning. Að venju er verið að vinna að fjölmörgum, forvitnilegum kvikmyndum, beggja vegna Atl- antshafsins, látum oss telja upp nokkrar þær helstu: ('rossroads, leikstjóri Walter Hill, aðalleik- ari Ralph Macchio, Joe Seneca. Happy New Year, leikstjóri John G. Avildsen, aðalleikarar Peter Falk, Charles Durning, Tom Courtney. Báðar frá Columbia. Frá Walt Disney: Down and Out in Beverly Hills. Gaman- mynd, leikstýrð af Paul Maz- ursky. Aðalieikarar Nick Nolte, Bette Midler, Richard Dreyfuss, Little Richard. Hjá Paramount er Jonathan Lynn að leikstýra á vegum fram- leiðandanna Debru Hili og John Landis kvikmyndinni Clue með Eileen Brennan, Tom Curry, Madeline Kahn og Martin Mull. Hjá 20th Century Fox er verið að gera framhaid Romancing the Stone er nefnist The Jewel of the Nile. Lewis Teague leikstýrir, en sama leikaratríóið fer með aðal- hlutverkin, þau Kathleen Turn- er, Michael Douglas og Danny De Vito. Þar er og unnið að Highlander, með „Tarzan" og „Bond“ í aðalhlutverkunum, þeim Christopher Lambert og Sean Connery, auk Roxanne Hart. Russel Mulcahy leikstýrir. Richard Benjamin er að leik- stýra gamanmyndinni The Mon- ey Pit fyrir Universar með Tom Hanks, Shelley Long, Alexander Godunov og Mareen Stapieton í aðalhlutverkum. í sama kvik- myndaveri er Alan Alda að gera nýjustu mynd sína, Sweet Lib- erty, með Alda, Michael Caine, Michelle Pfeiffer og Bob Hosk- ins. Hjá Warner Bros er úrvals- mannskapur að vinna að eftir- töldum myndum: Hugh Hudson að Revolution, með A1 Pacino, Donald Sutherland og Nastassju Kinski; Roland Joffé að The Mis- sion, með Robert De Niro, Jer- emy Irons og Aidan Quinn; Har- old Ramis að Club Paradise með Robin Williams, Peter O’Toole, Joanna Cassidy og Twiggy; Michael Ritchie að gerð First and Goal með Goldie Hawn, og Jam- es Keach. Og að lokum, sjálfur Steven Spielberg er nú kominn í gang með mynd sína The Color Purple, drama með óþekktum leikurum, ef undan er skilin Rae Dawn Chong, (Leitin að eldinum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.