Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLADIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLl 1985 fclk í fréttum Úr tónlistarlífinu Hljómsveitin Centaur hefur lítið látið á sér bera að undanförnu enda hafa þeir félagar verið uppteknir við æfingar á bak við tjöldin. Nokkrar breytingar hafa orðið hjá hljómsveitinni og nýr hljómborðsleikari bæst í hópinn. Þeir segjast ætla að koma landsmönnum á óvart með haust- inu... Hörður Torfason lagahöfundur og leikstjóri er að leggja af stað í tónleikaferð um Vestfirði og Norðurland og mun að endingu koma fram í Reykjavík. Hörður er að leggja drög að nýrri hljómplötu og verður hún sennilega tekin upp er- lendis. Hljómsveitin Oxsmá hélt kveðjutónleika á Hót- el Borg fyrir skömmu og er komin i frí að svo stöddu. Hafa Hollendingar sýnt áhuga á að fá þá félaga í heimsókn eftir dvöl þeirra þar ytra. Stendur til að kynna hljómplötu þeirra þar innan skamms og hafa á boðstólum myndband með þeim. Þegar er verið að kynna það efni í Bandaríkjunum. Stuðmenn eru með blámenn frá Senegal inn- anborðs í sumar svo hver veit nema það verði Bangó-fjör hjá þeim í sumar? Það eru fleiri en konung- ar sem búa í höllum Agullströnd Long Island voru eitt sinn hundruð íburðarmikilla halla í eigu auð- jöfra. Nú eru þessi tignarhús flest horfin af sjónarsviðinu en eftir standa þó fáein stórhýsi og eitt þeirra er i eigu Esmonds Bradley Martin Sr, sem er barnabarn stálkongsins Henry Phipps. Hann ólst upp í húsinu og býr þar enn þann dag í dag. Frá þvi að hann eignaðist æskuheimili sitt hefur hann unnið að endur- bótum og gert húsið eins vel úr garði og hann hefur haft getu til. Eignin samanstendur af rúm- lega 40 herbergjum , 83 ekrur fylgja henni — og auðvitað má þar finna gróðurhús, hest- hús... o . s . f r v . Fyrir tuttugu árum Óðinn Valdimarsson söngvari Kemur nú fram að nýju eftir 20 ára hlé Eg er Einsi kaldi úr Eyjun- um og innundir hjá meyj- unum —. Þessi lagstúfur klingir bjöllu hjá ýmsum því margir hafa vafalaust raulað þetta fyrir munni sér í baðinu, bílnum eða við húsverkin. Söngvarann Óðin Valdimars- son þarf vart að kynna, a.m.k. ekki fyrir miðaldra fólki, og fyrrgreint lag, sem nú er komið á þrítugsaldurinn, hljómar enn af og til. Það er þó líklegt að þeir sem ungir eru kannist lítið við Óðin því það eru liðlega tutt- ugu ár síðan hann hvarf af sjón- arsviðinu og hefur varla rekið upp bofs síðan. Það voru fleiri lög en „Einsi kaldi" sem hljómuðu daglega á árum áður og má þá nefna „Út- lagann" og „Ég er kominn heirn", en á þessum tíma söng Óðinn með KK-sextettinum og hljómsveitinni Atlantik. Óðinn hefur verið að æfa með hljómsveitinni Ljósbrá að und- anförnu og byrjar á ný að syngja um þessa helgi. Ég söng síðast á skemmti- ferðaskipinu Oslofjord árið 1964 og var á því skipi í næstum ár. Síðan hef ég ekkert komið fram opinberlega nema nokkrum sinnum í Broadway í fyrra. Ég var það ákveðinn í þessu að ég tók ekki einu sinni lagið fyrir sjálfan mig. — Kvíðirðu ekkert fyrir því

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.