Morgunblaðið - 28.07.1985, Page 26
26 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985
NÁTTÚRUFRÆÐIDAGUR 28. JULI
Kynning á
náttúrugripasöfnum
víðs vegar um landið
Upplýsingar fyrir ferðafólk
Þeir sem ferðast erlendis og
vilja á sem skemmstum tíma
kynnast náttúrufari landsins sem
þeir ferðast um, fara oft fyrst á
náttúrufræðisafn staðarins. Þar
fá menn yfirlit yfir jarðfræði,
plöntu- og dýralíf á staðnum og
ýmsar ábendingar um hvernig
best sé að kynnast því á sem
skemmstum tíma.
Þeir erlendu ferðamenn sem
heimsækja ísland gera það undan-
tekningarlítið einmitt vegna hinn-
ar sérstæðu náttúru iandsins. en
hvernig stöndum við íslendingar
okkur í að undirbúa þá undir að
njóta náttúrunnar, skilja hve við-
kvæm hún er og umgangast hana
af varfærni? Svarið er, að því mið-
ur vantar mikið á að við komum
fræðslu um umhverfi okkar nægi-
lega vel til skila, hvort heldur er
til erlendra ferðamanna eða til al-
mennings hér á landi. Náttúru-
gripasöfn eru til víða um iandið og
reyna þau að sinna þessu hlut-
verki eftir bestu getu, en eru flest
í skammarlegu fjársvelti. Það
kostar fé að setja upp vandaðar
sýningar og endurnýja þær sem
eldri eru, standa fyrir dagskrám
og fræðslu af ýmsu tagi.
Við viljum samt sem áður
hvetja fólk til að nota sér söfnin
og það er t.d. hægt að gera með því
að heimsækja þau áður en farið er
í sumarfríið, iagt er í sunnudags-
ökuferð eða göngu og jafnvei eftir
á. Þannig geta menn glöggvað sig
á ýmsu sem fyrir augun ber í nátt-
úrunni og jafnvel uppgötvað ým-
islegt forvitnilegt sem auðvelt er
annars að sjást yfir. Og söfnin eru
ekki bara sýningar, safnverðirnir
búa yfir mikilli þekkingu sem
þeim er Ijúft að miðla af. Þeir eru
þar til þess að spyrja þá, og á ýms-
um stöðum er verið að gera for-
vitnilega hluti, t.d. á Akureyri, í
Kópavogi og í Vestmannaeyjum.
Hvar eru söfnin?
Náttúrugripasafnið í Keykjavík
(sýningarsalur Náttúrufræði-
stofnunar íslands), 91-29822, er
við Hlemmtorg, á Hverfisgötu 116,
3. hæð. Safnið býr nú við þrengri
húsakost en fyrir 70 árum, eða um
90 mz. Þar er því ekki aðstaða til
að sýna nema örlítið brot af sýn-
ingargripum safnsins, hvað þá að
það hafi möguleika á að starfa á
nútímalegan hátt og nýta sér nýj-
ungar í sýningartækni, til þess að
vekja áhuga safngesta og koma
fræðslunni til skila á sem ánægju-
legastan hátt. En safnið er engu
að síður forvitnilegt og fallega upp
sett og á sunnudaginn verða nátt-
úrufræðingar til staðar á safninu
og leiðbeina gestum. Þeir svara
fyrirspurnum og tilvalið er að
taka með steina, plöntur eða ann-
að forvitnilegt sem þið eigið í fór-
um ykkar og langar til að vita
nánari deili á. Safnið er opið á
sunnudögum, þriðjudögum, Hmmtu-
dögum og laugardögum kl.
13.30-16.00.
Bókasafn Náttúrufræðistofnunar
er Hlemmtorgsmegin í húsinu og
verður einnig opið á sunnudaginn.
Þar verða m.a. til sýnis handbækur
og tímarit sem henta almenningi.
Forstöðumaður Náttúrufræðistofn-
unar er Ævar Fetersen.
Náttúrufræðistofa Kópavogs,
Digranesvegi 12, kjallpra, sími
91-41863, er opin á laugardögum og
miðvikudögum kl. 13.30—16.00. Þar
stendur nú yfir stórmerkileg sýn-
ing um allar hvalategundir sem
finnast við Ísland, lífeðlisfræði
þeirra og lífshætti. Einnig er þar
gullfalleg skeldýrasýning, en stof-
an á ýmis önnur söfn, t.d. steina,
fugla og plöntur og utan við húsið
er að koma upp vísir að grasgarði.
Meðal markmiða stofunnar er að
standa að rannsóknum í nágrenn-
inu og virku samstarfi við skóla. í
dag, sunnudag 28. júlí, verður
safnið opið frá 13.30—16.00.
Forstöðumaður er Árni Waag.
Náttúrugripasafn Borgarfjarðar er
í safnahúsinu Borgarbraut 61,
Borgarnesi, ásamt fjórum öðrum
söfnum, sími 93-7279. Þar er opið
alla daga kl. 14—16. M.a. er til sýn-
is fullkomið safn íslenskra fugla
safnaði. Má þar telja fugla, egg,
steina, steingervinga og margt
fleira. Ennfremur er til sýnis ís-
björn úr Grímsey, fjöldi þurrk-
aðra plantna og skeljar. Ástæða er
til að vekja sérstaka athygli á
steingervingunum. í safninu er
ennfremur gott safn bóka og tíma-
rita. Safnahúsið gefur út ársritið
Safni.
Forstöðumaður er Finnur
Kristjánsson.
Náttúrugripasafnið í Neskaup-
stað, Gilsbakka 13, sími 97-7606.
Forstöðumaður er Einar Þórar-
insson.
Náttúrugripasafnið í Neskaup-
stað var opnað til sýninga árið
1970. Meginhlutverk safnsins er
tvíþætt: annars vegar kynning á
náttúru landsins með höfuð-
Frá Náttúrugripasafninu á Selfossi.
Kúalubbi. Einn algengasti
sveppur hérlendis.
mat-
Náttúrugripasafnið í Reykjavík.
og úrval fallegra steina, en safnið
á margt fleira sem ekki er unnt að
sýna vegna þrengsla.
Forstöðumaður er Bjarni Bach-
mann.
Náttúrugripasafnið á Akureyri,
Hafnarstræti 81, sími 96-22983, er
opið alla daga kl. II—14. Þar má
einkum sjá íslenska fugla, fiska,
berg- og steintegundir og plöntur.
Vakin er athygli á að í safninu eru
til sýnis íslenskir sveppir og skóf-
ir, sem ekki munu vera til á sýn-
ingum annars staðar hérlendis.
Ekki er úr vegi að líta á sveppina
núna þegar sveppatíminn er að
fara í hönd! Safnið stundar all-
mikla rannsóknastarfsemi og gef-
ur út tvö tímarit, Týli, sem kemur
út tvisvar á ári og er skemmtilegt
og fræðandi rit fyrir alla, og Acta
Botanica, sem er sérfræðirit á
ensku um grasafræði.
Forstöðumaður er Helgi Hall-
grímsson.
Náttúrugripasafnið á Húsavík að
Stóragarði, sími 96-41330, er opið
alla daga kl. 14—17. Uppistaða
safnsins eru margskonar náttúru-
fræðilegir munir sem Jóhann
Skaptason, fyrrv. sýslumaður.
áherslu á Austurlandi og hins veg-
ar rannsóknir á náttúrufari.
í húsnæði safnsins á Mýrargötu
37 er sýningarsalur þar sem sýnd-
ir eru ýmsir náttúrumunir m.a.
fuglar, spendýr, skeljar og ýmis
önnur sjávardýr, skordýr, stein-
tegundir og bergtegundir. Einnig
er til gott safn plantna.
Náttúrugripasafnið hefur á
undanförnum árum annast nátt-
úrufarsrannsóknir vegna mann-
virkjagerða á Austurlandi, svo
sem virkjana o.fl. og einnig hefur
það annast eftirlit með verklegum
framkvæmduin fyrir Náttúru-
verndarráð.
Sýningarsalur safnsins er opinn
í júní til ágúst alla virka daga kl.
16—18 og laugardaga og sunnu-
daga kl. 15—18. Skólar og ferða-
hópar geta skoðað safnið á öðrum
tímum eftir samkomulagi.
Náttúrugripasafniö á Selfossi er í
safnahúsinu, Tryggvagötu 23, sími
99-1467. Safnið er opið virka daga
kl. 14—16 og á laugardögum og
sunnudögum kl. 14—18. Uppistað-
an í safninu eru dýr sem voru í
eigu íslenska dýrasafnsins í
Reykjavík, en auk spendýra eru
Stundum er sagt að hvalir „sjái“ með hlustunarfærunum.
þar einnig fuglar, fiskar, skeljar
og kuðungar. Safnið er mikið sótt
og skólar nota það mikið við
kennslu.
Forstöðumaður er Steingrímur
Jónsson.
Náttúrugripasafnið í Vestmanna-
eyjum er til húsa á Heiðarvegi 12,
sími 98-1997. Þar er opið alla daga
kl. 16—18, en tekið er á móti hóp-
um svo að segja hvenær sem er á
sólarhringnum, ef tími er pantað-
ur fyrirfram!
Safnið er e.t.v. betur þekkt sem
Fiskasafnið í Eyjum, en þar má
sjá sprelllifandi yfirlit yfir flesta
fiska og sjávardýr sem lifa þar í
kring. Nú er að enda klak hjá
hrognkelsi í safninu. Seiðin eru
enn glær, svo vel má sjá alla lík-
amsstarfsemi þeirra. Þar hefur
einnig verið unnt að sjá hvernig
loðna hrygnir, svo og ástalíf
Tröllakrabba! Aldursforseti safns-
ins er 19 ára gamall hlýri, sem
hrygnir á hverju ári.
Einnig eru til sýnis sjófuglar og
egg, allar steintegundir Vest-
mannaeyja og þarlendar plöntur
sem safnað var fyrir gos.