Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ 1985
Millisvæðamótið í Biel:
Vaganjan sigraði
— Margeir tefldi
lengstu skákirnar
Skák
Bragi Kristjánsson
Biel, 26. júlí.
Frá Braga KrLstjánssyni.
SAUTJÁNDA og sírtasta umferð
millisva'AamóLsins í Biel í Sviss
var tefld á fimmtudag:
17. umferð:
Margeir — Andersson, biðskák
Kodriguez — Polugajevskij, 0—1
Partos — Vaganjan, 0—1
Quinteros — Li, 1 —0
Gutman — Jansa, 1—0
Seirawan — Sokolov, ’/i
Sax — Torre, 1—0
Short — Van der Wiel, 1—0
Ljubojevic — Martin, biðskák
Síðasta umferðin var eins og
allar hinar mjög viðburðarík og
spennandi. Á flestum borðum
var barist af mikilli hörku, og
líklega hefur sjaldan eða aldrei
verið teflt af jafn mikilli hörku í
síðustu umferð millisvæðamóts.
Hlutfall jafntefla í mótinu er
undir 50 prósent, og er það lík-
lega einsdæmi í slíku móti.
Margeir hafði hvítt gegn
sænska stórmeistaranum Ánd-
ersson. Margeir fékk betra tafl i
byrjun og vann peð. Upp kom
endatafl, þar sem hvor keppandi
hafði tvo hróka, Margeir hafði
fimm peð en Svíinn fjögur.
Skákinni lauk með jafntefli.
Rodriguez var svo óvarkár að
hleypa Polugajevskij út í af-
brigði í Sikileyjarvörn, sem Polu
fann upp. Sovétmaðurinn tefldi
auðvitað mjög vel og vann sann-
færandi sigur.
Vaganjan lauk mótinu með ör-
uggum sigri yfir Partos.
Quinteros vann sigur á Kín-
verjanum Li og kemst þar með
hugsanlega upp fyrir Margeir.
Gutman náði sér á strik aftur
með því að sigra Jansa, en sá
síðarnefndi náði vinningsstöðu,
sem hann lék af sér í tímahraki.
Seirawan og Sokolov gerðu
stutt jafntefli, enda dugði það
Seirawan til að tryggja sér sæti í
áskorendamóti og Sokolov var
öruggur um a.m.k. aukakeppni.
Skák Sax og Torre fór rólega
af stað, en Torre tefldi gamalt
afbrigði af sænska leiknum, sem
gefur svörtum (honum) verra
tafl, en dugar þó oft til jafntefl-
is. Eftir því sem leið á skákina
jókst spennan. Upp kom enda-
tafl, sem var betra fyrir Sax, en
ef til vill gat Torre haldið jafn-
tefli. Undir lokin var skák Short
og Van der Wiel lokið með sigri
Short, svo að margir fylgdust
spenntir með lokum skákarinn-
ar. Ef Torre héldi jafntefli kæm-
ist hann áfram í áskorendamót,
en ef Sax ynni, þurfti auka-
keppni um fjórða sætið milli
Short, Van der Wiel og Torre.
Þegar skákin fór í bið var
ljóst, að Sax átti auðunnið tafl,
aðeins voru leiknir tveir leikir
eftir bið.
Van der Wiel tefldi byrjunina
óvenjulega og glæfralega gegn
Short, og þegar Hollendingurinn
eyddi dýrmætum tíma í að taka
peð, náði Englendingurinn
óstöðvandi sókn.
Ljubojevic náði fljótt betra
tafli gegn Martin, en eitthvað
gekk honum erfiðlega að inn-
byrða vinninginn og var jafntefli
samið.
Ixtkastaóa í mótinu:
1. Vaganjan, 12,5 v.
2. Seirawan, 11,5 v.
3. Sokolov, 11 v.
4. —6. Short, Torre, Van der Wiel,
10.5 v.
7. Polugajevskij, 9,5 v.
8. —9. Andersson og Ljubojevic,
9.5 v.
10.—11. Sax og Rodriguez, 8 v.
12.—13. Jansa og Quinteros, 7,5 v.
14. Margeir Pétursson, 7 v.
15. Gutman, 6,5 v.
16. Li, 6 v.
17. Partos, 4 v.
18. Martin, 3,5 v. + biðskák.
Stigahæsti maður mótsins,
Rafael Vaganjan frá Sovétríkj-
unum, sat í efsta sæti mótsins
frá byrjun. Hann virðist ekki
þurfa að hafa mikið fyrir vinn-
ingunum, því hann eyðir meiri
tíma í að horfa á skákir annarra
keppenda en í sínar eigin skákir.
Hann lenti auðvitað einstaka
sinnum í vandræðum, en bjarg-
aði sér létt út úr þeim. Mjög eft-
irtektarvert var, hve hann tefldi
vörnina alltaf virkt. Vaganjan er
greinilega í miklu stuði um þess-
ar mundir og er til alls líklegur í
áskorendamótinu í október
næstkomandi.
Bandaríski stórmeistarinn
Yasser Seirawan varð annar.
Hann tefldi af miklu öryggi og
tapaði aðeins einni skák.
Hinn 22ja ára gamli Andrei
Sokolov frá Sovétríkjunum varð
þriðji. Hann tefldi af mikill
hörku og hikaði ekki við að
leggja út í tvísýna sókn, ef svo
bar undir. Hann lenti í vandræð-
um nokkrum sinnum í mótinu,
en snéri út úr þeim af mikilli
útsjónarsemi. Hann er til alls
líklegur í framtíðinni, því hann
hefur gott keppnisskap og stál-
taugar.
í fjórða til sjötta sæti eru
jafnir stórmeistararnir John
Van der Wiel frá Hollandi, Eug-
enio Torre frá Filippseyjum og
Nigel Short frá Englandi. Þeir
þurfa að tefla aukakeppni um
fjórða og síðasta sætið í áskor-
endamótinu. Hefst hún t Biel á
laugardag og verður tefld þre-
föld umferð. Gengi þeirra í mót-
inu var nokkuð ólíkt. Van der
Wiel byrjaði mjög vel, en gaf eft-
ir í lokin. Torre byrjaði rólega,
en um miðbik mótsins tók hann
sig á og var kominn í efsta sætið,
er hann tapaði tveim skákum í
lokin. Short fór hinsvegar mjög
rólega af stað, svo rólega, að
flestir voru búnir að afskrifa
hann. Hann barðist þó ótrauður
áfram og tókst með sigri yfir
Van der Wiei í síðustu umferö að
komast í aukakeppni um sæti í
áskorendamótinu.
Það sýnir vel, hve baráttan
var hörð hér í Biel, að þrír af
fjórum stigahæstu mönnum
mótsins komast ekki áfram í
áskorendamót. Hér er átt við
Ljubojevic, Polugajevskij og
Andersson. Tveir fyrstnefndu
hafa ekki taugar til að tefla í
móti sem þessu. Þetta er skilj-
anlegt með Polugajevskij. Hann
er orðinn fimmtugur og þrekið
því ekki eins mikið og áður og
taugarnar gatslitnar. Hann
tefldi þó nokkrar góðar skákir í
mótinu, og er sá eini, sem lagði
Seirawan og Ljubojevic að velli.
Mótið er sterkasta skákmanni
Júgóslavíu, Ljubomir Ljubojev-
ics mikið áfall. Hann ætlaði að
tefla af miklu öryggi og tókst
það, en gat svo ekki unnið skák
undir lokin, þegar spennan jókst.
Hann þoldi greinilega mjög illa
127 leikja skákina við Margeir,
og átti erfitt með að einbeita sér
að öðrum skákum þá viku, sem
sú skák stóð yfir. Andersson
tefldi af of mikilli varfærni eins
og svo oft áður. Hann missti
niður góðar skákir gegn Short og
Quinteros í byrjun mótsins, og
var eftir það aldrei nálægt því að
hreppa eitt af fjórum efstu sæt-
unum.
Margeir Pétursson hefur ekki
teflt eins vel hér í Biel og hann
getur best. Hann hefur átt lang-
erfiðasta prógramið, teflt að
meðaltali hverja skák í rúma 7
klukkutíma, skákirnar eru að
meðaltali rúmlega sextíu leikir,
hann hefur teflt tvær lengstu
skákir mótsins, 112 leiki við
Seirawan og 127 leiki við Ljuboj-
evic. Þessar löngu skákir voru að
auki flestar mjög erfið vörn fyrir
Margeir, og komu niður á öðrum
skákum, snilldar varnartafl-
mennska Margeirs gegn Polug-
ajevskij, Seirawan og Ljubojev-
ic, þrem af sterkustu mönnum
mótsins, hefur vakið mikla at-
hygli hér, en að auki hefur vakið
athygli, hve óvirkt (passívt)
Margeir hefur teflt. í því liggur
ef til vill ein aðalskýringin á út-
komu hans í mótinu. Hann er að
tefla í móti sem þessu í fyrsta
skipti og hefur ef til vill tekið
mikla virðingu fyrir stóru nöfn-
unum hér, þótt hann hafi ávallt
barist vel. Margeir þarf ekki að
vera mjög óánægður með
frammistöðuna þegar á allt er
litið.
Margeir Pétursson tefldi lang-
ar og erfiðar skákir á mótinu og
ef til vill urðu þær til þess að
hann hafði ekki krafta í margar
aðrar skákir.
Skákin við Sax í 9. umferð er
gott dæmi um þetta.
Ungverjinn fórnaði peði í
byrjun og fékk eitthvert spil
fyrir. Hann var kominn í mikið
tímahrak, þegar hér var komið
og ákvað því að gera eitthvað
róttækt. 24. — Rb5?
Þessi leikur leiðir til vinn-
ingsstöðu fyrir Margeir.
25. cxb5 — llxdl +, 26. Rxdl —
Hxdl+, 27. Kc2 — Hd6, 28. Be7
Einfaldast var 28. b4 — Re6,
29. Bxa6 — og hvítur hefur tvö
peð yfir, og að auki valdað frípeð
Margeir þurfti að tefla
lengst allra keppenda.
á a6. Vinningurinn í þeirri stöðu
hefði varla orðið erfiður fyrir
Margeir.
28. — Hg6, 29. Bxc5 —
Enn var 29. b4 best.
29. — Bxc5, 30. bxa6 — Bxa6, 31.
Bxa6 —Hxa6, 32. Hdl - e4, 33.
fxe4 — fxe4, 34. Hel — Ha4.
Ungverjinn lamdi klukkuna
sem mest hann mátti og Margeir
fór nú algerlega úr sambandi,
enda kominn í tímahrak líka.
35. He3?
Hvítur gat einfaldlega leikið
35. Kbl ásamt 36. Rc2 og 37. b3
og þannig unnið peðið á e4.
35. — KÍ7, 36. Rb5 — Ke6, 37. a3
— Kf5, 38. g3? —
Eftir þennan leik kemst svarti
kóngurinn inn á f3.
38. — Bd4, 39. He2 — Ha6, 40.
Kb3? -
Með þessum leik leikur Mar-
geir skákinni niður í tap.
40. — e3, 41. Kc4 — Ke4, 42. b4 —
Hc6, 43. Ka7 — Ha6, 44. Rb5 —
Hc6, 45. Ra7 —
Þetta var biðleikur Margeirs,
en þeir léku svo marga leiki því
þeir vissu ekki hve margir leikir
voru komnir. Staðan er gjörtöp-
uð fyrir Margeir og lokin þarfn-
ast ekki skýringa.
45. - Hf6, 46. Rb5 — Hf2, 47.
Hel — Hc2+, 48. Kb3 — Kd3, 49.
bxc5 — Hb2+, 50. Ka4 — bxc5.
51. Hdl+ — Hd2, 52. Hcl — Hc2,
53. Hdl+ — Kc4, 54. Hd8 — e2,
55. He8 — Bf2, 56. Hc8+ — Kd3,
57. Hd8+ — Ke.3, 58. Rd4 —
Hc4+ og hvítur gaf.
Á móti Quinteros í 10. umferð
missti Margeir af jafnteflisleið í
verri stöðu.
Argentínumaðurinn lék síðast
27. Bh3 — og Margeir svaraði
með 27. — Dal+?
Eftir 27. - Dcl+, 28. Kg2 -
Dc7, 29. Dxc7 — Bxh3+, 30. Kxh3
— Rxc7 heldur svartur jafntefli.
28. Kg2 — Dxd4, 29. Bxd7 —
De4+, 30. Kh3 — Kf8,31. Dxa7 —
Hvítur hefur nú unnið tafl, því
hann kemst út í peðsendatafl
með peði meira. Margeir getur
ekki hindrað uppskipti á drottn-
ingum og biskupi og riddara.
31. — Rd6, 32. Dc7 — Re8, 33.
Dc5+ — Kg8, 34. Dc8 — og
Margeir gafst upp.
Sovétmaðurinn Rafael Vag-
anjan hefur haft forystu í mót-
inu allt frá upphafi og teflt leik-
andi létt. Hann þarf mjög lítinn
tíma til að hugsa sig um og
gengur síðan um sviðið og fylgist
með skákum hinna keppend-
anna. f 8. umferð lenti hann í
vandræðum gegn Kínverjanum
Li.
Vaganjan
að tafli í Biel.
Kínverjinnn hefur hvítt og er
skiptamun yfir, en Vaganjan
hefur peð upp í. Málið er að vísu
ekki einfalt fyrir Li en hann er
kominn í heiftarlegt tímahrak
og leikur betri stöðu niður í tap.
22. Re4? — De7, 23. Dg4 - Re6
Ekki 23. - Dxe4, 24. Hd7
o.s.frv.
24. Rc3 — Hd8, 25. Hacl —
Sennilega er best að leika 25.
Hd2 — ásamt 26. Hel —.
25. — Df6, 26. Hel?? — Rd3, 27.
He3??? — Dxf2+, 28. Khl —
Dxe3, 29. Hfl + — Kg8 og Li gafst
upp.
Sovétmaðurinn ungi, Andrei
Sokolov, hefur teflt af mikilli
hörku í mótinu. Hann hefur
óhikað teflt stíft til sóknar í
mörgum skákum og stundum
lent í vandræðum. Hann hefur
þó ávallt snúið sig úr þeim nema
í skákinni við Van der Wiel. Þar
sannast hið fornkveðna að
heppni fylgir hörku.
Eftirfarandi staða kom upp í
12. umferð í skákinni Sokolov —
Rodriguez.
Sokolov fórnaði manni, en
fórnin stóðst ekki. Hann afræð-
ur því að fórna drottningunni til
að flækja taflið. 28. Hxe6 —
Ilxg6, 29. Hxg6 — De8, 30. Rd6 —
De2, 31. Hfl — Bg7??
Eftir 31. — Be7 rennur sókn
hvíts út í sandinn: 32. Rf7 —
Hxf7, 33. Hxf7 - Re5, 34. Bxe5
— Dxe5 o.s.frv.
32. Hel —
Svartur tapar nú drottning-
unni, og hvítur verður eftir það
með tvö peð yfir og auðunnið
tafl.
32. - Rf4, 33. Hxe2 — Rxe2+, 34.
Kf3 — Rxg3, 35. hxg3 - Hh5, 36.
RÍ5 — BI8, 37. Hg6 — Re7, 38.
Hf6 - Kg8, 39. Hxa6?? -
Ballið er ekki búið enn. Sok-
olov leikur af sér manni, en hann
er svo heppinn að eiga 3 peð
fyrir hann.
39. — Rxf5, 40. g4 — Hh6, 41.
Ilxh6 — Rxh6 og skákinni lauk
með jafntefli eftir 58 leiki.