Morgunblaðið - 28.07.1985, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 28. JÚLÍ1985
Tilgangur
jafnréttishreyfingarinnar...
Guðrún Erlendsdóttir er eini kvenkennari lagadeildar Háskóla íslands frá upphafi. Ólafur K. Magnússon tók þessa
mynd af Guörúnu á skrifstofu hennar í Lögbergi.
það, sem einu sinni hefur verið
komið á. f jafnrétti tel ég felast
það, að konur jafnt sem karlar eigi
að standa jafnfætis. Það er yfir-
lýstur tilgangur laganna frá 1976
að stuðla að jafnrétti og jafnri
stöðu karla og kvenna. Þar með
hafði löggjafinn lýst yfir því, að
sæki karl og kona um stöðu á ein-
hverju því starfssviði þar sem karl-
ar eru þegar í miklum meirihluta,
enda séu þau jafnhæf, beri að veita
konunni starfið. Með því að hafa
forréttindaákvæði í lögum er hætta
á því, að réttur verði brotinn á ein-
staklingnum — það tel ég ekki
samrýmast hugtakinu jafnrétti."
Jafnréttisbaráttan háð
á vinnustöðum
Guðrún kvað jafnréttisbaráttuna
aðallega háða á vinnustöðunum.
Grunnskólalögin kvæðu á um jafn-
an rétt kynja til náms og jafnrétti
réði ríkjum í skólum landsins þótt
benda mætti á kreddur í gömlum
og úreltum skólabókum.
Guðrún Erlendsdóttir var til-
nefnd af Hæstarétti sem formaður
jafnlaunaráðs frá 1973 og gegndi
stöðu formanns jafnréttisráðs
1976—1979. Þá var hún einnig for-
maður kvennaársnefndar 1975
vegna kvennaárs Sameinuðu þjóð-
anna 1975. „Staða mála er betri en
fyrir 10 árum, en ekki eins góð og
við bjuggumst við,“ sagði hún, er ég
spurði hana hvern árangur hún
teldi hafa hlotist af kvennabarátt-
unni á íslandi undanfarin ár. „Það
tekur meira en 10 ár að breyta
aldagömlum viðhorfum fólks. Jafn-
réttislögin 1976 voru ekkert töfra-
lyf. Það er mikið verk óunnið. Sjálf
ólst ég upp við hefðbundna
verkaskiptingu eins og ég hef sagt
þér. Á mínum bernskuárum var
hlegið að karli, sem sást keyra
barnavagn. Hann var álitinn skrýt-
inn. Og ég hef ugglaust talið þá svo
vera. f dag er viðhorfið annað."
Breytt viðhorf sjást glögglega þeg-
ar fjöldi kvenna í lagadeild er
skoðaður, en stúlkur nema nú lög í
æ ríkari mæli. Guðrún kennir
sifjarétt á 1. ári og erfðarétt á 2.
ári deildarinnar, en prófúrlausnir
voru í fyrsta sinn aðeins tölusettar
sl. skólaár eins og tíðkast hefur í
læknadeild frá því er fjöldatak-
markanir voru settar þar. „Og ég
gat greint stúlkurnar frá piltunum,
er ég fór yfir úrlausnirnar. Ég
hafði aldrei velt slíku fyrir mér áð-
ur því fyrr blasti nafn nemans við
mér. Ég veit ekki hvað veldur
þessu. Stúlkurnar eru oft mildari
og nákvæmari. Þær setja hlutina
fram í Iengra máli. Og þær velta
jafnrétti meira fyrir sér en piltarn-
ir.
Margir kvenlögfræðingar hefja
störf við dómstólana. Lögmanns-
starfið er slítandi og samræmist
oft ekki heimilishaldi. Meðan við
Örn rákum saman málflutnings-
stofu vann ég ekki að málum, er
kröfðust ferðalaga og mikilla snún-
inga. Örn sá um slíkt. Ég vann
meira á sviði erfða- og sifjaréttar.
Það má segja að hjá okkur Erni
hafi verið komin viss verkaskipt-
ing. Ég vann ekki fulla vinnu sem
lögmaður meðan börnin voru lítil.
Góð samvinna milli hjóna er nauð-
synleg, þegar bæði vinna úti. Með
því á ég ekki við það, að nákvæm
verkaskipting sé gerð, heldur að
hjónin gangi bæði í þau verk, sem
gera þarf, þegar þau þarf að gera.
Örn hefur ætíð hvatt mig til dáða
og verið mér mikill styrkur.
Eini kvenkennari
lagadeildar frá upphafi
Nú er ég eini kvenkennari laga-
deildar en Ragnhildur Bragadóttir
mun kenna refsirétt næsta haust.
Hér hefur lítið verið um breytingar
meðal kennara og fáar stöður veitt-
ar. Lagadeild er eins konar karla-
veldi — enn sem komið er. Ég hef
þó ávallt verið jafningi samkenn-
ara minna. Menn voru e.t.v. tor-
tryggnir gagnvart mér, er ég byrj-
aði lögmannsferil minn. Ég er þó
ekki viss um hvort það var vegna
þess að ég er kona eða hreinlega
vegna þess, að ég var reynslulítil.
Það er erfitt að meta slíkt og það
kann að vera, að konur túlki ýmis-
legt öðruvísi en rétt væri vegna
krafna um jafnrétti. Hugsunar-
hátturinn er bara því miður ekki
orðinn þannig, að unnt sé að segja
að hæfni ráði alltaf úrslitum."
Guðrún taldi ungar konur hafa
miklu meiri möguleika nú, en þegar
hún ólst upp. „Hafi þær áhuga á að
mennta sig, geta þær valið hvaða
nám sem er. Lífið er þó ekki eins
einfalt og áður og heimilislífið hef-
ur breyst. Löggjafinn hefur bætt
hag kvenna mikið og konur eru
ekki eins háðar karlmönnum um
lífsviðurværi." Hún áleit ennfrem-
ur, að svipaða sögu væri að segja
um nágrannalönd fslendinga og þá
einna helst Norðurlöndin. Guðrún
er ritari sifjalaganefndar. „Lög-
gjöfin um fjölskylduna er nánast
hin sama hjá okkur og hinum
Norðurlandabúunum. Má nefna, að
norrænar sifjalaganefndir starfa
og vinna að samræmdri löggjöf
fyrir þessar þjóðir. Mér þykir þó
ekki ósennilegt, að kvennahreyf-
ingin sé öflugri annars staðar á
Norðurlöndunum en hér. Þátttaka
kvenna í opinberri stjórnsýslu er
þar meiri en hér. íslendingar eru
ekki margir og fjárskortur hefur
hrjáð jafnréttishreyfinguna. En
kvennaáratugurinn hefur lagt kon-
um lið í baráttunni fyrir jafnrétti.
Bæði kynin eru nú meðvituð um
>essi mál og meira hefur áunnist á
æssum 10 árum en ella hefði verið.
lafnréttislögin 1976 voru sett í til-
•fni hans. Þá var það vissulega
fangi, að kona varð forseti lands-
tis, sem mun hafa áhrif í þá átt að
breyta úreltum viðhorfum. Það
þarf einnig að breyta sitthverja í
landslögum. Má nefna, að í lögum
um eftirlaun forseta íslands frá
1969 segir m.a. að ákveða skuli
hvað greiða eigi ekkju forsetans.
Þessu verður auðvitað breytt, er
lögin koma til endurskoðunar."
„Abb-a-babb ...
kona læknir!“
Guðrún kvaðst hafa reynt eftir
fremsta megni að ala börn sín upp
í anda jafnréttis. Þau hefðu ríka
réttlætistilfinningu og hún vonaði
að það gilti einnig um jafnréttis-
tilfinningu þeirra, en þó hefði örlað
á hinum hefðbundna hugsunar-
hætti hjá Guðrúnu Sesselju dóttur
hennar, er kvenlæknir hefði borist
í tal á heimilinu. Guðrún Sesselja,
sem þá var kornung, sneri sér að
móður sinni og sagði: „Abb-a-babb
... Kona læknir!"
„Ég tel ekki þverpólitísk sér-
framboð kvenna öflugt baráttutæki
fyrir jafnrétti," sagði Guðrún, þeg-
ar ég spurði hana um álit hennar á
sérframboðum kvenna. „Kynin eiga
ekki að skipa sér í hópa eða and-
stæðar fylkingar. Konur eiga að
starfa í þeim stjórnmálaflokkum,
sem þær fylgja og hasla sér völl
þar. Konum hefur þó verið haldið
niðri af körlum í stjórnmálum. Það
góða, sem leitt hefur af sérfram-
boðum kvenna, er það, að stjórn-
málaflokkarnir hafa í ríkari mæli
falið konum mikilvæg verkefni og
sett þær í örugg framboðssæti. En
til skamms tíma vildu flokkarnir
hafa konur upp á punt. Mér fannst
ég verða vör við það, er ég var sjálf
í stjórnmálum. En ég hætti reynd-
ar afskiptum af þeim þar sem mér
fannst sem málefnin skiptu ekki
alltaf meginmáli." Guðrún gat ekki
ímyndað sér, að konur kysu konur
einungis kynsins vegna. „Hér
hljóta hæfileikarnir og málefnin að
ráða.“ Hún er sjálfstæðismaður og
hlynnt frelsi og framtaki einstakl-
ingsins. „Sjálfstæðisflokkurinn
hefur staðið sig betur við það að
koma konum á þing en aðrir flokk-
ar,“ sagði hún. „En það þarf samt
að ýta miklu betur við honum.
Stjórnmálaflokkar hafa verið vígi
karla og því er e.t.v. engin furða að
seint gangi. Þeir verða að taka
meira tillit til kvenna. Við erum
aftur komin að því, að konan þarf
að sjá um heimilið — og það sam-
rýmist illa þingstörfum og öðrum
opinberum störfum. Þetta er því
nokkurs konar vítahringur. Það er
ánægjulegt, að nú skuli kona gegna
embætti ráðherra. En það leið
geysilangur tími frá því að Auður
Auðuns var ráðherra og þar til
Ragnhildur Helgadóttir settist á
ráðherrastól. Það átti að gerast
miklum mun fyrr. Það er reyndar
ekki hægt að kenna körlum alfarið
um þetta. Sá hugsunarháttur hefur
um langt skeið ríkt meðal kvenna
jafnt sem karla, að stjórnmál séu
ekki fyrir konur. Þetta er auðvitað
mesta fjarstæða."
íslenskar kvenna-
rannsóknir
f haust mun Guðrún flytja erindi
um óvígða sambúð á ráðstefnu í
Háskóla íslands, er nefnist íslensk-
ar kvennarannsóknir. Ráðstefnan
stendur dagana 29. ágúst til 1. sept-
ember í Odda, en tilefni hennar eru
lok kvennaáratugar. Ráðstefnan er
haldin á vegum Háskólans og á að
kynna þær rannsóknir helstar, sem
íslenskar konur vinna að og þá
jafnframt að kynna rannsóknar-
starf innan Háskólans. Hún er öll-
um opin. Fjölmörg erindi verða
flutt á sviði bókmennta, sagnfræði,
lögfræði, raungreina, guðfræði og
félagsvísinda. „Ásdís Rafnar lög-
fræðingur mun fjalla um nauðgun
og Guðríður Þorsteinsdóttir, for-
maður jafnréttisráðs, og Elín Flyg-
enring, framkvæmdastjóri ráðsins,
munu fjalla um jafnréttislögin og
jafnréttisráð." 26 erindi verða flutt
og gefin út í bók. Ráðstefnan á að
vekja athygli á rannsóknum
kvenna á ýmsum sviðum á efni,
sem snertir konur og vera þeim
konum hvatning til dáða, er stunda
rannsóknir.
Mig langaði í lokin að kanna
hvað Guðrún teldi brýnasta verk-
efni kvennahreyfingarinnar. Hún
svaraði því til, að í raun væri mikil
bót að því, að jafnréttislögunum
frá 1976 væri fylgt eftir — ekki síst
þeim þætti þeirra, sem gerir ráð
fyrir sömu launum fyrir sömu
vinnu. En hugarfarsbreyting yrði
ekki í einu vetfangi. „Konur mega
ekki láta deigan síga. Við verðum
aö koma á raunverulegu jafnrétti
og byrja á heimilunum. Börnin
verða að drekka í sig jafnrétti
kvenna og karla með móður-
mjólkinni. Ég bind vonir mínar við
unga foreldra og þá kynslóð, sem
þeir eru að ala upp. Ég vona að
raunverulegt jafnrétti verði
sjálfsagður hlutur hjá þeirri
kynslóð, sem nú er að alast upp.“
— ing-
Hin þekktu SatAn móttökuloftnet
(diskar) fyrir gervihnetti, frá fyrirtækinu Kathrein í V-Þýskalandi, nú fáanleg meö stuttum fyrirvara.
•»S?§Ol:i'SC<iC'<C
Veriö velkomin.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofunni.
Georg Ámundason & Co., Suöurlandsbraut 6, símar: 81180 og 68720.