Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 11

Morgunblaðið - 28.07.1985, Side 11
B 11 MORGUNBLADIÐ. SUNNUDAGUR 28. JtJLÍ 1985 góðar vonir um að finna leiðir til að unnt verði að hjálpa slíkum einstaklingum með sérkennslu í tæka tíð þannig að komast megi hjá því að skólaganga þeirra mis- takist. Starfshópurinn við Harvard hefur einnig haft til athugunar einstaklinga sem hafa haft í frammi sjúklegt félagslegt athæfi, s. s. líkamsmeiðingar. Enda þótt CAT-myndir af heila þeirra hafi verið eðlilegar og venjulegar myndir af taugastarfseminni einnig, kom BEAM auga á ákveðna missmíð i ennisblaði heila þeirra. „Það leikur enginn vafi á því að margháttað sjúklegt félagslegt athæfi á sér líffræði- legar orsakir," sagði dr. Duffy. „Þannig að unnt væri að uppgötva slíka einstaklinga áður en illa fer og koma í veg fyrir að slíkt eigi sér stað — ef vilji er fyrir hendi." Þeir sem vinna að þessum rann- sóknum gera sér grein fyrir því að þær hafa í för með sér erfið sið- ferðileg úrlausnarefni. Þannig sér dr. John hjá New York-háskóla t. d. fram á þann möguleika að „bðrn verði útilokuð frá námi af þeirri ástæðu að heili þeirra standist ekki ákveðinn saman- burð, svo og það að fólk sem komið er til ára sinna missi vinnuna af þvi að athugun leiði i ljós að heili þeirra sé farinn að gefa sig.“ Þegar litið er á kostnaðarhlið- ina og aukina aðhaldssemi ráða- manna hvarvetna í þeim efnum hefðu þessi nýju tæki vart getað er kostnaður í sambandi við PET- meðferð hvers sjúklings í kringum eitt þúsund dalir eða um 40 þús- und ísl. krónur eða meira, og allt að 34 þús. ísl. kr. fyrir MRI-með- ferð og 14 þús. fyrir CAT. Kostnaðurinn fer hækkandi. Nýlega skýrði tækniáætlananefnd Bandaríkjaþings frá því að 30% þeirrar hækkunar sem átti sér stað á kostnaði vegna Medicare á árunum 1977—82 hefði orðið vegna háþróaðra tækninýjunga, s.s. CAT og MRI. Afleiðingin hefur orðið sú að þessi tæki eru orðin einn helzti blóraböggull stjórnmálamanna. „Kostnaður vegna heilbrigðismála er orðinn eins og óseðjandi hít og þetta eru fjármunir sem ég vildi ráðstafa til annars — svo sem fræðslumála, almannavarna og viðgerða á vegum og brúm sem eru í niðurníðslu,“ sagði ríkisstjórinn í New Jersey á fundi í samtökum ríkisstjórna allra fylkja í Banda- ríkjunum í febrúar 1984. Opinberir embættismenn á sviði heilsugæzlu eru líka farnir að at- huga sinn gang. Yfirmaður heil- brigðismála í New York-ríki, dr. David Axelrod, hafði áður lagt til að hafnað væri fjárveitingar- beiðni Memorial Sloan-Ketter- ing-krabbameinsstöðvarinnar vegna kaupa á MRI-búnaði sem átti að kosta 4 milljónir dala. Var þetta í fyrsta sinn sem meirihátt- ar sjúkrastofnun þar sem læknis- fræðileg kennsla fer fram hefur verið neitað um fé til kaupa á opinberra aðila, en fyrirtækið er meðal þeirra fremstu er framleiða CAT- og MRI-skyggna. „Hættan er í því fólgin að við höldum að okkur höndum þar til við verðum komnir svo langt að við getum, með því að líta um öxl, gert okkur grein fyrir skelfilegum atburðum sem þá hafa átt sér stað.“ Innan læknavísindanna eru þeir margir sem álíta að læknisfræði- leg tækni hafi á ósanngjarnan hátt orðið bitbein þeirra sem vilja halda opinberri eyðslu í skefjum. „Þetta virðist vera eini vettvang- urinn þar sem magn er ekki til bóta,“ segir dr. James H. Sam- mons, aðstoðarframkvæmdastjóri American Medical Association. Þar við bætist að margir læknar halda því fram að þegar öll kurl komi til grafar séu nýju heila- rannsóknatækin ódýrari kostur en tímafrekar og sársaukafullar rannsóknir á taugakerfinu sem hingað til hafa tíðkazt. „Varðandi aðra tækni verður niðurstaðan sú hin sama,“ segir dr. Whalen um þetta atriði. Margir eru þeirrar skoðunar að kostnaður við kaup á þessum tækjum muni fara minnkandi eft- ir því sem framleiðslumagnið fer vaxandi og um leið muni mörg tækjanna verða sjálfsagður liður í almennri heilsugæzlu og rann- sóknum er taka til fjöldans, og af- leiðingin af þessu verði sú að vitn- eskja um starfsemi heilans og ástand einstaklingsins verði öll önnur en nú er. Tölvumynd af heilastarfsem- inni eins og hún kemur fram á skjá BEAM-skyggnis. komið fram á sjónarsviðið á óheppilegri tíma. Stofnkostnaður þeirra er svo mikill að ráða- mönnum hrýs hugur við slíkum fjárfestingum. Sem dæmi má nefna að BEAM-skyggnir kostar í Bandaríkjunum sem svarar 32 milljónum ísl. króna og CAT- skyggnir allt að 40 milljónum. MRI-útbúnaður kostar 40—160 milljónir og PET-skyggnir 120 milljónir, en þá er innifalinn ör- eindahraðall sem framleiðir geislavirkt efni sem nauðsynlegt er við starfrækslu tækisins, svo og tölva. Ennfremur er þess að gæta að flest þessara tækja krefjast sérhæfðs og hámenntaðs starfs- fólks sem er hálaunað. Vísinda- menn gera sér vonir um að kostn- aðurinn muni lækka eftir því sem framleiðsla þessara tækja eykst. Að sögn dr. Josephs P. Whalen, forstöðumanns geislalækninga- deildar New York-sjúkrahússins, tækjum sem hún hefur metið sem mikilvæga viðbót við þann búnað sem fyrir var. „Með því að tak- marka útbreiðslu NMR,“ (Nuclear Magnetic Resonance — sem er annað heiti á MRI) segir dr. Axel- rod, „erum við að reyna að ná hæfilegu jafnvægi í þeim árangri sem unnt er að ná og kostnaðar- aukningu í heilbrigðiskerfinu." Enda þótt þessari stofnun hafi að lokum tekizt að fá samþykki fyrir fjárveitingunni vegna MRI-búnað- arins hafa verið settar strangar reglur um fjölda þeirra sjúkra- stofnana í New York-ríki sem mega afla sér slikra tækja og eru þær um þessar mundir 13 talsins. „Við höfum af því áhyggjur að tæknilegum framförum í þágu læknavísindanna skuli vera skorð- ur settar,“ segir Robert M. Molit- er, sem stjórnar þeirri deild Gen- eral Electric-fyrirtækisins sem hefur með höndum verkefni í þágu Þrátt fyrir þetta hafa margar sjúkrastofnanir í Bandaríkjunum lagt á hilluna áætlanir um kaup á nýjustu gerðum CAT-skyggna, MRI-búnaðar og PET- og BEAM- tækjum. Þeir vísindamenn eru margir sem óttast að verði þessi nýju tæki ekki nýtt svo sem kostur er vegna þess kostnaðar sem óhjákvæmi- legur er vegna tæknilegrar þróun- ar þeirra, verða örlög þeirra þau að verða einskonar furðufyrirbæri og tæknileg ráðgáta. „Umræður um að halda niðri kostnaði er freistandi þangað til maður fær slag, heilaæxli eða ólæknandi höf- uðmein,“ segir dr. LaFrance. „Þá víll maður láta greina það og láta lækna sig eins fljótt og vel og sársaukalítið og nokkur kostur er — og það er einmitt það sem þessi tæki geta gert.“ (ÍJr The New York Times Vlagazine.) Fmlssem \ tuglim ífluq oa bíl FEWUMSTMB FEWAMmÖÐINNI 15.736 15.736 Flug og bíll miðað við 4 í bíl verð kr. 15.736. barnaafsláttur kr. 7.100. Brottför föstudaga, STOKKHÓLMUR 19.309 Flug og bíll verð kr. 19.309 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 8.800. Brottför föstudaga. Flug og bíll verð kr. 14.861 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför laugardaga. Flug og bill verð kr. 13.251 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.800. Brottför fimmtudaga. 14.861 13.251 13.251 Flug og bíll verð kr. 13.251 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.800. Brottför fimmtudaga. LUXEMBOURG 14.S24 Flug og bíll verð kr. 14.524 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför alla föstudaga og laugardaga. 15.443 Flug og bíll verk kr. 15.443 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför föstudaga. KAUPMHÖFN 16.578 Flug og bíll verð kr. 16.578 miðað við 4 í bí!, barnaafsláttur kr. 7.600. Brottför laugardaga. FRANKFURT 14.467 Flug og bíll verð kr. 14.467 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 6.700. Brottför sunnudaga. SALZBURG 12.244 1 ÞYSKII SUMARHUSINa. ... í OBERALLGÁU 14.045 Flug og bíll verð kr. 12.244 miðað við 4 í bíl, barnaafsláttur kr. 5.200. Brottför miðvikudaga. Oberallgáu tilheyrir Bæjaralandi, sem af mörgum er talið eitt fegursta hérað Þýskalands. Bæjaraland er skógi vaxið, með djúpa dali, tignarleg fjöll og gömul fögur þorp. Flug/bíll/íbúð: Hjón með tvö börní viku kr. 14.045,- per mann. Ma. er innifalið söluskattur og kaskótrygging v/bíls. _m FEROA.. 11MIÐSTODIN AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.