Morgunblaðið - 07.08.1985, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGOST 1985
Grænlendingar
ráðstafa loðnuafla
við Jan Mayen
Hafa enga heimild til þess, segir Halldór
Ásgrímsson sjávarútvegsráðherra
Grænlendingar hafa afhent Evr-
ópubandalaginu 15 þúsund tonna
loðnukvóta á hinu umdeilda haf-
svkóí milli Jan Mayen og Græn-
lands. Mun ætlunin að dönsk skip
veiði þessa loðnu. Auk þess hafa
Fundur um
Rainbow-
málið í dag
8ENDIMAÐUR Bandaríkjastjórnar
vegna deilnanna um einokun banda-
ríska skipafélagsins Rainbow
Navigation Inc. á stórflutningum til
varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli
var væntanlegur til landsins seint í
gærkvöid ásamt tveimur aðstoðar-
mönnum sínum.
Sendimaðurinn, Edward Derv-
insky, mun i dag eiga viðræður við
Geir Hallgrímsson utanrfkisráð-
herra. Gert er ráð fyrir að Derv-
insky og aðstoðarmenn hans haldi
af landi brott á morgun.
færeyskir útgerðarmenn samið við
Grænlendinga um að veiða 40 þús-
und tonn af loðnu á svæðinu.
Sem kunnugt er hafa staðið yfir
alllengi viðræður milli íslendinga,
Norðmanna og Dana fyrir hðnd
Grænlendinga um skiptingu afla á
þessu svæði án þess að árangur
hafi náðst.
„Við viðurkennum rétt Græn-
lendinga til hlutdeildar í þessum
fiskstofni, en meðan ekki hefur
náðst samkomulag um skiptingu
aflans lítum við svo á að þeir hafi
engan veiðikvóta á þessu svæði og
hafi þvf enga heimild til að ráð-
stafa afla þar,“ sagði Halldór Ás-
grimsson sjávarútvegsráðherra
aðspurður um afstöðu íslenskra
stjórnvalda til þessa máls. „Við er-
um f sambandi við Færeyinga og
munum leggja á það þunga áherslu
að þeir veiði ekki þetta umrædda
magn á meðan samkomulag hefur
ekki náðst um veiðar á svæðinu. Ég
á von á því að niðurstaða fáist úr
þessum viðræðum á næstunni,"
sagði sjávarútvegsráðherra að lok-
um.
Banaslys í
Skagafirði
BANASLYS varð seint á sunnu-
dagskvöldið á Sauðárkróksbraut,
skammt norður af bænum Ytra-
Skörðugili í Skagafirði.
36 ára gamall maður, Sigmar J.
Benediktsson, féll af hestbaki á
bundið slitlag. Talið er að hann
hafi látist samstundis. Sigmar
var á heimleið af hestamanna-
móti á Vindheimamelum með
fleira fólki.
Sigmar bjó við Víðigrund 14 á
Sauðárkróki og var bílstjóri hjá
Kaupfélagi Skagfirðinga. Hann
iætur eftir sig eiginkonu og tvö
börn.
Sigmar J. Benediktsson
Eðlilegra að starfsmenn
gætu keypt hlutabréfin
— segir Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiða
„Við böfum ekki séð tilboð Birkis
og vitum þar af leiðandi ekki hvert
núvirði þess er, en manni skilst að
þarna sé ekki um staðgreiðslutilboð
að ræða,“ sagði Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, aðspurður um tik
boð Birkis Baldvinssonar í Lúxem-
borg í hhitabréf ríkisins í Klugleiðum,
en ríkið á 20% hlutabréfa.
Sigurður sagði að stjórn Flug-
leiða hefði talið það eðlilegra, að
starfsmönnum þess hefðu verið
boðin hlutabréfin á verði, sem væri
sannvirði. frekar en að einn aðili
erlendis frá kæmi inní fyrirtækið.
Starfsmönnum hefðu einungis ver-
ið boðin bréfin á nfföldu verði, en
það verð teldu þeir of hátt miðað
við arðsemi félagsins. Hann sagði
að salan kæmi ekki til kasta stjórn-
ar Flugleiða, þar sem engar hömlur
væru á sölu hlutabréfanna milli
innlendra aðila. Hins vegar yrði
stjórnin að samþykkja söluna, væri
um erlendan aðila að ræða.
Gróf líkamsárás á Suðurlandsbraut:
Morgunblaöiö/Þorkell
„Ég vil fá minn bjór eins og aðrir,“ segir Einar Ingimundarson, aðstoðarverslunarstjéri í Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli. Myndin var tekin í Fríhöfninni f gærkvöldi, skömmu áður en Einar mætti á vakt til að selja
ferðamönnum bjór.
Bjór tekinn af íslenskum feróamanni á Keflavíkurflugvelli:
Vil láta reyna á hvort
reglugerðin er lögleg
— segir Kristján Pétursson deildarstjóri
— Vil fá minn bjór, segir farþeginn
„ÉG VIL einfaldlega láU á það reyna hvort sá hluti reglugerðarinnar um
tollfrjálsan farangur ferðamanna og farmanna við komu frá útlöndum, er
varðar innflutning þeirra á áfengu öli með yfir 2Vt % vínanda, eigi sér stoð
í lögum eða veiti heimild til undanþágu frá innflutningsbanni samkvæmt
áfengislögum," sagði Kristján Pétursson deildarstjóri í Tollgæslunni á
Keflavíkurflugvelli, í samUli við Morgunblaðið í gær.
Kristján stöðvaði í gærmorg-
un íslenskan ferðamann við
komuna til landsins, tók af hon-
um tólf 50 cl dósir af Heineken-
bjór, og kærði hann síðan fyrir
lögreglustjóranum á Keflavíkur-
flugvelli fyrir að gera tilraun til
að flytja bjór ólöglega inn i land-
ið. Aðrir ferðamenn fóru með
sinn bjór óáreittir í gegnum
tollskoðun.
Ferðamaðurinn, sem um ræð-
ir, er Einar Ingimundarson, að-
stoðarverslunarstjóri í Fríhöfn-
inni, sem var að koma úr snöggri
ferð til Grænlands. Einar sagð-
ist í gær hafa mótmælt aðgerð
tollgæslunnar og hafa gert þá
kröfu, að hann fengi sinn bjór
eins og gildandi reglugerð mælti
fyrir um. „Ég se) ferðamönnum
bjór samkvæmt þessari reglu-
gerð,“ sagði hann, „og vil fá að
kaupa minn bjór eins og aðrir.
Mér hefur verið gert að mæta til
skýrslutöku á morgun, miðviku-
dag, og þar mun ég halda uppi
þeirri kröfu að ég fái að njóta
sömu réttinda og aðrir. Annað
hvort verða þeir að láta mig hafa
bjórinn eða sekta mig — og ef
það verður ofan á, þá verður lok-
að fyrir bjórinn, því það getur
auðvitað ekki gengið að það leyf-
ist einum sem annar má ekki.“
Kristján Pétursson sagði að
upphaf þessa máls væri það, að
17. apríl á síðasta ári hefði hann
kært lögreglustjórann á Kefla-
víkurflugvelli og forstjóra Frf-
hafnarinnar fyrir ítrekuð brot á
áfengislögum. Sú kæra hefði
verið ítarlega rökstudd, m.a. með
greinargerð Sigurðar Líndals
prófessors, sem hefði komist að
þeirri niðurstöðu að reglugerð
frá 1979, er leyfði sölu á bjór til
ferðamanna við komuna til
landsins, ætti sér ekki stoð í lög-
um. „Seint og um síðir fékk ég
svar við þessari kæru frá ríkis-
saksóknara. Hann sá ekki
ástæðu til aðgerða í ljósi um-
sagna, sem hann hafði fengið frá
fjármálaráðuneytinu og varn-
armáladeild utanríkisráðuneyt-
isins,“ sagði Kristján.
Hann sagðist svo hafa ítrekað
kæru sína 3. júlí síðastliðinn en
þar sem hann hefði ekki fengið
nein viðbrögð hefði hann ákveðið
að láta reyna á það nú hvort
reglugerðin, sem Sighvatur
Björgvinsson fyrrum fjármála-
ráðherra setti, stæðist fyrir lög-
um. Sjálfur sagðist Kristján ein-
dregið vera þeirrar skoðunar, að
svo væri ekki. Hann bætti við að
hann teldi allan innflutning á
bjór, sem væri sterkari en 2'A%,
ólöglegan og gilti það ekki aðeins
um ferðamenn og farmenn, held-
ur einnig varnarliðið á Keflavík-
urflugvelli.
Kristján Pétursson kvaðst
ekki reikna með að bjór yrði tek-
inn af ferðamönnum á Keflavík-
urflugvelli í dag, „ætii við bíðum
ekki eftir viðbrögðum ríkissak-
sóknara áður en lengra verður
haldið," sagði Kristján Péturs-
son.
Fiskmarkaðuriim í Bretlandi:
Verðfall á gámafiski
VERÐ i ísuðum flski í gámum féll
talsvert i fiskmarkaðnum í Bret-
landi f gær. Um morguninn hafði
verið selt úr 6 gimum héðan. Þritt
fyrir að flskurinn úr 5 þeirra færi
allur f fyrsta flokk, varð meðalverðið
aðeins 29,55 krónur. Betra verð
fékkst fyrir físk, sem seldur var
beint úr fiskiskipum.
fyrir samtals 2 milljónir króna,
meðalverð 42,70. Loks seldi Dag-
rún ÍS 168,9 íestir, mest karfa og
ufsa i Cuxhaven á mánudag.
Heildarverð var 5,5 milljónir
króna, meðalverð 33,04.
í gæsluvarðhaldi
grunaður um nauðgun
SAKADÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði á minudaginn 26 ira gamlan mann
í gæsluvarðhald allt til 21. igúst næstkomandi. Hann var handtekinn
snemma i sunnudagsmorguninn eftir að hafa ráðist i unga konu, sem hefur
kært manninn fyrir nauðgun.
Konan, sem er liðlega tvítug,
var á heimleið eftir Suðurlands-
braut í Reykjavík milli kl. 04 og 05
á laugardagsnóttina þegar maður-
inn réðst á hana. Dró hann hana
að húsinu númer 18, reif þar utan
af henni fötin og gerði tilraun til
að koma fram vilja sínum við
hana. Ber þeim ekki saman um
lyktir málsins — stúlkan telur að
honum hafi tekist ætlunarverk
sitt en fyrir það þrætii maðurinn.
Stúlkan komst undan og I leigu-
bíl. Bílstjórinn kallaði í lögreglu
en veitti síðan manninum eftirför
um hverfið og bættist fljótlega í
hópinn gangandi vegfarandi. Á
gamla íþróttavellinum við Sjó-
mannaskólann handtók lögreglan
manninn, sem var svo úrskurðað-
ur í gæsluvarðhald á mánudaginn.
— Maður þessi var undir áhrifum
áfengis. Hann hefur ekki áður
gerst brotlegur við lög, skv. upp-
lýsingum Rannsóknarlögreglu
ríkisins.
Á mánudag var seldur fiskur úr
23 gámum, 239,7 lestir. Heildar-
verð var 9,4 milljónir króna, með-
alverð 39,39. í gærdag höfðu 72,7
lestir verið seldar úr gámum.
Heildarverð var 2,1 milljón króna,
meðalverð 29,55. 1 gær seldi Sól-
berg ÓF 190,8 lestir í Grimsby.
Heildarverð var 7,7 millónir
króna, meðalverð 40,49. Þá seldi
Breki VE 200,7 lestir í Bremerhav-
en, mest karfa og ufsa. Heildar-
verð var 7 milliónir króna, meðal-
verð 35,08. Á mánudag seldi
Klakkur VE 174,3 lestir í
Grimsby. Heildarverð var 6,8
milljónir króna, meðalverð 39,14.
Þá seldi Skipaskagi AK 92,5 lestir.
Heildarverð var 3,6 milljónir
króna, meðalverð39,76. Steinunn
SF seldi einnig i Bretlandi á
mánudag. Hún seldi alls 49,1 lest
A-Barðastrandarsýsla:
Lítil umferð
en hey góð
MMúmii. A-Btr#„ 6. ágút
YFIR helgina hefur verið lítil um-
ferð þritt fyrir allgott veður. Á þess-
um slóðum er lítið um að vera því
enginn dansleikur eða útisamkoma
var í sýslunni.
Heyskapur hefur gengið vel og
er víðast hvar lokið. Grasspretta
var misjöfn en víða þó í meðallagi
en nýting heyja er með albesta
móti.
— Sveinn