Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUPAGUR 7. ÁGÚST 1985
Morgunblaðið/Arni Sæberg
Einn japönsku togaranna kom til Reykjavíkur um helgina til þess að Uka vistir og veiðarfsri.
Japanir fá grænlenska kvótann af grálúðu og karfa
Kaupmannahörn, 6. ágúst, frá NiU Jnrgen Brnun.
JAPÖNSK útgerðarfyrirUeki hafa fengið heimild gr«n-
lensku heimastjórnarinnar til að veiða allan kvóu
Grænlendinga af karfa og grilúðu innan grænlensku
200 mflna markanna. Um er að r«ða 20 þúsund tonnn af
lúðu og 10 þúsund tonn af karfa.
Alls munu 12—15 japanskir togarar, allt að 3.000
tonna skip, stunda veiðarnar, bæði við austur- og
vesturströnd Grænlands. Nokkrir togaranna hafa
þegar hafið veiðarnar. Þessar veiðiheimildir eru
hluti af nýgerðum samningi stjórnvalda í Japan og á
Grænlandi um tækniaðstoð Japana við Grænlend-
inga. Einnig er hugmyndin að Japanir aðstoði Græn-
lendinga við fiskútflutning.
Grænlenska verkalýðshreyfingin hefur harðlega
mótmælt því, að aflinn verði allur unninn um borð í
japönsku togurunum. Piskurinn verður verkaður á
sérstakan hátt til neyslu í Japan.
Þórarinn
Þórarinsson
á Eiðum
látinn
IKIRARINN Þórarinsson fyrrverandi
skólastjóri Alþýðuskólans á Eiðum
lést í Reykjavík síðastliðinn föstudag.
Hann var á 82. aldursári, fæddur 5.
júní 1904.
Þórarinn varð stúdent frá MR
árið 1924, nam guðfræði við Há-
skóla íslands 1924—28, stundaði
framhaldsnám í uppeldisfræði, trú-
arsálfræði og helgisiðafræði við
háskólann í Marburg og síðar við
Pastoralseminarium í Herborn þar
sem hann lagði stund á kenni-
mannlega guðfræði. Hann kynnti
sér æskulýðs- og íþróttastarfsemi I
Berlín 1936 og dvaldi við nám I
Danmörku og á Englandi veturinn
1959—60. Þórarinn hóf kennslu við
Alþýðuskólann á Eiðum 1930 og
gegndi stöðu skólastjóra þar frá
1938 til 1965. Frá 1965-72 var
Greina veiki sem veldur
því að ær láta lömbum
Lambadauði allt að 50 % á einstaka bæjum
STAÐFEST hefur verið að verulegur hluti lambadauða sem varð vart í
sauðburðinum í vor er vegna veikinnar „toxoplasma gondii“. Á hverju vori
verður lambadauði af óupplýstum ástæðum og hefur leikið grunur á að þetta
smit hafi valdið honum að hluta, og hefur það nú verið staðfest með
blóðprófum. í vor varð stórfelldur lambadauði af þessum orsökum, allt að
50% af lömbunum á einstaka bæjum. Talið er að veikin sé um allt land, en
veldur misjafnlega miklu tjóni. Hún gengur yfir á einu ári og þurfa menn
ekki að óttast hana eftir það. Sníkjudýrið sem veldur veikinni lifir einkum í
köttum.
Niöurstöður blóöprófa
staðfestu veikina
„Við höfum haft grun um að
þetta smitefni væri ástæða hluta
þess óupplýsta lambadauða sem
orðið hefur á undanförnum árum.
Þetta hefur verið grunur okkar og
var ekki staðfestur fyrr en I sumar
þegar niðurstöður fengust úr
blóðprófun sýna sem tekin voru
viða um land í vor. Niðurstöður
blóðprófanna benda eindregið til
að það sé „toxoplasma gondii" sem
eigi sök á verulegum lambadauða á
nokkrum þeirra bæja þar sem hans
hefur orðið vart,“ sagði Sigurður
Sigurðarson dýralæknir I Tilrauna-
stöð háskólans í meinafræði á
Keldum þegar hann var spurður
um þetta mál.
Sigurður sagði að um væri að
ræða sníkjudýr sem skylt væri
hnýslum og lifði það í köttum og
fleiri dýrum af kattaætt. Gæti
smitið borist með fleiri dýrum, svo
sem músum, en næði ekki þroska
og að fjölga sér nema f köttum.
Bærist smitið út f umhverfið með
kattarsaurnum. Hann sagði að það
settist í fósturhimnur lambánna og
ylli þar bólgum og skemmdum.
Þegar smitið bærist yfir hjörð sem
ekki hefði náð að mynda mótefni,
sérstaklega ef það gerðist fyrir og á
fengitímanum og á meðgöngutím-
anum, gæti orðið stórfellt lamba-
lát, eins og dæmi væru um á þessu
ári.
Sigurður sagði að algengt væri
að annað lamb ánna fæddist dautt,
eða dæi snemma á meðgöngutím-
anum. Hann sagði að fimmtungur
þeirra blóðsýna sem tekinn var til
rannsóknar vegna lambaláts í vor
hefði reynst jákvæður, það er með
þessu smiti, og benti það til að
smitið væri útbreitt um allt landið.
Sigurður sagði að veikin gengi yfir
á einu ári því ærnar mynduðu mót-
efni og eftir það væri ekkert að
óttast.
Rétt að halda katta-
fjölda í skefjum
En hvað geta bændur gert til að
forðast þetta? Sagði Sigurður að
menn vissu ekki nógu mikið um
þennan sjúkdóm, hvorki hvernig
hann hagaði sér, hvernig hægt
væri að fyrirbyggja hann, né hvað
helst bæri að gera. Fara yrði var-
lega þegar vart yrði við lambalát
og reyna að ná fóstrunum og
fósturhimnunum og senda til rann-
sóknar, og síðan að reyna að fá það
staðfest með blóðsýnum hvað um
væri að ræða. Þá væri rétt að taka
frá þær kindur sem láta lömbum og
reyna að komast hjá að hafa þær
með öðru fé og eins þyrfti að ganga
þrifalega um þetta því lambalát
gæti hugsanlega verið varasamt
fyrir þann sem hirti skepnurnar.
Þá væri og rétt að halda katta-
fjölda í skefjum og komast hjá því
að vera með þá I gripahúsum, ekki
síst á viðkvæmasta tímanum. Það
væru þó einkum ungir kettir og
aðkomukettir sem þyrfti að varast
i fjárhúsunum.
Aðgerðir grænfriðunga gegn Frionor á Bandaríkjamarkaði:
Fyrirtækið tapaði 1 milljón
dollara á þremur vikum
Fulltrúi grænfriðunga hittir Haildór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra, í dag
FULLTRÚI náttúruverndarsam-
takana Greenpeace gengur á fund
Halldórs Ásgrímssonar, sjávarút-
vegsráðherra, í dag og gerir grein
fyrir sjónarmiðum grænfriðunga til
fyrirhugaðra hvaiveiða íslendinga í
þágu vísinda. Hann hefur einnig
óskað eftir að fá fund með Utan-
ríkismálanefnd, en ekki hefur ver-
ið ákveðinn fundur með nefndinni.
„Við höfum ekki ennþá uppi
neinar áætlanir um að trufla
hvalveiðar, þó við kunnum að
gera það. Við erum hingað
komnir til þess að ræða við ís-
lensk stjórnvöld og fá þau til að
hætta við þessar veiðar, sem eru
ekkert annað en dulbúnar hval-
veiðar i atvinnuskyni," sagði
Michael Nielsen, forsvarsmaður
grænfriðunga í hvalveiðimálum,
í samtali við Morgunblaðið.
Hann kom hingað til lands um
helgina til að undirbúa komu
skips grænfriðunga, Síríusar, til
< \ V
í)! W -
• \ \
Grænfriðungar reyna að trufla hvalveiðar lslendinga árið 1978 er þeir
voru hér á miðunum. íslenska skipið er Hvalur 9, en f baksýn má sjá skip
grænfriöunga, Rainbow Warrior.
landsins. Vegna slæms veðurs á fyrirhugað var að skipið kæmi
hafinu seinkar komu Sírfusar til til Reykjavíkur á fimmtudag.
föstudags eða laugardags, en Nielsen vildi ekki tjá sig um
hugsanlegar aðgerðir grænfrið-
unga, ýrðu viðræðurnar við
stjórnvöld árangurslausar. Sagði
þó að hann vissi til þess að ýmis
náttúruverndarsamtök hyggðu á
aðgerðir á fiskmarkaði Fslend-
inga í Bandaríkjunum, breyttu
islensk stjómvöld ekki um af-
stöðu. Einnig væru Flugleiðir
inní myndinni hvað slíkar að-
gerðir snerti. Hann sagði þetta
alvarlegt íhugunarefni fyrir Is-
lendinga og benti á að grænfrið-
ungar hefðu árið 1983 staðið
fyrir aðgerðum á Bandaríkja-
markaði gegn norska fiskút-
flutningsfyrirtækinu Frionor. Á
þremur vikum hefðu aðgerðirnar
borið þann árangur að Frionor
hafði tapað einni milljón dollara
og það séð sig tilneytt að hætta
útflutningi á hvalkjöti. Það
myndi það gera næsta ár, en
helmingur útflutnings Norð-
manna á hvalkjöti er á vegum
þessa fyrirtækis.
hann stundakennari við Kvenna-
skólann í Reykjavík.
Þórarinn var lengi kirkjuþings-
og kirkjuráðsmaður og um hríð í
stjórn Prestafélags Austurlands.
Hann var formaður Menningar-
samtaka Héraðsbúa til 1964, og
ennfremur Skálholtsskólafélagsins
frá stofnun þess 1969 til 1983. Eftir
Þórarin liggja ritgerðir um skóla-
mál og fleira, og hann ritaði
skýrslu um Alþýðuskólann á Eið-
um frá 1938—54, og á Akureyri og
Seyðisfirði frá 1939—53. Þá dró
hann upp og samdi spil til kennslu
í íslandssögu, Söguspilið og Islend-
ingaspilin.
Þórarinn var tvíkvæntur. Fyrri
kona hans var Helga Guðríður
Björgvinsdóttir, en hún lést 1937.
Þau áttu ekki barn saman. Eftirlif-
andi konu sinni, Sigrúnu Ingi-
björgu Sigurþórsdóttur, kvæntist
Þórarinn árið 1940 og eignuðust
þau sjö böm og tóku eina stúlku I
fóstur.
Œav Kielland
hljómsveitar-
stjóri látinn
LÁTINN er í Noregi Olav Kielland
hljómsveitarstjóri og tónskáld tæpra
84 ára að aldri. Kielland var fyrsti
fastráðni stjórnandi Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands og listrænn leiðbein-
andi hennar.
Olav Kielland fæddist í Þránd-
heimi 16. ágúst 1901. Hann hóf
nám í Tækniháskólanum í Þránd-
heimi og stefndi að því að verða
arkitekt. Hann hvarf þó brátt frá
þvf námi og ákvað að helga sig
tónlistinni. Hélt hann til Leipzig og
nam þar við Tónlistarháskólann.
Síðar naut hann um skeið hand-
leiðslu hins fræga hljómsveitar-
stjóra Felix Weingartners í Basel.
Að námi loknu hóf hann störf sem
stjórnandi sinfóníuhljómsveitar-
innar í Þrándheimi árið 1923.
Seinna stjórnaði hann meðal ann-
ars Filharmóníuhljómsveit Oslóar
frá 1931 til 1945. Hann kom einnig
fram sem hljómsveitarstjóri í
mörgum stórborgum, t.d. London,
París, New York og Berlín við góð-
an orðstír. Þá var hann hljómsveit-
arstjóri við Stora Theatern í
Gautaborg um skeið.
Árið 1951 var Kielland ráðinn
fyrsti stjórnandi hinnar nýstofn-
uðu Sinfóníuhljómsveitar Islands
og jafnframt listrænn leiðbeinandi
hennar. Gegndi hann þessum störf-
um um nokkurra ára skeið, en kom
einnig hingað til lands oftar en
einu sinni eftir það og stjórnaði þá
hljómsveitinni sem gestur.
Olav Kielland var einnig af-
kastamikið tónskáld og virtur sem
slíkur. Meðal verka hans má nefna
„Konserto grosso Norwegese“, sem
hann tileinkaði Ragnari í Smára.