Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985
19
Torg Hins himneska friðar og inngangar í Forboðnu borgina.
Þessi sérkennilegu farartæki sjást víða á götum Kína.
16 grafhýsi hafa fundist á þessu
svæði. Ekki mun þó vera ráðgert
að opna fleiri að sinni.
Kínversk um-
ferðarmenning
Á þessari ökuferð okkar vakti
umferðarmenning Kínverja mikla
athygli okkar. Helsta farartæki
Kínverja er reiðhjólið og er fjöldi
þeirra á götum kínverskra borga
ótrúlegur. Sums staðar eru sér-
stakar götur fyrir reiðhjólin undir
þeim götum sem ætlaðar eru bíl-
um og á einum stað sáum við heil-
mikið hringtorg eingöngu ætlað
reiðhjóium. En það er ekki aðeins
fjöldinn sem vekur athygli, heldur
líka fjölbreytileikinn. Reiðhjól eru
notuð sem flutningatæki, bæði
fyrir vörur og fólk. Bögglaberinn
er orðinn að palli eða skúffu og tvö
afturhjól tryggja jafnvægið. Sum
hjólin eru með hliðarvagni fyrir
börn, oft yfirbyggðum. Það er
ótrúleg sjón að sjá fólk hjóla með
ísskápa og jafnvel heilt píanó á
„bögglaberanum", en þá sjón bar
oft fyrir augu. Sumir gátu líka
flutt allt að sex farþega á pallhýsi
og sást þá oft kunnuglegt „Taxi“-
merki á þakinu. öllu þessu reið-
hjólageri fylgir mikill hávaði í
reiðhjólabjöllum, en þær eru
óspart notaðar þegar fólk þarf að
komast leiðar sinnar. Kínverskir
ökumenn hafa það líka fyrir sið að
flauta í tíma og ótfma. Þó hafa
Kínverjar gert sérstakt átak til að
draga úr þessum hávaða og vfða
sáust sérstök umferðarmerki sem
gáfu skýrt til kynna aö bannað
væri að gefa hljóðmerki og að
sögn þeirra sem komu til Kína
fyrir nokkrum árum hefur þetta
stórlega skánað, þótt fæstir veg-
farendur virtust kippa sér hið
minnsta upp við það þótt flautað
væri ótæpilega fyrir aftan þá.
Neöanjaröarbyrgin
Daginn eftir var farið með
okkur á fjölfarna verslunargötu í
nágrenni við Torg hins himneska
friðar. Undir þessari götu er mikið
neðanjarðarbyrgi og er net slíkra
byrgja undir öllum helstu borgum
Kína, sem upprunalega var gert til
þess að verjast kjarnorkustríði.
Kinverjar hafa smám saman tekið
þessi byrgi i notkun undir margs-
konar starfsemi og fengum við að
kynnast því. Við vorum leidd inn í
vefnaðarvöruverslun fyrir enda
götunnar og inn að afgreiðslu-
borðinu, þar sem leiðsögumaður-
inn studdi á rofa og gólfið að baki
búðarborðinu opnaðist. í ljós kom
stigi sem liggur niður i neðanjarð-
arbyrgið. Eftir að hafa farið í
gegnum mikla ranghala komum
við í móttökuherbergi þar sem
okkur var kynnt hin fjölbreytilega
starfsemi sem þar fer fram. Þar
má nefna sem dæmi að heilsu-
gæslustöð er starfrækt þar, i
kjallara lyfjaverslunar sem stend-
ur við verslunargötuna. Mikið af
svefnskálum er notað sem vöru-
geymslur fyrir verslanirnar ofan-
jarðar og þarna er lika að finna
neðanjarðarhótel sem býður Kín-
verjum gistingu með morgunverði
fyrir aðeins 30 krónur. Slík kosta-
kjör bjóðast að vísu aðeins Kín-
verjum og til samanburðar má
geta þess að herbergi á hótelinu
sem við gistum á kostar um 2.500
krónur fyrir nóttina, en það eru
góð mánaðarlaun i Kina.
Heimsókn til kínverska
æskulýössambandsins
Að lokinni heimsókninni í neð-
anjarðarbyrgið heimsóttum við
höfuðstöðvar Æskulýðssambands
Kína (All China Youth Federat-
ion). Þar tók á móti okkur frú Liu
Yandong, sem er formaður æsku-
lýðssambandsins og aðalritari
æskulýðshreyfingar kinverska
kommúnistaflokksins. Hún og
samstarfsmenn -hennar kynntu
okkur starf og uppbyggingu kín-
verska æskulýðssambandsins.
Kinverska æskulýðssambandið
samanstendur af nokkrum æsku-
lýðssamtökum. Auk Æskulýðs-
fylkingar kommúnistaflokksins er
þar að finna stúdentasamtök
ásamt KFUM og KFUK. Þá eru í
sambandinu 39 svokallaðar hér-
aðsnefndir og innan þeirra starfa
margs konar samtök, svo sem
samtök ungra bænda, verka-
manna og jafnvel verslunar-
manna.
Æskulýðssambandið var stofn-
að 1949 og hefur innan sinna vé-
— I
banda um 50 milljónir ungmenna.
Helstu markmið sambandsins um
þessar mundir greinast i fjóra
flokka. Fyrst ber að telja aukna
þátttöku ungs fólks i efnahags-
uppbyggingunni. Það kom okkur á
óvart að heyra forystumenn úr
Æskulýðsfylkingu kinverska
kommúnistaflokksins segja
frægðarsögu af ungum bónda sem
stundaði hérarækt með stórgóðum
árangri og græddi á því þúsundir
yuana. En Kínverjar hafa sett það
sem sitt höfuðmarkmið i efna-
hagsmálum að bæta lifskjör al-
mennings og hafa nú innleitt hluti
eins og bónuskerfi sem miðast við
afköst i stað starfsaldurs og nú er
lögð meiri áhersla á framleiðslu á
neysluvörum fyrir almenning en
þungaiðnað eða hernaðaruppbygg-
ingu. Kínverska æskulýðssam-
bandið er notað til þess að boða
þessa stefnu fyrir ungu fólki og
það gefur út mikið af áróðursrit-
um í þeim tilgangi. Sömuleiðis
hvetur sambandið ungt fólk til að
fylgja stefnu ríkisstjórnarinnar í
fjölskyldumálum og menningar-
málum og hefur unnið að ýmsum
verkefnum á þvi sviði. Þar má
nefna til gamans að eitt verkefni
gengur út á það að kenna ungu
fólki siðavendni og kurteisi og að
ávarpa fólk kurteislega og eru
fólki kennd tíu orðtök svo sem
gjörðu svo vel, komdu sæll og þökk
fyrir.
En umfram allt eiga ungir
Kínverjar að elska kommúnista-
flokkinn, föðurlandið og sósíal-
isma (i þessari röð). Þessi fundur
var um margt fróðlegur þótt ekki
treystum við okkur til að taka
undir margt af þvi sem kinverskir
kollegar okkar sögðu um hlutverk
æskulýðssamtaka og fleira i þeim
dúr. Að fundinum loknum var
okkur boðið til hádegisverðar, þar
sem skipst var á skoöunum i létt-
um dúr.
Höfundur er formaður /Esku-
lýðssambands íslands og i sæti í
stjórn Heimdallar.
Fjórðu Skálholts-
tónleikarnir
Tónlist
Jón Ásgeirsson
Finnski semballeikarin Elina
Mustonen stóð fyrir tvennum
hátiðartónleikum í Skálholti um
síðustu helgi og flutti verk eftir
Bach, Hðndel og Scarlatti. Elina
hóf sembalnám átta ára gömul
og er því frá upphafi menntuð
sem semballeikari en ekki eins
og flestir sem hefja nám á píanó
en snúa sér síðar að sembalnum.
Tónleikarnir hófust á þriðju
svítunni, í d-moll, eftir Hándel.
Kaflaskipan verksins er ekki
samkvæmt þeirri skipan sem
venjulega átti sér stað í svitunni,
t.d. er annar kaflinn fúga og
fimmti aría með fimm tilbrigð-
um og siðasti kaflinn, sem
nefndur er Presto, er til í ýmsum
öðrum gerðum verka Hándels.
Nokkur órói var í flutningi
verksins þó margt væri þar fal-
lega gert, t.d. i arfunni og til-
brigðunum og sfðasta kaflanum.
Næst á dagskrá voru tvær sam-
stæðar sónötur eftir Scarlatti,
nr. 308 og 309. Svo virðist sem
Scarlatti hafi hugsað sér tvær og
tvær sónötur samstæðar því
þeim er oft frá hans hendi raðað
eftir tóntegundum, þannig að
saman standa tvær sónötur f
sömu tóntegund. Um þetta hefur
verið deilt og hafa nokkrir útgef-
endur og sérfræðingar í Scarl-
atti afneitað þessari para-hug-
mynd. Hvað sem þessu lfður áttu
báðar C-dúr-sónöturnar vel sam-
an og voru þær glitrandi fallegar
í flutningi Elina Mustonen.
Þriðja verkið var svo önnur svít-
an eftir Hándel, samin 1720, og
eru kaflaskipti verksins meira í
ætt við sónötu, enda oft kallað
því nafni í ýmsum útgáfum.
Verkið hefst á hægum skraut-
þætti (Adagio) og þá tekur við
hraður þáttur í tvenndarformi
og eftir hægan þriðja þátt endar
verkið á fúgu. Hándel var ekki
ávallt nákvæmur með formskip-
an verka sinna og átti til að slá
úr og í, svona eftir því sem hon-
um þótti henta hverju sinni.
Þessi sónata var mjög vei leikin.
Fyrri tónleikunum lauk svo
með fyrsta þættinum í Tóna-
fórninni eftir Bach. Þetta er
þriggja radda Ricercare, nafnið
er ítalskt, en i raun er verkið
hrein fúga að gerð. 1 tónskipan
er þetta mjög glæsilega unnið
verk og það hvernig Elina Must-
onen skilað þessu erfiða verki,
segir nokkuð til um ágæti henn-
ar sem semballeikara.
Elina Mustonen
- O -
Efnisskipan seinni tónleik-
anna var eins og á þeim fyrri,
fyrst svíta eftir Hándel, þá „són-
ötupar" eftir Scarlatti og enn ein
svíta eftir Hándel og að lokum
toccata eftir Bach. Fyrsta verkið
var sjöunda svítan í g-moll, sem
fræg er fyrir síðasta kaflann,
oftlega nefndur Passacaille en er
að formi til chaconne. Passa-
kaglía er tilbrigðaverk, sem unn-
ið skal yfir sama bassastefið en
chaconne er unnið yfir sömu
hljómraðir, eins og gert er t.d. í
jazzverkum. Munur þessara
verka liggur fyrst og fremst í því
að passakaglían er oftast sam-
fléttun radda en sjakonnan er
hljómræn -í gerð svo sem ein-
kennir áðurnefnda „passakagl-
íu“. Fyrri hluti verksins er mjög
fallegur og í raun mjög gott verk
og kemur passakaglían því eins
skollinn úr sauðarleggnum, sem,
þrátt fyrir miklar vinsældir og
frægð, er frekar ódýrt unnið
verk af hálfu Hándels. Eftir eitt
sónötupar i A-dúr var síðasta
svítan eftir Hándel, sú áttunda
og í raun sú eina af þeim sem
leiknar voru að þessu sinni, sem
er ekta danssvíta að formi til, þó
með smá fúguinnskoti á milli
prelúdíunnar og allemande-kafl-
ans. Í þessu verki og því síðasta,
sem var Toccata í e-moll, eftir
Bach, sýndi Elina Mustonen að
hún er frábær semballeikari og
þrátt fyrir stuttan starfstíma
(rúmlega tvítug), hefur hún náð
að festa sér ýmisleg gott er fell-
ur vel að geislandi fjörugum en
samt yfirveguðum leik hennar.
Af skylmingaþrælnum Spartacus
Myndbönd
Sæbjörn Valdimarsson
Spartacus ★ ★ Vi
Leikstjóri: Stanley Kubrick. Fram-
leiðandi Edward Lewis/Kirk
Douglas, Bryna Production. Hand-
rit Dalton Trumbo. Tónlist Alex
North. Aðalhlutverk. Kirk Dougl-
as, Laurence Olivier, Charles
Laughton, Peter Ustinov, Jean
Simmons, Tony Curtis, John Gav-
in, John Ireland. Bandari.sk gerð
1961 af Universal. Sýningartími
u.þ.b. 180 mfn.
Þó svo að Spartacus sé ólikt
risminni á skjánum en á tjaldinu
í Laugarásbíói fyrir tuttugu ár-
um, þá er hún engu að sfður hinn
vænsti kostur á kvikmyndaleig-
unum.
Þessi þriggja tima langa
stórmynd, sem byggð er á frægri
skáldsögu Howard Fast, segir af
skylmingaþrælnum Spartacusi
(Kirk Douglas), uppreisn hans
gegn húsbændum sfnum og fjög-
urra ára tímabili átaka sem
fylgdi i kjölfar hennar á milli
hers Spartacusar og Rómverja.
Spartacus var geysilega yfir-
lætisleg framleiðsla á sinum
tíma og heldur sér enn dável.
Douglas var ekki aðeins aðalleik-
ari heldur ennfremur framleið-
andi og hefur bersýnilega lagt
allan sinn metnað í að myndin
yrði sem best úr garði gerð.
Enda státar hún af þáttum sem
tímans tönn er ekki Ifkleg til að
vinn á svo glatt, en það er hið
hnitmiðaða og safarfka handrit
Trumbos, kraftmikil túlkun
þeirra Douglas, Oliviers og Lau-
htons og Ustinov er einkar und-
irförull og lævis. Þá eru fjölmörg
atriði myndarinnar stórbrotin
og mikilfengleg, einkum bar-
daga- og æfingasenur, likt og
Kubrick er von og vísa.
Kirk Douglas f sínu frægasta hlut-
verki — Spartacus.
Spartacus varð aldrei rafmögn-
uð stórmynd á borð við t.d. Ben
Hur, en þessi vandvirknislega
bardagamynd um átök þess
smáðasta i þjóðfélaginu gegn
kúgurum sinum er og verður til-
komumikil og oft hrifandi
skrautsýning.