Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985
23
af bregður - bréf til Skafta
Þegar út
— eftir Björn Sig-
urðsson
Bréfið er stílað í júlímánuði á
lokadegi. Súld yfir SV-horninu, en
fráleitt að kalla að’ann sé lagstur
að. Bændur f Þykkvabænum langt
komnir með að henda kartöflun-
um frá því í fyrra — enda nýjar að
koma upp úr moldinni. Sjávarút-
vegsráðuneytið hefir rekið trillu-
karla í land og lætur þá bíða vetr-
arveðra. Það er verið að drepa síð-
ustu hvalina og nú eru þeir mæld-
ir, sem séu vísindin að verki.
Verndarar friðarins fá nautakjöt-
ið sitt. Leifarnar í svinin á Vatns-
leysuströnd og við étum svínin.
Toilgæslan herðir eftirlit með er-
lendum kjúklingum í farangri
ferðamanna. Gin- og klaufaveikin
nær ekki til hænsnfugla og þvi
verður að beita sektum. Það verð-
ur huggun í harmi að þegar pestir
koma frá útlandinu verða þær frá
ábyrgum og viðurkenndum aðila.
Tiðindamenn fjölmiðla vekja
margar áhyggjurnar af fundi
þessara tveggja fyrirliða Róma-
velda okkar tíma og gera á þeim
likamlegan samanburð. Verð á
verksmiðjuáburði hækkaði um
40% i vor en Páll veðurfræðingur
lækkaði hann á einu bretti um
33,33%. Þessa vöru mátti spara
með því að nota minna af henni
enda klaki í jörðu minni um ára-
mót en á kuldaskeiðinu. Islend-
ingar virðast drekka svipað magn
af víninu og áður en skýrslurnar
fara framhjá heimaframleiðslu
fólks, Vallarvini, skipavíni og
hanastélum sendiráða — svo sem
ekki ástæða til þess að hækka á
okkur meðaltalið — nóg er nú
samt.
Hefur þú tekið eftir því, Skafti,
hvað vínið fer misvel oní fólk?
Nokkrir lifa, L.S.G. enn í landinu,
sem drekka af stút og verða sannir
íslendingar án þess að skammast
sín fyrir það. Syngja af innlifum
um eyðisand og hið skjálfandi litla
gras. Aðrir, og þeim fer fjölgandi,
raða sér við barinn í vertshúsun-
um og bíða afgreiðslu á blöndu-
sullinu. Sauðkindin treður sér á
garðann og bíður gjafarinnar.
Gættu þess, Skafti, ef þú ættir eft-
ir að verða fjárhirðir, að hafa
stóru hyrndu hrútana í spili því
fyrirferðamikil og geðill skepna
amar þeirri máttarminni. Fjár-
hirðir ber vissa ábyrgð á hjörð
sinni. Reglur eru til um flutning
sauðfjár en gleymst hefir að taka
til hvernig óróleg kind eða sem aö-
stæðna vegna þarf að flytja í
sauðbandi skuli meðhöndluð. Þú
veist það, Skafti, að þeim sem
semja lög og reglugerðir eru sffellt
á sléttum sjó í lífinu. En varðandi
þennan flutning þá er annar aft-
urfóturinn settur á milli framfóta
og vafið um með ól, annars snæri.
Stóru hrútarnir eru slæmir með
að berja hausnum í gólf flutn-
ingatækisins og því þarf að halda
þeim niðri. Óhöppin geta hent og
sérstaklega ef hrúturinn er mjög
öflugur og finnst sér misboðið.
Ástæða er til fyllstu passasemi ef
skepnan er fönguleg og af metfé
komin.
Vel á minnst — sá það í blöðum
að þér hafa verið dæmdar bætur
vegna flutningsmistaka. Það réð-
ist á fjölmennum fundi i Lögreglu-
félagi Reykjavíkur á dögunum og
allir lögreglumennirnir ætla að
bæta þér tjónið. Hitt er enginn
myndarskapur að einn maður sé
að þessu. Lögreglumannsstarfið er
hvort eð er ekki einkaframtak. Ef
til vill kemst annar aðilinn i
Heimsmetabókina — eða báðir,
þvi varla eru dæmi til þess að ein-
staklingur hafi tekið fémútur á
sjálfum sér úr hendi svo margra.
Sviðsljósið verður oftast þreyt-
andi og of bjart, Skafti, hefi ég
eftir kunnugum. í það kemst fólk
fyrir unnin afrek en oftar vegna
þess að útaf hefur brugðið með at-
hafnir. Naumast þú áttir erindið i
Kjallarann. Hvílík útganga!
Strákarnir ýttu að mér NT í gær.
Þar voru auglýstar heyvinnuvélar
i endaöan túnslátt og mátti kom-
ast að bærilegum kjörum. Greinin
þín — með mynd — er þó minn-
isstæðust. Þú klikkir út með þvi að
taka þér orð Skugga-Sveins i
munn, þegar hann á öngvan óvin
svo slæman að óski honum ævi
sinnar.
Sviðsljósið er sjálfsagt of heitt
og of bjart, þegar til lengdar læt-
ur. Hiti leiksins kólnar þó að
leiknum haldi áfram. Ef við erum
þátttakendur er það oftast okkar
sök að hafa stigið fyrstu sporin og
eigum það við sjálfa okkur ef
þreytu gætir er á líður. Hitt er
verra — og miklu verra — að
draga aðra til ábyrgðar en verst
að gera það með ásökunum er
jafngilda rógi. Útvarpsþáttur
Ragnheiðar dagskrárgerðarmanns
„Verið getur að langt
þras í kerfinu og Pyrrh-
osarsigur svo löngu eftir
kært tilvik sé farið að
framkalla óvini í hverju
horni herbergis þíns. Þá
er illa farið.“
var með öllu laus við ásakanir I
þinn garð og þinna. Ert þú ekki að
gera blaðagrein sömu konu að út-
varpsþætti?
Verið getur að langt þras I kerf-
inu og Pyrrhosarsigur svo löngu
eftir kært tilvik sé farið að fram-
kalla óvini í hverju horni herberg-
is þíns. Þá er il'.a farið. „Mundu
það vesæll maður, meðan þú lifir,
að kona hefur barið þig.“ Orð Auð-
ar Vésteinsdóttur. Ekki er annars
getið en Eyjólfur grái hafi sjálfur
þagað yfir veittum blóðnösum. Oft
hæfir þögnin best.
Það á við í sendibréfi að segja
sögu. Gamall maður sagði höf-
undi, er þá var nýkominn i svart
með gullhnöppum: „Ég var á fylli- >
ríi og tveir lögregluþjónar gripu
mig. Það var gaman að prófa hvað
þeir gætu. Þetta endaði svo með
því að þeir settu mig í kjallarann.
Og þetta eru nú öll bíóin min,
Björn minn.“ Maöurinn var með
saknaðarsvip eins og sá sem rifjar
upp kynni af konum en kemst aö
því á efri árum að hann hefur
komið óvíða.
Velvilji minn segir að mál, sem
orðið er að prófmáli og snertir þig
einan en lögreglumenn alla, endi
með skynsamlegu viti og friður
færist yfir. Skammdegismál á há-
sumri eru leiðigjörn en þeim þarf
að ljúka þrátt fyrir það.
Skafti — Lögreglufélag Reykja-
víkur verður fimmtugt 16. des-
ember nk. „Það eru fleiri en við
sem höldum veislu i kvöld lagsi.“
Þetta er einnig fæðingardagur
Framsóknarflokksins. Um leið og
minnt er á afmæli er ekki úr vegi
að óska sér gjafar. Hér er hún sú
að þá og helst löngu fyrr höfum
við lögreglumenn á íslandi gert
upp við þig að fullu. ítem, goldið
keisaranum það sem keisarans er.
Með kveðju,
Björn Sigurðsson.
HEIMA
VARNAR
LIÐIÐ
! S/ippfélagið iReykjavik hf
MálningarverksmiÖjan Dugguvogi
Sími 84255
HEMPELS
- þakmalning, serhæfð á þakjárn
HEMPELS þakmálning er sérhæfö á bárujárn
og hefur frábæra viðloðun og veðurþol.
Forskriftin að HEMPELS þakmálningu hefur
þróast í tímans rás á söltum sæ, þ.e. á
íslenskum hafskipum þar sem álagið nær
hámarki.
DYNASYLAN BSM 40 vatnsfæla og
VITRETEX plastmálning
- koma í veg fyrir steypuskemmdir eða
lagfæra þær með réttrl meðhöndlun
Tvær yfirferðir með DYNASYLAN BSM 40 og
síðan tvær yfirferðir með VITRETEX
plastmálningu tryggir margra ára endingu.
CUPRINOL
- aIvörufúavarnarefnlð sem fegrar og
fyrirbyggir
CUPRINOL fúavarnarefnið greinist í 4
aðalflokka:
1. Grunnfúavarnarefni án yfirborðsfilmu.
2. Hálfgagnsætt litað fúavarnarefni í fjölda
viðarlita.
3. Þekjandi lituð fúavörn í 7 litum.
4. Grænt fúavarnarefni í vermireiti og á
gróðurhús.