Morgunblaðið - 07.08.1985, Síða 28

Morgunblaðið - 07.08.1985, Síða 28
28 MORlítJNBLAÐÍD, MlDVHajDAfítm T. ÁGÚ8T1985 Flytja frumsamda dansa á norrænni listahátíð æskunnar í Stokkhólmi Spjallað við unga danshöfunda úr íslenska dansflokknum og Kramhúsinu Morgunblaðið/Júlíus „Samvinnan er þroskandi,“ sðgðu þær Auður, Halla Margrét og Lára, en þer sömdu dansana sem hópurinn fer með utan til sýninga í Moderna Museet í Stokkhólmi. Morgunblaðið/Valdls Öskarsdóttir Hópurinn sem fer. F.v. Auður Bjarnadóttir, Lára Stefánsdóttir, Halla Mar- grét Árnadóttir, Ásdís Paulsdóttir, Krístín Hall, Einar Sveinn Þórðarson, Sigrún Guðmundsdóttir og innfelldur f tunnu, Ellert Ingimundarson. „Hringformið er ráðandi og hópur er líka eins konar hríngur sem hægt er að vera öruggur innan.“ „Þetta verður ein allsherjar norræn listahátíð fyrir ungt fólk og við hlökkum mikið til fararinn- ar,“ sögðu þær Auður Bjarnadótt- ir, Halia Margrét Árnadóttir og Lára Stefánsdóttir í stuttu spjalli við blaðamann á dögunum. En þær eru, ásamt fleiri ungum ís- lenskum dönsurum og reyndar ungu fólki úr ýmsum listgreinum, á förum til Stokkhólms til þess að taka þátt í Ung Nordisk Kultur- festival, listahátíð ungs fóiks frá öllum Norðurlöndunum, sem þar fer fram dagana 16. til 23. ágúst nk. „Það var beðið um að einn til tveir ungir danshöfundar kæmu frá hverju landi og hér var haft samband við Þjóðleikhúsið og Kramhúsið," sögðu þær Auður, Halla Margrét og Lára, sem allar eru að góðu kunnar fyrir dans- mennt þó að Auður sé sennilega sú þeirra sem komið hefur víðast við á dansferiinum þótt ung sé að ár- um. „Það varð úr að frá Þjóðleikhús- inu færu fimm dansarar úr Is- lenska dansflokknum og einn leik- ari og frá Kramhúsinu fara Haila Margrét og einn annar dansari. Við erum með tvö mjög ólik verk sem við höfum samið. Allur hóp- urinn tekur þátt í báðum verkefn- unum og það eru áætlaðar tvær sýningar i Nútímalistasafninu, Moderna Museet i Stokkhólmi meðan á iistahátíðinni stendur." Fyrra verkið er eftir fulltrúa ís- ienska dansflokksins, þær Auði og Láru, samið i hópvinnu við hina í flokknum og heitir „Hvers-dags- dans“. „Þetta er dans sem á frekar að skynja en skilja," sögðu Auður og Lára. „Okkur langaði að sýna í iéttum dúr hvernig hversdagsleiki dansins hefur áhrif á hversdags- ieika manns sem stendur fyrir utan þennan heim, lífið i dans- stúdiói séð með augum einhvers utanaðkomandi sem fyrir vikið vaknar til meiri vitundar um eigin likama.“ Dans Höllu Margrétar heitir „íris“ og fjallar um samnefnda þjóð. „Þetta er þjóð, sem er ekki af okkar heimi," sagði Halla Mar- grét. „í dansinum eru átta verur sem hver fyrir sig kynna eitt ákveðið hugtak fyrir hinum; sorg, grimmd, móður, lífskraft, systur, slægð, hinn stóra og hinn litla. Fólkið í dansinum þekkir ekkert annað en þetta sem upp er talið og i kringum það spinnast svo alls konar vangaveltur. Hringformið er mjög sterkt í þessu verki, enda helst orkan best innan þess og fólkinu í „íris“ finnst einmitt best að vera innan hópsins, eða hrings- ins, eitt er það veikt,“ sagði Halla. Tónlistin við „íris“ er samin af Gunnari Grímssyni og þeim Þór Eldon og Jóhamri, sem báðir eru í Medúsu-hópnum. Búninga og leik- mynd gerir Sjón. I „Hvers-dags- dansi“ ræður Bach ríkjum í ýms- um útsetningum. Um ljósabúnað- inn sér Ágúst Pétursson og fer hann með hópnum utan. „Þetta hefur verið ofsalega skemmtileg en líka erfið vinna,“ sagði Auður „Bæði er samvinnan þroskandi og svo höfum við þurft að gera svo margt sjálf, sem við erum ekki vön að gera. Við höfum lært margt af þvi að snúast i öllu sjálf. Þetta er okkar hlutur og við erum öll í sama pokanum. Við ætlum að nota tækifærið fyrst við erum búin að koma þess- ari sýningu upp fyrir utanferðina og frumsýna hana hérna heima áður en við förum, í tengslum við námskeið í kóreógrafíu, danssmíð, sem er að hefjast í Reykjavík. Frumsýningin verður 9. ágúst í íþróttahúsi Jóns Þorsteinssonar og svo verða e.t.v. nokkrar sýn- ingar til viðbótar þangað til við förum út. Þó að húsnæðið sé varla hefðbundið balietthús þá verðum við að nýta þá möguleika sem fyrir hendi eru i stað þess að biða alltaf eftir að fá það stærsta og besta upp í hendurnar," sagði Auður. „Þar með er nú samt ekki sagt að við séum ekki stórhuga," bætti Halla við. Það tóku hinar undir og við svo búið sveif þetta óopinbera íslenska landslið í dansi út úr dyrunum. LTTIRIJ HAMRABORG 3, SÍMI. 42011, KÓPAVOGI Dominova húsgögn Með ótal mögu- leikum má byggja upp að eigin vild Smíöuð úr massívri furu með hvítlökkuðum hlið- um og baki. Þessi hús- gögn eru jafnvönduð og þau eru glæsileg. Verðið ótrúlega hagstætt. Hér á vel við að segja: „Lengi býr að fyrstu gerð“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.