Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 07.08.1985, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1986 31 í kjölfar flóðbylgju AP/Simamynd Feróamaður virðir fyrir sér verksummerki í kjölfar flóðbylgju, sem skall á suðurströnd Frakklands í gær. Myndin var tekin nærri bænum Salin de Giraud, sem er á Camargue-ströndinni við Mið- jarðarhafið. Þar fóru 10 kflómetrar strandlengj- unnar undir vatn og olli ferðamönnum miklu tjóni. Margir voru hætt komnir og ein stúlka fórst. Um 900 ferðamenn voru vistaðir í neyðarskýlum í nótt. Rúmenía: Andófsmenn fá brottfararleyfi — á sama tíma og rætt er um viðskipt- in við Rúmena á Bandaríkjaþingi Róm, 6. ágúsl AP. RÚMENSKUR prestur, sem hefur rúman þriðjung ævinnar, 21 ár af 60, setið í fangelsum í Rúmeníu, kom í dag til Rómar ásamt konu sinni og syni. Kvaðst hann við komuna hafa mestan hug á því að setjast að í Bandaríkjunum. Rúmenski presturinn, sem heitir George Calciu Dumitre- asa, kom ásamt konu sinni, Adriana, sem er 59 ára að aldri, og tvítugum syni þeirra, Andrei, og sögðu þau eftir komuna, að brottfararleyfið hefði komið þeim mjög á óvart. „Okkur hafði verið sagt, að við fengjum aldrei að fara úr landi,“ sagði Dumitreasa, sem árið 1978 var rekinn úr kenn- íranar leita að vopnum um alla heimsbyggðina _ Wmshington, 2. kgánL AP. ÍRANAR hafa varið mörgum millj- ónum dollara til vopnakaupa um all- an heim þau flmm ár sem liðin eru frá því að styrjöldin við íraka hófst. Handtaka undirofursta úr bandariska hernum og fimm með- sekra í samsæri um að selja írön- um eldflaugar ber tilraunum Ir- ana til að verða ágengt í þóf- kenndu striði sínu við Iraka glöggt vitni, að sögn bandarískra emb- ættismanna. Talsmaður dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna segir að þetta sé sautjánda sinni síðan 1981 sem komið hefur verið í veg fyrir ólög- lega vopnasölu til írana. Bandaríkjamenn lögðu bann á vopnasölu til írana fyrir sex árum þegar íranskeisara, bandamanni Bandarikjamanna, var steypt af stóli af íslömskum byltingar- mönnum undir forystu Ayatollah Khomeinis. Samkvæmt niðurstöðum dóms- málaráðuneytisins hefur Iran ver- ið helsta viðskiptaland Banda- ríkjamanna sem selja vopn ólög- lega og er talið að þeir slái Sovét- mönnum við á þessu sviði. Enda hefur síðustu sex ár aðeins fimmt- án sinnum verið komið í veg fyrir ólöglega sölu á hergögnum og tæknibúnaði til Sovétmanna. Irakar fá vopn frá Sovétríkjun- um og hafa því mikla yfirburði yf- ir Irana sem senda fulltrúa sína út um allan heim og kaupa vopn hvernig og hvar sem þau fást að því er ónafngreindir bandarískir embættismenn segja. Mið-Austurlönd: Heræfingar Bandaríkjamanna KL-llammam, EgjpUlandi, 6. ágúst AP. . í gær, mánudag, settu bandarfsk skip og þyrlur hundruð egypskra her- manna á land á Miðjarðarhafsströndinni og var það liður í umfangsmestu heræflngum, sem Bandaríkjamenn hafa efnt til í Mið-Austurlöndum. Egypskir landgönguliðar og skipum þess, en egypskar Mirage fótgöngulið fóru með landgöngu- 3C- og MiG-21-orustuþotur, svo og prömmum frá bandaríska flug- bandarískar F-18S-þotur og fall- móðurskipinu Nimitz og aðstoðar- byssuþyrlur sveimuðu yfir eða gerðu árásir á ímyndaðar „óvina- stöðvar". Þetta eru fyrstu sameiginlegu landgönguæfingar Bandaríkja- manna og Egypta og fóru þær fram á eyðiströnd um 70 km fyrir vestan Alexandríu. arastöðu vegna baráttu hans fyrir auknum mannréttindum í Rúmeníu og í fyrra var hann sviptur hempunni af sömu ástæðum. Fréttaskýrendur benda á, að Dumitreasa og fjölskylda hans fá brottfararleyfi rétt eftir að ein af undirnefndum Banda- ríkjaþings samþykkti að Rúm- enar fengju í eitt ár enn að njóta bestu kjara í viðskiptum sínum við Bandaríkjamenn en lokaafgreiðsla þess máls verð- ur tekin fyrir á þingi 3. sept- ember nk. Dumitreasa sagði, að öðrum rúmenskum and- ófsmanni, Mircea Sandunescu, hefði einnig verið veitt brott- fararleyfi og fyrir hálfum mánuði fékk rúmenska skáldið Dorin Tudoran að fara til Bandaríkjanna. Dumitreasa sagði það eng- um vafa undirorpið, að hann og fjölskylda hans ættu efna- hagslegum þrýstingi frá Bandaríkjastjórn að þakka frelsi sitt. „Kommúnista- stjórnin í Rúmeníu lætur sig engu varða álit annarra þjóða á ástandinu í landinu nema þegar það getur haft efna- hagslegar afleiðingar í för með sér,“ sagði hann og bætti því við, að lífið 1 Rúmeníu væri erfitt og einkum fyrir þá, sem gefast ekki þegjandi upp fyrir kúguninni. „Jafnvel þegar ég sat ekki í fangelsum kommún- ista vorum við ofsótt á alla lund og andófsmönnum er daglega hótað dauða vegna þess, að þeir vilja ekki láta fara með sig eins og skynlaus- ar skepnur." GENGI GJALDMIÐLA: Dollarinn hækkar LoimIob, S. ápíflt AP. GENGI Bandaríkjadollara hækkaði í dag, þriðjudag, og er ástæðan sú, að vextir hafa lækkað í Bretlandi og búist er við vaxtahækkun í Bandaríkj- unum. Gullverð lækkaði nokk- uð. Gjaldeyrissalar segja, að fjáreigendur hafi selt mikið af breskum pundum fyrir dollara vegna vaxtalækkun- arinnar í Bretlandi og auk þess hafi það komið til, að í dag voru sett á markað vestra ríkisskuldabréf að upphæð 21,75 milljarðar Bandaríkjadala, sem er nýtt met. Er þessi sala talin munu ýta undir vaxtahækkun. Fyrir breska pundið feng- ust í kvöld 1,3462 dollarar en 1,3703 í gær. Fyrir dollarann fengust 238,68 japönsk jen, en 237,38 í gær. Gengi annarra gjaldmiðla gagnvart dollara: 2,8500 v-þýsk mörk (2,8250) 2,3635 svissn. fr. (2,3150) 8,6900 franskir fr., (8,6050) 3,2055 holl. gyllirtl (3,1745) 1.901,00 ít. lírur (1.889,00) 1,3580 kanad. dollarar (1,3525) Mikill afsláttur ENGLABÖRNÍN LAUGAVEGI28, SÍMI22201 Mikill afsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.