Morgunblaðið - 07.08.1985, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985
MORGUNBLAÐIÐ, MIDVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985
35
Utgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö-
alstræti 6, simi 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 400 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 35 kr. eintakiö.
40 ár í skugga
sprengjunnar
Igær voru liðin 40 ár síðan
Bandaríkjamenn köstuðu
kjarnorkusprengju á japönsku
borgina Hiroshima. Þremur
dögum síðar var annarri
bandarískri kjarnorku-
sprengju varpað á japönsku
borgina Nagasaki. Með þess-
um skelfilegu árásum var síð-
ari heimsstyrjöldin leidd til
lykta. Hryllingurinn, sem
kjarnorkusprengjan vekur síð-
an í hugum fólks, á ekki síst
rætur að rekja til þess, hve
mörgum þúsundum, tugum og
hundruðum þúsunda eða
milljónum manna unnt er að
granda í einu höggi með þessu
vopni. Talið er að allt að 200
þúsund manns hafi farist í
árásunum á japönsku borgirn-
ar, sem þegar á heildina er lit-
ið er þó aðeins lítið brot af
þeim tugum milljóna manna,
sem týndu lífi í hinum hrika-
legu styrjaldarátökum eða
vegna þeirra. Auk þeirra sem
fórust eiga hundruð þúsunda
enn um sárt að binda vegna
áhrifa af geislum frá sprengj-
unum.
í sjálfu sér er það til lítils að
setjast í dómarasæti og kveða
upp úr um það, hvort sú
ákvörðun Trumans Banda-
ríkjaforseta, að kasta sprengj-
unni hafi verið verjanleg eða
ekki. Til þess að geta metið
allar aðstæður á þeim tíma
verða menn að fara í spor
þeirra þjóða, sem höfðu tapað
milljónum manna í baráttunni
við einræðis- og ofríkisöfl
þeirra tíma. Það, sem réð úr-
slitum þá, hefur allt annað
gildi nú, þegar mannkynið
hefur lifað í skugga sprengj-
unnar í 40 ár.
Um fátt ræða menn af meiri
ótta nú á tímum en kjarnorku-
vopn og afleiðingar þess, að
þeim verði beitt. Það er sam-
dóma álit allra hvort heldur
þeir eru í austri eða vestri,
kalla sig friðarsinna eða ekki,
vilja verja sjálfstæði landa
sinna eða ekki, að þeir segjast
leita allra leiða til að koma í
veg fyrir að kjarnorkuvopnum
verði beitt á nýjan leik.
Leiðirnar, sem menn vilja
fara að þessu marki, eru ólík-
ar. Sumir telja, að best sé að
þurrka kjarnorkuvopn af yfir-
borði jarðar. Aðrir benda á, að
þekkingin til að framleiða
vopnin verði aldrei þurrkuð úr
vitund mannsins. Það muni
því ekki taka lengri tíma að
smíða kjarnorkuvopn en að
breyta vísindalegri vitneskju
um þau í sprengju. Og enn
aðrir telja, að unnt sé að fram-
leiða varnarvopn, sem geri
kjarnorkuvopnin eins og við
þekkjum þau nú óvirk og úrelt.
Líklegt er, að mannsins bíði
um ókomna framtíð það, sem
hann hefur reynt í þau 40 ár,
sem liðin eru frá árásinni á
Hiroshima, að kunna að lifa í
skugga sprengjunnar.
Að minnast þess sem gerðist
fyrir 40 árum hefur gildi fyrir
alla menn. Ekki vegna þess að
það er unnt að nota þetta
tækifæri til að koma áróð-
urshöggi á Bandaríkjamenn
og varnir lýðræðisþjóðanna
eins og herstöðvaandstæð-
ingar hér á landi reyna. Nei,
dagsins á að minnast vegna
þess, að það verður ætíð að
leita allra leiða til að koma í
veg fyrir að slík átök verði,
sem kölluðu á sprengjuna í ág-
úst 1945.
Um leið og við minnumst
þeirra, sem féllu í Hiroshima
og Nagasaki, megum við ekki
gleyma þeirri staðreynd, að
þeir, sem þá háðu blóðuga og
miskunnarlausa styrjöld, hafa
síðan með samvinnu sinni orð-
ið burðarás í sókn friðar og
framfara í heiminum. íslend-
ingar hafa gerst þátttakendur
í þeirri samvinnu og notið
góðs af henni. Undirrót
spennu og ótta í heiminum má
rekja til einræðisaflanna nú
eins og á tímum síðari heims-
styrjaldarinnar.
Táknræn mótmæli eins og
að hafast við í tjöldum eða
fleyta logandi kertum auka
ekki friðarlíkur eða stuðla að
öryggi í heiminum. Til að sá
friður, sem ríkt hefur í okkar
heimshluta og í Japan í 40 ár,
haldist er nauðsynlegt að allur
þorri íbúa þessara landa hafi
áfram sömu skóðun og nú, að
menn verða að axla þungar
skyldur til að öðlast frið með
frelsi. Ein þessara skyldna er
sú, að forðast allt það, sem
getur stofnað heimsfriði í
voða, og gera þær ráðstafanir
á friðartimum, sem fæla hugs-
anlegan árásaraðila frá
hættulegum áformum sínum.
Vegna fælingarmáttar síns,
þess ótta sem þau vekja, gegna
kjarnorkuvopnin lykilhlut-
verki — þau halda aftur af
þeim, sem gera sér grein fyrir
þeirri gífurlegu eyðingu, sem
af beitingu vopnanna kann að
hljótast.
Skugginn, sem kjarnorku-
skýin yfir Hiroshima og Nag-
asaki varpa á jörðina, hefur
ekki horfið á 40 árum. Hann
má aldrei hverfa. Hann á að
vera eilíf áminning til mann-
kyns um að rjúfa ekki friðinn.
10 ára afmæli Helsinki-samþykktarinnar:
Mannréttindi og friður
verða aldrei aðskilin
— eftir Björn
Bjarnason
RÆÐUR utanríkisráðherranna
frá öllum ríkjum Evrópu (nema
Albaníu) og Bandaríkjunum og
Kanada í Helsinki í síðustu viku
báru þess flestar merki, hve
flóknu kerfi hefur verið komið á
fót á grundvelli Helsinki-sam-
þykktarinnar. Flestir ræðumann-
anna vörðu tíma sínum til að gera
grein fyrir framvindu mála innan
þess ramma, sem samþykktin set-
ur. Aðeins örfáir, og í þeirra hópi
var Geir Hallgrímsson, ræddu þá
atburði sem borið hefur hæst í al-
þjóðamálum á þeim tíu árum, sem
liðin eru frá því að samþykktin
var undirrituð.
Fyrir 10 árum voru það æðstu
menn ríkjanna, forsetar eða for-
sætisráðherrar, sem sátu í Fin-
landia-húsinu í Helsinki. Þá var
mikil eftirvænting í loftinu. Menn
bundu þær vonir við undirritun
samþykktarinnar, að þátttökurík-
in myndu fylgja ákvæðum hennar
i framkvæmd, þótt ekki hafi hún
gildi alþjóðlegs sáttmála í venju-
legum skilningi og skuldbindi að-
ildarríkin stjórnmálalega og sið-
ferðilega en ekki lagalega.
Aðdragandinn hafði verið lang-
ur. Á fyrri hluta sjötta áratugs-
ins höfðu kommúnistaríkin lagt
fram hugmyndir um öryggisráð-
stefnu Evrópu. Það var ekki fyrr
en undir lok sjöunda áratugsins að
andrúmsloftið í samskiptum aust-
urs og vesturs breyttist úr köldu
stríði í slökun. Á utanríkisráð-
herrafundi Atlantshafsbanda-
lagsins í Reykjavík 1968 var gefið
„merkið frá Reykjavík" eins og
það hefur síðan verið nefnt: ráð-
herrarnir gáfu til kynna að þeir
væru reiðubúnir til að hefja af-
vopnunarviðræður við aðildarríki
Varsjárbandalagsins. Það var
jafnframt sett sem skilyrði slíkra
viðræðna, að öll aðildarríki Atl-
antshafsbandalagsins tækju þátt í
þeim, þær ætti ekki að einskorða
við Evrópuríki, eins og Sovétmenn
vildu upphaflega.
Til þessa tíma rekja menn upp-
haf slökunartímabilsins í sam-
skiptum austurs og vesturs. Há-
punktur þess var fundur þjóða-
leiðtoganna dagana 30. júlí til 1.
ágúst 1975 í Helsinki. Þeir undir-
rituðu lokasamþykkt ráðstefnunn-
ar um öryggi og samvinnu í Evr-
ópu, sem hófst tveimur árum áður.
Heitið „lokasamþykkt" er rang-
nefni, af því að með samþykktinni
hófst það, sem síðan hefur verið
kallað „Helsinki-þróunin”, það eru
fundir og ráðstefnur á grundvelli
samþykktarinnar. 1977 var hald-
inn fundur í Belgrad til að meta
framvindu mála á grundvelli sam-
þykktarinnar, svipaður fundur var
haldinn í Madrid 1983. Þá hafa
verið haldnir fundir um sérgreind
efni, til dæmis um mannréttindi í
Ottawa fyrr á þessu ári og enn
stendur ráðstefna um leiðir til að
skapa traust milli ríkja á hernað-
arsviðinu í Stokkhólmi. Ætlunin
er að niðurstöður liggi fyrir í
Stokkhólmi fyrir fund í Vínarborg
haustið 1986, þar sem ræða á mál-
in á sama grundvelli og í Belgrad
og Madrid.
Umdeilt meistaraverk
Ég minnist þess frá Helsinki-
fundinum fyrir 10 árum, að þá
voru þeir embættismenn, sem
staðið höfðu í áralöngum samn-
ingaviðræðum um efni samþykkt-
arinnar í hátíðarskapi yfir því
sem áunnist hafði. Með þeim að-
ferðum, sem einkenna vinnubrögð
þeirra stjórnarerindreka, er mest-
um árangri ná, hafði tekist að
„berja saman“ langan texta, er
hefur bæði að geyma hátíðlegar
yfirlýsingar og sérgreind ákvæði
um framkvæmd þeirra. Þetta
hafði tekist með þeim hætti, að
unnt var að efna til glæsilegs
fundar með þátttöku æðstu
manna til að kóróna meistara-
verkið.
Því fór hins vegar fjarri, að 1975
væru allir á eitt sáttir um árang-
urinn. í lýðræðisríkjunum töldu
ýmsir, að með samþykktinni væri
verið að staðfesta yfirráð Sovét-
manna yfir Austur-Evrópulönd-
inu vegna skoðana sinna. Hann
var sviptur ríkisborgararétti og
rekinn frá Sovétríkjunum 1980 og
starfar nú sem blaðamaður í
Vestur-Þýskalandi. Hann var
óánægður yfir því hve Hans-
Dietrich Genscher, utanríkisráð-
herra V-Þýskalands, var ómark-
viss í gagnrýni sinni á Sovét-
stjórnina. Hins vegar sagði Belov
eftir að hafa kynnt sér ræðu Geirs
Hallgrímssonar, að það þyrfti
hugrekki fyrir fulltrúa smáþjóðar
til að kveða jafn fast og réttilega
að orði.
Þegar stjórnarerindrekar frá
Noregi voru spurðir að því, hvers
vegna Svenn Stray, utanríkisráð-
herra Norðmanna, hefði ekki verið
jafn afdráttarlaus og Geir Hall-
Það fór vel á með þeim Eduard Shevardnadze, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, og Anatoly Dobrynin, fráfarandi sendiherra Sovétríkjanna í Washing-
ton, þar sem þeir sátu hlið við hlið í Finlandia-húsinu. Nú er Dobrynin að
verða aðstoðarráðherra hjá Shevardnadze.
unum. Ríkisstjórnir Vesturlanda
væru að afsala sér rétti til að
gagnrýna ófrelsið, sem þar ríkir.
Þeir, sem studdu samþykktina,
bentu hins vegar á ákvæði hennar
um virðingu fyrir mannréttindum.
Þeir ræðumanna Vesturlanda,
sem ekki héldu sig að mestu við
tæknileg atriði og form á fundin-
um í Helsinki í síðustu viku, voru
ómyrkir í máli um það á hvern
hátt stjórnvöld í kommúnistaríkj-
unum og ekki sist Sovétstjórnin
hefðu haft efni samþykktarinnar
um mannréttindi að engu. Að
þessu leyti var ræða George
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, skörpust. Svör kommún-
istaríkjanna við gagnrýni af þessu
tagi eru einfaldlega á þá lund, að
þau láti ekki aðra segja sér fyrir
verkum i innanríkismálum.
Hlutskipti andófsmanna
í Helsinki-samþykktinni eru
ákvæði um það, að hún skuli gefin
út á tungum allra þátttökuríkj-
anna. Þetta hafa þau staðið við og
á sínum tíma voru Kremlverjar
töluvert hreyknir af þvi, að þeir
hefðu birt samþykktina i dagblöð-
um, svo að hún væri aðgengileg
öllum íbúum Sovétríkjanna. Það
er því hlálegt, að hvergi hafa þeir
þurft að sæta meira harðræði en
einmitt í Sovétríkjunum, sem hafa
vísað til Helsinki-samþykktarinn-
ar sér og öðrum til varnar.
Þessi staðreynd var hörmuð
hvað eftir annað í ræðum utanrík-
isráðherranna i Helsinki. Utan við
Finlandia-húsið voru fulltrúar
andófsmanna. Þar var eiginkona
Anatolys Shacharansky, félaga í
Helsinki-hópnum í Moskvu, sem
var handtekinn 1977. Þá hitti ég i
Helsinki Júrí Belov, sem var
fimmtán ár og 8 mánuði i Gúlag-
grímsson ypptu þeir öxlum. Var
meðal annars haft eftir Stray, að
það kynni jafnvel að spilla fyrir
Andrei Sakharov að nafngreina
hann í ræðum í Helsinki.
Þetta viðhorf stangast alfarið á
við það, sem andófsmennirnir
sjálfir segja. Júrí Belov sagði mér,
að hann hefði losnað af sovésku
geðveikrahæli, þar sem hann var
síðustu 5 ár dvalar sinnar í Gúlag-
inu, af því að stjórnmálamenn
eins og Margaret Thatcher og
Helmut Schmidt hefðu beitt sér.
Svipaður tónn
Raunar kom það nokkuð á
óvart, þegar hlustað var á hinar
ýmsu ræður, sem fluttar voru í
Helsinki, hve oft var lítill munur á
því sem ráðherrarnir sögðu. Vissi
maður ekki fyrirfram hver var að
tala, var stundum unnt að hlusta á
kafla án þess að átta sig strax á
því, hvort ræðumaðurinn væri úr
austri eða vestri.
Staðreynd er, að talsmenn ríkja
nota sörau orð, þótt þau hafi allt
aðra merkingu, eftir því hver
mælir þau af munni fram. Þetta
minnir okkur á það, sem George
Orwell sagði í bók sinni 1984:
„Frelsi er ánauð“ og „Stríð er frið-
ur“.
Helsinki-þróunin eða „Helsinki-
-processen" eins og sagt er á
skandinavísku miðar ekki síst að
því, að einstakar ríkisstjórnir fái
tækifæri til að skiptast á skoðun-
um á fjölþjóðlegum vettvangi.
Fari gildi hennar eftir því, hve lít-
ið ber á milli sumra ríkisstjórna í
ræðum, geta talsmenn þess við-
horfs almennt verið ánægðir eftir
10 ára afmælisfundinn.
ÚUn við Finlandia-húsið stóó eiginkona sovéska andófsmannsins Anatolys
Shcharansky með mynd af manni sínum og leiUði ásjár hjá þeim sem inni
sátu, fjölmiðlum og almenningi, Shcharansky var dæmdur í fangelsi fyrir að
vísa til Helsinki-samþykkUrinnar.
Vígbúnaður og
mannréttindi
Á þeim árum sem samið var um
texta Helsinki-samþykktarinnar
var stofnað til viðræðna um sam-
drátt venjulegs herafla i Mið-
Evrópu. Þær standa enn. Þá voru
einnig fundir með fulltrúum Sov-
étmanna og Bandaríkjamanna,
þar sem samið var um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaðar. Með þetta í
huga má segja, að afvopnunarvið-
ræður í venjulegum skilningi séu
utan Helsinki-þróunarinnar. Nú
binda menn vonir við það, að unnt
verði að ná nýju samkomulagi um
takmörkun kjarnorkuvígbúnaðar i
viðræðum risaveldanna i Genf.
í Helsinki bentu nokkrir utan-
ríkisráðherranna á það, að ekki
væri unnt að draga skil á milli
mannréttinda, vígbúnaðar og
stríðshættu. Ástæðan fyrir því, að
undirritun Helsinki-samþykktar-
innar fyrir 10 árum er talinn há-
punktur slökunartímabilsins, er
sú, að skömmu síðar kom í ljós, að
Sovétmenn höfðu ekki slakað neitt
á í vígbúnaðarmálum. í skjóli
Kúbumanna stunduðu þeir hernað
í Afriku. f skjóli Víetnama stund-
uðu þeir hernað i Asiu. Þeir tóku
til við að setja upp SS-20-eldflaug-
arnar í Vestur-Evrópu. Þeir réð-
ust inn i Afganistan um jólin 1979.
Frelsisbarátta Pólverja var kæfð i
fæðingu.
UUnríkisráðherrarnir og eiginhandaráritanir þeirra.
Þetta er ekki fagur listi; síst af
öllu sé hann skoöaður með hert
tök Kremlverja á andófsmönnum í
huga.
Éf marka má ræður ráðherr-
anna, sem töluðu í Helsinki, þá á
ekki að láta þessa atburði hafa
nein áhrif á „Helsinki-þróunina“.
Sumum finnst ekki einu sinni við
hæfi að nefna þá á nafn nema
þeim sé vafið inn í svo „diplómat-
ískt“ orðalag, að gagnrýni verður
óskiljanleg hverjum venjulegum
manni.
Hvað sem því líður er ljóst, að
áherslan á mannréttindi í tengsl-
um við baráttuna gegn vígbúnaði
og fyrir friði verður aldrei of mik-
il. Geir Hallgrímsson vék að þess-
ari hlið friðarmálanna með eftir-
farandi orðum í Helsinki-ræðu
sinni:
„Umræður um mannréttindi
víkja stundum fyrir umræðum um
hermál — og rík tilhneiging virð-
ist vera til að meta spennu í heim-
inum með hliðsjón af stöðu við-
ræðna um takmörkun vopna frem-
ur en ástandi mannréttinda. En
eru skyldur okkar til að tryggja
öllum mönnum grundvallarrétt-
indi í raun léttvægari? Sterk rök
hniga að því að ekkert sé líklegra
til þess að tryggja öryggi í heimin-
um og styrkja samvinnu milli
ríkja okkar en virðingin fyrir
mannréttindum og grundvallar-
frelsi. Ef allir fengju að njóta
mannréttinda væri friður tryggð-
ur.“
Ný forysta í Kreml
Á meðan ræðurnar voru fluttar
í Finlandia-húsinu og fyrir og eft-
ir fundahöldin þar, efndu utanrík-
isráðherrarnir til annarra funda.
Utanríkisráðherrar Evrópubanda-
lagsins sátu á rökstólum fram eft-
ir nóttu og komust að samkomu-
lagi um refisaðgerðir gegn Suður-
Afríku. Utanríkisráðherrar Norð-
urlandanna hittust árla morguns
og ályktuðu einnig gegn neyðar-
lögum og aðskilnaðarstefnunni í
Suður-Afriku.
Einkafundur þeirra George
Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, og Eduard Shevardna-
dze, utanríkisráðherra Sovétríkj-
anna, vakti mesta athygli. Ráð-
herrarnir höfðu aldrei hist fyrr en
í Helsinki og það fór ekki fram hjá
neinum, að þeir lögðu sig fram um
að vera sem mest saman í sviðs-
ljósinu. Hvort sem það var í 150
manna kvöldverðarboði Maunos
Koivisto, forseta Finlands, eða
1.500 manna garðboði Kalveis
Sorsa, forsætisráðherra, þá gengu
ráðherrar risaveldanna broshýrir
saman á milli manna. Þegar
ljósmyndurum var hleypt inn í
fundarsalinn þustu þeir einkum að
Shevardnadze, enda var þetta í
fyrsta sinn sem hann kom vestur
fyrir járntjald í hinu nýja emb-
ætti.
Alls staðar þar sem menn komu
saman I Helsinki skiptust þeir á
spurningum um viðhorfið til hins
nýja sovéska utanríkisráðherra.
Svarið var yfirleitt hið sama:
hann er broshýr og jafnvel eins og
hann biðjist afsökunar á öllu til-
standinu. Ræðan sem hann flutti
var ekki merkileg, hvorki efni
hennar né flutningurinn. Og svo
bættu hinir reyndari við: það er
allt annað yfirbragð á sovésku
sendinefndinni heldur en ef
Gromyko hefði verið í forystu
fyrir henni, svipbrigðalaus og al-
vörugefinn.
Með Shevardnadze var stór hóp-
ur manna, gekk Anatoly Dobryn-
in, fráfarandi sendiherra Sovét-
ríkjanna í Bandaríkjaunum, næst-
ur ráðherranum. Þeir sátu oft og
gerðu að gamni sínu i fundarsaln-
um. Bar ekki á því, sem lesa mátti
um í blöðum eftir útnefningu
Shevardnadze, að Dobrynin væri
reiður og miður sín yfir því að
hneppa ekki hnossið; og nú verður
hann aðstoðarráðherra. Þá var
einnig með í förinni nýr talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
Vladimir Lomeiko. Efndu hann og
Dobrynin til tveggja blaðamanna-
funda í Helsinki. Var hinn fyrri
haldinn á meðan Shultz var að
flytja ræðu sína og hinn síðari að
loknum fundi utanríkisráðherra
Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.
Þessir fundir hófust stundvís-
lega og svöruðu Sovétmennirnir
spurningum blaðamanna og mátti
nafngreina heimildarmennina.
Annaö var upp á teningnum hjá
Bandaríkjamönnum. Eftir fund
Shultz og Shevardnadze boðaði
bandaríska sendinefndin til blaða-
mannafundar. Hann hófst að
minnsta kosti 30 mínútum of seint
og ekki mátti nafngreina þá sem
sátu þar fyrir svörum heldur að-
eins vísa til „háttsettra embætt-
ismanna". Reynsluríkir blaða-
menn telja, að Bandaríkjamenn
muni eiga undir högg að sækja í
samskiptum við fjölmiðla, ef þeir
taki ekki mið af starfsháttum Sov-
étmanna í Helsinki. Þykir það
saga til næsta bæjar meðal blaða-
manna, að Sovétmenn snúi á
Bandaríkjamenn á þessu sviði.
Þeir Shultz og Shevardnadze
ræddu saman í þrjár klukkustund-
ir í Helsinki. Var sérstaklega bent
á það eftir fundinn að í viðræðun-
um hefði verið farið yfir meira
efni en venjulega á jafn löngum
tíma, því að gerð hefði verið til-
raun með því að hafa samtímis-
þýðingu, þ.e.a.s. túlkur flutti ekki
boð á milli ráðherranna eftir að
þeir höfðu talað heldur sátu hvor
um sig meö eyrnatól og hlustuðu á
samtímis-þýðingu. Var þannig
unnt að sögn hvorra tveggju, að
koma á framfæri skoðunum á
þremur tímum, sem hefði tekið
sex tíma ella. Eftir því að dæma,
sem sagt var á blaðamannafund-
unum, þá gerðu ráðherrarnir lítið
annað en fara yfir þau mál, sem
eru efst á dagskrá alþjóðamála og
ræða atriði, er tengjast fundi
þeirra Ronalds Reagan og Mikha-
ils Gorbachev í Genf í nóvember.
Gngin þáttaskil
Fundinum í Helsinki var ekki
ætlað að marka nein þáttaskil. Yf-
irskrift hans var einfaldlega: 10
ára afmæli Helsinki-samþykktar-
innar. Niðurstaðan var sú, að
nauðsynlegt væri að gera betur í
anda samþykktarinnar.
Fyrir 10 árum hófst Helsinki-
þróunin eftir að ríkin í austri og
vestri höfðu náð víðtæku sam-
komulagi og undirritað skjal þvi
til staðfestingar. Síðan hefur
fremur skilið á milli ríkjanna en
hitt. Stríðshætta hefur verið
mögnuð í hugum almennings i
hörðu áróðursstríði um kjarn-
orkuvopn.
Fyrir fundinn í Genf, þar sem
leiðtogar Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna hittast, verður áfram
barist um almenningsálitið. Nú
snýst baráttan ekki lengur um
vopn á jörðu niðri heldur um
geimvopn, sem eiga að geta gert
kjarnorkuvopn ónothæf. Þau eru
einnig talin ógnun við friðinn.
Fundurinn í Helsinki var hald-
inn til að hafa áhrif á almennings-
álitið; minna fólk á, að stjórn-
málamenn úr austri og vestri geta
komið saman og skipst á skoðun-
um, án þess að allt fari í bál og
brand. Ræður eða ályktanir um
afvopnunar- og alþjóðamál sem
einkennast af orðum, sem jafnvel
þeir sem ræðurnar semja eru ekki
sammála um hvað þýða, eru þó til
þess fallnar að rugla almenning í
riminu. En plögg af þessu tagi
geta þjónað tilgangi á vettvangi
stjórnmálanna, hvort heldur inn-
anlands eða í alþjóðlegu sam-
hengi.
Eftir að hafa fylgst með fund-
unum í Helsinki nú og fyrir 10
árum er ég sannfærður um að
samþykktin fræga er ekki hald-
laust plagg. Hún hefur verið af-
drifarík fyrir andófsmennina í
kommúnistaríkjunum, sem tugum
saman hafa orðið að sæta þungum
refsingum fyrir að vitna til henn-
ar. Skjal, sem hefur þennan
áhrifamátt, er ekki bitlaust. En
tilgangurinn með skjalinu var
ekki sá, að þeir, sem til þess vitn-
uðu, lentu í fangelsum eða á geð-
veikrahælum vegna skoðana
sinna. Ábyrgð þeirra á Vestur-
löndum er mikil, sem sitja hjá,
þegar örlög þessa fólks eru annars
vegar.