Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 45
MORGUNBLADID, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 45 Fjögur ungmenni utan á vegum Rauða krossins Fékk ekki að selja bensín gegn Visa FJÖGUR ungmenni eru í sumarbúd- um í Finnlandi og Póllandi á vegum Rauða kross fslands nú um þessar mundir. Tvö eru í Finnlandi, þau Helga Sigríður Böðvarsdóttir og Einar Karl Friðriksson, og tvö í Póllandi, Jón Þrándur Stefánsson og Sigríður Kristín Sverrisdóttir. f Finnlandi verður fjallað um það með hverjum hætti ungt fólk geti helst beitt sér til að tryggja frið í heiminum, og lögð sérstök Einar Karl Friðriksson áhersla á starf Rauða krossins í því sambandi. f Póllandi munu þátttakendur starfa að byggingu sjúkrahúss. Þau munu einnig taka þátt í umræðuhópum og ráðstefn- um sem haldnar verða í tengslum við byggingarvinnu þessa. Rauði krossinn hélt i vor nám- skeið og kynningarfundi fyrir ungt fólk í tilefni árs æskunnar. Ákveðið var að ungu fólki skyldi boðið að taka þátt i starfsemi fé- lagsins, og er þessi ferð ungmenn- anna tilkomin vegna þess. Helga Sigríður Böðvarsdóttir Sigríður Kristín Sverrisdóttir Jón Þrándur Stefánsson f SÍÐASTA fréttabréfi Visa íslands, sem 36 þúsund korthafar fengu inn á heimili sín skömmu fyrir síðustu mánaðamót, segir að nú geti Húsvík- ingar og ferðamenn fengið afgreitt bensín á bifreiðar sínar, gegn fram- vísun Visa á Shellstöðinni þar í bæ. Hingað til hafa olíufélögin lagst ein- dregið gegn því að taka upp krítar- kortaþjónustu. „Þetta er eintómur misskilning- ur,“ sagði umboðsmaðurinn Ric- hard Sigurbaldursson, sem rekur Shellskálann. „Ég mun ekki af- greiða bensín eða olíuvörur gegn framvísun krítarkorta." Örn Petersen hjá Visa fslandi, sagði að þeir hefðu gert samning við Richard um vísaviðskipti, sem meðal annars gilti um sölu á bens- íni. „Það er algengt úti á landi að menn fái bensín skrifað," sagði Örn, „og minn skilningur var sá, að Richard hafi viljað einfalda hjá sér bókhaldið með að beina reikn- ingsviðskiptum inn á vísakort. En nú hef ég það á tilfinningunni að hann sé beittur þrýstingi úr Reykjavík, enda vilja olíufélögin alls ekki taka upp kreditkorta- viðskipti. Við munum, fyrir okkar leyti, slá striki yfir bensínákvæðið í þessum samningi og ekki gera kröfu til þess að Richard selji bensín gegn framvísun vísakorta, því það er ekki við hann að sak- ast,“ sagði Örn. Örn sagðist skilja það sjónar- mið olíufélaganna að vilja fá stað- greitt fyrir vöru sína, en hins veg- ar þætti sér skjóta skökku við að umboðsmönnum væri frjálst að skrifa hjá kúnnum sínum, en mega ekki taka krítarkort. „Þetta er spurning um að breyta pappa- spjöldum yfir í plast," sagði Örn, og bætti við að kannski væri þetta gamla sagan, að það gilti ekki það sama um Jón og séra Jón. „Þetta er misskilningur, það er hvergi hægt að fá afgreitt elds- neyti á bifreiðar út á kreditkort," sagði Ólafur Eggertsson hjá Skelj- ungi. „1 okkar samningum við um- boðsmenn er klásúla þar sem stendur að þeir skuli selja okkar söluvörur gegn staðgreiðslu nema til þeirra aðila sem við ákveðum lánsviðskipti við,“ sagði Ólafur. „Þetta kemur til af því að þetta eru umboðssölusamningar og við eigum birgðirnar sem þeir eru með og viljum þess vegna hafa herradæmi yfir því hvernig þær eru seldar." Aðspurður um það hvers vegna olíufélögin væru þá yfirleitt með reikningsviðskipti, sagði ólafur: „Reikningsviðskipti eru landlæg plága, en við höfum reynt að sporna við þeim eins og hægt hef- ur verið. En engin regla er án und- antekninga, og á sumum stöðum, einkanlega í útgerðarbæjum, þar sem pengingastreymið er sveiflu- kennt, er nokkuð um það að menn fái bensín skrifað.“ Þórður M. Þórðarson, forstöðumaður Verkstjórnarfræðslunnar, til hægri, afhendir Jóni Þór Pálssyni, verkstjóra námsskírteini við útskirft í lok vor- annar 1985. Ný námskeið hjá verk- stjórnarfræðslunni Heimsmót æskunnar og Æskulýðssamband íslands TÍU fyrstu nemendur eftir nýju fýrir- komulagi Verkstjórnarfræðslunnar út- skrifuðust 13. júní sl., en alls hafa 1.418 nemar útskrifast frá stofnun 1961. Námskeið Verkstjórnarfræðsl- unnar eru ætluð öllum þeim, sem starfa með og stjórna fólki og þurfa að: bæta mannleg samskipti og upp- lýsingastreymi á vinnustað, standast áætlanir um verklok, kostnað og mannaflaþörf við verk, koma á breytingum og aukinni hagræðingu í fyrirtækjum og fá þær samþykktar. Nýtt fyrirkomulag Verkstjórnar- fræðslunnar er þannig að nú eru haldin fimm fjögurra daga námskeið i stað tveggja hálfs mánaðar nám- skeiða. Þessi breyting var gerð til að auðveldara væri að fara með nám- skeiðin út á land, en nú þegar hafa verið haldin sex námskeið utan Reykjavíkur. Námskeiðin eru vinnu- umhverfismál, vinnurannsóknir, skipulagstækni og áætlanagerð, stjórnun I og stjórnun II. Námskeið Verkstjórnarfræðsl- unnar á næsta hausti hafa þegar verið skipulögð og fást upplýsingar um staðsetningu og dagsetningu á skrifstofu Verkstjórnarfræðslunnar, sem er til húsa hjá Iðntæknistofnun íslands, Keldnaholti, 110 Reykjavfk. Símarnir eru: 687000 og 687009. For- stöðumaður er Þórður M. Þórðarson. MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá fram- kvæmdaráði Æskulýðssambands ís- lands: Vegna skrifa Morgunblaðsins undanfarið um Heimsmót æsk- unnar sem nú stendur yfir í Moskvu og missagna í þeim, um hlut Æskulýðssambands íslands (ÆSÍ) að undirbúningi mótsins, vill framkvæmdaráð ÆSl taka eftirfarandi fram: 1. Meðal þeirra aðila, sem skipulagt hafa dagskrá mótsins, fjáröflun þess og annast allan undirbúning, er CENYC, Evrópu- samband æskulýðssambanda. Þar með á ÆSÍ óbeina aðild að mótinu sjálfu og er þar á sama báti og öll önnur æskulýðssambönd Vestur- Evrópu, nema það franska (sem ekki er aðili að CENYC). CENYC hefur haft fulltrúa í Moskvu síðan um miðjan vetur til að vinna að mótinu. 2. ÆSÍ fékk boð frá undirbún- ingsaðilum mótsins um þátttöku af íslands hálfu. ÆSÍ kynnti boðið með fréttatilkynningu til fjöl- miðla, þar var og auglýst eftir þátttakendum eins og réttilega var sagt I frétt Mbl. 31. 7. Einnig var mótið kynnt aðildarsambönd- unum á þingi ÆSÍ i april sl. og þar var einnig auglýst eftir þátt- takendum. Slíkar auglýsingar á einn eða annan hátt eru skv. starfsvenjum ÆSÍ þegar boð ber- ast um ráðstefnur eða mót erlend- is. 3. Af ofanrituðu er ljóst að sá hópur íslendinga sem sækir heimsmótið er þar í nafni ÆSÍ. Annað er, að ÆSÍ tók ekki afstöðu til þess hvaða einstaklingar færu, enda sóttu jafnmargir um og kom- ust samkvæmt „kvóta“ íslands. Framkvæmdaráð ÆSf getur því ekki upplýst nákvæmlega um skiptingu hópsins á aðildarsam- bönd ÆSf, en fullyrðir að flestra pólitiskra skoðana gætir innan hans. 4. Það er rangt, sem gefið er i skyn í fréttaskýringu Mbl. 21.7. og fullyrt í blaðinu 31. 7., að Sovét- menn hafi boðist til að greiða ferðakostnað að hluta eða öllu. Þátttakendur verða að greiða all- an ferðakostnað sjálfir, en þeir hafa safnað upp i hann að hluta með ýmsum aðferðum og hafa þar vegið þyngst styrkir frá fyrirtækj- um sem skipta við Sovétríkin. Þátttakendur greiða hins vegar aðeins hluta uppihaldskostnaðar. 5. Það er skoðun framkvæmda- ráðs ÆSÍ — og í samráði við starf ÆSÍ á liðnum árum — að mikil- vægt sé fyrir íslensk ungmenni að hafa samskipti við jafnaldra frá sem flestum löndum og menning- arsvæðum heims. Óvenju gott tækifæri gefst til slíks á marg- nefndu Heimsmóti. Engin ástæða er til þess að setja fyrir sig að Sovétmenn séu mótshaldarar, hvað þá þegar þess er gætt að __ ÆSf hefur árlega ágæt samskipti við sovéska æskulýðssambandið KMU. Á síðastliðnum árum hafa forystumenn æskulýðssamtaka allra stjórnmálaflokkanna og fleiri aðildarsambanda ÆSÍ tekið þátt í gagnkvæmum heimsóknum ÆSf og KMO. Við vonum að mótsfarar hafi jafn sterk bein til að standast mátt „áróðurssýningar Sovétríkj- anna“ og þeir sem áður hafa farið og séu þar verðugir fulltrúar ís- lenskrar æsku. F.h. framkvæmdaráðs ÆSf, Eiríkur Ingólfsson, formaður. Viö höfaum hœkkaó vextina! 18mánaða Sparircikningar Búnaðarbankans bera óumdeilanlega hæstu vextina. rf Bll NAÐARBANKIN N \f v TRAUSTUR BANKI TlMABÆR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.