Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 49
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985
49
Miðstjórn ASÍ um verðlagningu búvara:
Aöild neytenda er
greinilega sviðsett
Á FIJNDI miAstjórnar Alþýðusam-
bands íslands þann 1. ágúst sl. var
eftirfarandi samþykkt gerð vegna
óskar landbúnaðarráðuneytisins um
tilnefningu fulltrúa ASÍ í verðlags-
nefndir búvara:
I
„Með skírskotun til umsagnar
Alþýðusambands íslands um
frumvarp til laga um framleiðslu-
ráð frá síðastliðinu vori, telur
miðstjórn fráleitt að tilnefna full-
trúa í þær nefndir, sem lögin
kveða á um. Miðstjórn bendir á, að
fulltrúa neytenda eru engir mögu-
leikar skapaðir til þess að hafa
áhrif á heildarstefnumótun í mál-
efnum landbúnaðarins, heldur
verður hún ákveðin af samningum
landbúnaðarráðherra og fulltrúa
framleiðenda. Þá er samnings-
rammi neytenda stórlega þrengd-
ur með margvíslegum öðrum
ákvæðum í frumvarpinu. Aðild
neytenda að verðlagningarkerfinu
er greinilega sviðsett með það
fyrir augum að þeir verði nánast
áhrifalausir. Endurspeglar þetta
nú sem fyrr það viðhorf einokun-
ar- og skrifræðisherranna f land-
búnaðarráðuneyti og bændahöll,
að hlutverk neytenda sé að éta það
sem að þeim er rétt á því eina
verði sem í reynd er ákveðið af
þessum sömu herrum.
II
í niðurlagsorðum umsagnar
ASl sagði m.a.: „Það frumvarp
sem hér er fjallað um tryggir á
engan hátt hag neytenda og til
lengri tíma litið tryggir það held-
ur ekki hagsmuni framleiðenda."
Þessi orð hafa nú ræst fyrr en
nokkurn grunaði. Landbúnaðar-
ráðherra hefur í umboði ríkis-
stjórnarinnar ákveðið að hækka
verð á búvörum með því að skatt-
leggja kjarnfóður. Lausnin á
framleiðsluvandanum á að vera að
gera afurðirnar svo dýrar að neyt-
endur geti ekki keypt þær og
skerða þar með stórlega fram-
leiðslumöguleika bænda. Ástæða
þykir til að vega sérstaklega að
framleiðendum alifugla, eggja og
svína, sem fram að þessu hafa þó
sjálfir leyst sín framleiðsluvanda-
mál. Miðstjórn Alþýðusambands
íslands þykir vítavert hvernig að
þessari skattlagningu er staðið og
skorar á ríkisstjórnina og land-
búnaðarráðherra að taka til
endurskoðunar fyrri ákvarðanir í
þessu efni. Bendir miðstjórnin
sérstaklega á, að engin rök hafa
verið færð fyrir því íð fóðurbætir
sé í reynd niðurgreiddur erlendis,
en þetta er ein meginforsendan
fyrir álagningu skattsins.
Miðstjórn Alþýðusambands ís-
lands hefur ítrekað lýst yfir vilja
til þess að taka þátt í raunhæfri
stefnumótun á sviði landbúnaðar.
Alþýðusambandið er nú sem fyrr
reiðubúið til þess að standa að
stefnu sem tryggir jafnvægi í bú-
vöruframleiðslu, tryggir framleið-
endum nauðsynlegt svigrúm til
framleiðni- og framleiðsluaukn-
ingar og neytendum lægsta mögu-
lega vöruverð. Ljóst er að nú reyn-
ir á hvort ríkisvaldið er reiðubúið
að koma til móts við þessa stefnu.
Ef ekki verður stefnubreyting í
þeim herbúðum, hlýtur Alþýðu-
sambandið að taka til athugunar
möguleika á því að knýja fram
aðra skipan þessara mála í sam-
vinnu við önnur helstu samtök
launþega og neytenda."
Hagstæð
heyskapar-
tíð í Mikla-
holtshreppi
Bor* í MikUboltshreppi, 2. ápist
SÍÐASTLIÐNA viku var hér hag-
stæð heyskapartíð. Mikilla og góðra
heyja var aflað og eru hér allsstaðar
góðar heyskaparhorfur.
Margir bændur eru búnir með
fyrri slátt og bíða nú eftir góðri
seinni slægju, því margir hafa
borið á tilbúinn áburð á það sem
fyrst var slegið og er gott útlit
með sprettu á því. Nokkuð er um
það að hjón og annað búandi fólk
taki sér nú frí frá amstri daganna
og fari í sumarfrí, sér til hress-
ingar og ánægju. Er gott til þess
að vita þegar veðurguðirnir eru
okkur svo híiðhollir.
Mikil umferð er hér um vegi, því
margir nota góða veðrið og skoða
héraðið, sem er rómað fyrir nátt-
úrufegurð. Um síðustu helgi héldu
hestamenn í Snæfellingi sitt ár-
lega mót á Kaldármelum og var
það vel sótt og var þar margt fal-
legra gæðinga.
Ég hef fengið yfirlit yfir úr-
komu í júlímánuði frá Hjarðar-
felli og Haukatungu. í Hauka-
tungu var úrkoman 69,7 milli-
metrar, en var á sama tíma í fyrra
164 millimetrar. Á Hjarðarfelli
var úrkoman 73,3 millimetrar, en
var í fyrra 216,2. í Haukatungu
voru 11 dagar úrkomulausir í síð-
asta mánuði, en 1984 voru þeir
niu.
Páll
Siglufjörður:
Uppgripaafli
hjá trillunum
Sigiufirði, 1. ágúgt.
UPPGRIPAAFLI hefur verið hjá
trillum héðan að undanförnu. Þykir
það sem dæmi tíðindum sæta að á
fjögurra tonna trillu héðan hefur afl-
azt fyrir 477.000 krónur á tæpum
þremur mánuðum, mest af einum
manwi.
Trillurnar hafa að undanförnu
sótt á Skagagrunn og hefur afli
þeirra verið frá einu og upp í fjög-
ur tonn í róðri, allt á handfæri og
er fiskurinn mjög góður.
Stöðug rækjulöndun hefur verið
hér í sumar og afli rækjubátanna
hefur verið mjög viðunandi. Tog-
ararnir hafa einnig fiskað mjög
vel í sumar, en nú er lítið eftir af
kvóta þeirra og hafa þeir því hægt
um sig og eru tveir þeirra í landi.
<r