Morgunblaðið - 07.08.1985, Síða 50

Morgunblaðið - 07.08.1985, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 / ÞINGHLÉI eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Bjórbann Slitur af bannlögum frá 1912 Ekki er sopið ölið þó á Alþingi sé rætt • Vínveitingahús vórn 56 talsins fyrir rúmum tveimur árum, í maí- mánuði 1983: 28 í Reykjavík, 16 I kaupstöðum og 12 í strjálbýli. • Vínveitingahús eru ekki helmingi fleirl í dag — en hér um bil þó. Jón Helgason, dómsmálaráðherra, sagði þau 91 talsins í þingrsðu 4. júní sl.: 42 í Reykjavík, 29 í kaupstöðum en 20 í strjálbýli. • Á rúmum tveimur árum hefur vínsöluhúsum fjölgað um 35 í land- inu eða 62,5%, þar af um 14 eða 50% í Reykjavík, um 13 eða 81,25% í öðr- um kaupstöðum og um 8 eða 66,66% í sýslum. Fjölgun vínveitingahúsa Jón Helgason, sem gegnt hefur embætti dómsmálaráðherra frá því ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar var mynduð á fyrri hluta árs 1983, gaf framangreind- ar upplýsingar í svari við fyrir- spurn frá Helga Seljan (Abl.). Ráðherrann sagði orðrétt: „Ástæðan fyrir fjölgun (innskot: vínsöluleyfa) er fyrst og fremst mikil fjölgun umsókna eftir leyf- um. Árin 1981—1983 hafði vínveit- ingahúsum fjölgað allmikið og sérstaklega úti á landi. Þar munar sennilega mest um sumarhótel, en þá var bætt við vínveitingaleyfum til þeirra sem rekin vóru aðeins yfir sumarið, t.d. Edduhótel- anna... k þeim tveim árum sem liðin eru hefur húsunum fjölgað um 35, en fjögur hafa hætt rekstri og þar af hafa tvö ekki fengið endurnýj unarleyf i.“ Helgi Seljan komst þannig að orði, er hann bar fram fyrirspurn sína: „Tvennt þótti mér athyglisvert. Annars vegar sú staðreynd að hæstvirt ríkisstjórn hefði ekkert gert með áfangatillögur stjórn- skipaðarar nefndar um stefnu- mörkun í áfengismálum, í raun- inni ekki tekið afstöðu til neinnar þeirrar. Hins vegar sú uggvænlega þróun á fjölgun vínveitingaleyfa sem orðið hefur sl. tvö ár og nem- ur um 50%.“ Siðar leiðrétti Helgi prósentutöluna, taldi hana eiga að vera 63%. Guðrún Helgadóttir (Abl.) sagði hinsvegar í sömu umræðu: „k síðustu árum hefur orðið bylting í íslenzkri matargerð og íslenzkri veitingahúsamenningu og veitingahúsum hefur einfald- lega fjölgað, sem betur fer. Því fylgir auðvitað að þegar búinn er til sómsamlegur matur { sóma- samlegu veitingahúsi fer veitinga- húsið fram á að hægt sé að veita vín með matnum. Þetta er hin raunverulega ástæða fyrir þessum fjölda, hæstvirtur ráðherra, og það er ekkert við hann að sakast um það, nema síður sé, að veita þessi leyfi." Hér mælir Guðrún af hrein- skiptni, eins og henni er iagið. „Bjórlíkhús“: Krókur á móti bragði Helgi Seljan, alþingismaður, gagnrýndi í fyrirspurn sinni fjölg- un vínsöluhúsa. Rót þessarar fjölgunar taldi hann auðfundna. Orðrétt sagði hann: „Munar þar mestu um bjórlík- húsin svokölluðu sem þotið hafa upp eins og gorkúlur og framar öðru skapað grundvöll að kröfunni um áfengan bjór sem frjálsastan, eins og ekki þarf hér að rekja.“ Gagnrýni á fjölgun vínsöluleyfa, réttmæt eða ekki réttmæt, beinist fyrst fremst að dómsmálaráð- herra, sem endanlega veitir leyfin, en jafnframt að sveitarstjórnum, en samþykki þeirra fyrir vínsölu- leyfi hefur verið nauðsynlegur undanfari leyfisveitingar. Gagnrýni þessi hefur dregið dilk á eftir sér. Jón Helgason, dómsmálaráðherra, beitir nú krók móti eigin bragði, þ.e. eigin veit- ingavaldi. Samkvæmt ákvörðun ráðherra verða rétt kjörnar sveit- arstjórnir ekki lengur sá umsagn- araðili, sem mestu skiptir, heldur ráðgefandi nefndir á þeirra veg- um, áfengisvarnanefndir. Það hefur valdið nokkrum úlfa- þyt að ráðgefandi nefnd skuli á þennan veg — með ráðherraúr- skurði — skákað fram fyrir sveit- arstjórn, sem sækir umboð sitt beint til viðkomandi íbúa. Áfengisvarnanefndir hafa og fram til þessa að drýgstum hluta verið skipaðar yfirlýstum andstæðing- um vínneyzlu, en búast má við, að ákvörðun ráðherra bindi endahnút á þá hefð. Dómsmálaráðherra hyggst, að því er virðist, standa í skálkaskjóli áfengisvarnanefnda varðandi framtíðarákvörðun um veitingu eða ekki veitingu vínsöluleyfa. Þetta heitir víst að koma sér upp blóraböggli. Þingmenn í loftfímleikum Hér verður ekki rakin saga bjórmálsins á Alþingi. Hún er öll- um kunn. Loftfimleikar þingsins í því máli verða lengi i minnum hafðir. Hinsvegar verður lftillega skyggnzt í röksemdir þeirra, sem bjór vilja leyfa. Talsmenn þess að leyfa sölu meðalsterks öls i landinu benda m.a. á eftirfarandi: • Ríkið sjálft stendur fyrir bruggun og innflutningi áfengra drykkja. Það selur næstum allar tegundir áfengis, veikra sem sterkra, nema bjór. Veikustu teg- undir vina hafa svipaðan alkó- hólstyrkleika og sterkustu tegund- ir bjórs. • Farmenn, flugliðar og ferða- “ fólk, flytja bjór löglega inn í land- ið. Rikið sjálft heimilar sölu hans i flughöfninni í Keflavik. Heima- sitjandi einir hafa ekki rétt til bjórkaupa. • Fullyrðingar hafa komið fram um „svartan markað" á bjór, sem þá fer fram hjá skattakerfi rikis- ins. • Bjórgerðarefni eru seld í fjöl- mörgum verzlunum. • „Bjórlíkhús", eins og Helgi Selj- an kallar þau, ófá, standa öllum opin. Jón Baldvin Hannibalsson (A), fyrsti flutningsmaður bjórfrum- varpsins, sagði tilganginn með flutningi þess vera: • 1) að draga úr hinni miklu neyzlu sterkra drykkja • 2) að breyta drykkjusiðum þjóðarinnar til hins betra • 3) að afla ríkissjóði tekna • 4) að efla íslenzkan iðnað, þ.e. framleiðsluiðnað öls og gos- drykkja • 5) að samræma áfengislöggjöf- ina. Kjarnapunktar í röksemd bjór- manna eru að betri sé lögleg en ólögleg bjórdrykkja; betra sé að fólk hafi aðgang að gæðabjór en göróttu bjórlíki; órökrétt sé að leyfa sölu allra tegunda áfengis nema þess veikasta. Viðbót ofan á aðra drykkju Þeir, sem mæla gegn bjór, tí- unda einnig sínar röksemdir. Þeir segja m.a.: • Bjórinn dregur ekki úr áfeng- isneyzlu, sem fyrir er í landinu, heldur verður viðbót við hana. • Bjórinn nær til yngri aldurs- hópa en sterkari drykkir. • Hann nær og frekar inn á vinn- ustaði. • Aukin áfengisneyzla segir til sín í vexti þeirra vandamála, sem af vínnautn stafa, og varða heill og hamingju manna, lög- og heilsugæzlu. Ef þessar staðhæfingar eiga að ráða ferð, sem ýmsir telja, verður hinsvegar, til að hafa samræmi i hlutunum: að banna alla sölu og notkun bjórs í landinu; innflutn- ing ferðamanna, flugliða og far- manna; sölu bjórgerðarefna; loka ölstofum; herða tökin á svörtum markaði bjórs. Einn þingmaður, sem studdi bjórinn, Stefán Benediktsson (BJ), hefur boðað frumvarp um slíkt út- fært bjórbann næsta haust, sem rökrétt framhald af þvi að Alþingi felldi bjórfrumvarpið. Enn um fræðimanns- íbúð í Jónshúsi — eftir Sverri Tómasson Einar Ágústsson sendiherra svaraði opnu bréfi mínu um fræðimannsíbúð í Jónshúsi, Kaupmannahöfn, í Morgun- blaðinu 20.7. sl. Það ber að þakka þegar starfsmenn ríkis- ins láta svo lítið að svara opinberlega fyrirspurnum. Sérstaklega er þakkarvert að stjórn hússins hefur látið birta skrá um dvalargesti íbúðar- innar. Hún talar sínu máli, skráin sú, einkum þó síðari hluti hennar, þar sem tróna sýslumenn, prestar, kennarar og alþingismenn. Manni fljúga ósjálfrátt í hug gömlu vinnu- hjúaverðlaunin, silfursvipa og gullúr, sem gefin voru hús- bóndahollu vinnufólki eftir langa og dygga þjónustu. En nú verð ég að grípa til orða Konráðs Gíslasonar, þar sem hann skírskotar til frægrar doktorsvarnar Repps: Absit risus, absit scurrilitas (burt víki hlátur og skrípalæti) og snúa mér að meginefni þessa pistils. í svari Einars Ágústssonar kemur í ljós að hússtjórn hefur frá árinu 1980 auglýst íbúðina þannig að hún væri einnig til afnota fyrir listamenn, en slíkt felur í sér brot á reglugerðinni um húsið, því að ekki er annað að sjá en hún sé enn í fullu gildi og ekki hafi verið leitað eftir samþykki forseta alþingis á breytingunni. Þar að auki verður að líta svo á að auglýs- ingin stangist á við 6. lið reglu- gerðarinnar, því að listsköpun má auðveidlega sinna á íslandi og ekki verða færð gild rök fyrir því að andinn komi frek- ar yfir listamenn í Höfn en heima á Fróni. Það skal tekið fram að þessi póstur er ekki ritaður til þess að spilla fyrir þvi að listamenn þjóðarinnar fái að njóta sín Sverrir Tómasson bæði í Kaupinhöfn og annars staðar, en við sem hlutlausir erum af snilldinni og köllumst fræðimenn, eigum ekki í marga sjóði að sækja. Eins og ég tók fram í fyrri grein minni eru íslensk bókasöfn svo fátæk að þau geta ekki fullnægt fróð- leiksþorsta okkar, ekki einu sinni í þeirri grein sem hefur verið nefnd því háfleyga nafni, „íslensk fræði“. Þessu veldur fyrst og fremst fjárskortur, því að ráðamenn safnanna vilja allt gera sem í þeirra valdi stendur til að liðsinna okkur. í Höfn er safnkostur ríkulegur eins og sæmir menn- ingarþjóð og þar að auki eru þar geymd íslensk handrit og skjöl sem getur verið erfitt að fá lánuð til íslands. Þetta er ástæðan fyrir því að fræði- menn vilja dveljast um sinn í Höfn. Að lokum fer ég fram á það að hússtjórn geri grein fyrir hvaða rannsóknir íbúar fræði- mannsíbúðar á mélinu 2.9. 1985—31.8. 1986 hyggjast stunda. Svari stjórnin ekki verður að líta á úthlutun henn- ar sem einbera scurrilitas, at- höfn sem á frekar heima í sirk- us og tívolí en í virðulegu húsi, kennt við Jón Sigurðsson. Höíundur er sérfræðingur í mið- aldahókmenntum og vinnur í stofnun Árna Magnússonar. Sumarskóli Baháí’a FRÁ 2. til 11. ágúst munu Bahá’íar halda árlegan sumarskóla í hús- mæóraskólanum á Akureyri. Þar er gert ráð fyrir að um það bil 70 gestir skólans muni eyða deginum fram á kvöld við leik og störf. Heiðursgestur sumarskólans verður dr. Hermann Grossmann, sem býr í Finnlandi. Hann mun meðal annars flytja fyrirlestra um framlag ungmenna til alþjóðaárs æskunnar. Fimmtudagskvöldið 8. ágúst verður fræðslu- og skemmti- dagskrá fyrir almenning, þar sem fjallað verður um nauðsyn þess að friðarviðleitni hefjist á einstakl- ingsgrundvelli og leiði þaðan til stærri þjóðfélagseininga. Aðgang- ur er ókeypis og opinn almenningi. Dagskráin hefst klukkan 20.30 i húsmæðraskólanum. (Úr rréttatilkynningu.) Fata-spil hf. opn- ar saumastofu FATA-SPIL hf. hóf nýlega fata- framleiðslu og opnaði alhliða saumastofu í Miðstræti 3a. Mun fólk geta fengið leiðbeiningar og aðstoð við saumaskap auk þess sem saumastofan tekur að sér all- an saumaskap.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.