Morgunblaðið - 07.08.1985, Page 54

Morgunblaðið - 07.08.1985, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 Minning: Sr. Sigurður S. Hauk- dal fv. prófastur Fsddur 7. ágúst 1903 Dáinn 31. júlí 1985 f dag verður til moldar borinn sr. Sigurður S. Haukdal, fv. sókn- arprestur og prófastur í Flatey á Breiðafirði og Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum. Hann hafði verið heilsuveill nú síðustu árin, en kallið kom samt óvænt, — hann lézt af völdum heilablóðfalls að- faranótt 31. júli sl. Sr. Sigurður fæddist 7. ágúst 1903 í Reykjavík og hefði því orðið 82ja ára í dag. Foreldrar hans voru Sigurður búnaðarráðunautur og alþingismaður, Sigurðsson, bónda að Langholti i Flóa, Sig- urðssonar og kona hans Björg Þorvaldína Guðmundsdóttir, bónda í Höll i Haukadal í Dýra- firði, Eggertssonar. Eldri bróðir sr. Sigurðar, Geir verzlunarmaður í Reykjavík, er látinn fyrir nokkr- um árum, en fóstursystir, Sonja Helgason, íþróttakennari og verzl- unareigandi (Nesti), lifir fóstur- bræður sína. Eftir stúdentspróf frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1924 lá leið- in í guðfræðideild Háskóla fslands og brautskráðist sr. Sigurður cand. theol. 1928. Sama ár var hann settur sóknarprestur í Flat- ey á Breiðafirði, tók vígslu og fékk svo veitingu næsta ár. Hinn 5. júní 1929 kvæntist sr. Sigurður Benediktu, f. 5. júní 1905, dóttur Eggerts bónda og alþing- ismanns í Laugardælum í Flóa, Benediktssonar og konu hans Guðrúnar Sólveigar Bjarnadóttur. Var það stórt gæfuspor fyrir þau bæði, því að sjaldan hef ég kynnzt samhentari hjónum. Ungu prestshjónin settust að í Flatey, og var þeim mjög vel tekið af söfnuðinum. Fljótlega hlóðust á herðar sr. Sigurðar fjölmörg trúnaðarstörf. Hann varð prófastur i Barða- strandarprófastsdæmi 1931 aðeins 28 ára að aldri og þjónaði auka- lega Brjánslækjarprestakalli í um 12 ár og Staðarprestakalli á Reykjanesi í eitt og hálft ár. Hann var formaður skólanefndar Flat- eyjarhrepps 1928—45, í hrepps- nefnd 1930—45 og oddviti 1931—45, sýslunefndarmaður í Austur-Barðastrandarsýslu 1941—45. Þá var hann forstöðu- maður Flateyjar-framfara-stift- unar 1928—45, heiðursfélagi 1945 og formaður Sparisjóðs Flateyjar 1931-45. Þessi upptalning segir ekki nema hálfa söguna, því að segja má að sr. Sigurður hafi rækt öll sín störf á þann veg, að hann hafi í senn verið andlegur og veraldleg- ur leiðtogi sóknarbarna sinna. Prúðmannleg og frjálsleg fram- koma aflaði sr. Sigurði hvarvetna trausts og virðingar, og hann hafði gott samstarf við aðra ráða- menn á staðnum, t.d. Sigfús Bergmann kaupfélagsstjóra og Stein Ágúst Jónsson, síðar oddvita. Þá er mér mjög minnis- stæður heimilisvinur þeirra hjóna, Magnús Benjamínsson, verzlunar- maður — fjöllesinn og skemmti- legur maður. Á þessum tíma voru allar Vest- ureyjar ennþá fullsetnar fólki. Stundaður var hefðbundinn eyja- búskapur, hlunnindi nýtt, og tals- verð verzlun var í Flatey. Utgerð og fiskvinnsla hafði aftur á móti minnkað mjög frá því áður var, sérstaklega munaði um það, að Guðmundur Bergsteinsson í Ás- garði hafði orðið að hætta með stórútgerð sína skömmu eftir fyrra stríð. Tækifæri fyrir unga fólkið voru takmörkuð og fólk hafði áhyggjur af fyrirsjáanlegum fólksflótta, ef ekkert yrði að gert. Sr. Sigurður var ötull hvatamaður nýjunga og framfara, sérstaklega að reynt yrði að byggja upp nú- tímalega útgerð og fiskvinnslu að marki, og þegar athafnamaðurinn Gísli Jónsson varð þingmaður Barðastrandarsýslu 1942, fékk sr. Sigurður ötulan bandamann, enda var þeim gott til vina. Hafizt var handa um byggingu nýrrar hafnar „út í ey“ og frysti- hús reist síðar. Ekki tókst þó að fylgja þessu eftir, þannig að rekstrargrundvöllur yrði og fólks- flótti stöðvaðist. Þau sr. Sigurður og Benedikta eignuðust 2 syni, Sigurð flugstjóra f. 14. des. 1930 og Eggert bónda og alþingismann, f. 26. apríl 1933. Þá tóku þau í fóstur á Flateyjarárun- um Ástu Valdemarsdóttur frá Hvallátrum á Breiðafirði f. 25. maí 1933. Þegar börnin tóku að stálpast, fóru þau prestshjónin að finna fyrir því, að svigrúmið í Flatey var of lítið. Hugur þeirra hafði staðið til búskapar með prestsstörfun- um, áhrif frá æskuheimilum þeirra beggja, ekki sízt hjá sr. Sig- urði áhrif frá föður hans held ég, en Sigurður ráðunautur var einn merkastur brautryðjenda nýrra búskaparhátta um og eftir alda- mótin siðustu. Það varð að ráði, að sr. Sigurður sótti um Landeyjaþing og fékk veitingu 1. júní 1945. Flateyingar lögðu hart að þeim hjónum að vera áfram, og nær all- ir í sókninni undirrituðu áskorun til sr. Sigurðar um það. En ákvörðuninni varð ekki breytt, og fluttist fjölskyldan að Berg- þórshvoli í Vestur-Landeyjum vorið 1945. í Landeyjum þróuðust mál á sama veg og fyrr, að það hlóðst á herðar sr. Sigurðar fjöldi trúnað- arstarfa. Hann sat í hreppsnefnd Vestur-Landeyjahrepps 1946—70, var oddviti 1954—70 og sýslu- nefndarmaður í Rangárvallasýslu 1946—70, formaður skólanefndar 1945—58 og kennari 1953—55. Þá var hann formaður Búnaðarfélags Vestur-Landeyjahrepps 1946—70, í stjórn Ræktunarsambands Landeyja 1947—70 og formaður 1949—70. Hann sat í stjórn Kaup- félags Rangæinga 1947—56 og Kaupfélagsins Þórs 1962—74, í fulltrúaráði Sambands íslenzkra sveitarfélaga 1950—70 og í full- trúaráði Brunabótafélags íslands 1955—74. Þá sat hann i stjórn Prestafélags Suðurlands um skeið. I flokksráði Sjálfstæðisflokksins sat hann í 20 ár, var formaður kjördæmisráðs sjálfstæðisfélag- anna i Suðurlandskjördæmi fyrstu 3 ár þess og formaður full- trúaráðs sjálfstæðisfélaganna i Rangárvallasýslu í nokkur ár. Hann var góður vinur og náinn samstarfsmaður Ingólfs Jónsson- ar á Hellu og var tiðum á fram- boðslista til Álþingis með honum. Sr. Sigurður varð prófastur i Rangárvallaprófastsdæmi 1%9—73 og þjónaði aukalega Oddaprestakalli um hríð 1946 og Holtsprestakalli hluta úr ári 1946 og 1962-63. Þau hjónin, sr. Sigurður og Benedikta, hófu búskap ásamt börnum á Bergþórshvoli strax vorið 1945. Aðstæður voru mjög erfiðar, vegasamband lélegt, tún lítil og ræktunarland af skornum skammti. Stór hluti landsins var blautar mýrar sem nýttust illa. Sr. Sigurður keypti i félagi við nágranna sína traktor með jarð- ræktartækjum, og með stofnun Ræktunarsambands Landeyja, sem búnaðarfélögin í Vestur- og Austur-Landeyjum stofnuðu 1947, hófst stórvirk uppþurrkun í Land- eyjum undir forystu þeirra sr. Sig- urðar og Erlends Árnasonar, oddvita í Skíðbakka i Austur- Landeyjum. Búin stækkuðu með stóraukinni túnarækt, og beiti- löndin bötnuðu. Afkoman varð betri og tryggari. Sr. Sigurður gekk til verka af áhuga og eldmóði, eins og hann átti kyn til, og minnist ég þess sérstaklega fyrstu árin, þegar afla þurfti heyja á engjum og í túnþýfi, hversu góður sláttumaður hann var. Eftir því sem árin liðu fór sr. Sigurður að draga saman seglin í búskapnum og hin síðari ár bjó hann félagsbúi með Eggerti syni sínum. Árið 1973 hætti hann prestskap og hafa þau hjón lengst af eftir það dvalið í Reykjavík á Barónsstíg 43. Sr. Sigurður S. Haukdal var meðalmaður á hæð, fínlegur og snyrtilegur. Hann var léttur og skemmtilegur í samræðu og hafði góða kímnigáfu, sem m.a. naut sín sérlega vel í tækifærisræðum. Hann var góður kennimaður, hélt einfaldar og skýrar stólræður, sem náðu til fjöldans. Sérstaklega þóttu útfararræður hans frábær- ar. Ritfær var hann vel og skrifaði lipran og léttan stíl. Hann var mjög félagslyndur og góður gestur á hverjum bæ. Hann naut þess að vera með fólki og þjóna fólki, ekki aðeins sem prest- ur, heldur einnig sem félagi og leiðtogi. Hann hafði metnað til að vera fremstur meðal jafningja, en aldrei þannig, að hann vildi ganga á hlut nokkurs manns. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á þjóðmálum, var eindreg- inn sjálfstæðismaður, en gerði sér far um að kynna sér röksemdir annarra og virti skoðanir þeirra, þótt hann væri stefnufastur sjálf- ur. Hann var umtalsgóður og vildi ekki heyra órökstudda gagnrýni. Sr. Sigurður var að fornu og nýju mjög kær tengdafólki sínu. Þau tryggðabönd, sem bundust Laugardælum, styrktust með ár- unum og yfirfærðust á okkur af yngri kynslóðum. Eg kynntist sr. Sigurði mjög vel sem bam, þegar ég var f sumar- Dýrfinna Oddfriðs- dóttir - Minning Fedd 2. ágúst 1895 Díin 28. júlí 1985 Síðari hluta dags haustið 1936 gekk sá, er þessar linur ritar, inn Hverfisgötu í leit að húsinu 68A. Ég hafði grafið upp að þar byggi faðir minn með fjölskyldu sinni. Húsið fann ég og knúði þar dyra með nokkurri eftirvæntingu, því föður minn hafði ég aldrei séð. Til dyra kemur þrekvaxin kona, með festulegan en hlýlegan svip. Ég spyr hana hvort Bjarni Guð- mundsson sé heima. Konan segir það ekki vera. „Ert þú konan hans,“ spyr ég. Hún játar því. „Ég heiti Egill og er sonur hans Bjarna,“ segi ég. Ekki man ég eftir að nein svipbrigði sæjust á andliti kon- unnar, en hún býður mér að ganga inn og segir um leið að liklega verði hún þá að kallast stjúpa mín. Þegar inn kom heilsaði mér ung stúlka er sagðist heita Soffía, og gerði ég mér ljóst að hún mundi vera hálfsystir mín. Dvaldi ég þarna góða stund hjá þeim mæðgum og þáði veitingar. Konan, þessi nýfundna stjúpmóðir mín, sagðist heita Dýrfinna Oddfriðsdóttir, og man ég að mér þótti bæði nöfnin óvenjuleg. Um hvað við ræddum við kaffi- borðið er mér úr minni liðið, en þegar húsmóðirin sagði að óvíst væri hvenær maður hennar kæmi heim, bjó ég mig til brottferðar, en stjúpa mín kvaddi mig með þeim orðum, að þar sem hennar heimili væri, þangað skyldi ég alltaf vera velkominn. Síðar frétti ég að föður mínum muni hafa láðst að segja konu sinni að hann ætti son norður i landi og gerðist það því harla óvænt að hún eignaðist tvítugan stjúpson á haustdægrum 1936. Fundum okkar feðganna bar sam- an skömmu síðar. Eins og gefur að skilja lagði ég oft leið mína inn á Hverfisgötu 68A eftir fyrstu kynni mín við fjölskylduna þar enda ekki langt að fara. Þetta haust stundaði ég nám í Samvinnuskólanum og bjó ásamt góðvini mínum og skóla- bróður Jóni Helgasyni, síðar rit- stjóra og fræðimanni, á Klappar- stíg 11. Dýrfinna Oddfriðsdóttir og Bjarni Guðmundsson gengu i hjónaband 1919. Þeim varð þriggja barna auðið. Tveir synir þeirra dóu í æsku, en dóttirin Soffía er gift Jóhanni Kjartans- syni verzlunarmanni og eiga þau fjögur uppkomin börn. Dýrfinna eignaðist dóttur áður en hún gift- ist Bjarna. Hún giftist Hafsteini Petersen sem nú er iátinn og eru níu börn þeirra á lífi. Þau Dýrfinna og Bjarni fluttu síðar upp á Grettisgötu og höfðu herbergi aflögu, sem við Jón Helgason leigðum og vorum þar einnig í fæði. Dvaldi ég þar undir verndarvæng Dýrfinnu stjúpu minnar þar til ég kvæntist 1939. Myndaðist strax vináttusamband milli konu minnar, Dýrfinnu og dætra hennar sem varað hefur æ síðan. Eldri dóttirin, Hrefna, var jafnaldra mín. Árið 1948 verða nokkur þátta- skil í lífi Dýrfinnu. Þau Bjarni höfðu þá slitið samvistir. Um sumarið var Dýrfinna ráðin af stjórnvöldum landsins til þess að hafa umsjón með Ráðherrabú- staðnum við Tjarnargötu. Vali hennar mun hafa ráðið orð það er af henni fór fyrir stjórnsemi og myndarskap við framreiðslu, en við hana hafði hún unnið meira eða minna allt frá árinu 1930 und- ir handleiðslu færustu veitinga- manna bæjarins. Var ráðsmennskan í Ráðherra- bústaðnum mikið ábyrgðar- og trúnaðarstarf, þar sem sjá þurfti um að húsakynni öll væru í fyllsta lagi hvað reglu og hreinlæti snerti, hvenær sem gesti bæri að garði. Einnig var það hennar hlut- verk að hafa stjórn á framreiðslu í öllum þeim veizlum, sem þar voru haldnar á vegum ríkisins af ýmsu tilefni og komu erlendra þjóðhöfð- ingja og fyrirmenna. Munu þær hafa verið ófáar rík- isstjórnirnar, sem Dýrfinna starf- aði fyrir á þessum vettvangi um 20 ára skeið. Naut hún virðingar og dvöl hjá þeim hjónum í Flatey 3 sumur 1940—42 og í sumarvinnu 1946 og ’47, og svo síðar á lífsleið- inni. Eg mat hann mikils, hann hafði alltaf góð áhrif á mig. Fyrir mér var hann ætíð höfðinginn, sem ég kynntist og dáðist að í Flatey forðum. Ég og fjölskylda mín sendum Benediktu, börnum og fjölskyldum þeirra hjartanlegar samúðar- kveðjur. Blessuð sé minning hans. Benedikt Bogason Jarðneskri ævi sr. Sigurðar S. Haukdal, fv. prófasts á Berg- þórshvoli, er lokið. Hann andaðist í Borgarspítalanum 31. júlí sl. og verður jarðsunginn á afmælisdag- inn sinn, 7. ágúst, en þá hefði hann orðið 82 ára. Með sr. Sigurði er genginn góður maður og merkur um alla hluti. Fáum hef ég kynnst sem notið hafa þvílíkrar mann- hylli og sr. Sigurður eða verið fal- in fleiri trúnaðarstörf fyrir kirkju, sýslu og sveitarfélag í tveim pró- fastsdæmum. Ungur að árum vígðist sr. Sigurður til Flateyjar á Breiðafirði. Þrem árum síðar var hann kjörinn prófastur í Barða- strandarprófastsdæmi og verður jafnframt oddviti og sýslunefnd- armaður fyrir Flateyjarhrepp. Flatey þjónaði sr. Sigurður til árs- ins 1945, er hinum voru veitt Landeyjaþing, og þar endurtekur sig sama sagan. Honum voru falin sömu störf hér syðra og fyrir vest- an, nema hvað þau urðu fleiri og fjölbreyttari. Þetta mikla traust og trúnaður, sem hann naut, sýnir ekki síst hver maðurinn sr. Sig- urður S. Haukdal var í raun og veru og lýsir honum betur en lang- ar blaðagreinar. Sr. Sigurður átti til góðra að telja. Hann fæddist í Reykjavík, sonur hjónanna Sigurðar Sigurðs- sonar, búnaðarráðunauts og al- þingismanns Árnesinga, og Bjarg- ar Þorvaldínu Guðmundsdóttur, sem ættuð var frá Haukadal í Dýrafirði. Þetta menningarheim- ili ásamt andlegum straumum aldamótanna hafði mótandi áhrif á sr. Sigurð og bar hann merki þess alla ævi. Sr. Sigurði var ekki lagið að læðast með veggjum eða villa á sér heimildir. Hann lét ávailt skoðanir sínar í Ijós skýrt og skorinort, hvort heldur var á mönnum og málefnum. Gilti einu, hvort um var að ræða trúmála- eða stjórnmálaskoðanir hans. Sr. Sigurður vann mikið og gott starf í Rangárþingi fyrir Sjálfstæðis- flokkinn og prýddi um árabil framboðslista flokksins með nafni sínu. Þeir, sem kynntust sr. Sig- urði og mannkostum hans, virtu skoðanir hans, því að þær voru framsettar af einlægni og trú á trausts fyrirmenna þjóðarinnar vegna dugnaðar, háttvísi og sam- viskusemi og eignaðist einlæga vináttu margra þeirra. Margir erlendir þjóðhöfðingjar gistu í Ráðherrabústaðnum meðan Dýrfinna annaðist þar hússtjórn og sæmdu hana orðum fyrir virðu- lega frammistöðu, sem þeim hæfði. Einnig sýndi íslenzka rfkiö henni oftar en einu sinni virð- ingarvott fyrir vel unnin störf. Meðan stjúpa mín bjó í Ráð- herrabústaðnum, áttum við hjónin og börn okkar margar ánægju- stundir í litlu íbúðinni hennar sem við þökkum hjartanlega að leiðar- lokum. Þegar Dýrfinna hætti störfum í þjónustu ríkisins, fluttist hún að Hrafnistu 1. maí 1969. Þótt húsa- kynni væru ekki stór, ríktu þar sama vinarþelið, myndarskapur- inn og rausnarbragurinn og hún hafði alla daga sýnt lágum sem háum. Eftir 7 ára dvöl þar fór heilsu hennar að hraka, en síðustu árin dvaldi hún í sælli ró á sjúkra- deild storfnunarinnar. Þar andað- ist hún 28. júlí sl. Allir, sem kynntust þessari stórbrotnu alþýðukonu, munu minnast hennar með virðingu og þakklæti. Eg og fjölskylda mín sendum ættingjum hennar og afkomend- urm innilegar samúðarkveðjur. Egill Bjarnason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.