Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 07.08.1985, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 7. ÁGÚST 1985 fólk í fréttum EINAR KARL HARALDSSON: Tekur við ritstjórastöðu hjá „Nordisk Kontakt" Það hefur blundað í mér að fara erlendis um tíma og svo vil ég gjarnan komast i biaðamennskuna aftur," segir Einar Karl Haraldsson, sem brátt heldur utan til að taka við ritstjórastöðu hjá „Norsk Kont- akt“, tímariti Norðurlandaráðs. „Það eru fleiri ástæður sem liggja að baki þessari ákvörðun minni og m.a. býður þetta upp á betri kjör en ég fæ hér heima. Verkefnið er spennandi til að takast á við og það má bæta því við að ég er ekkert yfir mig hrif- inn af pólitíkinni eins og hún er núna hér á landi, þannig að það er alveg kjörið fyrir mig að halda nú út og horfa úr fjaríægð á stjórnmálin. Ég hef verið það lengi í kringum ísiensk stjórn- mál og Iitið þau með gleraugum eins flokks, að nú gefst gott tækifæri fyrir mig að endurmeta stöðu mína.“ — Enginn kvíði hjá þér að takast á við ábyrgðarstöðu er- lendis? „Nei, ekki get ég beint sagt það. Ég þekki Svíþjóð og Stokk- hólm afskaplega vel. Auðvitað er ég hæfilega spenntur og dálítill sviðsskrekkur f mér en það er bara gott.“ — 1 hverju verður starfið að- allega fólgið? „Starfið byggist á því að út- gáfa Nordisk Kontakt er í mín- um höndum en það tfmarit kem- ur út 17 ti) 18 sinnum á ári á vegum Norðurlandaráðs. Inni- hald blaðsins svo og rekstrar- hliðin verður á mfna ábyrgð. Það sem gerir þetta verkefni sér- staklega áhugavert er að í nokk- ur ár hefur undirbúningur staðið yfir á breytingum tfmaritsins bæði hvað varðar útlit og áhersl- ur. Svið blaðsins verður víkkað en megináherslan hingað til hefur verið bundin fréttum af þjóð- þingum landanna. Nú er þessu ríti hinsvegar ætlað að ná meira til hins almenna þjóðfélagsþegns á Norðurlöndunum og fólksins í atvinnuvegum þá sérstaklega, en ritið hefur fram til þessa að mestu náð til embættismanna, stjórnmálamanna og þess fólks sem starfar að norrænni sam- vinnu á einhvern hátt. Fyrir utan mig starfa fimm sjálfstæð- ir ritstjórar í hverju Norður- landanna, en eiga aðild að Norð- urlandaráði og þeir ritstjórar eru ráðnir af deildum ráðsins í hverju landi. Þessari stöðu gegn- ir nú Björn Jóhannsson á fs- iandi. Það er því samnorrænni parturinn sem kemur í minn hlut Ég mun hafa skrifstofu f Stokkhólmi og mæti til vinnu fyrsta október næstkomandi. Til að byrja með er ég ráðinn til fjögurra ára og hvað tekur við að þeim árum loknum er alveg óskrifað blað. Yves St. Laurent á ferð í Kína Yves St. Laurent var í Kína ný- lega að kynna innfæddum það sem kemur í vetur frá honum í tfskuklæðnaði. Áhuginn fyrir föt- um hans var mikill. St. Laurent sagðist vera hrifinn af kinverskri list, menningu og jafnvel klæðnaði þó að hann væri ekki beint líkur því sem hann væri að hanna fyrir markaðinn 1986. Litli snáðinn ásamt foreldrunum Haakon og Mörthu í Ríó. Yves St Laurent sagðist hrifinn af kínverskum klæðnaði, þó hann veri ekki beint líkur því sem hann veri að hanna fyrir markaðinn 1986. Einar Karl Haraldsson með nokk- ur eintök af blaðinu sem hann kemur til með að ritstýra innan skamms en líklega verður blaðið þá með nokkuð öðru útliti og efn- isinnihaldi. Morirunblaiift/Árni Sæbers Langafinn er stoltur þessa dagana yfir verðandi nafna sínum. jr Hann á að heita Olav eins og langafinn Fimmtudagurinn 11. júlf sl. reyndist merkur dagur hjá norska kóngafólkinu. Þá fæddist í Rió de Janeiro Olav Alexander sonur Haakons og Mörthu Lorentzens en faðirinn er dóttursonur Olavs Noregs- konungs. Olav, sem nú er orð- inn langafi, var hinn ánægð- asti og ekki síst þegar hann frétti að litli stúfurinn ætti að heita sama nafni og hann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.