Morgunblaðið - 04.09.1985, Page 1

Morgunblaðið - 04.09.1985, Page 1
56 SIÐUR STOFNAÐ 1913 197. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Njósnahneykslið í Vestur-Þýskalandi: Zimmermann ekki vikið frá Bonn, 3. september. AP. HELMUT Kohl hafnaði í dag öllum kröfum um að Friedrich Zimmermann, innanrikisráðherra Vestur-Þýskalands, segði af sér vegna njósnamálsins. í umræðum á Sambandsþinginu í Bonn varði Kohl viðbrögð Zimm- ermanns við flótta Hans Joachims Tiedge til Austur-Þýskalands og sagði að Zimmermann hefði ekki gert neinar skyssur hvorki áður né eftir að Hans Joachim Tiedge flúði til Austur-Þýskalands. Hann sagði óhæft að hvert njósnamál sem upp kæmi leiddi til afsagnar viðkomandi ráðherra. Það hefði í för með sér að erlendar leyniþjónustur gætu ráðið hversu lengi ráðherrar gegndu embættum sínum í Vestur-Þýskalandi. Vill Gorbachev tilslakanir? Moskvu. 3. september. AP. MIKHAIL S. Gorbachev, leiðtogi Sov- étríkjanna, er reiðubúinn til að leggja fram „róttækar" tillögur í afvopnunar- málum, að sögn bandarískra þing- manna, sem áttu viðræður við Gorb- achev í dag. Sam Nunn, þingmaður demókrata frá Georgíu, sagði að viðræðurnar í Kreml hefðu sýnt að Gorbachev sætti sig ekki við geimvarnarrann- sóknir Bandaríkjamanna. Þingmaðurinn Byrd, sem einnig tók þátt í viðræðunum, sagði að væru Bandaríkjamenn reiðubúnir til að ræða leiðir til að koma í veg fyrir hervæðingu í geimnum á fundi Reagans og Gorbachevs í Genf í nóvember, væri víst að Sovétmenn legðu fram „róttækar" tillögur til afvopnunarmála. í ljós kom að meirihluti þing- heims fylgir Kohl að málum. 1 dag voru greidd atkvæði um það á þing- inu hvort Zimmermann ætti að regja af sér og voru 275 þingmenn á móti, en 214 með. Einn sat hjá. Stjórnarandstöðuflokkur sósíal- demókrata fór fram á atkvæða- greiðsluna og var hún ekki bind- andi. Bandaríski herforinginn Bernard W. Rogers, æðsti maður herafla Atlantshafsbandalagsins í Evrópu, sagði í dag að vestrænar þjóðir yrðu að leggja harðar að sér við að leita uppi njósnara Varsjárbandalags- landa i sínum röðum. Hann sagði að njósnahneykslið í Þýskalandi bæri því vitni hversu auðvelt væri fyrir utanaðkomandi aðila að koma fyrir njósnurum f vestrænum leyniþjónust.um. Hús verður Elínu að bráð AP/Símamynd Sam English situr á tröppum að rústum húss síns á strönd Dauphin-eyju eftir að fellibylurinn Elín geisaði á eyjunni á mánudag. Ar frá því að óeirðir hófust vegna aðskilnaöarstefnu: Verkfalli námamanna í Suður-Afríku aflýst Jóhannesarborc, 3. september. AP. NÁMSMENN við háskólann í Sow- eto í Jóhannesarborg gengu í dag úr Fyrsta einvígisskákin: Áskorandinn hefur meiri sigurlíkur Moskvu, 3. september. AP. FYRSTA skák Karpovs og Kasp- arovs í heimsmeistaraeinvíginu fór í bið í dag eftir að Kasparov, sem hafði hvítt, lék sinn 42. leik. Skákmeistarar, sem fylgdust með skákinni í Tsjaíkovský- höllinni í Moskvu, sögðu að Kar- pov gæti neyðst til að gefa skák- ina þegar hún verður tefld áfram á morgun, miðvikudag, ef Kasp- arov hefur leikið réttan biðleik. Kasparov gekk fyrstur inn á sviðið og virtist sjálfsöruggur í fasi. Eftir að hann hafði tekið í hönd Karpovs hófu þeir seinni viðureign sína um heimsmeist- aratitilinn. Sjá nánar um fyrstu einvíg- isskákina á blaðsíðu 22. AP/Símamynd Vladas Mikenas dómari setur klukkuna af stað í fyratu einvígisskák Anatolys Karpov heimsmeistara og Garris Kasparov áskoranda. kennslustundum og átök blossuðu upp í Höfðaborg, en í dag er ár liðið síðan óeirðir blökkumanna hófust í Suður-Afríku til að mótmæla að- skilnaðarstefnu stjórnvalda þar í landi. Stéttarfélag svartra náma- manna tilkynnti í dag að verkfalli námamanna hefði verið frestað eftir að stjórnendur gullnámu í grennd við Jóhannesarborg ráku sex til sjö þúsund námamenn frá störfum vegna verkfallsaðgerða. Lögregla og verðir við námuna réðust að námamönnum, sem felldu niður vinnu, með táragasi til að reka þá frá hóteli þar sem um 1.400 námamenn, er vildu snúa til vinnu, höfðu komið sér fyrir. Verkfallið virtist hjaðna eftir því sem á daginn leið og síðdegis lá vinna aðeins niðri í tveimur námum. Greint var frá þvi í dag að lög- reglumenn hefðu skot'ð blökku- mann til bana í þorpinu Duncan er þeir hófu skothríð á mannþyrp- ingu eftir að bensínsprengja sprakk við lögreglubifreið. I Soweto sóttu háskólastúdentar ekki fyrirlestra og gengu þúsund- um saman um götur. Vildu þeir minnast óeirða undanfarins árs meö þessum hætti. Gæslusveitir lögreglu og hers fóru um borgarhlutann, en réðust ekki að stúdentunum fyrr en þeir hófu að grýta steinum. Þá gripu gæslusveitirnar til táragass til að dreifa mannfjöldanum. í Höfðaborg kveiktu unglingar götuelda og lögðu eld að bifreið- um, en engin dauðsföll voru til- kynnt frá óeirðunum. Undanfarna sex daga hafa a.m.k. 29 manns lát- ist og rúmlega 150 særst í átökum í Höfðaborg. Gengi suður-afríska randsins lækkaði í dag gagnvart dollaran- um þrátt fyrir stuðning frá seðla- banka landsins, sem rekinn er af rikinu. Seðlabankinn í Suður- Afríku hefur aðstoðað við að ákveða gengi randsins síðan á mánudag er gjaldeyris- og verð- bréfamarkaðir voru opnaðir aftur. Þeir voru lokaðir í fimm daga vegna gengishruns randsins. Mikil átök blossa upp í Afganistan Islamahad, Pakmtan, 3. neptember. AP. HAFT er eftir vestrænum sendi- ráðsstarfsmanni að mikið mann- fall hafi orðið í Afganistan þegar Sovétmenn gerðu árásir á birgða- lestir afganskra skæruliða. Að sögn geisa nú mikil átök í Paktia-héraði, sem liggur að Pakistan, og hafa báðir aðilar orðið fyrir miklu mannfalli. Talið er að Sovétmenn hafi sent um 10.000 hermenn á vett- vang til að stöðva birgðaflutning afganskra skæruliða til Afgan- istan í síðustu viku og ná aftur yfirráðum yfir borginni Khost, sem hefur verið umkringd skæruliðum í tæpt ár. Leiðtogar skæruliða segja að komið hafi til átaka við sovéskt herlið og herspítalinn í Kabúl annar vart straumi særðra skæruliða og sovéskra her- manna. Talið er að allt að 1.000 manns hafi fallið í átökunum, en það hefur ekki fengist staðfest.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.