Morgunblaðið - 04.09.1985, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
Ferskfiskmarkaður-
inn erlendis:
Lágt verð
nema fyrir
„gámafísk“
FJÖGUR íslenzk fískiskip
seldu afla sinn í Þýzkalandi
og Bretlandi á mánudag.
Fengu þau fremur slakt verð
fyrir afíann. Mun betra verð
fékkst fyrir físk, sem seldur
var úr gámum.
Karlsefni RE seldi 221,8 lestir i
Cuxhaven. Heildarverð var
6.019.100 krónur, meðalverð
27,14. Snæfell EA seldi 121,5 lest-
ir í Bremerhaven. Heildarverð
var 3.142.200 krónur, meðalverð
25,86. Keilir RE seldi 85,1 lest í
Grimsby. Heildarverð var
3.331.200 krónur, meðalverð
39,16. Loks seldi Haukafell SU
44,8 lestir í Hull. Heildarverð var
1.711.100 krónur, meðalverð
38,20.
Á mánudag voru samtals seld-
ar 272,2 lestir af „gámafiski"
héðan í Bretlandi. Heildarverð
var 12.769.600 krónur, meðalverð
46,92. Fiskurinn úr gámunum var
yfirleitt góður og verð að meðal-
tali úr einstökum gámum frá 37
krónum upp í 64 fyrir hvert kíló.
Á þriðjudag var ekkert selt af
fiski upp úr skipum, en nokkuð
úr gámum og fékkst svipað verð
fyrir hann og á mánudag.
Stjóm BSRB:
*
Ursögn
Kennarasam-
bandsins
ótvírætt
ólögleg
„VIÐ TELJUM það alveg ótvírætt
samkvæmt lögum BSRB að það
þurfi y-i hluta greiddra atkvæða til
að úrsögn sé gild. Samkvæmt öll-
um lögum og hefðum eru greidd
atkvæði þau atkvæði sem látin eru
í kjörkassa og þar með talin bæði
auðir og ógildir seðlar," sagði
Kristján Thorlacius, formaður
BSRB, en stjórn Bandalagsins
samþykkti á fundi sínum í vikunni
að úrsögn Kennarasambands ís-
lands úr Bandalagi starfsmanna
ríkis og bæja standist ekki fyrir
lögum Bandalagsins. Kennarar
samþykktu í allsherjaratkvæða-
greiðslu að segja sig úr Bandalag-
inu. Af 2.443 sem greiddu atkvæði,
greiddu 1.572 atkvæðrmeð úrsögn,
sem er 64,35%.
Kristján sagði að BSRB myndi
ekki reka þetta mál fyrir dóm-
stólunum. Hins vegar teldu þeir
nauðsynlegt að úrskurður rétts
aðila, sem að frágenginni kjör-
stjórn væri stjórn BSRB að mati
lögfræðings þeirra, lægi fyrir.
Kjörstjórn hefði verið margbúin
að hafna því að kveða upp úrskurð
um það hvort hér væri um löglega
úrsögn að ræða og því hefði stjórn
BSRB kveðið upp sinn úrskurð.
Mörg atriði tengdust því hvort hér
væri um löglega úrsögn að ræða.
Til dæmis væri hugsanlegt að ein-
stakir félagsmenn i BSRB og
Kennarasambandinu kynnu að
fara í mál gegn BSRB, ef úrskurð-
urinn hefði ekki verið kveðinn
upp. Hins vegar mættl skjóta
þessum úrskurði stjórnarinnar til
þings BSRB, sem yrði haldið i
haust.
Álverið í Straumsvík. Ef af stækkun verður, mun nýr kerskáli rísa milli núverandi kerskála og Reykjanesbrautar. Hann verður jafn stór hinum
tveimur.
Miklar vonir bundnar við hugsanlegt samstarf við Kínverja í áliðnaðinum:
„Vestrænar þjóðir mæna
vonaraugum til Kína“
Dr. Miiller fyrrum forstjóri Alusuisse,
ráðgjafi Kínastjórnar í álmálum
ÞAÐ ER MAT þeirra Geirs Hallgrímssonar utanríkisráðherra, Birgis
ísleifs Gunnarssonar, formanns stóriðjunefndar og dr. Jóhannesar Nor-
dal, formanns samninganefndar um stóriðju, að mjög raiklir möguleikar
gætu opnast íslensku atvinnulífi, ef samningar tækjust á milli Málm-
iðnaðarsamsteypu Kínverska alþýðulýðveldisins, Alusuisse og íslenskra
stjórnvalda um eignaraðild Kínverjanna að stækkun álversins f Straums-
vík. Eins og kemur fram í baksíðufrétt Morgunblaðsins í gær, þá hefur
Kínverska alþýðulýðveldið lýst áhuga sínum á slfku samstarfi.
„Ég teldi það mjög jákvætt, ef
hagkvæmir samningar fyrir
báða aðila tækjust um stækkun
álbræðslunnar f Straumsvík,
þannig að Kínverjar yrðu aðilar
að þeim rekstri," sagði Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra
er Morgunblaðið leitaði álits
hans á þeim möguleika að Kfn-
verjar komi inn sem eignaraðil-
ar að álverinu í Straumsvfk, þeg-
ar af stækkun þess verður.
Utanríkisráðherra sagði að
það væri ljóst að stjórnvöld í
Kína væru að opna fyrir erlendri
fjárfestingu, auk þess sem þau
greinilega hugsuðu sér aö fara út
f fjárfestingu erlendis. „Hag-
kerfi Kínverja hefur hingað til
verið afar lokað og því hefur ver-
ið miðstýrt," sagði Geir, „en ým-
is teikn eru nú á lofti um að það
sé að opnast og að markaðsvöld
fái nú frekur en áður að njóta
sín. Samstarf íslendinga og
Kínverja varðandi álbræðsluna
getur opnað íslendingum ýmsar
leiðir til aukinna viðskipta við
Kína, á vörum, hugviti og þjón-
ustu, ef vel er á málum haldið."
Geir var spurður hvort það
gæti ekki haft afdrifarfkar af-
leiðingar fyrir íslendinga, ef af
slíku samstarfi yrði, og kfn-
verskt hagkerfi lokaðist á nýjan
leik 8Íðar meir „Við verðum að
vega slfkt og meta hverju sinni,
en ég tel ekki ástæðu til annars
en að taka f framrétta hönd og
styðja að okkar litla leyti þá
hreyfingu sem er í frjálsræðisátt
til samstarfs við Vesturlöndin,
af hálfu Kína,“ sagði utanríkis-
ráðherra.
„Dr. Miiller ráðgjafí kín-
versku stjórnarinnar
í álmálum“
„Kínverjar þurfa náttúrlega
að tryggja sér örugg aðföng á áli,
og ugglaust er þessi áhugi þeirra
tilkominn þessvegna, þvi þeir
hafa þurft að flytja inn talsvert
magn af áli, á ári hverju. Með
eignaraðild að svona verksmiðju
væru þeir búnir að tryggja sér
ákveðið magn til kaups á ári
hverju," sagði Birgir Isleifur f
samtali við Morgunblaðið í gær.
Birgir ísleifur sagðist telja að
þessi tengsl austur til Kína væru
tilkomin vegna þess að Dr. Miill-
er, fyrrverandi forstjóri Alu-
suisse, sem einna mest hafði með
höndum samskipti við fslensk
stjórnvöld og ISAL, væri ráð-
gjafi kfnversku stjórnarinnar i
álmálum.
„Það mæna allar Vesturlanda-
þjóðir miklum vonaraugum til
Kína um þessar mundir, og mér
skilst að mikið sé um viðskipta-
sendinefndir í Kína þessa mán-
uðina, jafnt opinberar sem frá
einkafyrirtækjum hvaðanæva úr
Evrópu,“ sagði Birgir Isleifur,
„sem er sjálfsagt vegna þess
„Hugsanlegt samstarf við
Kína kom fyrst til tals í sumar
þegar ég var staddur á íslandi
og samkomulagið um skattamál-
in var undirritað," sagði doktor
Ernst. „Við vissum að Kína hefur
áhuga á að fjárfesta í málmiðn-
aði erlendis og íslenskir ráða-
menn tóku því strax vel þegar
við nefndum hugsanlegt sam-
starf við þá á íslandi."
Doktor Ernst sagði að hann
hefði átt nokkur viðskipti við
gríðarlega markaðar sem þarna
virðist vera að opnast nú.“
Kínverjar njóta mjög
mikils lánstrausLs
Dr. Jóhannes Nordal, formað-
ur samninganefndar um stór-
iðju, sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær, að sér væri ekki
kunnugt um að Kinverjar tækju
þátt í atvinnurekstri á Vestur-
löndum. Að vísu tækju þeir þátt
i atvinnurekstri i Hong Kong, en
um annað væri sér ekki kunnugt.
Aðspurður um hverjar hann
teldi ástæður þessa áhuga Kfn-
verjanna vera, sagði Jóhannes:
„Kínverjar hafa á undanförnum
árum flutt inn allmikið af áli, og
þeir eiga á komandi árum eftir
að hafa allmikla þörf fyrir ál,
umfram það sem nemur þeirra
möguleikum til að auka eigin
framleiðslu. Þeir hafa því vafa-
laust áhuga á að tryggja sig bet-
ur að þvi er varðar aðföng á áli á
þokkalegu verði."
Jóhannes var spurður hvaða
möguleika hann teldi að svona
samstarf við Kínverja gæti
opnað okkur Islendingum: „Kína
er ekki einungis fjölmennasta
Kína fyrir Alusuisse og það væri
mjög áreiðanlegur viðskiptavin-
ur. Hann vissi ekki til þess að
það hefði enn sem komið er fjár-
fest erlendis, það gæti því orðið
fyrsta fjárfesting þess erlendis
ef samningar takast um sam-
starf á Islandi.
Alusuisse rak álverksmiðju í
Shanghai í Kína í lok þriðja ára-
tugs þessarar aldar og í byrjun
hins fjórða. Hún var tekin yfir í
byltingunni og þjóðnýtt en
ríki veraldar, heldur eru mjög
mikil likindi fyrir að mikil aukn-
ing verði á utanrikisviðskiptum
Kínverja á komandi árum. Þeir
stefna markvisst að þvi að
breyta sínu hagkerfi, til meira
frjálsræðis og aukinna viðskipta
við önnur lönd. Það er ákaflega
líklegt, ef við kæmumst í sam-
vinnu við Kínverja á þessu sviði,
að það yrði hvati til frekari sam-
skipta, sem gætu orðið okkur
hagkvæm."
Jóhannes sagðist ekki draga í
efa að Kinverjar gætu lagt fram
það fjármagn sem til þyrfti, ef
samningar tækjust, þvi þeir
nytu mjög mikils lánstrausts.
Þvi sagðist hann ekki telja að
útvegun fjármagns til stækkun-
ar álversins yrði Kínverjum
neinn þröskuldur. Jóhannes
sagðist á þessu stigi málsins
engu vilja spá um samninga.
Ekkert lægi í rauninni fyrir
nema vilji aðila til þess að taka
upp viðræður. Kínverjarnir
þyrftu að fá í hendur ýmis gögn
um hagkvæmni álframleiðslu
hér á landi, til að kynna sér, áð-
ur en þeir segðu af eða á um það
hvort farið yrði út í samninga-
viðræður.
Alusuisse fékk fullgreitt fyrir
hana í ýmiskonar vörum, t.d.
silkisokkum oggólfteppum.
Doktor Paul Múller, fyrrver-
andi forstjóri Alusuisse og sá em
sá aðallega um samningagerð
Alusuisse við Islendinga í upp-
hafi, er nú ráðgjafi alþýðulýð-
veldisins Kína í málmiðnaðar-
málum. Hann á sæti í stjórn
Alusuisse. Hann var viðstaddur
óformlegan fund æðstu ráða-
manna Islands um iðnaðarmál
og doktor Ernsts á föstudaginn
var í Lugano í Sviss. Mikil leynd
hvíldi yfir þeim fundi þar sem
Kína hafði beðið um að það
spyrðist ekki út strax að það
hyggði á hugsanlegt samstarf við
Alusuisse á íslandi. Ekki tókst
að ná í doktor Míiller í dag.
Hugsanleg fjárfesting Kína í áliðnaði á Islandi:
„Kína mjög áreiðan-
legur viðskiptavinur“
— segir varaforstjóri Alusuisse
Zlirich 3. »eptember, frá Önnu Bjurnadóttur frétUriUru Mor([unbl»<lmn*.
ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ Kína hefur lýst yfir áhuga á viðræóum um hugsan-
lega fjárfestingu þess í áliðnaði á íslandi í samvinnu við Svissneska
álfyrirtækið Alusuisse, eins og fram hefur komið í fréttum. Ekki er enn
vitað hvenær viðræðurnar geta hafist, en doktor Dietrích Ernst, varafor-
stjóri Alusuisse, tjáði Morgunblaðinu í dag að hann færí væntanlega til
Kína á næstunni og þá myndu málin skýrast frekar.