Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 Gaman gaman... Þeir eru ákaflega rómantískir hjá sjónvarpinu, í það minnsta virðast þeir hafa þá skoð- un að kynlífsfræðsla eigi að tak- markast við ástarleiki ýmissa lægri dýrategunda. Til marks um þennan sérstæða kynlífsáhuga þeirra sjónvarpsmanna má nefna fræðslumynd er var á dagskrá nú á mánudaginn og nefndist: Til- hugalíf froskdýra. Þessi fræðslu- mynd var náttúrulega bresk og greindi hún mjög ítarlega frá ást- arleikjum froskdýra og kartna ýmiss konar. Var myndin vafa- laust mjög fróðleg og athyglisverð fyrir þá sem hafa sérstakan áhuga á kynlífi froska. Til dæmis má nefna að stundum drepast kört- urnar og kvenfroskarnir í ástar- leiknum, slíkur er aðgangurinn. Virtist leikmanni gjarnan froska- hrúgan umbreytast í iðandi slím- kúlu þar sem eitt varð ekki greint frá öðru. En vafalaust hafa sér- fræðingar sjónvarpsins er velja þessar endalausu, bresku kynlífs- fræðslumyndir í dagskrána ekki verið í miklum vafa um hvað sneri upp og hvað niður, hvað út og hvað inn. Vantaði músíkina Eitt fannst mér þó á skorta í þessari bresku kynlífsfræðslu- mynd og það var hugljúf músík. Hefði ekki verið upplagt að spila til dæmis Fram fram fylking, þeg- ar lætin stóðu sem hæst? Tónlist- in hefði þannig ekki bara rimað við ástarleik hinna yndislegu, slímugu smádýra, heldur hefði þjóðlegur blær færst yfir sviðið og ekki veitir nú af þegar blessaðir unglingarnir eru fræddir um und- urstöðuatriði lifsins. Undir lok myndarinnar þegar kartan lá í valnum og eggin sulluðust f slím- inu á fljótsbotninum hefði svo mátt spila Ástardraum eftir Liszt. Að lokum þetta rómantísku sjón- varpsmenn: Ég sakna þess að aldrei hefir verið sýnt frá ástar- leikjum skjaldbökunnar. Þeir ku taka óratíma og mætti jafnvel sýna hér framhaldsþátt sem mér skilst að hafi verið framleiddur af líffræðinemum við háskólann í Saudi Arabíu. Þessi þáttur er ekki nema í 26 hlutum og hefir vist notið mikilla vinsælda í líffræði- rannsóknarstofu Katmandu-há- skólans í Nepal. Er ekki upplagt að sýna slíka þáttaröð hér eftir fréttir, þegar menn eru sestir með fullan maga fyrir framan imba- kassann? Síðasti dagurinn Að afloknum ástalífsþættinum á mánudag og fótboltaþætti Bjarna var á dagskrá afar dular- full bíómynd er nefndist: Seinasti dagurinn en mynd þessi lýsti endalokum Víet Nam-stríðsins, einkum því ástandi er ríkti þá. Bandaríkjamenn yfirgáfu sendi- ráðið í Saigon 29. apríl 1976. Myndin var samin eftir handriti John Pilgert er þá var fréttamað- ur í Víet Nam. Handritið var svo sem ágætt og skilmerkilega lýst þeim hörmungum er þarna áttu sér stað, en því miður var leik- stjórnin með þeim hætti að naum- ast verður verr gert, þannig nutu leikararnir greinilega ekki nokk- urs aðhalds og lék hver með sínu nefni ef svo má segja. Börðust at- vinnuleikararnir hetjulega við að hanga í hlutverkunum en hinir reikuðu stefnulaust um sviðið. Inní atburðarásina var síðan skot- ið all fimlega fréttamyndum af vettvangi, en þar bar mest á grát- andi tötralegum börnum, hlaup- andi undan eldhafi Viet Kong eða hangandi i faðmi mæðra sinna. Synir og dætur strfðsherranna, striðsgróðamannanna og striðsæs- ingamannanna sáust hins vegar l,VergÍ' ölafur M. Jóhannesson ÚTVARP / S JÓN VARP Síðdegistónleikar: íslensk tónlist ■■■■ Á síðdegistón- H30 leikum í dag “ 'verður leikin ís- lensk tónlist eftir eldri og yngri tónskáld. Sinfóníuhljómsveit ís- lands leikur tvö verkanna, Sónans eftir Karólínu Eiríksdóttur undir stjórn Frakkans Jean-Pierre Jacquillat og píanókon- sert eftir Jón Nordal ásamt Gfsla Magnússyni. Þeim flutningi stjórnar Páll P. Pálsson. Einnig verður leikinn sextett eftir Fjölni Stef- ánsson, Fjórar abstraksj- ónir, sem er píanókonsert eftir Magnús Blöndal Jó- hannsson, og loks „Move- ment“ fyrir strokkvartett eftir Hjálmar H. Ragn- arsson. Hófaljón í hindrunarstökki: Um þjálfun og keppni í alþjóð- legum hestaíþróttum ■■■■ Sjónvarpið sýn- 40 ’r * kvöld fcíU — breska heimild- amynd um þjálfun og keppni í alþjóðlegum hestaíþróttum. Fylgst er með hvernig knapar frá Bandaríkjunum, Vestur- Þýskaiandi og Bretlandi haga þjálfun sinni og reiðskjótanna fyrir al- þjóðlega keppni i hindr- unarstökki. Þátturinn er gerður af breskri konu sem sjálf hefur stundað hesta- íþróttir af miklu kappi. Áhorfandinn fær því að kynnast íþróttinni af sjónarhóli atvinnumanns- ins, sem er kannski óvenjulegt um þætti af þessu tagi. Fylgst er með Banda- ríkjamanninum Leslie Burr, Whittaker-bræðr- um frá Bretlandi og Paul Schockemohle síðustu vik- urnar fyrir kepþni. Að- ferðir þeirra eru bornar saman og árangur þegar að mótinu sjálfu kemur, þar sem fjöldi annarra hestamanna er þátttak- endur. Nú er lag: Dapur og væminn ■I „Þátturinn hjá 00 mér næst snýst “ eins og venju- lega að mestu leyti um „perlu dagsins". Ég vel eitthvert eitt lag sem oft hefur heyrst gegnum tíð- ina og er til í mörgum út- setningum og tilbrigðum," sagði Gunnar Salvarsson þegar Morgunblaðið innti hann eftir því hvað hann myndi spila fyrir hlust- endur rásar 2 í dag milli þrjú og fjögur. „Perla miðvikudagsins er lagið „Blue and Senti- rnental" sem Count Basie gerði frægt á sínum tíma. Fyrst spila ég það í frum- útgáfunni og svo með tveimur öðrum flytjend- um. Það má segja að þátt- urinn snúist allur um Count Basie, í framhaldi af þessu lagi spila ég eitt og annað þar sem hann kemur við sögu. Hann var mjög fjölhæfur, lék bæði með ýmsum minni djasshljómsveitum og svokölluðum „big-bönd- um“. Eins var hann fræg- ur fyrir það að spila með þekktum söngvurum eins og til dæmis Éllu Fitzger- ald. “ ÚTVARP MIÐVIKUDAGUR 4. september 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Morgunútvarpið. 7.20 Leik- fimi. Tilkynningar. 7.55 Dag- legt mál. Endurt. þáttur Sig- urðar G. Tómassonar frá kvöldinu áður. 8.00 Fréttir. Tilkynningar. Dagskrá. 8.15 Veðurfregnir. Morgunorð: — Inga Þóra Geirlaugsdóttir talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: „Glatt er I Glaumbæ" eftir Guðjón Sveinsson. Jóna Þ. Vernharösdóttir les (6). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynn- ingar. Tónleikar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veður- fregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 10.45 Islenskar skáldkonur. Steinunn Eyjólfsdóttir. Um- sjón: Margrét Blöndal og Sigriður Pétursdóttir. RÚV- AK. 11.15 Morguntónleikar. Tónlist eftir Béla Bartók, Robert Schumann og Franz Schu- bert. 12.00 Dagskrá. Tilkynningar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veður- fregnir. Tilkynningar. Tón- leikar. 13.30 Inn og út um gluggann. Umsjón: Sverrir Guðjónsson. 13.40 Létt lög. 14.00 „Nú brosir nóttin", æviminningar Guðmundar Einarssonar. Theodór Gunn- laugsson skráði. Baldur Pálmason les (6). 14.30 íslensk tónlist. a. Sextett eftir Fjölni Stef- ánsson. Martial Nardeau leikur á flautu, Kjartan Óskarsson á klarinett, Lilja Valdimarsdóttir á horn, Bjöm Th. Arnason á fagott, Þór- hallur Birgisson á fiðlu og Arnþór Jónsson á selló. b. „Movement" fyrir strok- kvartett eftir Hjálmar H. Ragnarsson. Guðný Guð- mundsdóttir og Mark Reed- man leika á fiölu, Helga Þór- arinsdóttir á vlólu og Carmel Russil á selló. c. „Fjórar abstraktsjónir" eft- ir Magnús Blöndal Jóhanns- son. Gisli Magnússon leikur á planó. 19.25 Aftanstund. Barnapáttur með innlendu og erlendu efni. Söguhorniö — löunn Steinsdóttir segir sögu slna Litla-Strætó. Kan- Inan með köflóttu eyrun og teiknimyndaflokkur frá Tékkóslóvaklu, Maður er manns gaman, um vinina Hlyn og Hlunk. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli. 20.00 Fréttir og veöur. 20.30 Auglýsingar og dagskrá. d. Planókonsert eftir Jón Nordal. Glsli Magnússon leikur meö Sinfónluhljóm- sveit Islands; Páll P. Pálsson stjórnar. e. „Sónans" eftir Karóllnu Eirlksdóttur. Sin- fóniuhljómsveit íslands leik- ur; Jean-Pierre Jacquillat stjórnar. 15.15 Staður og stund — Þórður Kárason. RÚVAK. 15.45 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veöurfregnir. 16.20 Poppþáttur — Bryndls Jónsdóttir. 17.00 Fréttir á ensku. 17.05 Barnaútvarpið. Stjórn- andi: Kristln Helgadóttir. 17.50 Siödegisútvarp — Sverrir Gauti Diego. 20.40 Hófaljón l hindrunar- stökki. (Sporting Horse — Show Jumping.) Bresk heimilda- mynd um þjálfun og keppni I alþjóðlegum hestalþróttum. Fylgst er meö knöpum frá Bandarlkjunum. Bretlandi og Vestur-Þýskalandi sem leiöa saman hesta slna I hindrun- arstökki. Þýöandi Guðni Kolbeinsson. 17.30. Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. 19.40 Til- kynningar. Málræktarþáttur. Helgi J. Halldórsson flytur. 20.00 Sprotar. Þættir af ungl- ingum fyrr og nú. Umsjón: Slmon Jón Jóhannsson og Þórdfs Mósesdóttir. 20.40 Planótónlist frá finnska útvarpinu. Planóleikararnir Eero Heinonen, Risto Kyrö og Juhani Lagerspetz leika verk eftir Erkki Melartin, Ein- ar Englund, Frédéric Chopin, Franz Liszt, Claude Debussy og Armans Járnefelt. 21.30 Flakkaö um Italfu. Thor Vilhjálmsson byrjar lestur 21.45 Dallas. Frlðindin. Bandarlskur fram- haldsmyndaflokkur. Þýöandi Björn Baldursson. 22.30 Ur safni Sjónvarpsins. Þrjú lög frá Suður-Amerlku. Tania Maria og Niels Henn- ing Örsted Pedersen leika I sjónvarpssal. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. Aöur sýnt vorið 1980. 22.55 Fréttir I dagskrárlok. frumsaminna feröaþátta. 22.05 Tónleikar. 22.15 Veöurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Svipmynd. Þáttur Jónas- ar Jónassonar. RÚVAK. 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. MIDVIKUDAGUR 4. september 10.00—12.00 Morgunþáttur Stjórnandl: Kristján Sigur- jónsson. 14.00—15.00 Eftir tvö Stjórnandi: Jón Axel Ölafs- son. 15.00—16.00 Nú er lag Gömul og ný úrvalslög að hætti hússins. Stjórnandi: Gunnar Salvars- son. 16.00—17.00 Bræöingur Stjórnandi: Eirlkur Ingólfs- son. 17.00—18.00 Úr kvennabúrinu Hljómlist flutt og/eða samin af konum. Stjórnandi: Andrea Jóns- dóttir. Þriggja mlnútna fréttir sagö- ar klukkan: 11:00, 15:00, 16:00 og 17:00. SJÓNVARP MIÐVIKUDAGUR 4. september
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.