Morgunblaðið - 04.09.1985, Síða 9

Morgunblaðið - 04.09.1985, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 9 Konur á öllum aldri! Nú látum viö veröa af því aö byrja í leikfimi. Kennt verður í Melaskóla þriöjudaga og fimmtudaga kl. 18.00. Upplýsingar og innritun í síma 73312 eftir kl. 18.00. Fríklúbbsstemmning Ingibjörg Jónsdóttir íþróttakennari. GROTRIAN - STEINWEG Píanó — Flyglar Pálmar ísólfsson & Pálsson sf. Pósthólf 136, Rvík, símar 30392,13214,11980. m:Wi í m Q PELSINN Kirkjuhvoli, sími 20160. Stækkun álversins í Straumsvík: Kínverska alþýðulýðveld- ið lýsir áhuga á samstarfi Reiðubúinn að taka upp samningaviðneður, segir Sverrir Hermannsson _ 'i útsotai Báöhen» Þjóðviljinn áminnir! í forustugrein Þjóöviljans í gær er fjallaö um álmáliö. Þar áminnir blaöiö Hjörleif Guttormsson, fyrrverandi iönaðarráðherra, fyrir aö þiggja utan- feröarboð Alusuisse í ráðherratíö sinni. Um leið fjallar blaöiö um svip- aöa för tveggja núverandi ráöherra, Sverris Hermannssonar og Geirs Hallgrímssonar, til Lugano á vegum sama fyrirtækis. För þeirra viröist þó hafa borið nokkurn árangur, ólíkt því sem var í ráðherratíð Hjörleifs. Um þetta er fjallaö í Staksteinum í dag, en einnig er vikið að skrifum Þjóðviljans þar sem lagst er gegn því aö minnihlutahópar hafi rétt til þess aö koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Þjóðviljinn og skoðanir minnihluta- hópa All undarleg skrif birtust í Þjóðviljanum í gær undir hausnum „Klippt og skor- ið“. Þar gerir höfundur, Óskar Guðmundsson, rit- stjórnarfulltrúi á blaðinu, að umtalsefni tvær greinar sem birtust hér í Morgun- blaðinu. Önnur er eftir Jón Þ. Ámason, en hin er viðtal sem blaðamaður Morgun- blaðsins átti við Hilmar Kristjánsson, sem fluttist frá íslandi til Suður-Afríku fyrir tuttugu árum og hefur hann búið þar síðan. Báðar hafa greinarnar farið fyrir brjóstið á Þjóðviljanum og þær hugmyndir og skoðan- ir sem þar eru settar fram eru greinilega blaðinu ógeðfelldar. Og vissulega má færa rök að þvi að svo sé einnig um þorra al- mennings á íslandi. íslend- ingar hafa hins vegar borið gæfu til að varðveita rit- og málfrelsi og hafa unnt ein- staklingum að vera annarr- ar skoðunar en þeirrar sem viðtekin er. Svo virðist ekki vera um Þjóðviljann. Hvatt til ritskoðunar? Að mati Þjóðviljans er það forkastanlegt af hálfu Morgunblaðsins að birta greinar og viðtöl, þar sem aðskilnaðarstefnan i Suð- ur-Afríku er varin og fjall- að er um álit Pattons hershöfðingja á Þjóðverj- um og Sovétmönnum. Með þvi að birta slíkar greinar tehir Þjóðviljinn að Morg- unblaðið sé að taka undir með þeim sem rætt er við eða heldur um pennann. En ekkert er fjær sanni. Morgunblaðið er aftur á móti þeirrar skoðunar að einstaklingar eigi rétt á því að setja fram sínar hug- myndir opinberlega, þó þær kunni að stangast á við hugmyndir annarra, þará meðal Morgunblaðs- ins. Þessu virðist Þjóðvilj- inn vera ósammála og því er spurt Er Þjóðviljinn aö hvetja til ritskoðunar og er blaðið mótfallið því að frjáls skoðanaskipti fari fram í íslenskum fjölmiðl- um? Hjörleifur áminntur! Sama dag og fyrrnefnd grein birtist í Þjóðviljanum tekur blaðið sig til og sendir félaga Hjörleifi Guttormssyni, fyrrum iðn- aðarráðherra, skeyti í leið- ara. Þar er fjallað um utan- för Sverris Hermannsson- ar, iðnaðarráðherra, og Geirs Hallgrímssonar, utanríkisráðherra, í boði Alusuisse til Lugano. Þar gagnrýnir Þjóðviljinn ráð- herrana fyrir að þiggja boð- ið. Þeir verða að sjálfsögðu að svara fyrir sig. Skrif blaðsins verða hins vegar ekki skilin með öðrum hætti en þeim að verið sé að áminna Hjörleif Gutt- ormsson, sem þekktist svipuð boð þegar hann sat á ráðherrastóli. Það gerði Magnús heitinn Kjartans- son, fyrrum rítstjóri Þjóð- viljans, einnig þegar hann gegndi embætti iðnaöar- ráðherra 1971 til 1974. í leiðaranum segir meðal annars: „Auðvitaö er með öllu óverjandi að íslenskir ráða- menn lúti svo lágt að láta alþjóðlegan auðhring halda sér uppi erlendis, jafnvel þó um samningaviðræður sé að ræða. íslenska þjóðin hefúr fúll efni á aö borga undir sitt fólk, hún þarf ekki að þiggja bónbjargir af útlendum fyrirtækjum, allra síst þeim sem hafa sannanlega reynt að fé- fletta hana á umliðnum ár- um einsog Alusuisse. Þess utan er enn í fullu gildi hið fornkveðna að „æ sér gjöf að gjalda", og þaö er erfitt að gera sér í hug- arlund að menn sem hafa þegið uppihald og dvöl í frægum ferðamannabæ af alræmdum auðhring, séu vel fallnir til að fara með umboð þjóðarinnar í erfið- um samningum sem kynnu að verða háðir síðar við þann sama auðhring. Það er því miður staðreynd, að aðferðir einsog einmitt þessi eru notaðar til að mýkja og milda, til að draga bitið úr vígtönnum mótherjanna. Það verður að segjast, að það er hálf dapurlegt til þess að vita hversu gírugir íslenskir ráðherrar og ráða- menn eru í að tina molana sem Ahisuisse lætur falla til þeirra." Mislagöar hendur Seinni forustugrein Þjóðviljans í gær er eitt fjölmargra dæma um það hvað ritstjórum blaðsins eru mislagöar hendur þeg- ar fjallað er um stóriðju- mál. Þar er einnig fjallað um utanforina til Lugano. Heldur blaðið því fram að harla lítil von sé til að árangur verði af förinni, vegna þess að Alusuisse hafi ekki áhuga á stækkun álverksmiðjunnar í Straumsvík. Seinheppni Þjóðviljans er með ein- dæmum. Sama dag birtist frétt á baksíðu Morgun- blaðsins þar sem greint er frá því að Kínverska al- þýðulýðveldið, fjölmenn- asta ríki jarðar, sem kennir sig við sósíalisma, hafí lýst yfir áhuga sínum á sam- starfi um stækkun álvers- ins. Þetta var niðurstaöan af ferðinni til Lugano. Það verður fróðlegt að sjá hvaða afstöðu Þjóðvilj- inn tekur til þess að Kín- verjar fjárfesti á fslandi, sérstaklega þegar tillit er tekið til þess að blaðið og Alþýðubandalagið hafa ætíö lagst gegn fjárfesting- um erlendra aöila hér á landi. Skyldi viðhorf Þjóð- viljans vera annað til al- ræðisrikisins kínverska, en til vestrænna fyrirtækja og einstaklinga. Allar geröir Öxull — í — öxul. Öxull — í — flans. Flans — í — flans. Tengið aldrei stál — í — stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. Allar stærðir fastar og fr á- tengjanlegar SíWlOHgllUlgJtÐtf Vesturgötu 16, sími 13280 NÁMSKEIÐ í SÖLUSÁLFRÆÐI OG SAMSKIPTATÆKNI HAGRÆÐING hf heldur námskeið í sölusálfræði og samskiptatækni helgina 7. og 8. september 1985, kl. 9—16 báða dagana. Efni: - Opin og leynd samskipti og mikilvægi þeirra við kaup og sölu. - Atferlisgerðir og áhrif þeirra á kaup og sölu. - Samtalstækni. - Ákvarðanataka og hvernig má hafa áhrif á hana við kaup og sölu. - Tilboð, eðli þeirra og uppbygging. - Samningar og hin ýmsu stig þeirra. - Mikilvægi tvíbindingar samninga (sölubinding og sálfræðileg binding). - Persónuleikaþættir og samskiptagerðir, nýting þeirra til áhrifa í sölu. Pátttakendur: Námskeiðið er ætlað sölufólki, innkaupastjórum, verslunar- stjórum, afgreiðslufólki og „andlitum fyrirtækja útávið". Leiðbeinandi: Bjarni Ingvarsson, skipulags- og vinnusáltræðingur. Nánari upplýsingar og tilkynningar um þátttöku í síma 28480 milli kl. 13 og 17 alla virka daga. IIL HAGRÆÐINGhf STARFSMENN STJÓRNUN SKIPULAG

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.