Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 17

Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 17 Fjölhæfur andfætlingur Sólrún Helgadóttir og næturvinna. Þá var unnið til 10—11 á hverju einasta kvöldi og maður var oft að skjótast heim þetta 1—2 á nóttunni. Flestir laugardagar og sunnudagar voru unnir og manni er það minnis- stætt að hafa fengið laugardaga fría. Enda var kaupið eftir því og þótti gott,“ sagði hún ennfremur. Bónusinn fer mjög illa með fólk „Mér finnst afskaplega mikið fyrir þvi kaupi haft, sem við höf- um nú í bónusvinnunni. Þó unnið sé til sjö á hverjum einasta degi, þá er kaupið ekki nema þetta 6—7 þúsund, enda er óánægjan áber- andi mikið meiri nú, en ég man til áður. Svo framarlega sem fólki býðst einhver önnur vinna, þá þiggur það hana og það er breyt- ing frá því sem áður var. Það er mikill gauragangur í kringum bónusinn og fólk fær ekki mikil laun miðað við það sem það leggur á sig. Það þarf að hækka kaupið og gera dagvinnulaunin hlutfallslega hærri á kostnað bónusins. Ég er búin að vera 30 ár í fiskvinnu og er með 99 krónur á tímann og fer ekki hærra. Þær hafa það þokka- legt sem eru með toppbónus. Þó það séu sumar sem ná því, þá er það ekki fjöldinn sem hefur það gott í bónus. Þess utan slítur hann fólki mikið og fer mjög illa með það. Vöðvabólga er mjög algeng og fólk sem vinnur í bónus er tauga- trekkt. Hins vegar er mórallinn oft góður, enda væri ég ekki búin að vinna hér í yfir 30 ár ef hann væri það ekki. Ungt fólk nú stefnir hins vegar í aðra vinnu og hugsar sér fiskinn aðeins sem tíma- bundinn. Það er hins vegar ekki margt annað en fiskvinna sem býðst hér í Eyjurn," sagði Ásta. Hækka kaupið og jafn- vel sleppa bónusnum „Það verður að hækka kaupið til mikilla muna og jafnvel sleppa bónusnum alveg," sagði Jóhanna Friðriksdóttir, formaður verka- kvennafélagsins Snótar í Vest- mannaeyjum, sem var fylgdar- maður okkar Morgunblaðsmanna í frystihúsin i Eyjum. Ég tel að fólk muni ekki vinna siður vel þó bón- usinn hverfi ef það fær fyrir vinnu sína sæmilegt kaup. Hlutfall bón- us í heildarlaunum hefur breyst mikið á stuttum tíma og óánægjan hefur vaxið að sama skapi. Ef frystihúsaeigendur sjá ekki að sér og breyta um stefnu, þá sjá þeir ekki og fá ekki fólk í þetta starf á næstu árum. Þá má ekki bara horfa á launin. Það má ekki gleymast að þessi vinna í bónus er mjög andlega og líkamlega slít- andi og niðurdrepandi vinna. Það er ljóst að mikið verður að breyt- ast á næstunni, ef fólk á ekki að Sterkurog hagkvæmur auglýsingamiðill! Asta Þórðardóttir hverfa unnvörpum úr fiskvinnu. Hér talar ungt fólk um það mikið að flytjast burt til að komast í aðra og betri vinnu í Reykjavík. Hvort sú bóla springur eða ekki ræðst af því hvað út úr þessum samningum kemur, en svona er nú hugarfarið og ástandið í dag,“ sagði Jóhanna að lokum. Það var enn sólskin í Eyjum þegar við kvöddum og flugum í vesturátt. Myndbönd Árni Þórarinsson Ásamt þeim afburða góða leik- stjóra Peter Weir (Witness, The Year of Living Dangerously, sem loksins hefur náð hylli á mynd- bandamarkaðnum hérlendis, Picnic at Hanging Rock o.fl.) er Bruce Beresford sá ástralskra kvikmyndagerðarmanna sem náð hefur mestum alþjóðlegum frama. Frægastar og vinsælastar eru trúlega seinni myndir hans eins og Breaker Morant um stríðsglæpi í Búastríðinu og Tender Mercies sem Beresford gerði í Bandaríkjunum um drykkjusjúkan kúrekasöngvara. En vilji menn kynnast fyrri myndum þessa vandvirka fag- manns þá eru fáanlegar hér spól- ur með a.m.k. tveimur þeirra, Don’s Party (1976) og The Money Movers(1978). Don’s Party er eins konar ástr- alskt Ibsenleikrit sem flettir ofan af siðferði millistéttar þeirra andfætlinga okkar með sviðssetningu á samkvæmi sem nokkrir vinir og frúr þeirra halda saman kvöld eitt til að fylgjast með kosningaúrslitum í sjón- Áströlsk kosninganótt í Don’s Party. varpinu. Þetta er prýðis leiktexti eftir David Williamsons sem byggir á eigin leikriti með tals- verðum ruddaskap og bersögli, afar vel túlkaður af áströlskum skapgerðarleikurum eins og Ray Barrett og John Hargreaves. Hið örugga leikstjórnarhandbragð Beresfords tryggir góða spennu og stígandi í þessu annars hefð- bundna uppgjörsdrama, þar sem öll siðferðileg og pólitísk gildi eru að lokum rjúkandi rústir. Don’s Party vann til fjölda verðlauna í Ástraliu á sínum tíma og réð úrslitum um frama Beresfords erlendis. Helsti van- kantur myndarinnar er skortur handritsins á jákvæðum persón- um, þetta er allt svo mikið skíta- pakk inn við beinið. Sami hængur er á The Money Movers, þar sem Beresford vippar sér kunnáttu- samlega yfir í gjörólíkt form, glæpaþrillerinn, nánar tiltekið hefðbundna bankaránsmynd. The Money Movers er byggð á sannsögulegum atburði þegar starfsmenn öryggisgæslufyrir- tækis rændu 20 milljónum doll- ara úr rammbyggðri peninga- geymslu. Stjörnugjöf: Don’s Party *** The Money Movers ** HJ EINSTOK SPARNEYTNI í SPARAKSTURSKEPPNI BIKR OG DV 9.6’85 SIGRAÐIESCORT LASER í SÍNUM FLOKKI. BENSÍNEYÐSLA REYNDIST AÐEINS VERA 4.55 LÍTRAR Á 100 KM. NÆSTU DAGA FÁUM VIÐ VIÐBÓTARSENDINGU AF ESCORT LASER, ÞAR SEM AÐEINS FÁEINUM BÍLUM ER ÓRÁÐSTAFAÐ BENDUM VIÐ VIÐSKIPTAVINUM OKKAR Á AÐ HAFA SAMBAND VIÐ KRISTlNU EÐA ÞORBERGI SÖLUDEILD OKKAR STRAX, EF ÞEIR VILJA TRYGGJA SÉR BÍL. frákl. 9-18 frá kl. 13-17 SVEINN EGILSSON HF. Skeifan 17 Sími. 685100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.