Morgunblaðið - 04.09.1985, Síða 18

Morgunblaðið - 04.09.1985, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 Elfar Guðni sýnir í Eden ELFAR Guðni opnar í dag, miðviku- dag 4. september, sýningu á verkum sínum í Eden í Hveragerði. Á sýningunni eru 35 vatnslita- myndir. Þetta er 12. einkasýning Elfars Guðna og jafnframt fyrsta sýning hans í Eden. Hann hefur áður haldið sýningar á Stokkseyri, Selfossi, í Hveragerði, Reykjavík og Keflavík. Sýningin verður opin á venjuleg- um opnunartíma Eden. Henni lýkur mánudaginn 16. september. (FrétUtilkjnning.) éOLUBOÐ Kornflögur 500 gr Kornflögur 1 kg JStíðL. JK SYKUlim 2 kg m SYKUR 10 kg Súkkulaði- drykkur soogr gÉ fe* w GULLKORN 325gr| 5 ...vöruverð í lágmarki SAtAvmnusöujeoo »3 Glatað tækifæri í „Teigahverfi“? staða eldri sonar síns, stóra bróð- ur, sem ekki vildi svo mikið sem sjá litla bróður, sem lifað hafði í löstum og synd sér til svívirðingar og æskuheimili sínu til skammar, að hans dómi. Á það vildi faðirinn góði ekki minnast. Aðalatriðið var að gleðja og styðja gestinn, vesal- inginn, sem var kominn heim aft- ur til að finna sjálfan sig. Faðir- inn var samt ekkert að skamma eldri bróðurinn. Telur honum eig- inlegt allt til gildis og segir: „Sonur minn, þú ert alltaf hjá mér og allt mitt er þitt." Þetta eru stór og fögur orð. Sannarlega mátti hann vel við una. En samt vantar mikið, ef bróðurkærleikann brestur. Margir hafa líklega lært ýmislegt á þess- um fundi. Frábær var ræðan hennar Öddu Báru, en hún benti á, að einmitt slík heimili gætu verið hinir beztu skólar fyrir verðandi leiðtoga og fræðimenn, sem kynntust þar gæfu og ógæfu og fyndu réttu ráðin byggð á þekk- ingu og fórnarlund. Það er líka bæði borg og þjóð miklar heillir, að eiga foringja eins og hinn unga borgarstjóra Davíð Oddsson, sem vildi miðla málum og finna færa leið sem flestir gætu unað vel, lægja allar öldur andúðar og mis- skilnings. Fátt gat orðið neikvæð- ara verðandi vistmönnum á Laug- ateigi 19, en finna andúð, van- traust og lítilsvirðingu umhverfis, sem átti að verða þeim föðurfaðm- ur kærleikans. Á það var ekki hættandi. Svo bið ég afsökunar á „hama- gangi" mínum og vona að unnt verði sem fyrst að hreinsa þá rykbletti, sem eg hef valdið áheyr- endum með orðum mínum. Megi „Vernd“ vernda og veita sem flest- um yl og birtu um ókomin ár. Reykjavík 29. ág. 1985 Hötundur er fyrrum sóknarprestur i Langboltssókn í Reykjarík og hefur skrifað greinar í Morgun- blaðið um árabil. sinni. Hvað mundi Jesús hafa hugsað og gert gagnvart þessu verðandi „Verndar“-heimili? Allir sem þarna tjáðu þekkingu sina og reynslu á slíkum heimilum hér í borg undanfarin ár og ára- tugi töldu þar ekkert misheppnað né til miska. Það, sem mig langar til að benda á, er einmitt það, hve gleðilegt hefði verið fyrir þetta fallega hverfi, með sinn sögulega helgiblæ, að geta nú fyrir bróður- legan skilning og aðstöðu orðið þessum týndu bræðrum vernd og hlíf, veitt þeim þannig bendingar og handleiðslu til heilla á gæfu- vegum samfélagsins og umhverf- isins. Það hefði orðið líkt^ og endurskin og framhald á andlegan hátt, þess sem varð með sjálfan holdsveikraspítalann á sínum tima, sigra hans á vegum þjóðar og kirkju. Þar var þó margt að óttast, en engra mótmæla getið. Þarna þurfti aðeins að kunna vel söguna um týnda soninn, glataða bróðurinn. Pabbi hans kunni réttu ráðin. Hljóp meira að segja fagn- Alþýðuleikhusið: Shakespeare húsnæöislaus Alþýðuleikhúsið hefur nú byrj- að vetrarstarfið og eru nú þegar þrjár sýningar í undirbúningi. Nú í september verður frum- sýnt á Hótel Borg nýtt breskt verk í leikstjórn Kristbjargar Kjeld. í október verður frum- sýnt nýtt verk eftir Valgarð Egilsson sem Svanhildur Jó- hannesdóttir leikstýrir. Er það farandsýning, en frumsýnt verður í Kramhúsinu. Þriðja verkið sem nú er í æfingu er Rómeó og Júlía eftir Shakespeare. Leikstjóri er Brí- et Héðinsdóttir. Vonir standa til að unnt verði að frumsýna það um miðjan mars í vetur, en enn hefur ekki fengist hús- næði fyrir sýninguna svo ekki er vitað hvar sýnt verður og fara æfingar fram „á götunni". (Fréttatilkynning) — eftir Arelíus Níelsson Fundur sem nýlega var haldinn í Laugalækjarskóla verður mér ógleymanlegur. Þar komu íbúar Teigahverfis í Laugarnesinu sam- an til að mótmæla rekstri „Vernd- ar“ á gistiheimili fyrir fanga, sem afplánað hafa svokallaða refsi- dóma. Sannarlega skal það játað, að mér sárnaði afstaða sumra ræðu- manna og yfirlýsing á undirskrift- askjali, sem lagt var fram á þess- um fundi. Tuttugu og fimm ára starf „Verndar" var þar sannar- lega lítt þakkað og metið. Ennfremur virtist afstaða til hinna minnstu bræðra, fanganna, við komu til frelsis og athafna ekki á samúð og bróðurþeli byggð. Orð, sem ég sagði þarna hafa sjálfsagt sviðið mörgum. Samt, skrifar höfundur „sandkorna" í DV „að ég hafi ekki verið ánægður með fordóma íbúanna í garð fang- anna“. Ennfremur er þar sagt: „Hann bað alla fundármenn að vera kristna og reyna að vernda þá, sem farið hafa út af sporinu." Ég þakka innilega fyrir þennan vitnisburð. Vart gat hann verið betri. Samt er neikvæður tónn í greininni. Sérhver íslendingur þarf að skilja sitt hlutverk sem góður drengur, ekki sízt gagnvart minnstu bræðrum. En sérstaklega er því erfitt að gera sér fulla grein fyrir orðunum þar sem minnzt er á hliðstæðu hverfisbúa við Suður- Afríkumenn. Svo sannarlega líkti ég þeim ekki hliðstæðum við blökkumenn í suðurálfu. Þar eru það einmitt hinir hvítu og „kristnu" sem vilja ráða og völdin hafa, beita einnig fordómum og fyrirlitningu. Kristinn maður getur ekki dæmt eða fordæmt fólk eftir lit- arhætti, nema þá gegn samvizku Arelíus Níelsson „Sannarlega skal þaö játað, aö mér sárnaði af- staða sumra ræðu- manna og yfirlýsing á undirskriftaskjali, sem lagt var fram á þessum fundi. Tuttugu og fimm ára starf „Verndar“ var það sannarlega lítt þakkað og metið.“ andi á móti honum og bjó honum hina beztu veizlu. Er það ekki einmitt hann, sem við eigum að æðstu hugsjón mannkyns? Honum fannst ekki nógu góð af- REIÐHJÓLAUTSALA Fyrsta flokks reiöhjól á stórkostlegu veröi — 30% afsláttur af öllum reidhjól um. Stendur aöeins yfir frá mánudegi 2. sept.—föstudags 6. sept. Hjólasport, Gnoðarvogi 44, sími 34580.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.