Morgunblaðið - 04.09.1985, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
Guð í munni Gorbachevs
og annarra Sovétmanna
Grænlenskur selveiöimaður. Grænfriðungar eru búnir að eyðileggja markað-
inn fyrir selskinn með þeim afleiðingum að margar byggðir í Græniandi eru
að leggjast í auðn.
Grænland:
Moskvu, 3. sept. AP.
ÞAÐ hefur vakið nokkra athygli, að
Mikhail S. Gorbachev, leiðtogi Sov-
étmanna, skyldi hafa nefnt guð á
nafn í viðtalinu, sem við hann birtist
í bandaríska tímaritinu Time fyrir
nokkrum dögum. Eins og alkunna
er halda ráðamenn í Sovétríkjunum
því fram, að þar ráði guðleysið ríkj-
um, og því datt mörgum í hug, að
hann hefði ekki gætt sín sem skyldi
í viðtalinu, orðið fótaskortur á tung-
unni eins og stundum er sagt.
Sannleikurinn er sá, að í rúss-
neskri tungu og talmáli er jafn oft
vikið að guði og í öðrum tungum.
Sovéskir embættismenn grípa
stundum til þess í ræðum sínum,
fréttaskýrendur í sjónvarpi hika
ekki við að grípa til guðsorðanna
og í máli alls almennings úir og
grúir af slíkum tilvitnunum. Gorb-
achev á hins vegar að vera guðlaus
eins og aðrir frammámenn í Sovét-
ríkjunum en á einum stað í við-
Grænfriðungar harma
afleiðingar áróðursins
„Eina lífveran sem hér er í útrýmingarhættu er mannskepnan,
sagði grænlenskur veiðimaður við grænfriðunga
( umannaq, (>rænlandi,3. september, Ritzau.
GRÆNFRIÐUNGAR harma sárlega þann vanda, sem barátta þeirra gegn
selveiðum hefur valdið grænlenskum veiðimönnum, og hafa þeir boðist til
gera hvað þeir geta til að bæta fyrir skaðann. Þessi iðrunarfulla yfirlýsing
er árangurinn af ferð grænfriðunga um veiðimannasamfélögin við
Uumannaq-fjörð á Vestur-Grænlandi en hún hófst sl. föstudag og lýkur á
morgun, miðvikudag.
Þetta er í fyrsta sinn sem full-
trúar grænfriðunga standa augliti
til auglitis við grænlenska veiði-
menn, sem orðið hafa ákaflega illa
úti í áróðrinum gegn selveiðum.
Heita má að markaðurinn fyrir
selskinn sé ónýtur í Vestur-Evrópu
og Bandaríkjunum og tekjur veiði-
mannanna eru nú ekki nema brot
af því, sem áður var.
„Já, það er rétt. Við höfum eyði-
lagt markaðinn fyrir selskinn en
það var þó ekki það, sem við
stefndum að. Ef við hefðum gert
okkur grein fyrir erfiðleikum
ykkar fyrir sjö, átta árum, hefði
þetta ekki farið svona. Þið hafið
fulla ástæðu til að vera okkur
reiðir," sagði Alan Pickaver, sem
stýrt hefur baráttu grænfriðunga
gegn selveiðunum, á fundi með
veiðimönnum í smábænum Niaq-
ornat. „Við verðum líka að gera
okkur grein fyrir því, að markað-
urinn fyrir selskinn á Vesturlönd-
um verður enginn í mörg ár enn,
en grænfriðungar eru tilbúnir til
að ábyrgjast, að svona nokkuð
endurtaki sig ekki. Ég vil taka það
skýrt fram, að við erum ekki á
móti selveiðum og hvalveiðum lít-
illa samfélaga. Við erum á móti
þessum veiðum þegar þær eru
eingöngu stundaðar í ábataskyni
af fólki, sem ekki þarf á þeim að
halda."
Fulltrúar grænfriðunga hétu því
ennfremur, að á fundi samtakanna
í septemberlok yrði rætt um
hvernig best væri að liðsinna
grænlenskum veiðimönnum og í
því skyni komið á fót nefnd með
fulltrúum grænfriðunga og græn-
lenskra veiðimanna.
Þegar grænfriðungarnir komu
með þyrlu til Uumannaq-fjarðar
tóku á móti þeim mörg hundruð
manns, sem mótmæltu því eyði-
leggingarstarfi, sem samtökin
hefðu unnið á grænlensku þjóðlifi.
Áður bjó við fjörðinn sjálfstætt
fólk, sem lifði á því, sem landið
gaf, en nú má heita, að allir séu á
opinberu framfæri. „Þetta ástand
talinu sagði hann: „Vissulega, guð
i upphæðum hefur gefið okkur
næga visku til að finna leiðir til
að bæta samskipti þjóðanna...“
Hinir opinberu fjölmiðlar í Sov-
étrikjunum slepptu raunar þessum
orðum Gorbachevs þegar þeir
birtu viðtalið og þeir klipptu líka
út ummæli hans um Krúsjeff heit-
inn, fyrrum leiðtoga Sovétríkj-
anna, sem var opinberlega bolað
burt úr rússneskri sögu eftir að
hann var hrakinn frá völdum árið
1964. Gorbachev sagði, að þrátt
fyrir stirða sambúð og Kúbumálið
hefðu þeir John heitinn Kennedy
og Krúsjeff komið saman til fund-
ar í Vín þar sem ræddu heimsmál-
hefur eyðilagt sjálfsvirðingu okkar
og afleiðingarnar eru þær, að unga
fólkið flýr í burtu, hver sem betur
getur. Ef ekki verður breyting á
mun hér allt fara í eyði á fáum
árum,“ sagði Johannes Tobiassen,
einn veiðimannanna í Uumannaq.
„Þegar við horfum út á fjörðinn
sjáum við að hann iðar allur af sel
og hval. Eina lífveran, sem hér er
í útrýmingarhættu, er mann-
skepnan."
Fulltrúar grænfriðunga munu
einnig hitta að máli talsmenn ISI,
samtaka frumbyggja í Alaska,
Kanada og Grænlandi, sem hafa
skorið upp herör gegn tilraunum
grænfriðunga til að eyðileggja
þeirra fornu lífshætti. Er þá átt
við veiðar á dýrum vegna feldsins
en grænfriðungar hafa það hug-
sjónamál að eyðileggja þann at-
vinnuveg. Vonast fulltrúar ISI til
að geta komið grænfriðungum í
skilning um hvað þeir eru að gera
fólkinu á norðurslóðum.
Gengi
gjaldmiðla
London, 3. september. AP.
GENGI Bandaríkjadollars hækk-
aði I dag gagnvart evrópskum
gjaldmiðlum þegar fréttir bárust
um aukin umsvif í bandarískum
byggingariðnaði. Gullverðið
lækkaöi hins vegar.
I Washington var frá því
greint, að umsvif í byggingar-
iðnaði hefðu aukist um 1,2% í
júlí sl. en almennt hafði verið
búist við dálitlum samdrætti.
Vegna þessara frétta og frétta
sl. föstudag um meiri hagvöxt
en gert hafði verið ráð fyrir og
minni viðskiptahalla hefur
gengi dollarans verið að hækka
síðustu daga. Í Tókýó fengust í
kvöld 238,85 jen fyrir dollarann
en 238,50 í gær. Fyrir pundið
fengust nú 1,3695 dollarar en
1,3817 í gær. Fyrir einn dollara
fást nú: 2,8540 vestur-þýsk
mörk (2,8335), 2,3507 svissnesk-
ir frankar (2,3340), 8,7075
franskir frankar (8,6575), 3,2120
hollensk gyllini (3,1870),
1.905,00 ítalskar lírur (1.893,00),
1,3708 kanadískir dollarar
(1,3715).
Fyrir gullúnsuna fengust í
kvöld 328 dollarar en 334,50 í
gær, mánudag.
Heimsmeistaraeinvígið:
Kasparov með
unna biðskák
FYRSTA skákin í heimsmeistaraeinvígi þeirra Karpovs og Kasp-
arovs fór í bið í Moskvu í gær. í biðstöðunni hafði áskorandinn,
Gary Kasparov, peði meira í hróksendatafli og unna stöAu. Ef
Kasparov nær að vinna skákina er þetta þriðji sigur hans gegn
Karpov í röð, því tveimur síðustu skákunum í einvígi þeirra sl.
vetur lyktaði með sigri Kasparovs. Áskorandinn hafði hvítt í
fyrstu skákinni og kom Karpov greinilega á óvart meö byrjana-
vali sínu, því heimsmeistarinn notaöi mikinn tíma.
Eftir drottningauppskipti í
tólfta leik hafði Kasparov
greinilega þægilegri stöðu og í
framhaldinu náði Karpov ekki
að finna neitt virkt mótspil.
Eftir 25 leiki var svo illa komið
fyrir Karpov að hann varð að
gefa peð, en honum tókst að
skipta upp í hróksendatafl með
fjórum hrókum, en í slíkum
stöðum er oft hægt að halda
jafntefli með peði minna. En
Kasparov tefldi af nákvæmni í
endataflinu, peðameirihluti
hans á drottningarvæng reynd-
ist mjög sterkur og er skákin
fór í bið hafði hann náð að
mynda sér hættulegt frípeð sem
ólíklegt er að Karpov nái að
ráða við.
Vinni Kasparov skákina, get-
ur það haft úrslitaáhrif á gang
einvígisins því Karpov hefur
næstum ávallt farið mjög vel af
stað í heimsmeistaraeinvígjum,
svo sem því síðasta er hann var
kominn með fjögurra vinninga
forskot eftir aðeins níu skákir.
1. einvígi8skákin:
Hvítt: Gary Kasparov
Svart: Anatoly Karpov
Nimzoindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rc3.
Upp á síðkastið er þessi
leikjaröð mun sjaldséðari en í
fyrra einvíginu var hinum ridd-
aranum jafnan leikið út á und-
an í stöðunni og ekki gefinn
kostur á Nimzoindversku vörn-
inni.
3. — Bb4, 4. RÍ3 — c5, 5. g3.
Ekki veit ég til þess að
Kasparov hafi áður beitt þessu
afbrigði, reyndar er það ekki í
miklum hávegum haft í fræðun-
um.
5. — Re4, 6. Dd3 — Da5, 7. Dxe4
— Bxc3+, 8. Bd2 — Bxd2+, 9.
Rxd2 — Db6!?
Nokkuð djarfur leikur, það er
ólíkt Karpov að fara á peðaveið-
ar í stað þess að leika mönnun-
um út. í skákinni Georgardze-
Beljavsky, Sovétríkjunum 1983,
varð framhaldið 9. — Rc6, 10.
d5 - Rd4, 11. Kdl - d6, 12. e3
— Rf5 og svartur fékk góða
stöðu, en auðvitað hefur áskor-
andinn lumað á endurbót.
10. dxc5 — Dxb2,11. Hbl — Dc3.
Sennilega bezti kosturinn, ef
11. - Dxa2 þá 12. Dd4 - 0-0,
13. Dc3 - Da6,14. Bg2 - e5,15.
Dxe5 — Rc6, 16. De3 með yfir-
burðastöðu.
— 12. Dd3! — Dxd3, 13. exd3 —
Ra6, 14. d4 — Hb8.
Með drottningarkaupunum
náði Kasparov að lagfæra peða-
stöðu sína og hefur þægilegt
endatafl, ekki sízt vegna hinna
sterku peða á c- og d-línunni.
Það var því ekki úr vegi fyrir
svart að ráðast gegn þessum
peðamassa og leika 14. — e5,
annaðhvort nú eða í næsta leik.
15. Bg2 — Ke7,16. Ke2 — Hd8?
Þessi leikur er of hægfara,
því hvítur hindrar auðveldlega
að svartur nái að losa um sig
með d7 — d6. Betra var því 16.
- b6.
17. Re4 — b6, 18. Rd6 — Rc7.
Nú er svartur orðinn of seinn
til að leika 18. — bxc5? vegna
19. Rxc8+ - Hdxc8, 20. Bb7 og
vinnur.
19. Hb4! - Re8, 20. Rxe8 —
Kxe8, 21. Hhbl — Ba6, 22. Ke3
22. - d5!?
Vafalaust erfið ákvörðun. 22.
— Hbc8? gekk auðvitað ekki
vegna 23. Ha4. Nú vonast Karp-
ov eftir 23. cxd5 — exd5, 24.
cxb6 — axb6, 25. Hxb6 —Hxb6,
26. Hxb6 — Bc4, 27. a4 — Ha8,
28. Hb4 — Ha6 með jafnteflis-
möguleikum.
— 23. cxd6! (framhjáhlaup) —
Hbc8, 24. Kd3 — Hxd6, 25. Ha4
— b5.
Eina leiðin til að forðast
mannstaþ.
26. cxb5 — Hb8, 27. Hab4 —
Bb7, 28. Bxb7 — Hxb7, 29. a4
Með peðameirihluta á drottn-
ingarvæng og vel staðsett lið
eru sigurlikur hvíts mjög mikl-
ar.
29. — Ke7, 30. h4 — h6, 31. f3 —
Hd5, 32. Hcl — Hbd7, 33. a5! —
g5, 34. hxg5 — Hxg5, 35. g4 — h5,
36. b6 — axb6, 37. axb6 — Hb7,
38. Hc5! f5, 39. gxh5 - Hxh5, 40.
Kc4 - Hh8, 41. Kb5 — Ha8.
í þessari stöðu lék hvítur,
Kasparov, biðleik. Einfaldast er
líklega 42. Hc7+.