Morgunblaðið - 04.09.1985, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
23
Pólland:
Engar vidræður
við Lech Walesa
AP/Símamynd
Frá viðgerðinni á SYNCOM-3-gervihnettiuum. Geimfararnir James van Hoften og Bill Fisher vinna að viðgerðinni,
en þeir fóni í tvær lengstu geimgöngur sem farnar hafa verið til þessa, er þeir unnu að viðgerðinni.
Velheppnaðri ferð
Discovery lokið
Edwards-flugstöAinni, 3. september. AP.
GEIMFERJAN Discovery lenti í
myrkri í morgun í Edwardsflugstöð-
inni í Kaliforníu eftir velheppnaða
geimferð. í ferðinni flutti ferjan þrjá
gervihnetti, sem komið var á braut
um jörðu, og síðan gerðu ferðalang-
arnir við hnött, sem var bilaður á
braut um jörðu.
Japan:
Tanaka fyrir
hæstarétt
Tókýó, 2. september. AP.
MÁL Kakuei Tanaka, fyrrverandi
forsætisráðherra Japans, sem
ákærður er fyrir að hafa þegið mútur
í Lockheed-hneykslinu 1976, var
tekið fyrir í dag í hæstarétti Tókýó-
borgar.
Tanaka, sem fékk slag í febrú-
armánuði, gat af heilsufarsástæð-
um ekki verið viðstaddur upphaf
réttarhaldanna.
Á árinu 1983 var Tanaka dæmd-
ur til fjögurra ára fangelsisvistar
fyrir að hafa þegið 500 milljón yen
(um 84 millj. ísl. kr.) í mútur fyrir
að stuðla að sölu Lockheed-far-
þegaþotna, meðan hann gegndi
forsætisráðherraembætti
1972—74. Hann er nú laus gegn
tryggingu.
18 lögfræðingar sjá um vörn í
málinu. Búist er við, að yfirheyrsl-
ur standi fram á miðvikudag.
Hnötturinn, sem gert var við,
er að verðmæti 85 milljónir doll-
ara, eða um 3,5 milljarðar króna.
Hnötturin er svokallaður SYN-
COM-3 fjarskiptahnöttur
og er í eigu Hughes-fjarskiptafyr-
irtækisins. Var honum komið á
braut um jörðu í apríl. Var hann
óstarfhæfur frá upphafi, og skiptu
geimfararnir m.a. um rafkerfi í
hnettinum að þessu sinni. Þykir
viðgerðin vera mikið afrek, þar
sem hún var flóknari en fyrri
viðgerðir á gervihnöttum.
Viðgerðin á hnettinum kostaði
Hughes tíund andvirðis hnattar-
ins, eða 8,5 milljónir dollara. Þar
sem hluti eldsneytis gervihnattar-
ins fraus verður honum mjakað úr
skugga inn í sólarljósið, svo elds-
neytið þiðni, áður en kveikt verður
á hreyflum til þess að koma honum
á hærri braut um jörðu. Verður
reynt að skjóta honum hærra 29.
október, en verði eldsneytið ekki
þiðnað þá, er hætt við að hnöttur-
inn springi í tætlur er hreyflarnir
verða ræstir.
I ferðinni hafa geimfararnir
ljósmyndað fellibylinn Elínu í bak
fyrir, en óveðrið hefur storkað
stórum hluta suðausturríkja
Bandaríkjanna síðustu daga.
Flugbrautin var lýst upp, þar
sem rökkur var er Discovery sveif
inn til lendingar. Aðeins einu sinni
áður hefur geimferja lent í myrkri,
en ferð Discovery var 20. ferð
geimferjunnar út fyrir gufuhvolf
jarðar.
Varsji, 3. sept AP.
PÓLSKA stjórnin vísaði í dag á bug
þeirri áskorun Lech Walesa, að hún
tæki upp viðræður við Samstöðu. Jafn-
framt sakaði hún Reagan, Bandaríkja-
forseta, um að standa í vegi fyrir
bættum samskiptum Póllands og
Bandaríkjanna með því aö bera lof á
Samstöðu þegar hann minntist þess,
að flmm ár eru liðin frá stofnun sam-
takanna, sem nú hafa verið bönnuð í
bráðum fjögur ár.
Jerzy Urban, talsmaður pólsku
stjórnarinnar, sagði, að yfirvöldin
sæju engan tilgang með því að efna
til viðræðna við Walesa vegna þess
að „fyrri tilraunir til sátta voru
eyðilagðar" af Samstöðu þegar fyrir
setningu herlaganna í desember
1981. I ræðu, sem Walesa hélt sl.
laugardag á fimm ára afmæli Sam-
stöðu, skoraði hann á stjórnvöld að
taka upp viðræður við samtökin, ella
ætti hún á hættu, að þjóðin sykki
enn dýpra í fen fátæktar og örvænt-
ingar.
I ræðu, sem Reagan hélt sl. sunnu-
dag, á hátíðisdegi bandarísks verka-
lýðs, bar hann mikið lof á baráttu
Samstöðumanna og sagði, að hug-
sjónir þeirra væru ekki horfnar þótt
samtökin hefðu verið bönnuð. Urban
sagði um þessi orð Reagans, að þau
væru „fjandsamleg pólsku þjóðinni"
og í „þágu eyðileggingarafla, sem
stefndu að því að koma á ringulreið
í landinu". Urban veik einnig að
öðrum málum og kvaðst m.a. vona,
Mannskæð
flóð í Kína
Peking, 3. september. AP.
NÚ ER talið að 147 manns hafl
drukknað í flóðum í Hunan-héraði í
Mið-Kína í lok síðustu viku, en gífur-
leg úrkoma var þar um slóðir síðustu
þrjá daga vikunnar.
Þá er vitað um 576 manns, sem
slösuðust vegna flóðanna. Flóðin
ollu gífurlegum usla á svæði, sem
300.000 manns byggja. Eyðilögðust
1.100 íbúðarhús og níu skólar.
Tveir stíflugarðar brustu, raf-
magnslínur slitnuðu, brýr
skemmdust, skepnur fórust og
kornuppskera eyðilagðist.
að kaþólskir biskupar og prestar í
Póllandi „sýndu þá lágmarksþjóð-
erniskennd" að taka þátt í kosning-
unum i næsta mánuði. Kaþólska
kirkjan hefur gert hvorugt, að
hvetja menn til að kjósa eða sitja
heima, en Samstaða hefur aftur á
móti skorað á fólk að hunsa kosning-
arnar.
Veöur
víða um heim
Lagtt Hmt
Akureyri
Amsturdam
Aþuna
Barcutonu
BrUs««l
Chicago
Oublin
Frankfurt
Ganf
Hutsinki
Hong Kong
Kaupmannah.
Las Palmas
Lissabon
Los Angeles
Lúxemborg
Montreal
Moskva
Now York
Osló
Pofcing
Raykjavík
RMda Janairo
Rómaborg
Stokkhúlmur
Sidnay
Tókýú
13
20
12
<
17
11
12
11
12
20
18
13
17
13
22
26
10
13
»
8
14
18
15
16
12
8
23
15
ÞúrsMfn
6 skýjaú
18 skýjaú
33 heiúakfrt
27 heiúekfrt
18 rigning
18 skýjaú
27 skýjaú
16 rigning
26 þokumúúa
22 rigning
26 rígning
17 skýjaú
28 skýjaú
30 hoiúekfrt
17 skýjaú
vantar
31 haiúskírt
18 rigning
28 haiúskfrt
13 skúrir
24 haiúskfrt
28 Mttskýjaú
31 skýjaú
22 skýjaú
23 skýjaú
28 heiúekirt
18 rigning
23 skýjaú
28 haiúskirt
8 rigning
24 skýjaú
30 Iwiúefcirt
18 skýjaú
17 haiúakfrt
28 skýjaú
26 skýjaú
8 skýjaú
Hryðjuverka-
maður ferst í
bflsprengju
San Sebastian, Spáni. 3. september.
ÓÞEKKTUR maður lést í gær
þegar sprengja sprakk sem hann
var að koma fyrir undir bíl lög-
reglunnar í nágrenni San Seb-
astian-borgar. Lögregla leitar
annars manns sem tók þátt í að
koma sprengjunni fyrir, en flúði
af vettvangi þó hann hefði orðið
fyrir meiðslum. Maðurinn sem
lést hlaut mikil meiðsli og brennd-
ist alvarlega, og dó hann í þann
mund sem komið var með hann á
spítala i San Sebastian, að sögn
talsmanns spítalans. Það sem af
er þessu ári hafa 28 manns látið
lífið í pólitískum átökum á Spáni.
^nnréttingaverslun.
larnar eru gott dæmi um
tílhreinar, vandaöar
faldar í uppsetningu. MH
er skrúfjárn, 5 mm bor,
— oifauðvitað tómt eldhús.
Við eigum gott úrval eldhúsinnréttinga
um þessar mundir og að sjálfsögðu^
er sýningareldhús í versluninnj^^
að Laugavegi 13. '
Habitat. Verslun
Laugavegi 13, sí
nabimt