Morgunblaðið - 04.09.1985, Síða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
Athugun á starfskjörum
bankastjóra ríkisbankanna
— Skýrsla Baldurs Möller, fyrrverandi ráðuneytisstjóra til viðskiptaráðherra
BALDUR Möller, fyrrv. ráðuneytisstjóri, hefur skilað meðfylgjandi skýrslu
til Matthíasar Á. Matthiesen, viðskiptaráðherra, um athugun sína á starfs-
kjörum bankastjóra ríkisbankanna. Skýrslan hefur nú verið afhent bankaráð-
um rfkisbankanna.
Þá hefur viðskiptaráðherra sent
bankaráðunum bréf, dags. 30.
ágúst 1985, þar sem þeim er falið
að endurskoða reglur, annarsvegar
um bílamál bankastjóranna, þar
sem ákvæði gildandi reglugerðar
nr. 190/1985 um bifreiðamál ríkis-
ins verði höfð til hliðsjónar (sbr.
einkum 10. gr.), og hinsvegar um
eftirlaunamál þeirra, þar sem eft-
irlaunaréttindi verði færð til
samræmis við almenn löggjafar-
viðhorf í því efni.
Jafnframt var farið fram á það
í bréfinu að allar fyrirhugaðar
breytingar á starfskjörum banka-
stjóra og annarra starfsmanna
ríkisbankanna verði kynntar við-
skiptaráðherra, en um það verða
sett ákvæði í fyrirhugaða reglu-
gerð um starfsemi ríkisviðskipta-
bankanna, sbr. lög nr. 86/1985.
Reykjavík 10. ágúst 1985.
Til viðskiptaráðherra
Frá Baldri Möller, fyrrverandi
ráðuneytisstjóra
Efni: Athuganir á fyrirkomulagi á
starfskjörum bankastjóra ríkis-
bankanna.
Með bréfi viðskiptaráðherra,
dags. 22. apríl 1985, var undirrituð-
um falið „að gera athugun á og
meta þau starfskjör og fyrirkomu-
lag það sem gilt hefur gagnvart
bankastjórum ríkisbankanna" og
jafnframt falið „að gefa ábending-
ar um hvernig eðlilegt sé að hafa
fyrirkomulag þessara mála í fram-
tíðinni."
Hér á eftir verður fyrst (I) rakið
hverjir stjórnarhættir hafa verið
í málefnum ríkisbankanna til
þessa dags. Síðan (II) greint lítil-
lega frá kjaramálum bankastjór-
anna á liðinni tíð og nánar hver
launa- og starfskjör þeirra eru í
dag. Þá verður (III) greint sérstak-
lega frá bifreiðamálum þeirra.
Ennfremur (IV) frá eftirlaunamál-
um bankastjóranna. Loks verða
teknar saman (V) athuganir á
veilum sem þykja kunna á fyrir-
komulagi og á töku ákvarðana um
framangreint efni og gerð grein
fyrir úrbótum sem til greina gætu
komið.
Tekið er fram, að það er ekki
talið verkefni við þessar hugleið-
ingar, að lýsa hugmyndum um
launakjör bankastjóranna, enda
er það „launa-pólitískt" atriði, sem
ekki er hluti af þessu verkefni.
Þess skal getið að í upphafi var
staðið þannig að undirbúningi
þessarar athugunar, að þess var
farið á leit við formenn bankaráð-
anna, að fá til skoðunar þau gögn,
sem fyrir hendi væru um kjör
bankastjóra ríkisbankanna. Urðu
þeir góðfúslega við þessari ósk og
létu þau gögn þegar í té og buðu
jafnframt fram allar frekari upp-
lýsingar, sem óskað væri eftir.
Hefir síðan verið aflað upplýsinga
um gildandi og fyrri löggjöf um
málefni bankanna, og kannaðar
umræður á Alþingi um kjaramál-
efni bankastjóranna. Þá þótti rétt
að bíða eftir að lyki umfjöllun
Alþingis er lauk störfum seint í
júní sl., um málefni þessu skyld,
en þar var m.a. til meðferðar frv.
til laga um viðskiptabanka, sem
varð að lögum á síðustu dögum
þinghaldsins.
I
Frá því að fyrst var stofnað til
starfsemi banka á íslandi (sbr. lög
um stofnun Landsbanka 18. sept.
1885) hafa verið sett sérstök lög
um stofnun hvers einstaks banka
fram til þessa, hvort sem um hefur
verið að ræða ríkisbanka eða
hlutafélagabanka. í upphafi hafði
Alþingi afskipti af stjórnun
Landsbankans með kjöri gæzlu-
stjóra (sem voru tveir, kosnir sinn
af hvorri deild Alþingis), en segja
má að þeir hafi verið fyrirrennarar
bankaráðanna, þótt þeir hafi tekið
enn beinni þátt í daglegum störf-
um bankanna en bankaráðin síðar.
Er íslandsbanki kom til, eftir
aldamótin, var áskilið í lögum um
stofnun hans, þátttaka Alþingis í
stjórnun hans með kosningu að
hluta í „fulltrúaráð" bankans (3
af sjö) en staða þessa banka, þótt
einkabanki væri, var sérstök vegna
einkaréttar hans til seðlaútgáfu.
Eftir setningu Landsbankalaga
1928 hafa lagareglur um stjórn
ríkisviðskiptabankanna smám
saman verið meira og meira sam-
ræmdar og að mestu leyti með
setningu bankalaganna 1961, en
nú, með setningu laganna um við-
skiptabanka á nýloknu þingi, að
fullu, þannig að ein og sömu lögin
gilda um þá alla. I stuttu máli
sagt hefur verkaskipting um
stjórnun málefna ríkisbankanna
verið sú, að bankastjórar hafa
stýrt daglegri starfsemi bankanna,
bankaráðin, sem kosin eru hlut-
bundinni kosningu af Alþingi, hafa
sett almennar starfsreglur og
fylgst með og eftir atvikum tekið
þátt í meiriháttar ákvörðunum,
hafa, hin síðari ár haft með hönd-
um ráðningu bankastjóra við-
skiptabankanna og tiltekinna
helstu starfsmanna. (I Lands-
banka allt frá setningu Lands-
bankalaganna 1928, í Útvegsbanka
frá því að hann varð alfarið ríkis-
banki 1957, en í Búnaðarbanka frá
stofnun hans 1930, en þar hefur
þó ráðherra haft meiri forráð en
i hinum bönkunum og breytist það
fyrst nú að fullu, er hin nýju lög
um viðskiptabanka koma til fram-
kvæmda). Staða ráðherra i stjórn-
un rikisbankanna hefur hin síðari
ár verið mörkuð þannig, að hann
hafi yfirstjórn hvers banka ásamt
bankaráði, en tiltekin fá atriði
sérstaklega greind, svo sem skipun
formanns og varaformanns banka-
ráðs úr hópi bankaráðsmanna og
ákvörðun launa bankaráðsmanna,
setning reglugerðar og staðfesting
ársreikninga, (sbr. hér og siðar það
sem áður var sagt um meiri forráð
ráðherra í Búnaðarbanka en hin-
um bönkunum). Það er fyrst með
ákvæði í hinum nýju lögum um
viðskiptabanka (sem taka gildi 1.
jan. 1986) að ákveðið er beinum
orðum að ráðherra geti krafið
bankaráð ríkisviðskiptabanka um
upplýsingar um rekstur og hag
bankans. í raun hefur þetta þó
verið talið á valdi ráðherra, enda
eðlilegur þáttur i stöðu hans í
yfirstjórn bankans. Um þetta efni
verður nokkuð nánar fjallað í III
og V hér á eftir.
Lög um Seðlabanka hafa ekki
verið endurnýjuð og gilda um hann
nokkuð aðrar reglur, og er það
raunar í eðlilegu samhengi við
hlutverk hans, sem er miklu nánar
tengt ríkisstjórn vegna málefna
almennrar fjármálastjórnar í
landinu. Ráðherra skipar og
áframhaldandi bankastjóra Seðla-
bankans.
II
í upphafi bankastarfsemi í
landinu og raunar fram til end-
urnýjunar bankalaganna 1961
voru laun bankastjóra ríkisbanka
beint ákveðin í lögum, svo sem
almennt um opinbera starfsmenn.
Um íslandsbanka hf., síðar Út-
vegsbanka íslands hf., giltu aðrar
reglur sem hlutafélag, þar sem
æðsta vald var hjá aðalfundi
samkvæmt almennum lagareglum.
Eftir tilkomu bankalaganna 1961
hefur ákvörðun launa bankastjór-
anna í öllum ríkisbönkunum verið
í höndum bankaráðanna, enda var
Útvegsbankinn þá ekki lengur
hlutafélagsbanki. Hefur í fram-
kvæmd orðið svo, að almennt
samræmi hefur verið milli bank-
anna í þessu efni, svo sem eðlilegt
má teljast. Verður fyrirkomulag á
launakjörum bankastjóranna rak-
ið hér á eftir svo og önnur hlunn-
indi, sem eru launalegs eðlis.
Um nokkurt árabil hafa mánað-
arlaun bankastjóra ríkisbankanna
verið miðuð við laun hæstaréttar-
dómara, sem kjaradómur ákveður,
en hliðsjón af þeim mun hafa
komið til fljótlega eftir að kjara-
dómi var falin ákvörðun launa
hæstaréttardómara, en þau laga-
ákvæði komu til framkvæmda
1963. í iögum um Útvegsbanka og
Búnaðarbanka voru um tíma bein
ákvæði um að miða laun banka-
stjóra við Landsbankann og var
þeirri viðmiðun haldið þótt laga-
ákvæðin féllu niður. Ennfremur
hefur bankastjórunum verið
greidd launaviðbót vegna setu á
bankaráðsfundum (hin sama og
mánaðarþóknun bankaráðs-
manna, sem nemur nú 8%). Enn-
fremur eru þeim greidd auka—
mánaðarlaun í desember. í Seðla-
banka hefur formaður banka-
stjórnar 10% launaviðbót á mán-
aðarlaun og tvöfalda bankaráðs-
Peningamarkaðurinn
—
GENGIS-
SKRANING
Nr. 165 - - 3. aeptember 1985
Kr. Kr. ToIL
Kin. KL09.I5 Knnp Sala gengi
lDoflarí 41,4X0 41,600 40,940
ISLpund 56,952 57,117 57,626
Kan. dollarí 30312 30300 30354
IDöoskkr. 4,0204 4,0320 4,0361
INorskkr. 4,9715 4,9859 4,9748
ISa-nskkr. 4,9352 4,9494 4,9400
1 KL mark 63915 6,9114 6,9027
1 Fr. fraaki 4,7741 4,7879 4,7702
1 Beh>. franki 0,7195 0,7215 0,7174
1 Sv. franki 17,6978 17,7490 173232
1 llolL xyllini 12,9544 13,9919 123894
1 V þ taark 143800 14,6221 143010
1ÍL lira 0,02182 0,02188 0,02163
1 Austurr. srh. 2,0750 2,0810 2,0636
1 Port esnido 03462 03469 03459
1 Sp. peseti 03487 03494 03490
1 Jap. yen 0,17365 0,17415 0,17256
1 frakt pund 45,404 45335 45378
SDR (SérsL
drattarr.) 42,7607 423849 423508
Belg. franki 0,7119 0,7140
INNLÁNSVEXTIR:
Spansjóötbækur____________________ 22,00%
Sparájótareikningar
með 3ja mánata uppsogn
Alþýöubankinn................ 25,00%
Búnaöarbankinn............... 25,00%
lönaöarbankinn............... 23,00%
Landsbankinn............... 23,00%
Samvinnubankinn.............. 25,00%
Sparisjóðir.................. 25,00%
Útvegsbankinn................ 23,00%
Verzlunarbankinn............. 25,00%
meö 6 mánata uppsogn
Alþýðubankinn................ 28,00%
Búnaöarbankinn............... 28,00%
lönaöarbankinn............... 32,00%
Samvinnubankinn.............. 30,00%
Sparisjóöir.................. 23,00%
Útvegsbankinn................ 29,00%
Verzlunarbankinn..............31,00%
meö 12 mánata uppsógn
Alþýðubankinn................ 30,00%
Landsbankinn..................31,00%
Útvegsbankinn................ 32,00%
meö 18 mánata uppsögn
Búnaöarbankinn............... 36,00%
Innlánsskírteini
Alþýöubankinn................ 28,00%
Búnaöarbankinn............... 29,00%
Samvinnubankinn.............. 29,50%
Sparisjóöir.................. 28,00%
Verötryggöir reikningar
miöað við lánskjaravísitölu
meö 3ja mánata upptögn
Alþýðubankinn................. 1,50%
Búnaöarbankinn................ 1,00%
lönaöarbankinn................ 1,00%
Landsbankinn.................. 1,00%
Samvinnubankinn............... 1,00%
Sparisjóöir................... 1,00%
Útvegsbankinn................. 1,00%
Verzlunarbankinn.............. 2,00%
meö 6 mánata upptögn
Alþýðubankinn................. 3,50%
Búnaöarbankinn................ 3,50%
lönaöarbankinn................ 3,50%
Landsbankinn.................. 3,00%
Samvinnubankinn............... 3,00%
Sparisjóöir................... 3,50%
Útvegsbankinn................. 3,00%
Verzlunarbankinn.............. 3,50%
Ávisana- og hlaupareikníngar:
Alþýöubankinn
— ávisanareikningar....... 17,00%
— hlaupareikningar........ 10,00%
Búnaöarbankinn................ 8,00%
lönaöarbankinn................ 8,00%
Landsbankinn..................10,00%
Samvinnubankinn
— ávísanareikningur........ 8,00%
— hlaupareikningur......... 8,00%
Sparisjóöir.................. 10,00%
Útvegsbankinn................. 8,00%
Verzlunarbankinn............. 10,00%
Stjömureikningan
Alþýðubankinn................. 8,00%
Alþýðubankinn..................9,00%
Safnlán — heimilislán — IB-lán —- plúslán
meö 3ja til 5 mánata bindingu
Iðnaöarbankinn............... 23,00%
Landsbankinn................. 23,00%
Sparisjóðir.................. 25,00%
Samvinnubankinn.............. 23,00%
Útvegsbankinn................ 23,00%
Verzlunarbankinn............. 25,00%
6 mánata bindingu eta lengur
Iðnaðarbankinn............... 28,00%
Landsbankinn................. 23,00%
Sparisjóöir.................. 28,00%
Útvegsbankinn................ 29,00%
Innlendir gjaldeyrisreikningar
Bandaríkjadollar
Alþýöubankinn.................8,50%
Búnaöarbankinn................7,50%
lönaöarbankinn................8,00%
Landsbankinn..................7,50%
Samvinnubankinn...............7,50%
Sparisjóöir...................8,00%
Útvegsbankinn.................7,50%
Verzlunarbankinn..............7,50%
Sterlingspund
Alþýöubankinn................ 9,50%
Búnaöarbankinn.............. 11,00%
lönaöarbankinn.............. 11,00%
Landsbankinn.................11,50%
Samvinnubankinn............. 11,50%
Sparisjóöir................. 11,50%
Útvegsbankinn............... 11,00%
Verzlunarbankinn............ 11,50%
Vestur-þýsk mörk
Alþýöubankinn.................4,00%
Búnaöarbankinn.................435%
Iðnaóarbankinn................5,00%
Landsbankinn..................4^50%
Samvinnubankinn................430%
Sparisjóöir................. 5,00%
Útvegsbankinn.................4,50%
Verzlunarbankinn..............5,00%
Dsnskar krönur
Alþyöubankinn................. 930%
Búnaöarbankinn............... 8,00%
lönaöarbankinn............... 8,00%
Landsbankinn................. 9,00%
Samvinnubankinn.............. 9,00%
Sparisjóöir................ 9,00%
Útvegsbankinn................ 9,00%
Verzlunarbankinn............ 10,00%
ÚTLÁNSVEXTIR:
Almennir víxlar, forvextir:
Landsbankinn................ 30,00%
Útvegsbankinn............... 30,00%
Búnaðarbankinn.............. 30,00%
lönaöarbankinn.............. 30,00%
Verzlunarbankinn............ 30,00%
Samvinnubankinn............. 30,00%
Alþýöubankinn............... 29,00%
Sparisjóðirnir.............. 30,00%
Viöskiptavíxlar
Alþýöubankinn................31,00%
Landsbankinn.................31,00%
Búnaöarbankinn.............. 31,00%
Sparisjóóir...................3130%
Útvegsbankinn............... 30,50%
Yfirdráttarlán af hlaupareikningum:
Landsbankinn................ 31,50%
Utvegsbankinn................. 3130%
Búnaöarbankinn.................3130%
lönaöarbankinn.................3130%
Verzlunarbankinn...............3130%
Samvinnubankinn................3130%
Alþýöubankinn................ 30,00%
Sparisjóöirnir............... 30,00%
Endurseljanleg lán
fyrír innlendan markaö_______________2835%
lán í SDR vegna útflutningsframl.__ 9,75%
Skuldabréf, almenn:
Landsbankinn................. 32,00%
Útvegsbankinn................ 32,00%
Búnaðarbankinn............... 32,00%
Iðnaðarbankinn............... 32,00%
Verzlunarbankinn............. 32,00%
Samvinnubankinn.............. 32,00%
Alþýöubankinn................. 3130%
Sparisjóöirnir............... 32,00%
Viöskiptaskuldabröf:
Landsbankinn.................. 3330%
Útvegsbankinn................. 3330%
Búnaöarbankinn............... 33,50%
Sparisjóöirnir................ 3330%
Verðtryggð lán miöað viö
lánskjaravísitölu
i allt að 2 'h ár...................... 4%
lengur en 2% ár........................ 5%
Vanskilavextir........................ 42%
Óverðtryggð skuldabréf
útgefin fyrir 11.08.’84............ 31,40%
Lífeyrissjóðslán:
Lifeyrissjööur starfsmanna ríkisins:
Lánsupphæð er nú 300 þúsund krónur
og er lániö vísitölubundiö meö láns-
kjaravísitölu, en ársvextir eru 5%.
Lánstími er allt aö 25 ár, en getur veriö
skemmri, óski lántakandi þess, og eins
ef eign sú, sem veö er í er títitfjörleg, þá
getur sjóöurinn stytt lánstimann.
Lífeyrissjööur verzlunarmanna:
Lánsupphæö er nú eftir 3ja ára aöild aö
lífeyrissjóönum 192.000 krónur, en fyrir
hvern ársfjóröung umfram 3 ár bætast
viö lánið 16.000 krónur, unz sjóösfélagi
hefur náö 5 ára aöild aö sjóönum. Á
tímabilinu frá 5 til 10 ára sjóösaöild
bætast viö höfuöstól leyfilegrar láns-
upphæöar 8.000 krónur á hverjum árs-
fjóröungi, en eftir 10 ára sjóösaöild er
lánsupphæöin oröin 480.000 krónur.
Eftir 10 ára aóild bætast viö 4.000 krón-
ur fyrir hvern ársfjóröung sem líöur. Því
er í raun ekkert hámarkslán í sjóönum.
Höfuöstóll lánsins er tryggöur meö
lánskjaravísitölu, en lánsupphæöin ber
nú 5% ársvexti. Lánstíminn er 10 til 32
ár aó vali lántakanda.
Þá lánar sjóöurinn meö skilyröum
sérstök lán til þeirra, sem eru eignast
sina fyrstu fasteign og hafa greitt til
sjóösins samfellt i 5 ár, kr. 525.000 til
37 ára.
Lánskjaravísitala fyrir ágúst 1985 er
1204 stig en var fyrir júlí 1178 stig.
Hækkun milli mánaöanna er 2,21%.
Miöaö er viö vísitöluna 100 í júní 1979.
Byggingavísitala fyrir júní til ágúst
1985 er 216,25 stig og er þá miðað viö
100 í janúar 1983.
Handhafaskuldabréf í fasteigna-
vióskiptum. Algengustu ársvextir eru nú
18-20%.
Sérboð
óvsrðtr. Vttröfr. Verdtrygg. Höfuóstólt- faeralur vaxta
kjör kjör tímabil vaxta i iti
Óbundið fé Landsbanki, Kjörbók: 1) 7-34,0 1,0 3 mán.
Útvegsbanki, Ábót: 22-34,6 1.0 1 mán. 1
Búnaöarb., Sparib: 1) 7-34,0 1,0 3 mán. 1
Verzlunarb., Kaskóreikn: 22-31,0 3,5 3 mán. 4
Samvinnub., Hávaxtareikn: 22-31,6 1-3,0 3 mán. 2
Alþýöub.. Sérvaxtabók: 27-33,0 4
Sparisjóöir, Trompreikn. 32,0 3,0 1 mán. 2
Bundiö fé: lönaöarb., Bónusreikn: 32,0 3,5 1 mán. 2
Búnaöarb., 18 mán. reikn: 36,0 3,5 6 mán. 2
1) Vaxtaleiðrétting (úttektargjald) er 1,7% h|á Landsbanka og Búnaöarbanka.