Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985 + Eiglnkonamín, BERGÞÓRA ELVA ZEBITZ, Bræðraborgarstíg 13, Reykjavík, lést i Borgarspítalanum laugardaginn 31. ágúst. Guðmundur Eggertsson. útför móður okkar, LAUFEYJAR JÓHANNESDÓTTUR, fyrrum húsfreyju í Víðigerði, Eyjafirði, veröur gerö fró Grundarkirkju, laugardaginn 7. september kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á líknarstof nanir. Hólmfríður H. Thorarinssen, Kristín Hannesdóttir, Haraldur Hannesson, Kristján Hannesson. + Móðir okkar tengdamóöir og amma, NANNA GUÐMUNDSDÓTTIR frá Hóli, Stöövarfirði, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 5. september kl. 16.30. Þeim sem vilja minnast hennar er vinsamlegast bent á Sólheima í Grímsnesi. Hjördís Stefánsdóttir, Guömundur Stefánsson, Arthur Stefánsson, Carl Stefánsson, Stefán Stefánsson, barnabörn Berta Stefánsdóttir, Maggý Ársælsdóttir, Helga Þorsteinsdóttir, Ásta Tómasdóttir, Ragnheiöur Pálsdóttir, barnabarnabörn. + Eiginkona mín, móöir, tengdamóöir, amma og langamma, ÞORBJÖRG GUÐRÚN GUÐLAUGSDÓTTIR WIUM Drápuhlíö 15, sem andaöist 23. ágúst sl.,veröur jarösungin frá Fossvogskirkju fimmtudaginnö.septemberkl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaóir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Hjartavernd. Fyrir hönd f jölskyldunnar, Páll H. Wium. + Eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir, afi og langafi, ÁRNI ÖGMUNDSSON, Galtafelli, Hrunamannahreppi, verður jarösunginn frá Hrepphólakirkju föstudaginn 6. september kl. 14.00. Guörún Guömundsdóttir, Áslaug Árnadóttir, Agnar Haraldsson, Herdís Árnadóttir, Hannes Bjarnason, Margrát Árnadóttir, Svavar J. Árnason, Hrafnhildur Magnúsdóttir, Hjalti Árnason, Guörún Hermannsdóttir, Jónína G. Ögmundsdóttir, Magnús ögmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og af i, HERLUF POULSEN, Hraunbrún 40, Hafnarfiröi, veröur jarösunginn frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði fimmtudaginn 5. septemberkl. 15.00. María Poulsen, Eyrún Jörgensen, Bergur Jörgensen, Ásbjörg Elíasen, Doron Elíasen, Elín Park, Phillip Park, Hervör Poulsen, Páll Poulsen, Björn Vilbergsson, og barnabörn. + Eiginmaður minn, JÓN HJARTARSON frá Sæbergi, V-Húnavatnssýslu, veröur jarösunginn frá Fossvogskapellu föstudaginn 6. september kl. 10.30. Fyrir hönd barna, tengdasonar og barnabarna, Lilja Eiríksdóttir. Minning: Erla Axelsdóttir Fædd 19. aprfl 1924 Dáin 25. ágúst 1985 Sumu fólki virðist vera gefin meiri lífsorka en aðrir fá í sinn hlut. Hvar sem þetta fólk kemur sópar að því og öll verk sín vinnur það af feiknarkrafti. Þegar slíkar manneskjur hverfa af sjónarsvið- inu munar mikið um þær vegna þess hve mikið rúm þær tóku í lifanda lífi. Erla Axelsdóttir er ein úr hópi þessa fyrirferðarmikla fólks. Öll framkoma hennar og þau verk sem hún vann einkenndust af sömu lífsorkunni og þðrf fyrir að finna henni farveg. Erla hafði unun af því að gefa og lengstum var hún aflögufær. Jafnvel eftir að hún var orðin veik vildi hún miðla öðrum af reynslu sinni í baráttunni við skæðan sjúk- dóm. Opinskátt viðtal birtist við hana í tímaritinu Mannlífi nú í sumar og vakti athygli margra. Þar ræðir hún í einlægni um líf og dauða og um angistina sem hlýtur að grípa manneskju sem finnur líf sitt fjara út. Slíkar hugsanir vilja flestir eiga einir en Erlu datt í hug að einhverjum yrði fróun í að lesa lýsingu hennar og e.t.v. gæti það létt byrðar einhvers sem stæði í sömu sporum. Á þenn- an hátt gat hún enn gefið af sjálfri sér þótt fársjúk væri. Við, nágrannakonur Erlu við Brekkugötu í Hafnarfirði og fjöl- skyldur okkar, þökkum fyrir að hafa fengið að vera henni sam- ferða stuttan spöl. Fólkinu hennar sendum við einlægar samúðar- kveðjur. Jóhanna Kristófersdóttir, Sesselja Zophaniasdóttir, Þórunn Blöndal. Erla Axelsdóttir og Einar Ingi- mundarson fluttu til Siglufjarðar vorið 1952. Það ár var Einar skip- aður bæjarfógeti á Siglufirði. Siglufjörður var heimili þeirra og starfsvettvangur í tæpan hálfan annan áratug eða til ársins 1966, er Einar tók við embættum sýslu- manns í Gullbringu- og Kjósar- sýslu og bæjarfógeta í Hafnarfirði. Þessi ungu hjón, Erla og Einar, fóru ekki erindisleysu til nýrra heimkynna. Þau komu til bæjarins að vori - og þeim fylgdi vorhugur. Lífsviðhorf þeirra var í ætt við gróandann, sem var að vakna af vetrardvala í umhverfinu. Hugur þeirra og viðmót allt var hlaðið trú á byggðarlagið, fólkið, sem þar bjó og framtíðina. Þau féllu ekki aðeins inn í það samfélag, sem fyrir var. Þau urðu leiðandi afl, sem hvarvetna hafði áhrif til góðs. Erla og Einar urðu fljótt vin- mörg á Siglufirði. Þau tóku þátt í margvíslegu félagsstarfi, ekki sízt á vegum Sjálfstæðisflokksins. Erla var einn af stofnendum Sjálfstæð- iskvennafélags Siglufjarðar, sat lengi í stjórn þess og vann samtök- um sjálfstæðisfólks á staðnum allt hvað hún mátti, meðan hún bjó nyrðra. Það þóttu tíðindi í íslenzkum stjórnmálum þegar Einar Ingi- mundarson, frambjóðandi Sjálf- stæðisflokksins, vann Siglufjörð, sem þá var einmenningskjördæmi, í þingkosningum 1953. Sá sigur var ekki sízt persónulegur sigur Ein- ars, sem átti fylgi að fagna langt út fyrir flokksraðir. En hlutur Erlu, konu hans, sem stóð sívökul að baki hans í baráttunni, var stærri en flestir gerðu sér grein fyrir. Erla og Einar áttu góð ár á Siglufirði meðal vina. Þau settu svip á bæinn. Þau unnu honum vel. Störf þeirra verða ekki tíunduð hér og nú. En þeir sem leggja leið sína um fyrstu jarðgöngin í vega- kerfi landsins, um fjallið Stráka, njóta árangurs, sem rekja má að drjúgum hluta til þingmennsku Einars Ingimundarsonar. Erla Axelsdóttir var hreinskipt- in og hreinskilin í samskiptum sínum við annað fólk. Hverskonar sýndarmennska var henni þvert um hug. Viðmót hennar var hið sama, hvort sem í hlut áttu betur settir eða hjálparþurfi. Hún sagði það sem henni bjó í brjósti - og það eitt. Hún lét engan troða sér um tær, en þeim, sem höllum fæti stóðu, sýndi hún hlýju, hjálpsemi og hvatningu. Siglfirðingar, heima og heiman, minnast hennar með þakklátum huga. Þeir árna henni fararheilla á vegferð sem okkar allra bíður. Megi hún mæta vori og gróanda í nýjum heimkynnum, þar sem sól almættisins skín ofar Hólshyrnu vona og trúar. Einari og börnum þeirra hjóna sendum við innilegar samúðar- kveðjur og biðjum þeim styrks á stundu sorgarinnar. Stefán Friðbjarnarson Erla Axelsdóttir var fædd hér í Reykjavík 19. apríl 1924, dóttir Axels Böðvarssonar, bankaritara, og konu hans, Margrétar H. Steindórsdóttur. Föðurætt Erlu er vel þekkt á Akranesi og víðar, en afi hennar var Böðvar Þorvalds- son, sem var þekktur kaupmaður og útgerðarmaður fyrir síðustu aldamót, en bróðir Axels, Harald- ur, tók þar við og varð landskunn- ur maður. Kona Böðvars, föður- amma Erlu, var Helga Guð- brandsdóttir frá Hvítadal. Móðurforeldrar hennar voru hjónin Steindór Jóhannesson, kennari á Vopnafirði, og síðar Siglufirði, og Guðrún Pálsdóttir frá Siglufirði. Margrét, móðir Erlu mun fædd á Siglufirði. Erla átti einn bróður, Björn, sem var útlærður matreiðslumaður, en er nú látinn fyrir nokkrum árum. Margrét Steindórsdóttir lifir þannig bæði börn sín, en hún býr enn að Hólavallagötu 5. Hinn 24. júní 1949 giftist Erla Einari Ingimundarsyni, fyrrver- andi alþingismanni og núverandi bæjarfógeta í Hafnarfirði. Þau eignuðust þrjú börn: Valdisi, f. 21. janúar 1950, hjúkrunarnema, gift Gunnari Aðalsteinssyni, lögfræð- ingi, fulltrúa á skrifstofu bæjar- fógeta í Hafnarfirði, Ingimund, bæjarlögmann í Hafnarfirði, f. 25. maí 1953, kvæntur Guðrúnu Hildi Ragnarsdóttur, hjúkrunarfræð- ingi, og Ingveldi Þuríði, f. 29. apríl 1959, lögfræðing, borgarfógeta- fulltrúa í Reykjavík. Hún býr með Ársæli Friðrikssyni, háskóla- nema. Það mun hafa verið á árunum 1934—36, sem þau hjónin Axel og Margrét byggðu hús sitt á Hóla- vallagötu 5. Erla hefur þá verið 10—12 ára telpa, en ég bjó þar í næsta nágrenni á Hólavöllum. Áð- ur var heimili þeirra þar skammt frá. Haustið 1935 varð ég bekkj- arbróðir Einars Ingimundarsonar og sátum við saman eftir það þar til menntaskólanámi lauk. Erlu þekkti ég þannig frá því hún var barn eða áður en hún fluttist á Hólavallagötuna, en nokkur samgangur var á milli heimila okkar, þar sem feður okkar höfðu verið bekkjarbræður í skóla og héldu vináttu og kunn- ingskap meðan báðir lifðu. Minnt- ist ég hennar sem lítilla ljóshærðrar telpu i boltaleik á Landakotstúninu með yngri systk- inum mínum, en ég var þá orðinn það stálpaður, að hún sem var sjö árum yngri tók lítinn þátt í leikj- um okkar sem eldri vorum. Það var því fyrst eftir að Erla giftist vini mínum, Einari Ingi- mundarsyni, sem til vináttu stofn- aðist milli heimila okkar, enda höfðum við Einar þá um langt skeið verið óaðskiljanlegir vinir og félagar og skólabræður, fyrst í menntaskóla og síðan í sömu deild í Háskóla. Við kvæntumst um svipað leyti og börn okkar voru á svipuðu reki og gengu í sama skóla, og þótt konur okkar þekkt- ust lítið stofnaðist fljótt til vin- áttu milli heimila okkar, sem haldist hefur órofin til þessa dags, þótt vík hafi stundum verið milli vina, sérstaklega meðan þau hjón, Einar og Erla, bjuggu á Siglufirði, en þar var Einar bæjarfógeti um 13 ára skeið. Þannig kynntumst við því fljótt hvern mann Erla hafði að geyma. Hún var sérstaklega fríð kona, heldur í hærra lagi, grannvaxin, ljóshærð og skipti vel litum. Erla var ákveðin f skoðunum og rök- ræddi um menn og málefni af festu og rökfimi. Hún var sérstak- ur höfðingi heim að sækja og þau hjón bæði. Sérstaklega eru okkur hjónunum minnisstæðar tvær ferðir til Siglufjarðar, þar sem við heimsóttum bæjarfógetahjónin og nutum gistivináttu þeirra. í bæði skiptin var okkur tekið tveim höndum og veitt rausnarlega í mat og drykk. Einnig vorum við heppin með veður meðan við dvöldumst hjá þeim og er mér sér- staklega minnisstæð gönguför upp í Hvanneyrarskál í sólskini og sunnanblæ. Slíkar minningar gleymast ekki meðan maður lifir. Margar ánægjustundir höfum við átt á heimili þeirra hjóna, bæði áður en þau fluttu til Siglu- fjarðar og eftir að þau komu aftur suður, og ávallt mætt sömu hlýj- unni og gestrisninni og alúðarvið- tökum. Eitt er það atriði, sem rétt er að draga hér fram og sýnir skapfestu og dugnað Erlu Axelsdóttur, að hún tók sig til á sextugsaldri, þeg- ar bðrn hennar voru á legg komin, og innritaðist í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og lauk þaðan stúdentsprófi árið 1978. Á æskuárunum hafði hún stundað nám í Gagnfræðaskóla Reykvíkinga. Erla sýndi það best í veikindum þeim, sem urðu henni að fjörtjóni, hve kjarkur hennar og æðruleysi reyndist mikill. í júníhefti tíma- ritsins „Mannlíf" birtist langt við- tal við Erlu, þar sem rætt var við hana um sjúkdóminn og dró hún þar enga dul á að hún gengi með ólæknandi krabbamein. Margur maðurinn og konan komst við af að lesa þá grein og dáðust að þreki hennar og hugprýði. Margt manna, sem vissu að ég var kunn- ugur þeim hjónum, hafa haft orð á því við mig, hve Erla sýndi óvenjulegan manndóm og æðru- leysi í því viðtali við blaðamann- inn. Helsjúk hélt hún áfram að vinna, vitandi að hverju dró, og lét engan bilbug á sér finna. Nú fyrir nokkrum vikum heimsóttu þau hjón okkur og var þá Erla greini- lega orðin langt leidd, en eftir sem áður létt og glöð í tali og hafði engar áhyggjur af sjálfri sér svo finnanlegt væri. Allur hennar hugur snérist um velferð eigin- manns og barna. Allt hennar lífs- hlaup mun fyrst og fremst hafa beinst að velferð þeirra. f dag kveðjum við Erlu hinstu kveðju. Hún er kvödd með þakk- læti fyrir langa vináttu og við hjónin sendum aldraðri móður hennar, manni hennar og bðrnum innilegar samúðarkveðjur. Guðmundur Pétursson Mistök Mistök urðu hér í blaðinu í gær er birt voru eftirmæli um Baldvin Sveinsson frá Álfatröðum, en nafn hans misritaðist í fyrirsögninni og grein Gunnlaugs Péturssonar, sem hann skrifaði og birt var á útfar- ardegi hins látna, birtist aftur. Á þessum mistökum biðst blaðið af- sökunar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.