Morgunblaðið - 04.09.1985, Page 45
Minning.
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
45
Hulda Michelsen
Ijósmyndari
Hulda Michelsen, ljósmyndari,
fæddist 26. nóvember 1912, hún
var 3ja barn í röðinni af 12 börn-
um hjónanna Guðrúnar Pálsdótt-
ur og Jörgen Frank Michelsen, úr-
smíðameistara á Sauðárkróki.
Hún lærði ung ljósmyndun hjá
Ijósmyndastofunni Jón & Vigfús-
son á Akureyri. Hélt síðan fyrir
síðari heimsstyrjöldina til Kaup-
mannahafnar og vann á ljós-
mýndastofu þar. Var í Kaup-
mannahöfn á stríðsárunum og þar
missti hún aleiguna í loftárás sem
gerð var á Shell-húsið í Kaup-
mannahöfn. Eftir það fór hún til
Þýskalands um stundar sakir, en
kom svo aftur til Kaupmanna-
hafnar og heim til íslands með
fyrstu ferð frá Danmörku eftir
stríð árið 1945. Þá lá leið hennar
til Bandaríkjanna og vann hún á
ljósmyndastofu þar í eitt ár.
Árið 1949 er hún ráðin ljós-
myndari á Rannsóknastofu Há-
skólans, sem þá var undir stjórn
prófessors Nielsar Dungal, sem
hún áleit alla tíð sinn mesta læri-
föður. Á Rannsóknarstofu Háskól-
ans vann hún óslitið þar til hún lét
af störfum vegna sjúkleika og ald-
urs. Tengsl hennar við Rann-
sóknastofuna voru ávallt sterk og
eftir að hún lét af störfum kom
hún þangað oft og heilsaði upp á
starfsfélaga sína.
Hulda hafði mikla ánægju af
ferðalögum alla tíð. Ferðaðist hún
innanlands sem utan og lágu leiðir
hennar erlendis, oft til þeirra
landa sem íslendingar voru ekki í
þá daga farnir að sækja heim, svo
sem Rússlands, Kína og austur-
landa nær, svo eitthvað sé nefnt.
Hulda var mjög trygglynd og
átti marga vini, var samband
hennar við fjölskyldu hennar
mjög náið.
Eitt af áhugamálum hennar var
ræktun og að græða landið og var
gaman að heyra hana segja frá er
hún hafði farið um helgar inn á
óræktað svæði með fræfötur, og
svo næsta ár hélt hún á staðinn til
að fylgjast með árangri.
Að lokum þökkum við sam-
starfsmenn hennar, starf hennar
og samfylgd öll þessi mörgu ár.
Starfsfólk
Rannsóknastofu Háskólans,
v/Barónsstíg.
«
I
I I
I I
• I
Stubbur
verður stór
í Pennanum.
Þegar þú ferð í Pennann a?
kaupa skóladótið skaltu takí
með þér gula blýantsstubbinr
frá því í fyrra. Þú færð nýjar
blýant fyrir gamla stubbinr
þinn! Þannig verður stubbui
stór á skiptiblýantamarkaðin
um.
fT-UfflTE-
Fjölbreytt
úrval,
gott verö.
Húsgögn, gjafavörur
UTH
rwi
Bláskógar
Ármúla 8.
Símar 686080 — 686244
Eins og öltum afmætisbömum sæmir
:5lánm\riðuppveistutug^óóum upp á
svissneskt gæðakonfekt og
Coca Cota.
En öfugt við önnur afmælisbörn ætlar
Snævars-Videó að
Pú-leigif eina spólihög^
Hittumst í Höfðatúninu!