Morgunblaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. SEPTEMBER 1985
51
■3T
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS ,
... um sólina, vorið og land mitt og þjóð.
Hver orti þetta?
Þóra Jóhannsdóttir skrif ar:
Velvakandi minn. Enn einu sinni
sendi ég þér kvæði sem mig langar
til að fá upplýsingar um, til dæmis
hver höfundurinnn sé og hvort
kvæðið er lengra en þetta.
Kvæðið er svona:
Ef væri ég söngvari syngi ég ljóð
um sólina vorið og land mitt og þjóð.
Og mömmu ég gæfi mín ljúfustu ljóð
hún leiðir mig vemdar og er mér svo góð.
Ef gæti ég farið sem fiskur um haf
ég fengi mér dýrustu perlur og raf.
Og rafið ég geymdi og gæfi ekki braut
en gerði henni mömmu úr perlunum skraut
Ef kynni ég að sauma ég keypti mér lín
og klæði ég gerði mér snotur og fín.
Og mömmu úr silki ég saumaði margt
úr silfri og gulli hið dýrasta skart.
Þrá matarolía
Húsfreyja skrifar:
Ég fór inn í Glæsibæ nýlega og
vantaði matarolíu. Keypti sól-
blómaolíu frá Smjörlíki hf. og fór
hin ánægðasta með hana heim.
Þegar til kom reyndist hún þrá. Er
ég hringdi og sagði frá þessu var
því mjög vel tekið og mér sagt að
koma með hina gölluðu vöru til að
fá skipt. Starfsfólkið var elskulegt
— en við gáðum í milli 5—10
flöskur, sem allar reyndust þráar
og ónothæfar. Síðasti neysludagur
er ekki skráður á flöskurnar og
mér er spurn: Hvers konar versl-
unarhættir eru þetta eiginlega?
Ég hélt að það væri skylda með
viðkvæma matvöru að skrá slíkt.
Smjörlíki hf. þyrfti sennilega að
athuga í fleiri búðum hvort vara
þeirra er yfirleitt söluhæf.
Hvað varð um
skattalækk-
anirnar?
Vonsvikinn kjósandi skrifar:
Fyrir síðustu kosningar boðuðu
sjáifstæöismenn miklar lækkanir
á sköttum launafólks, jafnvel
niðurfellingu á tekjuskatti. Hvað
hefur lækkað?
Ég hafði 409.894 krónur í tekjur
á síðasta ári og þarf nú að greiða
98.363 í skatta. Svo háa skatta hef
ég ekki fengið áður miðað við tekj-
ur. Ég hef eitt barn til frádráttar,
konan annað.
Ég óska eftir skýringum á
þessu.
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Þessir hringdu .
steins Jónssonar eða Þóris
Bergssonar eins og hann kallaði
sig.
Arnar Jónsson leikari las úr
Verkum hans og gerði það svo
frábærlega vel að það er ein-
stakt. Við hlustuðum á þetta
nokkur eftir hádegismatinn og
þó það hafi verið nokkuð af fólki
í stofunni, fullorðið fólk og ungl-
ingar, hefði mátt heyra saumnál
detta meðan Arnar var að lesa,
það hlustuðu allir dolfallnir.
Það besta á
rás 2
H.M.T. hringdi:
Mig langaði til að benda fólki
á þátt sem er á rás 2 á miðviku-
dögum milli þrjú og fjögur,
stjórnað af Gunnari Salvarssyni
og heitir Nú er lag. Þar hljóma
unaðslegir tónar. Maður fær að
hlusta á þá bestu í dægurlaga-
og djassheiminum: Frank Sin-
atra, Ellu Fitzgerald, Billy Holi-
day, Charlie Parker, Oscar Pet-
erson og marga fleiri snillinga.
Um daginn var heill þáttur með
tómum Cole Porter-lögum
sungnum og leiknum af topp-
fólki. Betra er ekki hægt að
bjóða mér, nema ef vera skyldi
heilan þátt með eintómum
Frank Sinatra-lögum. En það er
nú víst til of mikils ætlast.
Einstaklega
vel gert
Lára hringdi:
Mig langaði að koma á fram-
færi þakklæti til útvarpsins
vegna þáttar sem var á dagskrá
á sunnudaginn, um verk Þor-
Brjóstnæla
Einn af lesendum Morgun-
blaðsins hafði samband við Vel-
vakanda og bað um að þess yrði
getið að tapazt hefði brjóstnæla
Láru fannst Arnar Jónsson lesa
fráhærlega vel úr verkum l*óris
Bergssonar.
með tveimur víravirkiskúlum og
nistum. Gæti hafa verið á leið í
rútu frá Laugarvatni að Nátt-
úrulækningafélagshælinu í
Hveragerði eða þar innanhúss
sunnudaginn 25. ágúst sl. Finn-
andi er vinsamlegast beðinn að
hringja í síma 36508.
*
Astæöulaus ótti
l.H. hringdi:
Mig langar að koma því áliti á
framfæri, og ég veit ég tala fyrir
munn margra, að mér finnst
hreint ótrúleg þröngsýni ein-
kenna þennan máltilbúning all-
an vegna rekstrar heimilis fyrir
fyrrverandi fanga, á vegum
Verndar.
Ég held að almenningi stafi
miklu meiri hætta af allrahanda
liði sem gengur laust heldur en
þeim mönnum sem Vernd hefur
tekið upp á sína arma. Þetta er
fólk sem hefur lent í ýmsum erf-
iðleikum og er að reyna að koma
sér á réttan kjöl aftur, ekki sí-
brotamenn sem sitja inni aftur
og aftur stuttan tíma fyrir ýms-
ar sakir meðal annars ofbeldi.
Mér er spurn: Hvorir eru líklegri
til að vera hættulegri? Ég væri
ekki hrædd við að búa í nágrenni
við svona heimili.
Týndi 700 krónum
G.Á. hringdi:
Sonur minn fór í bæinn á mið-
vikudagsmorgun og tókst þar að
týna 700 krónum. Ef einhver
skyldi nú hafa fundið þær yrðum
við mjög þakklát ef sá hefði
samband í síma 72405.
Blaðburóarfólk
óskast!
Austurbær Miöbær II
Laugavegur 34—80 Hverfisgata 4—62
Hverfisgata 63—120
Sjafnargata
„Við erum svo bjartsýn að
trúa því að okkar íslendinga
bíði björt og glœst framtíð "
Þrátf fyrir slaka fjárhagsafkomu þjóðarinnar
og erfiða baráffu við verðbólgu og erlenda
skuldasöfnun eru framfíðarmóguleikar okkar
ótvírœðir. Við erum jú afsprengi íslenskrar
nátfúru og hún er harðgerð og lífseig.
íslenska þjóðin hefur fyrrmátfþola erfiðleika
og þraukað af. Við höfum meðfædda
hœfileika til að sigrast á erfiðleikum og
vissulega er landið og nátfúran okkur hliðholl.
Við öndum að okkur tœru ómenguðu lofti og
vatnið er sennilega hvergi eins gott í öllum
heiminum - og allir vita að súrefni og vatn er
undirstaða lífsins.
Við höfum því yfir engu að kvarta - okkur
eru gefnar dýrmœtustu og bestu gjafir
jarðarinnar. Það er því enginn hroki heidur
staðreynd. að með þetta veganesti hafa
íslendingar náð að skáka (og jafnvel máta)
meðbrœðrum okkar erlendis bœði í andlegu
og líkamlegu atgerfi. í vísindum, listum og
íþróttum eigum við afburðafólk á heimsmœli-
kvarða.
En við viljum meira. Við viljum að íslendingar
tefli fram miklu stœrrí hóp afburðafólks -
endanlega að þessi hópur verði öll þjóðin.
Þjóðin ósigrandi.
.Skógurinn er eins grœnn og laufblöðin á
trjánum". Athyglisvert líkingamál. Laufblaðið
ert þú - skógurinn er þjóðin. Hversu sterkur/
sterk ert þú?
Okkar hlutvörk hjá Vaxtarrœktinni er og
verður að byggja upp .heilbrigða sál í
hraustum líkama'. Það er okkar áhugamál og
fag. Á þeim grunni höfum við byggt líkams-
ræktarstöð okkar, sérþekkingu og margra ára
þjálfun.
Við aðstoðum afburðafólk - þig - við að ná
topþnum. Við viljum að öllþjóðln nái toppnum
og þess vegna bjóðum við allri þjóðinni til
okkar í líkams- og heilsurœkt. Það verður að
vísu svolítið þröngt á þingi, en við erum líka
mjög bjartsýn - þú veist.
Hafðu samband - þú sérð aldrei eftir þvf-
og skógurinn verður fagurgrœnn.
Dugguvogi 7. Sími: 35000.
fHwgtntÞIftfcife
Áskriftarsímim er 83033