Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAOUR 15. SEPTEMBER 1985 B 11 Ég sló til, en horfurnar voru ekki glæsilegar, engin flugbraut á Hvanneyri, engin ljós til að lýsa mér og flugvél mín að auki ljóslaus um stundarsakir. Samt fékk ég sérstakt leyfi til að fara í loftið og freista þess að komast til barns- ins. Svo lagði ég af stað og ætlaði fyrst yfir fjöllin, en varð frá að hverfa vegna veðursins. Fór ég því fram undan og flaug inn Borgar- fjörðinn. Ég hafði beðið fyrir þeim boðum til Hvanneyrarmanna, að þeir kveiktu mikið bál á góðu slétt- lendi þar sem ég gæti lent og voru þeir í viðbragðsstöðu er ég nálgað- ist, þvi þeir heyrðu til vélarinnar langt að. Ég flaug einu sinni yfir þá og lenti svo heilu og höldnu. Dreif að menn og þar i hópi var faðir barnsins og hélt hann á því. Fylgdi hann syni sínum litla til Reykjavíkur og gekk heimferðin miklum mun betur en ferðin upp eftir, enda þekkti ég þá bestu flug- leiðina. Það beið bíll á Reykjavík- urflugvelli sem flutti barnið á sjúkrahús og það eina sem ég held að ég hafi vitað um málalyktir var að barnið hefði lifað af. En hvaða fólk þetta var vissi ég ekki fyrr en löngu seinna. — Svo var það þegar ég kom til íslands núna, meira en 30 árum síðar, að ég hafði upp á þessu fólki og hitti það í fyrsta sinn síðan á þessari örlagaríku nótt. Barnið litia er Brynjar Haraldsson tækni- fræðingur, en faðirinn Haraldur Sigurjónsson. Þegar ég hringdi í föðurinn varð hann glaður að heyra frá mér aftur. Sagði hann við mig að ég hefði „gert sér mik- inn greiða", að koma syni sínum undir læknishendur. Það eru kannski ellimörk að finna allt í einu að svona hlutir skipti mann máli svona löngu seinna. Ef svo er, verður bara að hafa það, en þetta situr í mér og mér líður vel að hafa þarna komið til hjálpar, ekki síst nú, svona löngu síðar að sjá hvað hefur orðið úr barninu. En hvað með atvinnu og fyrirtækið? „Alltaf langaði mig til þess að stofna mitt eigið fyrirtæki, en sá hvernig mönnum gekk með slíkt hér heima. Það var alls kyns hafta- pólitík í gangi, sennilega nauðsyn- leg, en hún dró úr mér kjark að fara af stað með fyrirtæki á heimaslóðum. Ég sá mín bestu ár framundan og vildi ekki tefla möguleikunum í tvísýnu. Því flutt- umst við hjónin til Bandaríkjanna í janúar 1950. Við völdum Kali- forníu fremur en Minnesota, því ekki vildum við flytja til kaldara lands en íslands. Fyrstu sex árin vann ég hjá ýmsum fyrirtækjum á meðan við komum okkur fyrir, en árið 1956 stofnaði ég „Bach- mann Industries" og var fyrirtæk- ið lítið annað en nafnið er það fæddist. Ég sá annmarka á öllu mögulegu í iðnaði og gat hannað tæki sem gerðu fyrirtækjum kleift að nýta betur hráefnin og bæta þannig framleiðsluna. Fyrst einbeitti ég mér að gúmmiiðnaðinum, þeirri hlið hans sem snýr að bílaiðnaði, en mikið af gúmmíi er notað í hverja bifreið. Síðar fór fyrirtækið að færa út kvíarnar og framleiða tæki og hluti fyrir landbúnaðinn og málmiðnaðinn. Þetta var auð- vitað harður bardagi í fyrstu og það má segja að það sé alltaf harður bardagi að reka fyrirtæki almennilega. En Bandaríkjamenn eru ótrúlega íhaldssamir, þeir voru nýbúnir að vinna stríðið og voru ákaflega ánægðir með sig og sitt. Þarna hófst hjá mér 30 ára stríð að koma framleiðslu minni á markaðinn og það var enginn leik- ur. Smám saman vann ég þó á og þá fór fyrst virkilega að ganga vel, er Japanir fóru að sauma að Bandaríkjamönnum í bílaiðnaðin- um. Þá voru gömlu meðulin allt i einu orðin úrelt. Þá var farið að hlusta á mig. Reksturinn fyrir innanlands- markaðinn gengur vel, en fyrir þremur árum varð gengi dollarans svo hátt, að við urðum að hætta að flytja framleiðslu til útlanda. Stærð fyrirtækisins er þvi breyti- leg, hjá mér vinna allt að 50 manns þegar mest er umað vera, en nú anna um 20 manns öllu saman." Þegar setið er og rætt við ólaf fer ekki á milli mála að hann talar mjög góða íslensku þrátt fyrir mörg ár í Bandaríkjunum og bandarísksur hreimur er vart merkjanlegur. Ólafur var beðinn að svara því hvernig gengi að við- halda móðurmálinu: „Það gengur svona og svona. Ég myndi segja að við Hulda kona mín tölum góða íslensku eins og hún var töluð árið 1950 þegar við hurfum af landi brott. Síðan hefur íslenskan vaxið ákaflega, fjöldi nýyrða er nú í notkun og fjarri því að við þekkjum þau öll. Þetta getur valdið misskilningi og oftar en einu sinni stend ég sjálfan mig að því að vera að hugsa á ensku og reyna síðan að tjá hug minn á íslensku. Það fer oft öðru vísi en ætlað er.“ En er betra að búa fyrir vestan en á Fróni? „Ef litið er á möguleikana sem fólk hefur þá held ég að svo sé. Ég lærði fljótt að bera mikla virðingu fyrir þeim mönnum á íslandi sem hafa getað haldið úti atvinnu- rekstri sínum og líka þeim sem hafa orðið að lúta í lægra haldi, því það er mikið basl að reka fyrir- tæki á íslandi af ýmsum sökum. Ráðamenn verða að koma auga á að einstaklingsframtak og einka- rekstur má ekki kæfa. Annars vil ég ekki farea um of út í stjórnmál, helst ekki. Ef við litum á aðra þætti, þykir okkur Huldu alltaf jafn gaman og ómissandi að heim- sækja gamla landið, hitta gamla vini og kunningja, rifja upp þetta fallega land og anda að sér hinu hreina lofti. Loftslagið í Klaiforníu er sérstaklega þægilegt, en þar er líka mengun með í dæminu og það finnur maður best þegar maður stígur út úr flugvélinni á Keflavík- urflugvelli, þá er munurinn hvað skarpastur. Heldur þú að þið hjón- in eigið eftir að koma heim, alkomin, einn góðan veðurdag? „Það eru heldur litlar líkur til þess úr þvi sem komið er. Börn okkar þrjú, Erla, Viktoría og ólaf- ur, eiga öll sínar fjölskyldur í Kaliforníu og barnabörnin eru orðin fimm talsins. Hafi ræturnar ekki verið nógu djúpar fyrir, þá hafa barnabörnin fest þær tryggi- lega. Það væri miklu frekar að við bættum sambandið, kæmum oftar í heimsókn ... — gg- Ekkert áhugaleysi hjá Þjóð- minjasafninu „ÞAÐ ER ekki vegna áhugaleysis heldur vegna fjársveltis og slæms aðbúnaðar Þjóðminjasafnsins sem við höfum ekki enn komist til að skoða mannvistarleifar að Gelti í Grímsnesi.“ Þetta sagði Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur í sam- tali við blaðið í gær vegna fréttar um fund mannvistarleifa í Grímsnesi, en í fréttinni er sagt að Þjóðminja- safnið hafi sýnt málinu lítinn áhuga. Guðmundur sagðist vera á för- um í Grímsnesið nú um helgina, en sökum mannfæðar hefði ekki verið hægt að senda fornleifa- fræðing fyrr, þar sem starfsfólk hefur verið í sumarfríi. „Þegar hringt var frá Gelti var ég erlendis, en hafði samband við þau strax er ég kom til landsins og samdist okkur um að ég kæmi nú um helgina. Það er ekkert áhuga- leysi á ferðinni hjá Þjóðminja- safninu," sagði Guðmundur Ólafs- son. Gott sumar hjá ferðaþjónustubændum „ÞETI A hefur gengið vel í sumar. Sumarið er eitt það besta hjá bændum sem veita þessa þjónustu,“ sagði Oddný Björgvinsdóttir, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, þegar hún var spurð að því hvernig gengið hefði hjá ferðaþjónustubændum í sumar. Oddný sagði að það færðist mjög í vöxt að íslendingar notfærðu sér sveitagistinguna. Hún sagði að þeir sem prófuðu að gista á sveitaheimil- um líkaði það vel og byggðist aukn- ingin á því. Hún sagði að í sumar hefði verið mikil aukning í eftir- spurn eftir sumarhúsum, svo að hvergi nærri hefði verið hægt að anna eftirspurninni. Því væri lögð megináhersla á það nú að auka framboðið á því, bæði með því að fjölga húsum hjá þeim sem væru með þessa þjónustu og bæta nýjum bæjum við. Sagði Oddný að sum- staðar hefðu verið byggð ný sumar- hús til þessarar þjónustu en annar- staðar hefðu gömul íbúðarhús verið gerð upp og Ieigð út. Oddný sagði að nýtingin væri nokkuð misjöfn eftir landshlutum, en stöðug og jöfn aukning hefði verið yfir allt landið. Sem dæmi nefndi hún að á Suðurlandi hefði eftir- spurnin verið slík að ferðaþjónustu- bændur hefðu þurft að hafna jafn mörgum og þeir gátu tekið í gistingu og að í Mývatnssveit hefði verið 100% nýting. Helsta nýjungin næsta sumar hjá Ferðaþjónustunni er að gera gott yfirlit yfir örnefni næsta nágrennis bæjanna, sögu og möguleika til úti- vistar og gera dagskrá sem hægt yrði að bjóða gestunum upp á. Hjartaskurð- lækningar hér- lendis þegar á næsta ári? AÐ SÖGN Mattíasar Bjarna- sonar heilbrigðis- og trygginga- ráðherra er ekkert því til fyrir- stöðu að hjartaskurðlækningar geti hafist hér á landi snemma á næsta ári, ef Alþingi sam- þykkir tillögur ráðuneytisins um að ráða sérhæft starfsfólk að Landspítalanum. Hjartarannsóknardeild tekur til starfa á Landspítal- anum innan nokkurra vikna en hún er nauðsynleg undir- staða þess að hægt sé að taka upp hjartaskurðlækningar hér á landi. Nú eru tveir læknar í þjálfun í hjarta- skurðlækningum í Uppsölum í Svíþjóð og fyrstu hjúkrun- arfræðingarnir fara til þjálf- unar á þessu hausti. Gert er ráð fyrir að með tilkomu hjartaskurðlækn- ingadeildar á Landspítalan- um verði unnt að sinna flest- um hjartasjúklingum, en í fyrra fóru 193 sjúklingar til Bretlands í þessum erinda- gjörðum og 10 til Bandaríkj- anna. Þá hafa æðaútvíkkanir rutt sér til rúms víða um heim en með tilkomu hjarta- skurðlækningadeildar verður hægt að framkvæma þær hér á landi. Verslunar- og skrifstofuhúsnæði á góðum stað Um er að ræða: ~T~ 350 m2 verslunar/lager húsnæði á götuhæð. __ Opin aðkoma, mikil lofthæð. 600 m2 húsnæði á 2. hæð. (Hugsanlega í tvennu lagi 250 + 350 m2). Þetta er eftirsóttur staður. 2ja mínútna gangur frá Hlemmi. Góð bílastæði. Húsnæðið er allt opið, milliveggjalaust og tilbúið til innréttinga eftir þörfum viðkomandi. Allar upplýsingar gefur Gátun, bókhaldsþjónusta, Vigfús Árnason Ármúla 38 (Selmúla), sími 84700.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.