Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 B 37 Göngubrú yfir járnbrautarteina, eingöngu sthið hvítum, er f reynd notuð af öllum. Afríku hvað varðar framleiðslu á matvælum og öðrum nauðsynjum sem nágrannaríkin njóta góðs af, auk þess sem heimalöndin njóta einnig vaxandi fjárstuðnings af hennar hendi. VANGAVELTUR OG STAÐREYNDIR Aðskilnaðarstefnan í S-Afríku er mistök fortíðar þar sem íhald- ssemin var skynseminni yfirsterk- ari og eru stjórnvöldin og þegnar landsins að súpa seyðið af því í dag. Þær umbætur og framfarir á kjörum svartra og annarra kyn- þátta, sem nú eru að líta dagsins ljós í mjög auknum mæli, eru hlutir sem hefðu átt að gerast fyrir löngu. Stjórnvöld eru að reka sig á þá staðreynd nú, en einnig að biðlund svartra er á þrotum. En hitt verður líka að hafa í huga, að afléttun aðskilnaðarlaga í þessu landi er í eðli sínu verkefni sem tekur tíma ef vel á að fara. Að erlend ríki séu að gefa S-Afríku ákveðin tímamörk til að leysa þetta v andamál og segja þeim fyrir verkum er dálítið skoplegt. Allar efnahagsþvinganir og fjármagnsflótti frá S-Afríku til að keyra um koll aðskilnaðarstefnuna eru dæmdar til að missa marks. Það mun fyrst og fremst bitna á svarta fólkinu í formi lægra kaups, aukins atvinnuleysis og stjórnleys- is, því atvinnuleysið er ein upp- spretta upplausnar og afleiðingin gæti orðið slæm. Afrikanar, hið ráðandi þjóðar- brot S-Afríku, er stolt þjóð og væri hún sjálfsagt tilbúin til að herða sultarólarnar til að halda stefnu sinni i aðskilnaðarmálum óbreyttri í stað þess að beygja sig undan oki stórþjóða gegn sinni eigin samvisku. Hagvöxtur, efnahagsbati og f rjálst markaðskerfi kæmi svörtum og öðrum kynþáttum S-Afríku til góða í formi bættra launa, vaxandi atvinnutækifæra og á þann hátt yrðu líkurnar meiri á farsælli lausn. Það er dálítið erfitt fyrir S-Afr- íku að útskýra fyrir utanaðkom- andi hvers eðlis vandamálið er án ásökunar um kynþáttafordóma. En það er nú samt svo að svertin- gjarnir reikuðu um sléttur Afríku i áraþúsundir og iifðu þar fábrotnu og einföldu lífi, og gera það margir enn. Þeir höfðu og hafa enn annað verðmætaskyn, aðra hugmynda- fræði og aðrar hugsjónir en aðrir kynþættir. Að bræða saman tvo menningar- heima sem aðskildir hafa verið í langan tíma verður ekki gert í einni svipan. Þar reynir á skilning og umburðarlyndi kynþáttanna á menningu og hugarheimi hinna þannig að útkoman verði jákvæð, því skilning þarf til að vinna bug á þeim fordómum sem skipast hafa meðal fólks. Blökkumenn Bandaríkjanna hafa haft 250 ár til að aðlagast heimi og menningu hvítamanns- ins, sem þvingað var upp á þá, en hvar eru þeir staddir. Harlem segir sína sögu. Bandaríkjamenn mættu líta í eigin barm áður en rBÍr reyna að hafa vit fyrir öðrum. S-Afríku hafa svartir lítið kynnst hugsunarhætti hvíta mannsins, honum var aldrei þröngvað upp á þá. Þeir eru fáfróðir, því hvítir vildu hafa þá þannig en nú verður breyting þar á. Kynþáttaaðskilnaður er víðar en í S-Afríku. Fólk með sameiginleg- an uppruna og menningu er gjarnt að standa saman, en munurinn á Soweto í S-Afríku og China Town í New York er sá að hið fyrrnefnda var stofnað með lögum. Þess vegna verða þjóðfélagsbreytingarnar sennilega minni en fólk kann að halda, þegar aðskilnaðarlögin heyra fortíðinni til. Til er það fólk í S-Afríku sem trúir því að bylting sé á næsta leiti. Ríkir sú skoðun sérstaklega meðal ungra háskólastúdenta af b reskum uppruna, en þeir hafa mikla samúð með svörtum. Það er líklegt hvort sem byltingin verður að veruleika eða ekki, að hún sé nauðsynleg ef svartir vilja fá stjórnartauma landsins í sínar hendur, því að hvfti minnihlutinn mun halda fast um þá. Og það er kannski ekki undarlegt, því það er ekki fögur sjón sem blasir við þegar litið er á önnur lönd Afríku. Þegar um kúgun og misrétti er að ræða á annað borð, þá breytir hörundslitur kúgarans engu í augum hins kúgaða. Spilling, f átækt og hungur vegna lélegs skipulags heilbrigðis- og efnahags- mála einkennir flest ríki svörtu Afríku. Þau eru einræðisríki þar sem mannréttindi eru fótum troð- in og fámenn stétt vellauðugra manna býr við allsnægtir á meðan almúginn lepur dauðann úr skel. Jafnvel Zimbabwe, óskabarn Afr- íku, er að falla f sömu gryfju, þar sem Mugabe reynir að grafa undan lýðræðinu og hasla sér völl sem einræðisherra á meðan Zimbabwe er sem sökkvandi skip í skuldahafi sinu. S-Afríka yrði sjálfsagt engin undantekning, þar sem kerfi hvíta mannsins er hatað og því yrði kollvarpað. Svartur almenningur er efna- hagslega betur settur i S-Afríku en annars staðar í Afríku þó svo að hann kunni að finna fyrir höft- um og skertu réttlæti. Skattakerf- ið er svarta manninum hliðhollt og hvíti minnihlutinn stendur undir stórum hluta ríkisútgjalda sem fer beint til að bæta stöðu svartra. Offjölgun svartra og flutningur þeirra úr sveitum í borgir og bæi er alvarlegt vandamál og er m.a. ástæða fyrir því, að hvíti minni- hlutinn verður ekki meira ágengt í velferðarmálum svartra. Húsin i Soweto eru ekki óvön- duð. Svartur kunningi minn bauð mér eitt sinn heim til sfn í Soweto. Heimili hans var hið dæmigerða Soweto-heimili. Húsið var byggt úr múrsteinum, en allt of lítið fyrir þá fjölskyldu sem þar bjó. Sjálfur bjó hann í bílskúrnum. Þó þröngt væri á þingi og hjónarúmið tæki mesta plássið í b ílskúrnum, var þó aðstaða til að horfa á litasjón- varp fjölskyldunnar þar sem hún gat valið um fjórar stöðvarf, þar af tvær sérstaklega fyrir svart fólk. Mér var hugsað hvernig lífs- kjör þessa fólks yrðu ef svartir fengju völdin í sínar hendur. Astandið er vfða verra en í S-Afríku. Hægt er að tala um kúg- un 16 milljóna þar en 400 milljóna annars staðar í Afríku. Hvers- vegna er engri athygli beint til þeirra? Víðast hvar er aðskilnað- arsgtefna við lýði í Afríku; aðall- inn gegn almúganum. ANC (Afric- an National Congress) stendur að baki hryðjuverka og niðurrifs- starfsemi og nýtur stunings Sovét- ríkjanna sem líta á S-Afríku sem sína næstu hugsanlegu bráð. Það er vonandi að Bandaríkin geri sér grein fyrir „rauðu hættunni" í tíma. í S-Afríku eru innbyrðis átök milli svartra sem einkennast af miskunnarleysi og lítilsvirðingu fyrir mannslífum og var það ein meginástæðan fyrir neyðarlögun- um. Svartur almenningur þurfti að komast heim úr vinnu að kvöldi án þess að eiga það á hættu að vera skorinn á háls. Spítali Sow- etoborgar, sem mér gafst tækifæri til að skoða, er hreinlegur og vel tækjum búinn, en um helgar, eftir útborgunardaginn var hann yfir- leitt yfirfullur. Það er kannski ekkert skrýtið að hvíta fólkinu ói við t ilhugsunina um að afsala völdin í hendur svartra. Þegar hvíti minnihlutinn í Rho- desíu afsalaði sér völdum, vildu margir þeirra hverfa úr landi og var það lítið vandamál, þar sem flestir höfðu önnur vegabréf og í annað heimaland að venda, þó þá, sem nú væri bannað að flytja fjár- muni úr landi. f S-Afríku eru flest- ir hvítu íbúanna 5.-6. kynslóð þess lands, hvert gætu þeir snúið sér ef sama staða kæmi upp? Aðskilnaðarlögin eru hræðileg tímaskekkja, en hafa þarf í huga að í meira en 100 ár hefur þetta sérstaka þjóðfélagsskipulag verið við lýði í S-Afríku og hefur talist mjög eðlilegt í augum flestra hvítra hingað til, einnig í augum þeirra Breta sem fyrir mörgum áratugum lögðu drögin að þessu kerfi. Mikið erum svarta innflytjendur í S-Afríku frá nágrannalöndunum, er það ekki sönnun þess að svartir vænti betri lífskjara þar en ann- arsstaðar? Verðskuldar S-Afríka alla þá gagnrýni erlendara ríkja sem að henni hefur verið beint? Ólmfur Briotn er vift nám í vHV- skiptadeild lláskóla fslands. Hann dvaldi í sumar í 3 mánuði við .störf á endurskoðunarskrif- stofu í Johannesarborg á vegum AIESEC, alþjóðasamUka við- skiptafræðinema. OTCOM14C Helgar- og vikuferðir London Helgarferðir f rá kr. 13.789,- Vikuferðir frá kr. 20.348,- Barnaafsláttur kr. 6.700,- Glasgow Helgarferðir frá kr. Vikuferðir frá kr. Barnaafsláttur kr. 5.800,- 12.299,- 18.527,- Luxembourg Helgarferðir frá kr. 14.265,- Vikuferðir frá kr. 18.044,- Barnaafsláttur kr. 6.700,- Kaupmannahöfn Helgarferðir frá kr. 15.579,- Vikuferðir frá kr. 23.125,- Barnaafsláttur kr. 6.100,- Allt verð er miðað við 2 í herbergi. Viðskiptaferðir: Skipuleggium viðskiptaferóir hvert sem er i veroldinni Ferðaþjónusta Umboð a Islandl fyrir DINERS CLUB INTERNATIONAL Vinaheimsokmr — Kaupstefnur — Einstaklingsferði' — Ferðaþjonusta ATLANTIK sér um að fmna hagkvæmustu og þægilegustu ferðina fyrir viðskiptavini sina þeim að kostnaðarlausu. oTctxvm FEROASKRIFSTOFA. ©NAÐARHUSINU HALLVEIGARSTIG 1. SÍMAR 28388 - 28580 Nýir ullarjakkar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.