Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 30

Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Píll Jóhannsson, tenórsöngvari. MorgunbiaSii/Friðþjéfur Ætlaði að verða bóndi — stundar nú söngnám á Ítalíu Páll Jóhannsson, íslenzkur tenórsöngvari, sem stundað hefur söngnám á Ítalíu undanfarin fjögur ár, er staddur hér heima um þessar mundir. Við- talið við Pál, sem hér birtist, tók Elín Guðjóns- dóttir fyrir skömmu. Hún spurði hann fyrst um uppruna hans. Foreldrar mínir Guðný Páls- dóttir er frá Litlu-Reykjum í Árnessýslu, faðir minn Jó- hannes Hjálmarsson var af skagfirskum ættum. Þau bjuggu sveitarbúi í Stíflu við Akureyri. Við vorum níu systk- inin. Það er snjóþungt í gilinu utan við Glerá, ég eignaðist skíði ungur, og var mikið á skíðum. Vélakostur búsins, sem jókst frá ári til árs, átti hug minn í æsku, þá og Iengi síðan var ég staðráðinn í því að verða bóndi. Var fólkið þitt söngfólk? Ekki nema svona eins og gengur. Faðir minn hafði bjarga rödd, og hafði sungið í kór, en hann var hættur því þegar ég man eftir. Söngst þú sem barn? Ég söng í skólakórnum. Ég er þakklæatur fyrir það. Ég held að það sé mjög hollt fyrir hvaða rödd sem er. Það þro- skar raddböndin og getur orðið fóð þjálfun fyrir seinni tíma. Ig held að þetta eigi sérstak- lega við um tenóra, þeirra raddbönd eru styttri og þurfa því meiri þjálfun, og sé eitt- hvað til í því að tenórum fari fækkandi, þá held ég að orsa- kanna sé þar að leita. Fólk syngur ekki eins mikið í heima- húsum ogáður var. Átti einhver tónlist hug þinn á æskuskeiði? Nei, eiginlega ekki. Eldri bróðir minn fékk sér plötuspil- ara og keypti plötu með lögum úr Rigoletto, þá mun ég hafa verið um 10 ára. Mér fannst þessi plata stórgóð, þarna opnaðist mér sýn í heim sí- gildrar tónlistar. Bítlarnir voru allsráðandi í dægurlaga- heiminum á unglingsárum mínum. Söngst þú unglingur? Söngur hefur alltaf verið hluti af tilverunni í mínu lífi, ég söng í kórum og var með þar sem sungið var. Hvenær fórst þú fyrst að læra söng? Ég fór í söngtíma til hans Demenzar á Akureyri. Þá fannst mér hann strangur og ekki alltaf sanngjarn. Þegar ég lít til baka, þá finnst mér hann vera á meðal bestu kennara sem ég hef haft. En ég var ákveðinn í því að verða bóndi, ég fór á bændaskóla, ég er búfræðingur frá Hvanneyri. Á Hvanneyri þótti mér gott að vera. Seinna fór ég í Söngskól- ann í Reykjavík. Þar var Magnús Jonsson kennari minn. Ég var þá orðinn 26 ára. í Söngskólanum fór ég fyrst að læra eitthvað í tónlist. Hvernig fórst þú að því að kosta nám þitt? Ég var í alls konar vinnu með skólanum, byggingar- vinnu, vann í reiðhjólaverslun, var við hvalskurð og sitthvað fleira. Og svo lá leiðin til ftalíu? Já, mig hafði lengi langað til Ítalíu. Fyrst fór ég þengað kynnisferð, kom aftur heim og fór í ítölskutíma. Þá kom hún Eugenia Ratti, fyrrverandi stórsöngkona, hingað og hélt söngnámskeið sem ég sótti. Það var ástæðan til þess að ég fór til Fiornzuola og settist í tónlistarskólann þar. Ratti er þar aðalsöngkennarinn og ég varð nemandi hennar. Þarna var ég í tvö ár. Þar kom að mér fannst hún hafa kennt mér það sem hún gæti kennt mér. Ég ákvað að hætta hjá henni og fara til annars kenn- ara. Ratti varð æf. Það var synd að segja að hún tæki þessu þegjandi. Þetta var allt saman skelfing leiðinlegt. Ég fór til kennara í Milano sem heitir Piet Miranda Ferr- aro, sem líka er fyrrverandi stórsöngvari. Hann söng á sínum tíma í stóru óperuhús- unum; Metrópólitan, Scala, Vínaróperunni og víðar. Þarna leistust raddvandamál og hjá honum læri ég meðal annars heilar óperur. Ég er núna að læra Toscu eftir Puccini. Hvaða hlutverk finnst þér sjálfum hæfa þér best? Það er erfitt að segja, senni- lega hlutverk hertogans í Rigo- letto. Hefur þú ekki sungið í kirkju- verkum? Ég hef ekki lagt mig neitt sérstaklega eftir kirkjutónlist. Eins og er einbeiti ég mér að ljóða- og óperusöng. Mig lang- ar mikið til þess að vera hjá Ferraro í vetur, læra fleiri óperur og vinna að því að koma sjálfum mér á framfæri. En þetta er mjög kostnaðarsamt, tíminn kostar 800 kr. Ég fer til hans þrisvar í viku, þannig að kostnaðurinn er um 10.000 á mánuði en þá er eftir að greiða fyrir uppihald. Það þýð- ir ekki að reyna fyrir sér í óperuhúsunum nema nokkurn- veginn fullnuma. Þeir, sem fylgdust með söngvakeppninni í Cardiff í sjónvarpinu, geta áttað sig á samkeppninni, sem er meðal ungra söngvara úti í hinum stóra heimi. Ég var hissa á því að þú skyldir ekki taka þátt í þeirri keppni. Eg hafði fullan hug á því sjálfur, fór þess á leit að sjón- varpsupptaka sem ég söng inn síðastliðið haust yrði tekin sem þátttaka af minni hálfu, en það gekk ekki. Fyrir þann sem er við nám eða starf erlendis, er þessi tími árs á miðjum vetri mjögóhentugur. Hefur þú tekið þátt í söng- keppni? Já, ég hef tvisvar tekið þátt í keppni. Ég var ekki í hópi sigurvegara í fyrri keppninni, en fremur ofarlega held ég, það marka ég af því að mér var boðið að taka þátt í tónleikum sem sigurvegararnir héldu, tenórinn í hópi þeirra forfall- aðist, svo þá vantaði tenór. Skömmu áður en ég kom hingað tók ég þátt í annari keppni. Henni var ekki lokið þegar ég fór, en það var mikill fjöldi þátttakenda þar, yfir 70 manns. Síðasti áfangi keppn- innar verður ekki fyrr en í október. Hefur þú sungið opinberlega á Ítalíu. Nei, ég hef ekki gert það. Ástæðan er sú að ég hef ekki atvinnuleyfi þar. Mér var boðið að syngja í óperu á Sikiley en stéttarfélagið tók fyrir það. Það eru bara stóru óperuhúsin sem geta ráðið útlendinga, t.d. Scala og Rómaróperan. Er Scala framtíðardraumur- inn? Að sjálfsögðu. Framtíðar- draumur minn og allra ann- arra sem læra söng. Annars er minn framtíðardraumur ekki raunsær^ en hann er að koma heim til Islands og lifa hér mannsæmandi lífi af því að syngja. Annars getur það verið beggja blands að syngja í Scalaóperunni. Það getur alveg sett fótinn fyrir fólk að fá slæma gagnrýni fyrir söng þar. Ferðu mikið á óperur? Já, ég geri það. Þarna í borginni sem ég bý, um 70 km suður af Mílanó, er ekki starf- andi ópera, en þar er gott tón- leikahús. Þangað koma ge- stauppfærslur víða að, oftast mjög góðar. Ég er tíður gestur í Scalaóperunni í Mílanó, fer þangað eins oft og efnin leyfa. Þótt sætið kosti ekki nema 170 kr. þá dregur það sig saman. En það hljómar vel þarna í ódýru sætunum eða stæðunum í Scala. Verona er ekki langt frá Mílanó, en þar eru sýndar óperur ár hvert, seinni part sumars, í hringleikahúsi frá dögum Rómverja.. Þessi hring- leikahús taka ótrúlegan fjölda af fólki í sæti.sumir segja yfir tvö hundruð þú sund. Uppfærslur þar eru mjög góðar. Það er auglýst eftir fólki tilþess að syngja þar og mun vera mikið úrval söngvara sem sækir um þann starfa. þar sá ég í sumar afburða uppfærslu á Aidu eftir Verdi. Að sjálfsögðu keypti ég ódýr- ustu sætin, en öfugt við ódýru sætin í Scalaóperunni heyrðist fremur illa til söngvaranna. Áttu eftirlætissöngvara? Af þeim sem maður þekkir af plötum þá hef ég miklar mætur á Callas, eins Juss Björling. Það eru margir aðrir sem ég er hrifinn af. Núna ekki fyrir löngu heyrði ég unga söngkonu syngja á tónleikum. Hún hét Gruberova, hún var alveg stórkostleg. Ég hafði aldrei heyrt hennar getið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.