Morgunblaðið - 15.09.1985, Síða 51

Morgunblaðið - 15.09.1985, Síða 51
MORGUNBLAÐJÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 B 51 Ítalía: Agnes Varda hlýtur Gullljónið á kvikmynda hátíðinni í Feneyjum — Depardieu besti leikarinn, Houston og Fellini heiöraöir Stjörnugjöfin STJÖRNUBÍÓ: Aökomumaöurinn Micki og Maude * * V4 TONABÍO: Minnisleysi HÁSKOLABÍÓ: Rambó * * Vt AUSTURBÆJARBÍO: Ofurhugar * * * 'Æ Arthur Hrafninn flýgur * * * Vi LAUGARÁSBÍÓ: Gríma * * * V4 Maöurinnsemvissiofmikiö * * * Morgunv.klúbburinn NÝJA BÍÓ: Steggjapartý BÍOHOLLIN: ÁrDrekans Vtgísjónmáli Tvifararnir Hefnd Porky’s Rafdraumar REGNBOGINN: Örvæntingarfull leit að Susan Hernaöarleyndarmál Vitnið LögganíBeverleyHills Atómstööin Augafyriraugall HraaOilega motnaðargjarn hrollvekjumeistari. Stephen King tekur sér hlé trá leikstjórninni í Overdrive. Bandaríkin: King sleppir pennanum og fer aö leikstýra Maöur er skorinn í sundur af sinni eigin garösláttuvél. Bilaö „Walkman“-vasasegulbandstæki sprengir í tætlur hausinn á næsta nágranna og gengilbeina fær hníf í kviöinn. O, jæja. Þannig er lífið í úthverf- unum eöa svo vill rithöfundurinn og hrollvekjumeistarinn bandaríski Stephen King láta okkur halda i sinni fyrstu kvikmynd, sem hann leikstýrir sjálfur. Hún heitir Over- drive og er tekin í Norður-Karolínu. Þaö er sumsé um aö ræða frum- raun hins 37 ára gamla Kings á kvikmyndasviðinu en þær eru ófáar myndirnar, sem geröar hafa veriö eftir bókum hans. King læröi þaö fljótt aö þaö aó búa til kvik- mynd er ekki þaö sama og aö skrifa. „Það er alltaf heill hellingur af fólki í kringum mann hér,“ er haft eftir honum á upptökustaö. En hrollvekjusmiðurinn heföi ekki viljaö missa af þessu tækifæri til aö leikstyra fyrir sitt litla lif. Hvorki meira né minna en ellefu bækur hans hafa veriö kvikmynd- aðar af öörum og honum fannst kominn tími til aö hann sjálfur fengi aö gera mynd. „Ég varö aö minnsta kosti aó gera eina,“ segir hann. „Þessi mynd er einskonar vól- vædd Birds (e.Hitchoock). Fólk hefur sagt mór í langan tima aö ég ætti eftir aö bæta hinu sjónræna í verk mín.“ Er hann nokkuö hrædd- ur um aö mistakast í leikstjórn- inni? „Ég er skíthræddur um þaö,“ svarar hann. Þvi má bæta viö hér aö Bíóhöllin ætlar bráölega aö sýna eina mynd- ina til, sem gerö hefur veriö eftir sögu Stephen Kings. Sú heitir Cats Eye og var gerö á þessu ári (sjá annars staöar á síöunni). Og í lokin nefni óg nokkrar myndir geröa eftir sögum King en allflestar þeirra hafa veriö til sýningar hór á iandi: Carrie, The Shining, Salem's Lot, Creepshow, Gujo, Firestarter, Dead Zone og svo Cats Eye. Bíóhöllin; Kattaraugað: Smásögur eftir Stephen King Fertugustu og annarri kvik- myndahátíöinni i Feneyjum lauk fyrir skömmu og hlaut hín belgísk- ættaóa Agnés Varda Gullljóniö þetta áriö fyrir mynd sína Sans Toit ni Loi, sem á íslensku útleggst einhvern veginn svona: Án þaks eöa laga. Segir hún frá feröalagi flakkara um suöurhluta Frakk- lands. Kvikmyndagagnrýnendur á hátíöinni fögnuóu mjög þessari ákvöröun. Franski leikarin Gerard Depar- dieu hlaut verðlaun fyrir besta leik i karlhlutverki en hann leikur hörkulega löggu í mynd Maurice Pialat, sem einfaldlega heitir Pol- ice. Þaö kom á óvart að dómnefnd hátíöarinnar veitti engln veröalaun fyrir leik í besta kvenhlutverki en kaus þess í staö aö minnast á góöa frammistööu fimm leik- kvenna. Sórstök verölaun hlaut ameríska myndin The Lightship eftir pólska leikstjórann Jerzy Skolimowski, aðallega fyrir frum- leika. Robert Duvall vakti einnig mikla hrifningu gagnrýnenda fyrir frammistööu sína í myndinni. John Houston kynnti nýjustu mynd sína Prizzie’s Honor á kvikmyndahátíöinni og hlaut sór- stök verðlaun fyrir frammistööu sína í kvikmyndaheiminum um ævina. Hann hlaut svipuö verölaun á Cannes-hátíöinni á sióasta ári. Portúgalski leikstjórinn Manoel de Oliveira var heiöraöur í Feneyjum meö svipuöum verölaunum og Houston. Bandaríska kvikmyndin Coco- on, sem Ron Howard leikstýröi, hlaut verðlaun í nýjum kvikmynda- flokki, „Feneyjar æskunnar", sem forráöamenn hátíöarinnar komu á fót á þessu ári til aö geta veitt sér- stök verölaun þeim myndum er þeir halda aö höföi sérstaklega til ungs fólks. Dustin Hoffman mætti á hátíö- ina og vakti heimsókn hans feiki- lega athygli. Meö honum var myndin Death of a Salesman (Sölumaöur deyr), sem gerö er af Volker Schlöndorff eftir sam- nefndu leikriti Arthurs Miller. Hoffman var mjög hrósaö í hlut- verki Lomans. Þaö vakti einmitt talsveröa athygli hve amerískar kvikmyndir hlutu mikla eftirtekt og athygli á Feneyjahátíöinni. Hinn nýi forseti italíu, Francesco Cossiga, kom einnig á hatíðina og í fylgd með honum var meistari Fellini. Sá síöarnefndi var verö- launaöur meö Gullljóni fyrir ævi- langt starf í kvikmyndum. _ aj. ... og King heldur áfram aö skrifa smásögur og skáldsögur og þær seljast eins og heitar vöfflur... þaö viröist í rauninni engu skipta hvaö hann setur á pappír, hann Stebbi, „talaða ritmáliö” hans í hrollvekjuformi hefur sjald- an veriö vinsælla og er þá ekki kjöriö aö gera úr þvi bíó. Þaö hefur ekkert dregiö úr ásókn kvikmyndageröarmanna í smiöju Stebba hrolls. Fyrir tíu árum möluðu myndirnar eftir bókum hans gull, Carrie og The Shining, en síöan f jölgaði myndunum og almenningur var ekki eins auödreginn í bíó. Nú oröið eru myndirnar aöeins í meöallagi vinsælar, að minnsta kosti í Bandaríkjunum. Þaö nýjasta var aö láta King skrifa handrit upp úr þremur smásögum, tvær þessara sagna höföu birst í Night Shitt (1978). Fyrir King var þaö ekkert mál, en öllu erfiöara var aö búa til þriöju söguna, því hún átti aö standa sjálfstætt, en tengja samt allar saman. Eins og allir muna þá var aöalhetjan úr smásögunurn drengur, en þar sem Drew Barrymore, ■■"g stúlka, var þegar ráöin í aöalhlutverkiö, varö ving aö skipta á kynjum. Fyrsta sagan fjallar um fyrirtækiö Quitters, Inc., sem sérhæfir sig í aö kenna fólki aö hætta aö reykja; og aöferðirn- ar eru svo svakalegar að engan langar í tóbak. James Woods leikur aöalrulluna í þessari sögu. Saga númer tvö f jallar um og kötturínn. tvo menn sem eru hrifnir af sömu konunni, og gera allt til aö ná í hana. Og í þriöju sögunni eru stelpan Drew og kötturinn í höfuörull- um. Leikstjóri er Lewis Teague. Bíóhöllin hefur áöur sýnt mynd eftir hann, Cujo. Ýmsar aöferöir aru notaöar i fólk sai ætlar aó hætta aö roykja. Gerard Depardieu John Houston Agnés Varda Federico Fellini tr* *■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.