Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER1985 B 17 „Brettin bjóða upp á auðkennanlegrí framfarír“ — segir Jóhannes Örn Ævarsson siglingamaður egar rætt er um siglingar eða ritað verður það vart gert án þess að verja tíma og rúmi undir umfjöllun um seglbrettasportið, það er ein hlið siglingaíþróttarinnar sem hefur verið í hvað örustu sókn á íslandi síðustu misserin. Einn fremsti seglbrettamaður landsins er Jó- hannes Örn Ævarsson úr siglinga- klúbbnum Ými í Kópavogi. Segl- brettin eru minnstu þátarnir, varla hægt að kalla þau báta og Jóhannes var fyrst beðinn um að tjá sig um hvort að brettin væru byrjunin eða endirinn á þroska- stigi í siglingaiþróttinni. „Ekkert svoleiðis á við mig, ég var búinn að vera í kænunum í nokkur ár og var orðinn topp- maður í þeim er ég ákvað að breyta til. Ég hafði kynnt mér seglbretti og þróun þeirra í nokkurn tíma. Ég var ekki lengi að finna að segl- brettin eru miklu skemmtilegri heldur en kænurnar. Maður dettur mikið fyrst og maður er meira og minna í sjónum, en maður finnur fljótt framför og það sem skiptir mig meira máli, maður getur alltaf lært meira og meira. Þegar maður er orðinn slyngur á bátunum getur maður nokkurn veginn vitað hvernig næsta sumar verður og þar næsta. Menn læra fljótt undir- stöðurna á bátunum og svo er það búið. Framfarirnar í seglbrettum hafa hins vegar verið svo örar að með ólíkindum má heita. Ef ég væri enn á því bretti sem ég byrj- aði á væri ég trúlega löngu orðinn hundleiður á sportinu. Brettin verða æ léttari, auðveldari í notk- un og hraðskeiðari, þar sem maður var kannski 2-3 ár áður að ná nægilegri leikni til að vera úti á bretti í 5-6 vindstigum, er maður nú aðeins árið að læra nóg til að standa sig í 6-7 vindstigum." Þú talar um að bátarnir bjóði ekki upp á möguleika á meiri leikni að sama skapi og brettin. Er rígur á milli „brettamanna" og „báta- manna"? „Rétta orðið er kannski ekki rígur, en það er viss spenna, hverj- um þykir jú sinn fugl fegurstur. Það voru margir sem skildu hvorki upp né niður í mér þegar ég hætti að vera á bátunum og sneri mér að brettunum þar sem að engu væri að keppa að þeirra mati. Það reyndist ekki rétt, ég var topp- maður í bátunum og þótti skemmtilegt að byrja í skyldri íþrótt þar sem ég byrjaði fákunn- andi. Það hefur verið nokkur lægð í kænukeppni að undanförnu og það gerðist, að sumir sem hafa hætt á kænum hafa fylgt í kjölfar mitt og farið að leika sér og keppa á seglbrettum. Þetta er fyrst og fremst almenn- ingsíþrótt og hentar einkar vel sem slík. Lengst af hafa við heldur fáir sinnt þessu þó þeim fjölgi núna og menn voru með brettin að heita má hver í sínu horni. Við höfum verið að hvetja fólk til að taka meira þátt í keppni. Það þarf ekki að kunna mikið til að vera með í keppni og það er e.t.v. besta leiðin til að læra fljótt. Keppt er einkum í tveimur flokkum hér á landi, á svokölluðum „all round“-brettum, einföldum gripum sem flestir stiga sín fyrstu skref á, einnig er keppt á tegund einni sem kom fyrst til notkunar fyrir 2-3 árum. Hörku- góð bretti, stöðug og hæg í allt að 3 vindstigum, en afar hraðskeið í meiri vindi. En eins og ég segi, þetta er fyrst og fremst almenningsíþrótt, að- staðan er góð hér á landi, vindur- inn er góður og valkostir eru fyrir hendi. Þannig vita þeir sem þessa íþrótt stunda, að þó það sé logn í Fossvogi eru ef til vill 6-7 vindstig á Seltjarnarnesi og þá er haldið þangað meðan byrjendum er kennt í Fossvoginum. Þá er fjárhagslega séð minnsta málið að koma sér af stað í seglbrettaíþróttinni og hægt er að fá góðar tegundir keyptar hér á landi. Þetta er nú orðið þannig að menn eru fljótir að taka við sér eins og ég gat um áðan. Áður var þessi þrótt varla fyrir aðra en kraftamenn. Þegar ég var að byrja var ég orðinn uppgefinn eftir smásiglingu á Fossvoginum, en tækjakosturinn er nú orðinn slíkur, að maður getur leikið sér allan daginn án þess að verða þreyttari en gengur og gerist eftir dags útivist. Og menn ná fljótt því stigi að þeir geti rennt sér alveg hreint skammlaust á miklum hraða i beina línu. Þá er skemmti- legast að fara hratt, en síðan þegar menn læra meira á brettið fara þeir gjarnan að setja sér markmið, að sigla að Álftanesi o.s.frv., gefa umhverfinu gaum, jafnframt því sem menn æfa alls kyns beygjur og tilfæringar og ná smám saman þeirri leikni í íþróttinni að gera slíkt án þess að steypast í sjóinn." Þegar þú talar um að steypast í sjóinn kemur upp í hugann umtalið um hætturnar? „Þetta getur auðvitað verið hættuleg íþrótt ef óvarlega er farið. Það er til dæmis ekkert vit í að fara á sjó í miklu roki, sérstak- lega ef vindur blæs af landi, þá geta menn lent í basli. Ég man eftir því að hafa heyrt talað um tvo óvana menn sem fóru með seglbretti út á Ölfusárós í miklu norðanroki. Þeir réðu ekki neitt við neitt og vindurinn hrakti þá óðfluga að brimgaðinum sem alltaf er þarna fyrir utan ósinn. Á endan- um áttu þeir ekki annarra kosta völ en að leggja seglin og synda til lands og sluppu þeir þannig fyrir horn. Þarna hefði getað farið verr. Annars hef ég aldrei heyrt um að menn hafi lent í þannig sjávarháska að þeir hafi sopið sjó og verið hætt komnir með þeim hætti, enda eru helstu svæðin á Reykjavíkursvæðinu lokuð þannig að ef menn detta í sjóinn þá rekur þá alltaf einhvers staðar að landi og þangað geta vinir eða vanda- menn sótt þá. Búningarnir gera þeim kleift að liggja í sjónum án þess að verða meint af. Svæði Akureyringa er einnig öruggt að þessu sama leyti. Það er helst fyrir opnu hafi þar sem slys gætu gerst, en seglbrettamenn stunda slíka staði ákaflega lítið og með stök- ustu varúð. Við þetta má bæta, að augu margra hvíla á okkur, það var þannig hér áður, að menn máttu varla hvíla sig með því að ieggja seglið úti á vognum án þess að fjöldi manns væri umsvifalaust búinn að hringja í lögregluna og tilkynna um slys. Ég held að ef menn ætla að setja eitthvað fyrir sig í sambandi við seglbretti eða siglingar yfirleitt þá verði það að vera eitthvað annað en hættuspilið sem í dæminu er.“ HINAR VIN- SÆLU GÚMMI- BOMSURNÚ AFTURFÁAN- LEGAR Litir: Grátt/blátt. Verð 855.-. Rifflaðir stamir sólar. Póstsendum samdægurs. Barónskór, Barónsstíg 18, s. 23566. S«^^lSoRINN VELTUSUNDI 1 21212 Egilsgötu 3, s. 18519. Lærið Bridge Lærið bridge í Bridgeskóla Námskeiðin sem beðið er eftir Byrjendahópurá mánudagskvöldum, 16.sept,til25.nóv. Námskeiö sem er sérstaklegasniðið fyrirþáfjölmörgu sem viljalæra skemmtilegan sam- kvæmisleik. Nýtt námskeið Lengrakomnir — framhaldsflokkur. Ætlað þeim fjöl- mörgusem langar tilaðskerpasókn og vörn. Þriöjudagskvöld 17. sept. til 26. nóv. Upplýsingar og skráning isíma 19847. Kennslu- staður: Borgartún 18. Lærið Bridge Lærið Bridge í Bridgeskóla Bridsskólinn, sími 19847. -gg-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.