Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 15

Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 B 15 Fundist hafa tvær ljósmyndir af Reykja- vík frá 1848 Tvær Ijósmyndir, sem sýna Kvosina og Grjótaþorpið í Reykjavík árið 1848, eru nú til sýnis í Ljósmyndasafninu. Myndirnar tók franskur maöur að nafni Descloiseaux og eru þær án efa langelstu útimyndir sem til eru frá íslandi því þær eru teknar 9 árum eftir að Ijósmyndatækn- in (Daguerremynd) var fund- in upp af Louis Daguerre. „Myndirnar sýna alla Reykjavík eins og hún var á þessum tíma,“ sagði fvar Gissurarson forstjóri Ljósmyndasafnsins. Myndirnar bárust safninu fyrir einu og hálfu ári og var það ljósmyndarinn Cristian Rogers, sem fann þær. Hann hefur síðan verið tengiliður safnsins í leit sem farið hefur fram í Prakklandi síðan myndirnar fundust í þeirri von að þessar tvær myndir væru hluti úr stærra ljósmybndasafni. „Við vitum lítið um ljósmyndar- ann Descloiseaux. Það eina sem vitað er er að hann kom hingað ásamt nokkrum öðrum árið 1847 til að gera hér jarðfræðiathuganir og dvaldi hér í níu mánuði. Þess vegna vorum við að vonast til að finna fleiri myndir, en sú leit hefur ekki borið neinn árangur," sagði Ivar. „í bók um ljósmyndarann Sigfús Eymundsson telur Þór Magnússon þjóðminjavörður elstu myndina vera frá 1867. Síðan hafa eldri myndir komið í leitirnar en að til væru myndir héðan frá 1847 kom okkur skemmtilega á óvart. Myndefnið á þessum myndum er mjög óvenjulegt. Algengustu myndir frá þessum tíma voru andlitsmyndir eins og elsta mynd sem til er á Norðurlöndum, mynd- in af Bertil Thorvaldsen, tekin árið 1840.“ Myndir sem teknar voru með Daguerre-ljósmyndatækni voru teknar á silfurhúðaða koparplötu með þunnu lagi af ljósnæmu silfur- joði. Platan var lýst og síðan fram- kölluð í kvikasilfursgufu og loks fixeruð í fixerantroni. Myndin kom. fram sem spegilmynd og ljós þurfti að falla inn á plötuna frá sérstöku horni til að hún tæki á sig pósitífa mynd. „Heimspeki með börnum“ „Heimspeki með börnum“ er efni fyrirlestrar, sem Hreinn Pálsson, IVIA, flytur í dag £ vegum Félags áhugamanna um heimspeki í stofu 101 í Lögbergi. Hreinn Pálsson lauk BA-prófi í heimspeki og sögu við Háskóla ís- lands, en hefur síðan dvalið við framhaldsnám í Bandaríkjunum, þar sem hann vinnur nú að dokt- orsverkefni við Michigan State University. Efni fyrirlestrarins, er í tengslum við doktorsverkefnið. Myndin sýnir Kvosina 1848. Fremst er mýrarfláki þar sem nú er Austurvöll- ur og í baksýn er Torfan með Lækjarbrekku lengst til vinstri. Dökka húsið með hvítu gluggahlerunum er Smiðshús sem stóð við Lækjargötu en er nú í Árbæjarsafni. Á þessari mynd sér yflr Reykjavík frá Hólavöllum, austan við núverandi LandakoL Lengst til vinstri er Grjótaþorp og fremst fyrir miðju er Dillons- hús, sem stóð á horni Túngötu og Suðurgötu en er nú kafflstofa í Árbæjar- safni. HLJOÐLAT „OG AFKASTAMIKIL HORKUTOL FRA PHILCO Philco 421 þurrkarinn. Philco þurrkarinn tekur 5 kg af þurrþvotti sama magn og þvottavélin. Hann er einfaldur í notkun; þú velur á milli 3 sjálfvirkra þurrkkerfa sem henta öllum tegundum þvotts. Purrktími getur varað allt að tveimur klst. auk átta mínútna kælingar í lok þurrkunar. Philco w 393 þvottavélin. Ytri belgurinn sem er úr ryðfríu stáli gerir Philco að enn betri og öruggari þvotttavél en áður. Vélin vindur með allt að 1000 snúninga hraða á mínútu. Hún hefur stóran þvottabelg og tekur inn á sig bæði heitt og kalt vatn. Þannig sparast umtalsverð orka. Hægt er að láta þurrkarann standa ofan á þvottavélinni - það sparar þér dýrmætt rými og eykur vinnuhagræði. Á vélunum er öryggisbúnaður sem tryggir þér betri endingu og lægri viðhaldskostnað. Að síðustu má ekki gleyma að vélarnar heita Philco og eru frá Heimilistækjum. Það talar sínu máli: Traust nöfn, sanngjarnt verð og örugg þjónusta. Láttu Philco skila þér þvottinum hreinum og þurrum - engar snúrur, engar áhyggjur. Við erum sveigjanlegir í samningum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.