Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 12

Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 AF INNLENDUM VETTVANGI Eftir HJÖRT GÍSLASON Kvótakerfið geng- ið sér til húðar — Helstu markmíðum með setningu þess hefur ekki verið náð — Vafi á meirihlutafylgi kvótakerfisins á Alþingi — Framsóknarmenn á Vestfjörðum vilja afnám þess — Forsætísráðherra segist ekki vera „kvótamaður" KVÓTAKERFIÐ er nú mikið rætt, framtíð þess og reynsla síðustu tveggja ára. Margir finna kerfinu flest eða allt til foráttu, aðrir telja það einu leiðina við fiskveiði- stjórnunina, þegar nauðsynlegt er að takmarka afla. Flestir telja verulegra breytinga þörf, eigi kvótinn að verða áfram við lýði. Flestir gjalda varhug við hug- myndum um setningu hans til tveggja eða þriggja ára. Þorskafli verður líklega allt að 70.000 lestum meiri en áætlað var í upphafi árs, en samt er verulega gengiö á þorskkvótann. Fiskveiðistefna næstu ára er nú í mótun og byggist hún meðal annars á tillögum fiski- fræðinga um heppilegan ársafla helztu nytjategunda. Niðurstaða þeirra getur skipt sköpum um framtíð kerfisins. Þorskaflinn 70.000 lest- um meiri en áætlað var? Samkvæmt áliti starfsmanna Fiskifélags íslands verður þorsk- afli landsmanna í árslok allt að 320.000 lestir, sem er nálægt 70.000 lestum meira en áætlað var í upphafi árs. Síðastliðið vor var I kvótinn aukinn um 5% með tilliti til ástands sjávar og meiri veiði en árið áður. Þegar sú ákvörðun var tekin var leitað álits hags- munaaðilja. Sjómenn vildu 10% aukningu, fiskvinnslan 5% en út- flytjendur og seljendur sjávaraf- urða sáu ekki ástæðu til aukning- ar! Nú er verulegur fiskskortur á markaði okkar í Bandaríkjunum. Aðeins var svigrúm til breytinga á aflamarkinu að lokinni vetrar- vertíð. Síðan hefur ekki verið fund- in nein önnur leið en að veiða úr næsta árs kvóta; „að borða sunnu- dagsmatinn á föstudegi og svelta í staðinn á sunnudaginn" eins og einn viðmælenda blaðsins orðaði það. Nær allir viðmælendur Morg- unblaðsins telja kvótakerfið úrelt eftir tveggja ára reynslu af því. Margir vilja afnema það, aðrir breyta því og sníða af því verstu vankantana. Nánast allir gjalda varhuga við hugmyndum um setn- ingu kerfisins til lengri tíma en eins árs. Samhæfíng veiða og vinnslu hefur ekki náðst Þegar kvótinn var samþykktur voru helztu rök fyrir setningu hans þau, að með honum næðist betri samhæfing veiða og vinnslu auk aðalatriðsins, að skipta þyrfti of litlu á milli of margra. Ljóst er að engan veginn hefur náðst nægi- leg samhæfing veiða og vinnslu. í sumar hefur verið veitt mun meira en fiskvinnslan hefur ráðið við og svo langt hafa veiðarnar gengið, að verulegt atvinnuleysi er fyrir- sjáanlegt á stöðum, þar sem vænt- aniega hefði verið mögulegt að jafna afla út meiri hluta ársins. Hvers vegna veiða menn meira, en hægt er að vinna? Það er skiljan- legt að óháðir útgerðarmenn vilji ná afla sínum á sem skemmstum tíma með sem minnstum tilkostn- aði, sérstaklega með tilliti til þess, að verð á ferskum fiski hefur verið mjög hátt í Englandi í sumar. Á hinn bóginn virðist veiði umfram getu vinnslunnar, þar sem skipin eru í eigu hennar einkennileg ráð- stöfun. Þar kemur að freðfisksöl- unni. Greiðsla fyrir frysta fiskinn berst seint en segja má að ferski fiskurinn sé staðgreiddur og skili svipuðum hagnaði og sá frysti. Ennfremur er það athyglisvert, að fyrstu 7 mánuði ársins var meira saltað af þorski en fryst. Það virð- Verður fiskurinn, sem sjómenn irista úr pokanum á næsta ári, bundinn kvóta eða ekki? Sú örlagaríka ákvörðun verður tekin innan (íðar. ist því að freðfiskútflutningurinn sé kominn í verulega samkeppni hér heima við saltfiskverkun og útflutning á ferskum fiski bæði í gámum og með skipum. 7 krónur fyrir kfló af þorski „á sporði“ Þegar skammturinn er að verða langt kominn eins og nú, heyrist æ meira í þeim, sem lítið eiga eftir og krefjast aukningar. Virðist þá margur gleyma því hvernig hann hefur hagað veiðunum vitandi hve mikið féll í hlut hans. Væntanlega hafa menn treyst því að fá keyptan kvóta í jafnmiklum mæli og á síðasta ári, en sú hefur ekki orðið raunin. Kvótasala er mun minni nú en í fyrra þrátt fyrir meiri fiskigengd og mun verð á þorsk- kílóinu á sporði vera komið upp í 7 krónur. Kaupi svo hver, sem kaupa vill. Er hægt að geyma fískinn í sjónum? Þegar kvótakerfið var ákveðið var ástand sjávar og fiskistofna mjög slæmt og ekki hafði náðst sá afli, sem ráð var fyrir gert. Nú er ástand fiskistofna og sjávar allt annað og betra, en fiskifræðingar og stjórnvöld tvístíga þrátt fyrir mikla aflaaukningu og staðhæf- ingar þeirra, aem veiðar hafa Saumanámskeiö fyrir byrjendur og iengra komna. Klæöskerar aöstoða. Overlockvél á staðnum. Innritun og upplýsingar í síma 22206 og 21421. Lopi Lopi 3ja þráða plötulopi, 10 sauðalitir. Að auki rauðir og bláir litir. Sendum í póstkröfu um Jandið. Ullarvinnslan Lopi sf., Súöarvogi 4, 104 Reykjavík, sími 30581. Fróólleikur og skemmfcun fyrirháa semlága! IMYND FYRIRTÆKISINS Leiðbeinandi: Pétur Guðjónsson, stjórnunarráðgjafi Hver er ímynd þíns fyrirtækis eða stofnunar - í augum starfsfólks - í augum almennings? Gefur hún þá mynd af fyrirtækinu sem óskað er eftir? Stjórnunarfélag íslands heldur námskeið ætlað þeim er annast almenningstengsl og þróunarmálefni fyrirtækja og stofnana. Nýlegar rannsóknir í Bandaríkjunum sýna að þau fyrirtæki sem eru í örustum vexti hafa lagt sérstaka áherslu á þjálfun og þátttöku starfs- fólks síns í að móta og kynna þá ímynd trausts rekstrar og ábyrgrar þjónustu sem hverju fyrirtæki er nauðsyn. Ánanaustum 15 • Sími: 6210 66 Stjórnunarfélag Islands

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.