Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 25

Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 B 25 Minning: Valdimar Lárusson Kirkjubæjarklaustri Fæddur 4. janúar 1908 Dáinn 26. júlí 1985 Valdimar Lárusson á Kirkju- bæjarklaustri andaðist á heimili sínu hinn 26. júlí sl. Hann hafði um nokkurt skeið kennt sjúkdóms þess sem dró hann til bana og dvalið um tíma I sjúkrahúsum í Reykjavík. Valdimar Lárusson fæddist á Kirkjubæjarklaustri í Vestur— Skaftafellssýslu 4. janúar 1908. Foreldrar hans voru hjónin Elín Sigurðardóttir og Lárus Helgason bóndi og alþingismaður á Kirkju- bæjarklaustri. Valdimar lauk prófi frá Samvinnuskólanum í Reykjavík 1927. Loftskeytaprófi lauk hann árið 1928. Valdimar Lárusson starfaði sem loftskeytamaður á varðskipum ríkisins og á strandferðaskipinu Súðinni á árunum 1929 til 1940, og átti þá heima í Reykjavík. Næsta ár vann hann við verslunar- störf o.fl. á Kirkjubæjarklaustri. Hann var síma- og póstafgreiðslu- maður þar frá 1942 til 1979 og annaðist jafnframt veðurathugan- ir fyrir Veðurstofu íslands. Jafn- framt störfum þessum var hann bóndi. Hinn 31. desember 1940 kvænt- ist Valdimar eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Ólafsdóttur, f. 4. janúar 1914. Hún var dóttir Ólafs bónda á Holtahólum á Mýrum í A-Skaftafellssýslu Einarssonar og konu hans önnu Pálsdóttur. Börn þeirra Valdimars og Guðrúnar eru þessi: Lárus f. 1940, bóndi, Einar f. 1944, útibússtjóri kaupfélagsins á Kirkjubæjarklaustri, Elín Anna f. 1950, póst- og símaafgreiðslu- maður, Haukur f. 1954, læknir, og Trausti f. 1958, trésmiður. Ég kynntist Valdimar Lárussyni þegar hann var loftskeytamaður á strandferðaskipinu Súðinni. Kona mín, Sigrún Helgadóttir, og Valdi- mar voru systrabörn, og á þeim árum bjuggum við hjónin á Seyðis- firði. Segja má, að þau frænd- systkin hafi verið fóstursystkini, því að kona mín var uppalin hjá foreldrum Valdimars frá því að hún var á fjórða ári og til tvítugs- aldurs. Á þeim tíma sem Valdimar var loftskeytamaður á Súðinni hittumst við jafnan þegar skipið kom á Seyðisfjörð. Súðin hafði stundum stutta viðdvöl svo að samfundir okkar voru þá auðvitað ekki langir, en eigi að síður ætið mjög ánægjulegar. Suma hluti, sem unnt var að fá í Reykjavík, var ekki auðvelt að fá í fámennum kaupstað úti á landi. Slík vanda- mál var Valdimar fús að leysa fyrir okkur hjónin. Það var engu líkara en Valdimar þætti það greiði við sig að nálgast það, sem okkur vanhagaði um, og færa okkur það í næsta sinn, sem hann kom á Seyðisfjörð. Eftir að við fluttumst til Reykjavíkur komum við nokkrum sinnum að Kirkju- bæjarklaustri og áttum þá ævin- lega góðum og rausnarlegum vin- um að mæta þar sem þau Guðrún og Valdimar voru. Valdimar Lárusson var vel meðalmaður á vöxt og svaraði sér vel. Hann var bjartur yfirlitum, málhress og ræðinn og gat verið gamansamur þegar það átti við. Kynni okkar Valdimars verða mér ætíð hugstæð, ekki síst vegna þess hve alúðlegur og glaðlyndur hann var. Samverustundirnar með hon- um voru því ætíð mjög ánægjuleg- ar og verða ógleymanlegar. Heimili frú Guðrúnar og Valdi- mars heitins á Kirkjubæjar- klaustri var frábært. Þar mátti V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! sjá málverk eftir meistara Kjarval auk annarra listmuna. Við hjónin munum lengi minnast glaðværra samfunda á heimili þeirra hjóna og frábærra veitinga, sem við nutum þar. Við hjónin minnumst Valdimars Lárussonar með hlýhug og þakk- læti um leið og við vottum eftirlif- andi konu hans, frú Guðrúnu Ól- afsdóttu.r og fjölskyldu hennar Liðsmenn úr slökkviliði Reykjavíkurflugvallar komu í heimsókn til Landbelgisgæslunnar í fyrradag. Tilgangur Morgunblaðið/Ámi Sæberg íheimsókn hjá Landhelgisgœslunni einlæga samúð. heimsóknarinnar var að auka enn samvinnu þessara aðila, en samstarf þeirra á milli hefur ætíð verið mikið. — Hjálmar Vilhjálmsson Myndin er tekin um borð í varðskipinu Tý, en þar var snæddur hádegisverður. Líneik Laugavegi 62, sími 23577

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.