Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 28

Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 Víðast hvar á landinu eru réttir að hefjast. Bændur hafa nákvæma tölu á sauðfé sínu og hætta helst ekki smölun fyrr en allt féð er komið í leitirnar. Það minnir á dæmisögu Krists um týnda sauðinn. Tilefni dæmisögunnar var hneykslun ýmissa samtímanna Krists á því að hann skyldi taka að sér syndara og jafnvel sam- neyta þeim. Kristur gerði sér grein fyrir þessari gagnrýni og vildi sýna með dæmisögum að Guð hefur andstyggð á synd en elskar syndara. Á þessum tímum gættu fjár- hirðar hjarða sinna dag og nótt. Góður hirðir leiddi féð að grös- ugu beitilandi, tæru vatni og góðum lautum til hvíldar. Hirðir- inn gaf sérhverjum sauði nafn — því honum þótti vænt um hvern og einn og þekkti jafnvel sauðina í sundur. Á næturnar gætti hann þeirra fyrir óargadýrum. Það var slíkur fjárhirðir sem Kristur hafði í huga er hann sagði dæmisöguna um hirðinn og týnda sauðinn í 15. kafla Lúk- asarguðspjalls. Sá hirðir átti 100 sauði. Einn vék af leið. Þegar hirðirinn gerði sér grein fyrir hvarfinu bjó hann vel um hina 99 og hóf leit týnda sauðarins. En hvaða máli skipti einn sauður til eða frá? Fyrir þessum fjár- hirði skipti týndi sauðurinn miklu máli. Hann þekkti hann og elskaði hann. Leitin var ekki auðveld. Hirð- irinn varð að klífa fjöll og firn- indi, vaða straumharðar ár og mæta ýmsum víllidýrum. En hann gafst ekki upp því takmark- ft var að finna hinn týnda sauð. Allt í einu heyrði hann dauft og máttvana jarm týnda sauðarins. Hvílík gleði. Öll þreytumerki fjárhirðisins hurfu. Hann hljóp til sauðarins, lyfti honum á öxl sér og hljóp með hann heim þar sem hann kallaði saman vini og vandamenn til þess að samgleðj- ast sér. „Ég segi yður, þannig mun verða meiri gleði á himni yfir einum syndara, sem gjörir iðrun, en yfir níutíu og níu réttlátum er ekki þurfa iðrunar við.“ Kristur líkir okkur við týndan sauð því við höfum villst af leið frá Guði, farið villur vegar og rötum ekki til baka. En „manns- sonurinn er kominn til þess að leita að hinu týnda og frelsa það“. Guð elskar alla menn og þar sem við „erum týnd“ sendi Guð mannssoninn í heiminn til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Jesús sagði: „Ég er góði hirðir- inn, góði hirðirinn leggur líf sitt í sölurnar fyrir sauðina." Ef við trúum að Kristur sé tilgangur lífs okkar, að við höfum verið sköpuð til samfélags við Drottin, sem elskar okkur og kennir okkur að elska — þá er gott að vera sauður í hjörð hans. Ert þú týndur sauður? „Drottinn er minn hirðir" 23. Davíðssálmur: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu; bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Keflavíkurflugyöllur: Ný skrifstofubygging íslenskra aöalverktaka HAFNAR eru framkvæmdir á at- hafnasvsði íslenskra aðalverktaka á Keflavíkurflugvelli vegna nýrrar skrifstofubyggingar fyrirtækisins. Að sögn Gunnars Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra verður nýja skríf- stofubyggingin 800 fermetrar á tveimur hæðum. Það eru Hörður Bjarnason og Garðar Halldórsson sem teikna bygginguna. Núverandi skrifstofur fyrirtæk- isins, fyrir bandaríska herinn á Keflavíkurflugvelli, en slíku bráðabirgðahúsnæði er ætlað að standa i stuttan tíma. Skrifstofur fslenskra aðalverktaka hafa verið í þessum húsum sem eru orðin 34 ára gamlar, en byggingarnar eru orðnar mjög viðhaldsfrekar. Alls sex íbúðaskálar hafa verið teknir undir skrifstofur, og byggt á milli þeirra. Að sögn Gunnars verður bygg- ingarhraði ekki meiri en svo að framkvæmdir við skrifstofuhúsið hafi áhrif á aðrar framkvæmdir sem fyrirtækið er með í gangi. E.G. Morgunbladið/E.G. Skrifstofur ÍAV eru í húsnæði sem reiflt var árið 1951 fyrir bandaríkjaher til bráðabirgða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.