Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 15.09.1985, Qupperneq 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 „En fyrr en varði fjall að hyggja, tók að sækja á dal að byggja." Úr „Síðasta blóminu". A sýningu hjá Perlunum, leiklist- arklúbbi sem nemendur þjálfunar- skólans í Bjarkarási starfrækja Þarna eru meðlimir Perlunnar að túlka Ijóð Steins Steinarr, Vor. Það er svo smitandi að leika „Það er svo smitandi að leika, þetta er einhvers konar baktería sem myndast í manni,“ sagði Gunnar Gunnarsson, einn af með- limum Leiklistarklúbbsins PerÞ unnar. sem nemendur í þjálfun- arskólanum í Bjarkarási starf- rækja og hafa gert undanfarin ár ár undir leiðsögn Sigríðar Eyþórs- dóttur leiklistarkennara. Bjarkar- ás er starfsþjálfunar- og kennslu- stofnun fyrir vangefna. Þessi orð Gunnars gátu svo sannarlega átt við um hvern ein- asta meðlim Perlunnar, því leikgleðin og innlifunin skein úr andlitum þeirra þegar upp á sviðið var komið og þau tóku að túlka ljóð James Thurber „Síð- asta blómið“ í þýðingu Magnús- ar Ásgeirssonar. Sigríður las upp ljóðið og leik- endur túlkuðu orðin með hreyf- ingum sínum; látbragðsleikur við ljóð. „Síðasta blómið" er langt og snúið ljóð þar sem margar persónur koma við sögu. Það undraði okkur Morgun- blaðsmenn hversu vel hver og einn mundi hlutverk sitt og hvað leikurinn gekk átakalaust og eðlilega fyrir sig. „Það er mikil þolinmæðis- vinna að kenna þeim hlutverk- in,“ sagði Sigríður, „en þegar það hefur einu sinni tekist gleyma þau rullunum ekki svo glatt. Það er dæmigert fyrir þetta fólk það man best þá hluti sem tengjast athöfn og þess vegna er svo þýð- ingarmikið að halda upp þjálfun af þessu tagi.“ Þau byrjuðu að æfa „Síðasta blómið" eftir áramót og hafa nokkrum sinnum sýnt það opin- berlega, m.a. á landsráðstefnu Þroskahjálpar og í Laugardals- höll á hátíð Æskulýðsráðs og síðast við skólaslitin í Bjarkar- ási. í vetur hafa þau jafnframt túlkað ljóð Steins Steinars, „Vor“. Perluhópurinn tekur leiklist- ina mjög alvarlega. Þau fara oft i leikhús og hafa þá áður lesið viðkomandi leikrit saman með kennara sínum. Og iðulega fara þau baksviðs og spjalla við leik- endur eftir sýningar. Einlægnin og áhuginn er þeirra aðalsmerki, og þrátt fyrir að þetta sé svolítið erfitt fyrst, eins og þau sögðu, þá er svo gaman að leika að það er þess virði að leggja á sig nokkra vinnu. Morgunblaðið/Bjarni „Horfnir von með hlýðni þrotna, hundar sviku lánardrottna. Sótti á bágstatt mannkyn margur, meinkvikinda stefnuvargur.“ Úr „Síðasta blóminu". Meólimir Leiklistarklúbbs Perl- unnar ásamt kennara sínum. Fremri röð frá vinstri: Auður Ein- arsdóttir, Sigfús Svanbergsson, Sigríður Eyþórsdóttir leiðbeinandi, Gunnar Gunnbjörnsson og Gunnar Gunnarsson. Efri röð frá vinstri: Hildur Óskarsdóttir, Anna Sólrún Jóhannesdóttir, Jóhanna Sigrún Guðmundsdóttir, Ingveldur Ólöf Ragnarsdóttir og Þorbjörg Guð- laugsdóttir. A myndina vantar einn meðlim, Ingibjörgu Árnadóttur, en hún var fjarverandi. Svæðisþing Mont Pelerin-samtakanna: Ör hagvöxtur í Suðaustur-Asíu er einkaframtakinu að þakka — segir Hannes H. Gissurarson HINN öri vöxtur atvinnulífsins í flestum löndum Suðaustur-Asíu er því að þakka, að rfkisstjórnir þess- ara landa hafa fremur treyst á einkaframtak en ríkisafskipti. Að þessari niðurstöðu komust fræði- menn, sem settust nýlega á rökstóla í Sydney í Ástralfu, en þar var haidið svæðisþing Mont Pelerin-samtak- anna alþjóðlegra samtaka frjáls- lyndra mennta- og kaupsýslumanna, dagana 19.—23. ágúst. Meðalvöxtur atvinnulífs í Singapore á tímabilinu 1960—1982 var 7,4% og í Hong Kong á sama tímabili 7,0%. I Suður-Kóreu var sambærileg tala 6,6% og á Taivan einnig 6,6%. „Á bak við þessar þurru tölur er mikil og hetjuleg saga,“ sagði Hannes H. Gissurar- son sagnfræðingur í viðtali við Morgunblaðið, en hann sat þingið í Sydney og flutti þar erindi. „Sú saga er um örfátækar þjóðir, sem hafa brotist til bjargálna. Ekki fer á milli mála, hvaða lærdóm má draga af reynslu þjóðanna í Suð- austur-Asfu. Atvinnufrelsi er enn sem fyrr nauðsynlegt skilyrði fyrir hagvexti." Mont Pélerin-samtökin voru stofnuð af þeim Friedrich A. Hayek, Milton Friedman, George Stigler og fleiri frjálshyggju- mönnum í apríl 1947, en félagar hittast árlega til að bera saman bækur sínar. Á meðal hinna rúm- lega 400 félaga eru heimspeking- urinn Karl R. Popper, William E. Simon, fyrrverandi fjármálaráð- herra Bandaríkjanna, rithöfund- urinn William Buckly og hagfræð- ingarnir Gary Becker prófessor og Bauer lávarður. Núverandi forseti samtakanna er James M. Buchan- an, prófessor í George Mason- háskóla í Virginíu í Bandaríkjun- um. Hannes H. Gissurarson er eini íslendingurinn í þessum sam- tökum. Á þessu þingi í Sydney var rætt um margt annað en reynslu þjóð- anna í Suðuraustur-Asíu, þar á meðal um þá hættu, sem réttar- ríkið væri í vegna sfaukinna ríkis- afskipta, um samband (eða sam- bandsleysi) kristinnar trúar og frjálshyggju, um hagkerfi Sví- þjóðar og Austurríkis og um við- horf á vinnumarkaði, skipulagn- ingu þingsins annaðist Centre for Independent Studies í Sydney. „Ég flutti erindi um tengsl íhaldsstefnu og frjálslyndis- stefnu,“ sagði Hannes H. Giss- urarson við Morgunblaðið. „Við vorum þrír fengnir til að ræða það mál á þinginu við dr. John Gray, félagi á Jesús-garði í Oxford, og Kenneth Minogue, prófessor í London School of Economice. Ég reyndi að leiða rök að því, að íhaldssemi og frjálslyndi væru ekki ósættanlegar andstæður. Við gætum verið íhaldssöm í siðferði- legum efnum, aðhyllst með öðrum orðum guðsótta og góða siði, og frjálslyndi i atvinnumálum án þess að vera ósamkvæm sjálfum okkur. Þetta var fróðlegt og skemmti- legt þing,“ bætti Hannes við. „En mér fannst þó mest til um það að hafa viðdvöl í Hong Kong, þar sem íbúarnir hafa lyft grettistaki síð- ustu áratugi. Á sama tíma og milljónir eða tugmilljónir manna hafa annaðhvort dáið úr hungri og verið myrtar að skipun stjórn- valda í Rauða-Kína hefur þetta borgríki risið og dafnað og búið fimm milljónum manna betri lífskjör en í nokkru öðru landi Asíu að Japan undanskildu."

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.