Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 41

Morgunblaðið - 15.09.1985, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1985 B 41 hana. En hún hjálpaði mér að fara, vissi að ég var ekki að yfir- gefa hana fyrir fullt og allt. Eftir tveggja ára dvöl á Norður- löndum fór ég til Afríku, til Sah- ara, og kynntist hirðingjum [>ar. Ég flakkaði næstu þrjú árin um Afríku og Evrópu. Ég skil ekki núna hvernig ég lifði þetta af, ég átti oft lítinn pening en einhvern veginn bjargaðist þetta allt sam- an. Ég fór reyndar strax að taka myndir og seldi. Var í raun „free- lance" Ijósmyndari frá 16 ára aldri. Ég tók mikið af fuglamynd- um. Ég hef alltaf verið mikill fjalla- maður og það voru fjöllin sem drógu mig til íslands. Þá var ég tvítugur, hafði verið 5 ár á flakk- inu. Eg ætlaði reyndar að fara til Suður-Ameríku og taka kvikmynd um flamingóa ásamt nokkrum vinum mínum, koma aðeins við á íslandi og fara þaðan til Græn- lands og svo suður eftir allri Am- eríku. Af því varð þó ekki.“ Tjaldaði í snjó við Mývatn „Ég kom til íslands í byrjun apríl 1972. Ég vildi vera hér á und- an farfuglunum og fylgjast með kornu þeirra. Ég dýrkaði fugla á því tímabili, þeir eru svo lifandi og fallegir, þokkafullir. Það er auð- velt að drepa þá en samt eru þeir svo harðgerðir að þeir geta ferðast alla leið frá Ástralíu og hingað eða frá Suður-Ameríku og þá oft hreppt hin verstu veður á Ieiðinni. Þeir eru sem sagt viðkvæmir en samt sterkir. Ég fór beint til Mývatns og tjaldaði þar í snjó. Þegar þangað kom hafði ég ekki náð sambandi við nokkurn íslending. Ég hafði eitthvað yrt á rútubílstjórann á leiðinni norður og hann hallaði sér aftur í sætinu, hvorfði á mig og sagði: „Haaa“ eins og íslendingum einum er lagið. Seinna hef ég kynnst mörgum góðum rútubíl- stjórum. Ég tjaldaði fyrst við Kálfa- strönd i Mývatnssveit og verslaði i kaupfélaginu. Vissi ekkert hvað 6g átti að kaupa af mat, tók eitthvaö sem leit vel út en var óætt. Ég fór því heim að bænum og fékk mjóll: og það fólk bauð mér síðan í kaffi og kleinur á hverjum degi. Þetta voru fyrstu en ekki síðustu góðu bændurnir sem ég átti eftir að hitta. Mér finnst íslendingar vera bændur fyrst og fremst. Hjá þein) helst allt hið mannlega og nátt- úrulega í fslendingum. íslend- ingar eru iíka nátengdir bænda- menningunni, miklu nær henni en aðrar Vestur-Evrópuþjóðir vegna )>ess að borgarmenningin nær svo skammt aftur hjá ykkur." — Þú ferðaðist mikið um landið og kynntist því á annan hátt en flestir íslendingar gera? „Ég var í fjóra mánuði þarna fyrir norðan og skoðaði fugla og tók myndir. í ágúst og september fór ég síðan yfir landið fótgang- andi. Mér fannst það stórkostlegt. Ég fékk dellu fyrir íslandi þarna. Ég ákvað að sjá öll svæði landsins og kynntist landinu á þennan hátt og ferðaðist þannig í tvo mánuöi en þá fór veðrið að vera leiðinlegt og ég einnig orðinn blankur." — Hvað tók þá við? „Þá fór ég til Grindavíkur og beint út á sjó, á netabát sem hét Gísli lóðs. Það var geysilega erfitt, ég var ofboðslega sjóveikur en gafst ekki upp. Það var gaman að sjá hvað þessir menn eru duglegir, hvernig þeir vinna eins og skepn- ur. Þarna kynntist ég öðruvísi ís- lendingum en bændum. Sjómenn eru mismunandi, margir eru mjög skemmtilegir menn og ég bar mikla virðingu fyrir mörgum þeirra en aðrir þótti mér heldur ruddalegir, þeir hugsuðu bara um að vinna, græða peninga og fara á fyllerí þess á milli. Ég fór einnig á togarann Júpíter og það var hel- víti. Þennan vetur fór ég líka að kynnast fólki í Reykjavík og fara út að „skemmta mér“ eins og það heitir hér. Um sumarið fór ég svo að ferðast aftur. Einu sinni vant- aði leiðsögumann hjá Andrési Pét- urs og þá fór ég í fyrsta sinn að leiðsegja fólki og mér fannst ég vera gerður fyrir það. Ég var hjá Útivist líka. Ég komst að þarna vegna þess að ég var búinn að ferðast talsvert um landið og tal- aði frönsku. I framhaldi af þessu fór ég að velta því fyrir mér að hægt væri að skipuleggja allt öðruvísi ferðir um iandið sem ég geröi svo síðar. Ég tók alltaf myndir líka jöfnum höndum." — Fórstu aldrei til Frakklands í millitíðinni? „Jú, ég fór í heimsókn og eftir tveggja ára dvöl hér fór ég til Frakklands í eitt ár og tók stúd- cntspróf. Þar getur maður tekið slíkt próf án þess að sitja á skóla- bekk í mörg ár. Ég lærði þarna einn vetur og svo kom reynsla og sjálfsnám til.“ Myndabók um ísland — Þú gafst út myndabók um fs- land með myndum sem þú hefur tekið á ferðalögum þínum um landið. Margir hafa látið vel af þessari myndabók við mig. „Já, bókin var gefin út í Frakk- landi 1980. Myndatakan hefur alltaf verið mitt tómstundagaman en ég hef dregið mikið úr henni vegna þess hversu Htinn tíma ég hef. Ég átti orðið geysilegt 3afn af myndskyggnum, sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við, ég ætlaði að fara að flokka þetta og jafnvel henda en ákvað þá að velja úr og gefa )>essa bók út. Þetta er mynda- bók sem ég ætlaði ferðamönnum." — Þú fórst þó í Ijósmyndara- nám í Frakklandi. Hvenær var það? „Það var 1976. Ég kynntist kon- unni minni 1975 og inig dreymdi um að fara aftur til Frakklands og vera þar einhvern tíma til þess að hún gæti kynnst Frakklandi og uppruna mínum. Ég ætlaði mér að verða trésmiður og er smiður í mér. Ég vildi læra að smíða hús- gögn. Ég fór í nám í Normandí en var þar aðeins einn dag. Ég kunni ekki við þessa nýju tækni, þarna var allt fjöldaframleitt. Ég dreif mig þá til Suður-Frakklands, þar sem ég hafði heimilisfang frægs ijósmyndara, Denis Brihat. Hann bjó á stórum sveitabæ og kenndi 4—5 nemendum í einu. Þetta var mjög dýrt nám. Hann var eins og tnunkur sem fékk til sín lærlinga. Ég fór þarna og hitti hann. Námið hafði reyndar byrjað mánuði áður en það voru strax einhverjir straumar á milli okkar og okkur Hkaði vel hvorum við annan. Hann tók því við mér og fann bæ fyrir okkur að búa á. Siggu líkaði vel í Suður-Frakklandi, þarna eru kon- ur svartklæddar og hrukkóttar með eina tönn. Þarna eignuðumst við okkar fyrsta barn og Sigga fór að tala frönsku eftir þrjá mánuði, hafði aldrei viljað tala frönsku við mig hér heima þó að hún hafi lært frönsku í menntaskóia. Hún vildi ekki tala frönskuna fyrr en hún gat talað hana vel. Námið er þarna var mjög gott. Besta tækni, ég lærði að búa til pappír og filmur eins og gert var um 1900. Það má líkja þessu námi við japanska listgrein. Svo mikil nákvæmni og alúð var lögð í það. Að loknum þessum vetri fór ég að vinna í Aix en Provence, þar sem margir íslendingar eru við nám. Ég hugsaði mér þá að gerast Ijósmyndari í Frakklandi en Sigga vildi fara heim til íslands og það varð úr.“ Ævintýraferðir til íslands — Fórstu þá út í ferðaþjónustu hér? „Ég ákvað þá að vera minn eigin herra og koma af stað ferðaþjón- ustustarfsemi. Ég fékk lánaða peninga fyrir fjallabílum, fór á litla ferðaskrifstofu i Frakklandi, sem skipuleggur ævintýraferðir, og bauð þeim upp á slíkar ferðir um hálendið, einungis fyrir litla hópa. Þetta gekk nú ekki mjög vel fyrst, fáir sem komu. En ég gafst ekki upp og vann ýmsa vinnu á milli til að bjarga húsnæði og mat. Ég kenndi frönsku og vann við trésmíði. Ferðirnar fóru smám saman að ganga betur. Ég var þó dálítið einn á báti til að byrja með. Það var oft kvartað undan útlend- ingum í svona ferðum. Þeir væru á eigin bílum og fylgdu ekki íslensk- um reglum en ég var betur settur því ég var með íslenskt númer á bílnum og átti íslenska konu. Ég fór að gefa mig að Islendingum í jæssari starfsemi og þeir tóku mér vel og hvöttu mig og studdu marg- ir hverjir. Seinna vann ég svo í samvinnu við Ferðaskrifstofu rík- isins á veturna. Ég fór í skíða- ferðir á vetrum og ýmsar fjalla- ferðir á sumrum. Ég fór einnig á námskeið í Alpafjöllum og skipu- iagði erfiðari ferðir í kjölfar þess.“ — Þú ákveður að setjast að á íslandi og fá íslenskan ríkisborg- ararétt? „Ég dró það í mörg ár að sækja um íslenskan ríkisborgararétt. Ég átti alltaf útfyllt umsóknareyðu- blað í skúffunni hjá mér en dró það að skila því. Én ég fann oft fyrir því að ég gat ekki gert alla þá hluti sem mig langaði til hér á landi, ég var alltaf útlendingur en vildi verða inn-lendingur. Það sem hafði úrslitaáhrif var ferð sem ég fór í eitt sinn að vetri til í Land- mannaiaugar með franska ferða- menn. Ég rakst á íslendinga á snjósleðum, þeir voru á fylleríi og tveir þeirra lögðu af stað, ný- komnir úr baði og blautir. Þeir villtust og snjósleði þeirra hrapaði 20 metra niður í Tungná. Daginn eftir fór ég til sð sækja hjálp upp í Veiðivötn, ég lét Hjálparsveit skáta vita og fundu þeir mennina sem voru þá búnir að liggja í meira cn sólarhring margbrotnir og hálffrosnir og að dauða komnir. Ég var beðinn að flytja mennina upp í Landmannalaugar til móts við þyrluna, þar sem ég hafði góð- an snjósleða og stóra kerru aftan í. Síðan sá ég í blaði frétt um tvo duglega íslendinga sem hefðu lent í þessu hroðalega slysi þegar þeir voru að leita að Frakka sem var týndur. Þessu var algjörlega snúið við. Enginn þakkaði mér, ekki björgunarsveitin og ekki mennirn- ir. Þetta ýtti undir það að ég skrif- aði undir umsóknareyðublaðið. Ég vildi ekki vera útlendingur í aug- um tslendinga. Það versta var nafnið. Mér var sagt að Filippus væri samsvarandi Philippe, reyndar heita nokkrir menn Filip hér en ég vissi ekki um það þá. Mér er nú reyndar sama en amma mín í Frakklandi fengi hjartaslag ef hún vissi að ég héti ekki lengur Philippe Patay.“ Með íslenska fánann í Himalaya — Þú fórst í ferð til Himalaya 1981 og hefur síðan verið leiðsögu- maður þar og í Sahara á haustin. Hvernig kom það til? „Mig hafði lengi dreymt um Himalaya. Vildi sjá staði þar og samfélög manna. Ég fór einn en hafði það í huga að skipuleggja ferð fyrir kunningja mína sem höfðu farið í ferð með mér hér heima. Ferðin 1981 tók þrjá mán- uði og fór ég m.a. með íslenska fánann upp á Eyjartind að vetri til, í 6.200 metra hæð, áður hafði ég reyndar farið í 6.800 metra. Ég hugsaði heim til íslands, vissi að ég átti heima á íslandi þegar ég var kominn svona langt í burtu. Hugsaði ekki til Frakklands. Síð- an hef ég oft farið til Himalaya að skipuleggja gönguferðir og leið- angra. Reyndar kom frétt í þessu blaði nýlega, þar sem sagt var að góður kunningi minn væri að fara til Himalaya að klifra, fyrstur fs- lendinga. Þetta sýnir að jafnvel góðir félagar gleyma mér og við- urkenna ekki að ég sé fslendingur, ég er það ekki í þeirra huga og verð það líklega aldrei. Ég er nú ekkert sár yfir því, sonur minn verður vonandi íslendingur. Ég dýrka Himalaya en það er annað svæði sem ég er nátengdari, Sahara, þar eru Tuareg-hirðingjar sem mér finnst frábærir menn. Við ferðumst í úlfaldalestum í Sahara og klífum gömul eldfjöll. Tuareg-hirðingjarnir skiptast í stríðandi hópa en þeir vilja ekki hætta þessu lífi sínu. Ég skil ekki hvernig hægt er að kalla þessa menn villimenn. Þetta er yfirleitt fólk á háu menningarstigi. Stór- veidin troða eitri sínu i þessar þjóðir.“ — Nú ert þú kominn með eigin ferðaskrifstofu og væntanlega veitingastað í sama húsnæði í haust? „Ég var einn í mörg ár en vann síðar fyrir Ferðaskrifstofu ríkis- ins á veturna þar sem ég lærði ýmislegt. En ég vil ekki vinna fyrir aðra svo ég stofnaði eigin ferðaskrifstofu núna, að vísu í samvinnu við aðra. Þetta er hluta- félag. Áður var ég með þessi um- svif mest heima hjá mér. Ég vil eiga litla ferðaskrifstofu sem gengur vel en það er ekki nóg til að lifa af. Ég get ekki farið fleiri ferðir til Sahara eða Himalaya til að drýgja tekjurnar, nú á ég þrjú börn sem binda mig hérna. Þá verð ég að hafa eitthvað annað að gera og annar gamall draumur er að rætast. Við erum nokkur sam- an sem ætlum að opna franskan veitingastað hér í sama húsnæði og ferðaskrifstofan er í. Við erum ekki að hugsa um neitt stórfyrir- tæki, þetta á að vera lítill og huggulegur staður, aðeins fyrir 32 í sæti. Þetta verður ekki bjórkrá heldur staður þar sem fólk kemur saman og borðar. Ég tel slík veit- ingahús vera þann stað í nútíma- samfélagi þar sem fólk getur náð sambandi við aðra. Það getur maður ekki i hávaðanum á diskó- tekunum. Þetta er lítill draumur en ekki stór. íslendingar vilja allt- af eitthvað stórt og mikið. Íslendíngar aö kafna í félagslífí — Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að spyrja þig um við horf til lands og þjóðar. Ýmislegt hefur komið fram varð- andi það hér á undan. „Ég gæti nú skrifað bók um þetta, fsland og viðhorf til þess. Eitt get ég þó sagt. Maður er aldr- ei óafskiptur hér. Mér finnst ís- land vera ríkt land, þá á ég ekki við að það sé ríkt af peningum eins og Sviss heldur er það auðugt af svo mörgu öðru sem mér finnst íslendingar ekki alltaf kunna að meta. íslendingar eiga að’ rækta það frumlega í sér og það sem er öðru vísi, ekki reyna að apa allt upp eftir öðrum Vesturlandaþjóð- um. Hér eru frábærir karakterar, það er hægt að finna fullt af fólki í hverri götu sem hægt væri að skrifa bækur um. Svo eru aðrir sem vilja afneita þessu öllu og taka upp borgaralega lífshætti að öllu leyti. En mér finnst samt að íslend- ingar kunni að hugsa eins og ég geri. Ég var að velta þessu fyrir mér !>egar ég gekk um landið hér fyrst. Þá fannst mér ég stundum vera eins og útilegumaður. Ég fór frá Ákureyri í Þjórsárver, Kerl- ingarfjöll, Hveravelli og kom í niður á Þingvelli. Þá fór ég að lesa útilegumannasögur og uppgötvaði að íslendingar bera virðingu fyrir útilegumönnum sem þeir þó reyndu nlltaf að ná og refsa. Þetta eru hetjur í þeirra huga. Mér finnst ungt fólk í dag taka nýjungarnar og tæknina allt of al- varlega, gleyma undirstöðuatrið- um. Ákaflega fáir sem vilja berj- ast og finna sjálfa sig. Vilja held- ur fara eftir ákveðnum munstrum, líta vel út og hafa allt slétt og fellt á yfirborðinu, allt of mikill egó- ismi ríkjandi. Þetta á nú ekki bara við um Island, heldur mörg lönd í hinum vestræna heimi. Eitt er það sem mér finnst stór- hættulegt hér og það eru öll þessi félög. íslendingar eru að kafna í félagslífi. Ef menn vilja láta eitthvað gott af sér leiða sem í upphafi byggir á mannlegri og fal- legri hugsun, þá kafnar það allt í félögum. Þar þarf að skipa nefndir og stjórn, setja lög og reglur. Allt verður svo stíft og ósveigjanlegt." — Þú deilir á stífni og yfir- borðsmennsku nútímaþjóðfélags og ert langt frá því að lifa hinu reglubundna 9—5 lífi fyrir örygg- ið. Ertu ævintýramaður? „Þú verður að dæma um það sjálf en ég vil ekki festa mig fyrir lífstíð í einhverju einu. Ég vil ekki hafa einhverja eina ákveðna ímynd sem ég er fastur í það sem eftir er.“ Höfundurinn er íslenskukennari við MH. Nýkomin sendng fráVestur- Pantanir óskast staðfestar STRAX l^^naust h.f SÍDUMULA 7—9 SÍMI 82722. V^terkurog k J hagkvæmur auglýsingamióill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.