Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 20

Morgunblaðið - 15.09.1985, Side 20
20 B MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. SEPTEMBER 1985 Tilboö óskast í Chevrolet Blazer (T ahoe) árgerö 1984 (V6, sjálf- skiptur, ekinn 9 þús. mílur), sem veröur á útboöi þriöjudaginn 17. september aö Grensásvegi 9, kl. 12— 15. Á sama útboöi verður tjónabifreiö, Mazda 323 árgerö 1985 (1500 4 dyra saloon sjálfskiptur, ekinn 4 þús. km.) Ennfremur Payloader (Allis Chalmers) árgerö 1968. Sala varnarliöseigna. J jllatgtttiMafcfft Metsölublað á hverjum degi! TERTUR Það er ef til vill að bera í bakkafullan lækinn að koma með uppskriftir af tertum. Flestar, ef ekki allar, húsmæður eiga sínar uppáhalds tertuuppskriftir. Það eru þá frekar ungu húsmæð- urnar sem ég ætla að tileinka þessar gómsætu uppskriftir, en terturnar eiga það sameiginlegt að geta verið hvort heldur er meðlæti með kaffi eða sem ljúffengur eftirréttur. Og núggat tertuna sem hér fer á eftir bragðaði ég einmitt sem eftirrétt. Það var um miðjan ágúst að Dyngjuhöfundur var að halda upp á sérstakan afmælisdag, og snæddi af því tilefni kvöldverð í veitingahúsinu „f Kvosinni" í Austurstræti. Þjónustan var frábær, maturinn óviðjafn- anlegur, og endahnúturinn þessi ljúffenga terta, sem kokkurinn, Jón Sveinsson, var svo vinsamlegur að gefa upp. Þjónustufólki Kvosarinnar sendi ég svo beztu þakkir og kveðjur. Núggatterta Kvosarinnar: Botn: 100 gr. smjör, 200 gr. sykur, 2 egg, Í00 gr. kakóduft, 250 gr. hveiti, 1 tsk. lyftiduft, % tsk. sódi,2dlrjómi. Hrærið létt saman sykri, smjöri og kakódufti. Bætið svo eggjunum út í, hrærið smá stund, blandið svo þurrefnum saman við og að síðustu er rjómanum blandað varlega út í. Bakist í ofnskúffu eða 2-3 tertuformum við 225° hita í um það bil 12-15 mínútur. Krem — sett ofan á: 200 gr. núggatsúkkulaði, 3-4 dl rjómi, aðeins koníak, 1 eggjarauða, 3 tsk. flórsykur. Allt hrært saman. Tertan annaðhvort borin fram í heilu eða framreidd eins og i Kvosinni, eitt stykki á disk, og í kring ferskir ávextir í sneiðum, til dæmis plómur, kíví, melónur, vinber eða perur, og svo ískældur þeyttur rjómi. Kókosterta með súkkulaðikremi: Botn: 5-6 eggjahvítur, 250 gr. sykur, 200 gr. kókosmjöl. Krem: 50 gr. smjör, 4 matsk. mjólk, 200 gr. dökkt suðusúkkulaði, 2 matsk. kakó, 5-6 eggjarauður, 1 peli rjómi (þeyttur). Skreyting 25 gr. möndlur. Þeytið hvíturnar mjög stífar, bætið sykrinum út í smátt og smátt, og síðan kókosmjölinu. Sett í vel smurt eldfast glerfat (má nota venjuleg tertuform). Kakan bökuð við 150° hita í 40-45 mínútur. Bræðið smjörið í þykkbotnspotti, bætið út í mjólkinni og niður- brotnu súkkulaðinu ásamt kakóinu. Hrærið við vægan hita þar til súkkulaðið er bráðnað, og bætið þá rauðunum saman við. Hrærið stöðugt þar til kremið er orðið að jöfnum massa. Látið ekki bull— sjóða. Takið pottinn af hellunni og látið kremið kólna aðeins, en látið svo þeytta rjómann út í, jafnið varlega. Breiðið volgt kremið yfir kókosbotninn í forminu, breiðið yfir álpappír og geymið í kæliskáp í sólarhring. Skreytið með söxuðum möndlum. (Má bera tertuna fram með þeyttum rjóma ef vill.) Kartöfluterta með eplamauki og rjóma: Botnar: 150 gr. kaldar, soðnar kartöflur, 150 gr. smjör, 150 gr. hveiti. Fylling: um það bil 3 dl. eplamauk, 2 dl. þeyttur rjómi. Stappið eða rífið kartöflurnar, blandið saman við hveitið, saxið með hníf smjörið saman við og hnoðið fljótt saman deig. Skiptið deiginu í 4 hluta. Fletjið hvern út í þunna köku, um það bil 20 sm. í þvermál. Stingið með gaffli í botnana og látið á smjörpappír á bökunarplötu. Bakið við 225° hita þar til botnarnir eru fallega ljós- brúnir og stökkir (um 10 mínútur). Botnamir leggjast saman með eplamauki og þeyttum rjóma. Tertan lögð saman rétt áður en hún er borin fram svo botnarnir verði ekki of linir. Þeir eiga að vera stökkir. Uppskriftin er ætluð fyrir 6. Má gjarnan sigta flórsykur yfir tertuna að lokum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.